Alþýðublaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 6
6 ALIÞYDUBLAOID Laagaurdagur 30. des. ÍM4j Amerískt risaflugvirki yfir Formosa Myndin var tekin úr annarri flugvél, þegar flugvirkið er að sleppa sprengjum sínum nið- ur á eyjuna. HANWES A HORNINU Framh. af 5. síðu. loefur skipað mönmim, sem eiga að skoða bifreiðarnair að vera þar kennarar í stað iþess að ganga á bifreiðastöðvarnar og skoða þar bifreiðar? Og hver skipar svo það kúnstugasta í þessu öllu saman, að eftir 6 vikna pámskeið earuj kennaramir sjálfir pródómendur Og nemandinn fær sitt ökuskýr- teiniút á það.“ „SÚ KRAFA ER GERÐ 111 þess eða þeirra, sem þessum málum ráða, að bifreiðar hér sunnanlands verði ekki skoðaðar sjaldnar en 4 sinnum á ári eins og víða er gert annars staðar á landinu og einnig verður að gera þá kxöfu, að vegaeftirlitið sé aukið upp í það sem það áður var, en þá voru í því þrjár bifreiðar. Og þetta er hægt að gera án nokkurs aukins koStnaðár, það er aðeins skipu- lagsatriði.“ FULLTRÚ ARNIR á viðskipta- ráðstefnunni voru ekki sendir af ríkisstjó'minm og hún bar ekki kostnað af för þeirra. Hann báru þeir sjálfir. Sviss sendi fulla full- trúatölu á ráðstefnuna. Þessa get ég af tilefni ummæla minna í gaer. Hannes á horninu. HVAÐ SEGJA HIN BI.ÖÐIN Frh. aí 4. síðu. kvæðagreiðsluna, og væri það nei sem hann vildi sagt hafa. . Ég held, að allir hafi orðið hissa en það datt bókstaflega ofanyfir okkur hin, sem vissum um frjálsa afstöðu þessa manns daginn áðpr, sem sáum olnbogaskot gæzlumanns ins 'og sáum ennfremur, er Vest- firðingurinn okkar var kallaður út úr salnum. Við vissum vel, hvað gerzt hafði þótt við ættum erfitt með að trúa okkar eigin augum og eyrum. Okk úr hryllti við slíku hyldýpi kúg- unar og ofbeldis og slíkri lítils- virðingu við frjálsa hugsun í sjálfri verkalýðshreyfi ngunni, sem allt á undir því, að andlegt frelsi líttlsmagnans fáist virt í þjóðfé- laginu. En fyrir mér rifjaðist lika upp stakan: ,J>rælslund aldrei þrýtur mann þar er að taka af nógu. Hann gerði allt, sem himdur kann. hefði ‘hann aðeins rófu.“ Og rétt þegar Vestfirðingurinn hafði lokið sínu ofaníáti, tók við Reykvíkingurinn, sem ofanígjöf- ina fékk og fyrr um getur, og lýsti því yfir úr sæti sínu, að sér hefði einnig orðið mismæli við at- kvæðagreiðslua. Hann hefði líka ætlað að segja nei, en þvi hefði leiðréttingin ekki fyrr komið, að hann hefði haldið, að það væri ekki hægt að koma henni fram!! (Ekki svo undarlegt að hann skyldi halda það). Þegar þetta hafði gerzt, fór kurr um salinn. Menn fundu, að svart- nætti andlegrar kúgunar hafði teygt hramm sinn yfir stéttanþing alþýðujmar á íslandi." Og þetta kaillar sig baráttu fyrir frelsi og sósíalisma! Japanir K>n af ó 'ti’V) ar kemur að því, að japanskir hermenn munu fara að spyrja sjálfa sig þess, hvort skynsam- legt muni að svipta sig lífinu, ekki hvað sízt þegar þeim er um þáð kunnugt, að fangavistin muni reynast þeim hin þebki- legaista. Sumir rithöfundar hafa látið þá skoðun í Ijós, að Japanar immi feranja sjálfsmorð hópum saman. Sumir hafa jafmviel tfta.ll yrt, að engir eeskumenn muni verða uppistandandi í Japan, eftir að her Japana hefi varið ofurliði borinn. Það er erfitt um þetta að. segja, og sennilega láta flestir sér í léttu rúmi liggja,. hver raunin verður í þessum efnum. Japanar hafa með svilkum sínum og villi- miannlegum sigrum kallað yfir sig hinn þunga dóm vanþókn- tmar almenningsálitsins hvar- vetna um heim. Það er ólíklegt, að nokkur verði til þess að mæla í gegn loftárásum á Japan, þeg- ar iþær had'jast fyrir alvöru. Það er ekki hægt að biðja óvini líkn ar, sem tekur flugmenn óvin- anna af lífi án dóms og laga og vinnur slák hermdarverk sem Japanar hafa gert í Kína og víð ar. Það er ekki hatur beidur nauðsyn, sem veldur því, að stríðsvél Japana verður að mylja mélinu smærra. Sú sö,gn er löngu orðin fleip- ur eitt, að Japanar séu einhver ofurmenni. Hermenn, sem bar- izt hafa við þá í frumskógum Burma um tveggja ára skeið, hafa þá' sögu að segja, að bar áttuþrek þeirra sé fjarri þvi að vera mikið og þeim er ósýnt um frumskógahernað. Hersveitir Nokfcur kveðfuorð Bjarni Einarsson frá Sfraumfirði handamianná í Burma eru gæddar miklum baráttukjarki, því að þær þekkja Japanina. Það er ógerlegt að gera sér grein fyrir sigri þeirra án þess að virða fyrst fyrir sér á landa- bréfinu undanhaldsleið þeirra frá Indlandi. Það krefst mikils atgenvis, andlags og líiksamlegs, að heyja hemað í frumskógum Bairma. Hiltinn er þar óbærileg ur, mýbitið ægilegt og drepsótt irnár skæðar. Hersveitirnar sækja fram í regni, for ogbruna hita, og þó verða þær að vera viðbúnar því öllum stundum að leggja til orrustu. En raun Jap ana er hin sama og banda- mamna, og þegar herjum banda imanna í Austurlöndum hefir bætzt aaikinn flugvélakostur og skotifæra, rniun Japönium verða sú raium 'um megn. Liiblinnefndin og Frakkar siiptasí á fuilfrúum 'T'ILKYNNT hefir verið, að -*• franska stjómin hafi sent fulltrúa til hinnar svokölluðu þjóðfrelsisnefndar í Lublin í Póllandi. Samtímis er skýrt frá því, að fuUtrúar Lublinnefnd- arinnar séu komnir til Parísar. Þó er tekið fram í París, að ráð stöfun þessi tákni ekki neina stefnubreytinigu gagnvart pólsku stjóminn í London. „Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna ungur einhvem dag- irm með eilífð glaða kringum sig. Nú opnar faoigið fóstran góða og faðmar þreytta barnið, eitt, og býr þar rótt um brjóstið móða og blessað góða hjarta þitt.“ Þ. E. |Pj ÉGAR ég nú um þessi jól, ** renrii huganum yfir hóp samverkamanna minna á þessu ári, þá sakna ég sérstaklega eins þeirra, en það er Bjarni Einarsson, Ilverfisgötu 23 í Hafnarfirði, en hann lézt þar 5. des. síðastliðiim. Bjarni var fæddur 24. júní 1889 að Straumfirði á Mýrum og ól þar aldur sinn til fullorð- ins ára, enda oft við þann bæ kenndur, höfðu fáðir hans og afi búið þar hvor fram af öðr- um. Á þeirri tíð, er Bjarni var að alast upp, var þar á Mýmm, á þeim jörðum er þannig liggja að sjó, stundað útræði — eink- um á vorin — jöfnum höndum og landbúnaður. Þá var og hey skapur, fuglatekja og selveiði stunduð í eyjum. Straumfjörður er ein af þeim jörðum er þannig hagar til. Eru slíkar jarðir erfiðar og mannfrekar ef nýta skal Öll gæði til hlítar. Bjarni vandist því snemma vosi og erfiði eins/ og reyndar flestir Islendingar, sem ólust upp á 19. öld. Þessara fyrri tíma minntist Bjami þó jafnan með gleði og ánægju. Og því bar hann vitni með verk um sínum, að hann var alinn upp í góðum vinnuskóla, því starfsamari, ósérhlífnari eða trúrri verkamann er vart hægt að hugsa sér en hann var. Bjami var einn af hinum glað lyndu og góðhjörtuðu gömlu mönnum, sem gott er að kymn ast og vera með. Sem eru síkát ir og glaðir eins og lífið hafi verið þehn leikur einn, þó vit- að sé, að það hefur verið hörð barátta og þrotlaust strit. En þrátt fyrir glaðværðina og létta lund, eiga þessir gömlu menn djúpa alvöru í brjósti sínu, þegar um ábyrgðartilfinn- ingu er að ræða, svo sem í sið- gæðismálum, stjórnmálum og trúmálum. Þessar og fleiri forn ar dygðir átti Bjarni Einarsson í ríkum mæli. Og ég heid að mér sé óhætt að fullyrða, að öll um, sem kynntust Bjarn-a sál- uga hafi verið hlýtt til hans. Einkum varð ég þess var, að Mýrafólk frá hans tíð var hon- um og konu hans vinveitt og þeim hlýtt til þess. Kom þetta greinilega í ljós við ýmis tæki- færi í lífi þeirra og nú síðast við fráfall og jarðarför Bjarna heitins. Kona Bjama Einarssonar var Arrna Jónsdóttir, ættuð af Mýr um, voru þau búin að vera fi hjónabandi nær 40 ár, er alveg víst, að ekki höfðu neinir skugg ar faUið á samlbúð þeirra, held- ur var hjónaband þeirra hið á- kjósanlegasta frá fyrstu til síð- ustu stundar. Þau Bjarni og Anna fluttu til Hafnarfjarðar 1920, áður höfðu. þau búið nokkur ár í Fornaseli á Mýrum. Bjarni stundaði al- genga verkamannavinnu eftir að hann kom til Hafnarfjarðar þar til um mánaðarmótin okt. —nóv. s. 1. að hann lagði frá sér verkfærið til þess að búa sig í síðustu ferðina. Það var rétt eins og hann hefði sagt við okkur samverkamenn sína: Veri þið nú sælirí Þakka ykkur fyrir samveruna. Sjáumst aftur í fegurri heimi. Já þetta vHjuia við öll táka undir, sem þekkt- um Bjarna Einarsson, því við söknum hans og minnumst með virðingu og þökk. En sárast saknar hans, og kærast kveð- ur hann eftirlifandi kona háns, því hún á á bak að sjá tryggum förunaut, sem aldrei brást. En ég býst við að hún gleðji sig við það, að kannski verði ekki langt að bíða endurfunda, og að- hún fái aftur að sjá blíða bros ið hans. Samverkamaður. Þjóðverjarreynaaðna hreindýrum Lapp- anna í N.-Noregi fr|JÓÐVERJAR hafa reynt á undanhaldinu í Norður- Noregi að ná á sit vald hrein- dýrahjörðum Lappanna þar nyrðra, en þeir hafa neytt allra brágða til þess að komast und an. Þegar Þjóðverjar byrjuðu undanjhaldið frá Vestur-Finn m!örku skipuðu þeir Löppum, sem þar búa, að hafa rekið hreindýrahjarðir sínar vestur fyxir vissa markalínu fyrir 30. nóvember s. 1. Löppum var það ljóst, að Þjóðverjar höfðu í hyggju að nota hreindýrin sem miatarforða og slátra þeim smám saman á undanhaldinu. Þeim, var einnig ljóst, að ef allur hreindýrastofninn, um 100.000 dýr, yrðu rekin yfir á yfirráða svæði Þjóðverja, myndu þau far ast vegna fóðurakorts og þess vegna hafa Lappar gert allt, sem þeir geta til þess að forða dýrunum. sem blrtasf eiga í AlþýHubiaSinu á mergun (gamiaársdag) v@r<Sa a® berast auglýsinga- sfofunni fyrir kl. 7 í fcvöid. Sími 4906 AlþýftublaðiB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.