Alþýðublaðið - 15.11.1944, Side 5

Alþýðublaðið - 15.11.1944, Side 5
Miðvikudagur 15. nóv. 1944. ALÞYÐIJBLAÐIÐ S Ófremdarástand, sem 'allt af endurtekur sig, án þess að nokkuð sé gert til að bæta úr því — Áskorun til ríkistjórnarinnar — Nauðsynj arnar, sem ekki er hægt að fá — Danshúsin og aðgöngumiðasalan — Bók, sem mér þykir góð og lærdómsrík agjqasrs;- --gýi-g __ _ . -— SAMA ófremdarástandið end- urtekur, sig ár eftir ár og án þess að nokkur geri hið minsta til þess að ráða bót á því. Á hverju ári.kvarta húsmæður í Reykjavík/ undan mjólkurleysinu, á hverju hausti verða þær að „vakta“ mjólk urbúðirnar, standa þar í röðum tímum saman og fara oft og tíðum heim án þess að hafa fengið nokkra mjólk. Þetta er alveg óþolandi á- stand. Hér er um að ræða eina nauðsynlegustu fæðutegund fólks- ins, vöru, sem framleidd er inn- anlands og ekki þarf því að flytja til landsins yfir höfin. Þessi skortur á mjólk og mjólk urafurðum undanfarin ár og enn, er því lítt skiljanlegur og það er einmitt erfitt að skilja það, að ekk ert skuli gert til þess að bæta úr honum, svo að hægt sé að kaupa þessa nauðsynlegu fæðutegund eftir vild. Sömu sögu er að segja um skyr og smjör. Skyr fæst al- drei og smjör mjög sjaldan. Þetta ætti að vera í síðasta sinn serþ þetta ófremdarástand ríkir. Reykja víkurbær verður að koma upp kúabúi einhvers staðar í nágrenni bæjarins, eða ríkisstjórnin verður að taka þetta mál til rækilegrar athugunar. og leysa það. NÚ HEFIR stjórnmálaástandið breytzt nokkuð svo að við skulum gera ráð fyrir því að annarleg sjónarmið þurfi ekki að tefja fyr- ir heppilegri lausn þessara mála. — Það er ekkert annað en hlægilegur misskilningur að halda því fram, að ef sett sé upp stórt kúabú í nágrenni Reykjavíkur, þá sé það gert til tjóns fyrir bændurna, mjólkurfram leiðendurna austan fjalls. Hvern- ig má það vera rétt fyrst þeir geta ekki fúllnægt markaðsþörfinni hér í Reykjavík nema að litlu leyti? Ef þeir gætu það þá myndu menn ekki allt af vera að heimta mjólk- urbú. FISKLEYSIÐ er nú svo mikið að fjölmörg heimili hafa ekki séð nýjan fisk í þrjár vikur og menn kaupa ekki frosna fiskinn nema í ítrustu neyð svo vondur er hann og óétandi. Einstaka sinnum heyr- ist að fiskur hafi komið í þessa eða hina fiskbúðina, en aldrei í þær allar svo að hægt sé að full- nægja eftirspurn. Þegar gæftar- leysi er og sjómennirnir komast ekki úty þá er hér engan um að saka. En ef þessu er ekki til að dreifa, þá er eitthvað bogið við þá sem starfrækja fisksöluna í bænum. Virðist því ekki vanþörf á því að þetta fiskleysi sé líka at- hugað. AF TILEFNI bréfs er ég birti nýlega um yfirfull danshús er mér skrifað: „Það er alger misskiln- ingur hjá þeim tveimur pörum, sem skrifuðu þér um daginn að tollstjóri hafi ekki eftirlit með sölu aðgöngumiða í danshús bæj- arins. Hann ákveður sjálfur í sam- ráði við húsráðanda hvað mörg- um mönnum megi selja aðgang og lögregluþjónar gæta þess að þessu sé framfylgt. Nú alllengi undan- farið er færrum selt inn í helztu skemmtihúsin en var fyrir nokkr- um árum, svo að þetta getur ekki hafa versnað.“ ÉG VTL ÞAKKA Arnöri Sigur- jónésyni fyrir bókina: „íslenzk samvinnufélög 100 ára.“ Þessi bók barst upp í hendur mínar um helg ina. Minningarrit eru sjaldan skemmtilestur. Ég opnaði bókina að eins til þess að fletta henni, en það fór svo að ég slepti henni ekki fyrr en seint aðfaranótt mánu dags og þá hafði ég lokið við að lesa hana. Mér datt í hug: Svona á að skrifa sögu. Frásögnin er öll mjög skemmtileg og ekki þarf að lýsa stílsmáta höfundarins. HÉR er raunverulega um marg- ar hetjusögur að ræða og núlif- andi kýnslóð þarf að þekkja þess- ar sögúr. Uppreisn bændamia fyr ir norðan íyrir 100 árum og bar- j átta þeirra fyrir því að losna úr | kúgunarviðjum hinna erlendu kaupmanna, sýnir þrek bænda- stéttarinnar, fórnfýsi hennar, sam- heldni og glæsilegar hugsjónir, sem ég get ekki rakið hér. Þetta er góð bók sem mikill fengur er að fá. Þessi bók er öll hvöt til okkar sem nú lifum, að starfa vel og dyggi- lega. Og bækur sem það gera eru góðar. Hannes á horninu. R i s s - b ! ö k k sr góðar og mjög ódýrar. Sérstakt tækifæri til þess að birgja börnin upp A A | \ til vetrarins. - . Skólavörðustíg Áskriftarslmi Alþýðublaðsins er 4900. „Mærin frá Orleans" heilsar bandamönnum. j Á mynd þessari sjást amenskhermenn, sem börðust á Fraþfclandi, a‘ka í Ibifneiðum sínum fram >hjá myind-astyttu Jóhönnu frá Arc, „mærinini frá Orleans“. myndastyttan hefur orðið fyrir nokkrum skemmdum af völdum sprengjureigins. SÍÐASTA sólarhring okkar í eyðimörkinni gengum við fimmtíu til sextíu kílómetra í handhafiniu oig kvödumst af þorsta. Þegar nóttin skall á,' höfðum ýið drukkið síðustu vatnsdropana, sem við ‘höfðvm meðferðis. Við kyntúm bál af sprekum úr væng flugvélarinn- ar, en mér var ljóst, að vonlaust var, að nokkur myndi sjá það. Um hóttina féll dögg á væng ina, og, þannig auðnaðist okkur að afla okkur spónfylli af litt drekkandi vatni. Það var and- styggilegt á bragðið, en þó tókst okkur eigi að síður að væta varirnar. „Svo er guði fyrir að þakka, að við höfum skamm- byssu meðferðite,11 mælti Préfot. Ég smeri mér að honum gramur í huga. En Prévot hafði sagt þetta blátt áfram eins og hefði hann látið orð um það falla, að hann ætlaði að þvo séu um hend urnar. En í rauninni bjó okkur báðum hið sarna í bug. Mér hafði og orðið tíðlitið til hylkis- ins, þar sem skammbyssan var geymd. Þegar dagur rann, lögðum við af stað á nýjan leik, en héldum að þessu sinni hvor í sína átt. Þegar ég þrammaði áfram þarna í sandhafinu, reyndi ég að seiða fram í huga mér allt það, sem ég hafði heyrt og lesið um Lylbíueyðimörkina. Bedúín- ar og setuliðsmenn halda því fram, að maður geti lifað í eyði- mörkinni í nítjón klukkustundir án þess að bragða vatn. En þeg ar ofbirtu tekur að leggja fyrir augu manns á tuttugasta tíman- um, er aldurtilans skammt að bíða. En við nutum þess, áð norð austanvindur var á, en hann er rakur og sjaldgæfur á þessum slóðum. 'En hvað ,mydi þess ilangt .að bíða, að feigðarijós birt ist okkur sýn? Skyndilega rak ég upp fagn- aðaróp. Ég hafði komið auga á mann, sem veifaði í áttina til mín. Það var engu líkara en eyðimörkin vaknaði af dvala. Það var vissiulega erfitt að neita sér um það að trúa augum sín- um og hlaupa til móts við ferða mannalestina, sem mér sýndist leggja leið sína um eyðimörk- ina! „Hún er jú þarna eins og ég er hér lifandi maður“ tautaði eg fyrir múnni mér. Sjónvillan seiddi mig lengra og lengra. REIN ÞESSI er þýdd úr sænska tímaritinu „Det Básta“ og er eftir hinn fræga rithöfund Antoine de Saint Exupéry. Hann og félagi hans, Prévot að nafni, gerðu tilraun til þess að setja met á flugleiðinni París—Indó- kína, en lekktistá yfir Lybíu eyðimörkinni og urðu að nauð lenda þar. Lýsir greinin hrakningum og mannraunum .þeirra félaga í sandhafinu og hinni óvæntu björgun þeirra. Þegar dimma tók, gerðist ég ör magna. Ég nam staðar og barm aði mér sárlega yfir því, hversu lángt ég var kominn burt frá bækistöð okkar. Pévot hefur á- reiðanlega orðið var við ,ein- hverja ferðamannalest, hugsaði ég með mér. Eftir tveggja >stunda >göin>gu, sá ég eldskin úti við sjónarrönd. Prévot hafði kynt bál af ótta við, að ég hefði farið villur veg- ar. Ég gekk enn heila klukku- stund. Nú myndi ég aðeins eiga fimm hundruð metra' ófarna — brátt aðeins fimmtíu metra. Ég nam staðar sem höggdofa af undrun. Þarna í bjarmanum af bálinu stóð Prévot og talaði við tvo Araba! „Halló!“ hrópaði ég fagnandi. Arabarnir litu báðir í áttina til mín. Ffévot kom hlaupandi til móts við mig. Ég baðaði út •höndunum. Prévot iþreif til mín og studdi mig. Ég reikaði á fóitunum. „Þeir eru þá komnir?“ ‘ ,,Hverjir?“. „Arabarnir þarna, maður! Arabarnir, sem þú varst að tala við.“ Prévot horfði undrandi á mig. „Það hafa engir Arabar komið hingað. Þá var mér öllum lokið. Við höfðum aðeins'drukkið spónfylli af dögg heilan sólar- hring. Nú breiddum við eina fallhlífina á sandinn í von um það, að okkur myndi auðnast að afla meira af dögg með þeim hætti. Þegar við helitum af fall- hlífinni í tóman bensíngeymi um morguninn, reyndust* daggar- mörkinni birgðirnar nema tveim lítrum. Þjáningum þorstans var lokið. Við gátum drukkið nægju okk- ar. Vatnið var gulgrænt að lit og svo rammt á bragðið, að mér var ómögulegt að renna því niður. Við lögðumst endilangir á sandinn og lágum þar stundar- korn. En brátt var kominn tími til þess að leggja af stað. Við ætluðium að yfirgefa flugvélar- flakið og ganga beint af augum, unz við hnígum önmaigna niður. Ef ég væri ekki að hugsa um aðra, væri mér skapi næst að leggjast hér fyrir og sofna. Við lögðum af stað, gengum hlið við hlið og stefndum í aust norðaustur. En við höfðum ekki hugmynd um það, hvort við héldum heldur í leið fyrir ferða mannalest eða lengra inn í auðn eyðimerkurinnar. Hið eina, sem ég man frá þess um degi, er það, að við hröðuð- um okkur sem mest við máttum og fannst sem við héldum til móts við glötunina. Ég einblíndi á sandinn við fætur mér til þess að hafa síður af sjónvillun- um að segja. Öðru hverju breytt um við stefnju Okkar lítillega samkvæmt áttavitanum, og öðru hverju settumst við á sand inn og vörpuðum mæðinni stund arkorn. Þegar dimma tók, kallaði Prévot allt í einu: „ Þarna er vatn, sem ég er lifandi maður. Ekkjii eru hililingar utm þetta leyti dags.“ Ég svaraði ekki. Ég var fyrir löngu hættur að trúa augum mínu-m. „Ég ætla að fara og hyggja að þessu. Þetta er ekki nema tuttuga mínútna gangur í mesta lagj.“ Ég vissi, að Prévot myndi al- drei koma' aftur. Hann myndi deyja í þessum leiðangri sínum, og ég myndi deyja ,þarna, sem ég var staddur. En — skipti það nokkru máli, þegar allt kom tií alls? Það dimmdi enn meira. Mér varð hugsað um Prévot, félaga minn, sem var horfinn. Það var óviðjafnanlegur maður. Aldrei hafði hann látið æðruorð falla. En hvað var þetta? Þarna kom hann með ljóskerið í hend- inni. Hann hlaut að hafa villzt. Frh. á 6. síðu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.