Alþýðublaðið - 07.01.1945, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1945, Síða 2
Sxmnudagur 7. r 'smirj. * - ^janw X»44, ALÞYPUBLAÐIÐ Línubreyting eða hvað? ' Samkomulag um sfjórn Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna Kommúnistar þora ekki lengur að hafa sömu iínuna og á Alþýðusamhandsþinginu ERU KOMMÚNISTAR famir að verða smeykir um sig og emveldi sitt í verkalýðsfélögunum? Á fundi, sem haldmn var í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í fyrrakvöld, gerðist atburður sem ótvírætt virðist benda til þess. Þar brutu þeir þá réglu, sem þeir hafa haft undanfarið og féll- ust á skilyrði Alþýðuflokksfulltrúanna um skipun stjómar Lokaður þingfundur ígær Fisksöiumálin rædd T GÆR var haldinn lokað- ur þingfundur og munu fisksölumálin hafa verið tek in þar til umræðu, en á fyrsta fundi alþingis eftir jólaleyfið komu þau mál til umræðu í sameinuðu þingi eins og áð- ur hefir verið frá skýrt hér í blaðinu. f umræðum þeim kom það fram af hálfu ríkis- stjórnarinnar, að mál þessu myndu- innan skamms rædd á lokuðum fundi á alþingi. Nállúrufegurð Islands rómuð í brezka útvarpinu LAUGARDAGINN 16. des- ember flutti brezka útvarp ið samtal við James Whittaker sem dvalið hefur á íslandi í tæp þrjú síðast liðin ár sem fulltrúi brezku stjórnarinnar hjá amerísku flotayfirvöldunum á Islandi. Samtalið var flutt í þættin- um „The World Goes By“ (um víða veröld), og lét Whittaker í ljós mikla aðdáun á náttúru- fegurð íslands, einkum vetrar ríki landsins, tign öræfa, þögn næturhúmsins og logaleik norð urljósanna, sem hann segir að séu yfimáttúrlega fögur. Afmælishljómleikar Péturs Á. Jónssonar verða end- urteknir í Gamla Bíó kl. 1.30 í dag. Aðgöngumiðar seldust upp þegar á fyrsta degi aðgöngumiða sölunnar. En fáeinir stakir miðar, sem ekki hafa verið só.ttir, verða seldir við innganginn. 1 Barnakórinn „Sólskinsdeildin“ heldur söngskemmtun í Nýja Bíó í dag kl. 1.30. Nokkrir óseldir aðgöngumiðar að skemmtuninni verða seldir við innganginn. Hjónaefni. í gær opinberuðu trúlofun sína Ragna Halldórsdóttir frá Arngerð areyri og Kristinn Sigurjónsson lögregluþjónn. Fulltrúaráðs ins. Þetta var fyrsti fundur hins nýja Fulltrúaráðs eftir þing Al- þýðusambandsins og bar á hon- um að kjósa stjórn. Áður en Fyrir nokkru síðan sam- þykkti bæjarstjórnin að kaupa tvo Svíþjóðarbáta til bæjarins. Var þá þúið.áð fá leyfi félags- málaráðuneytisins til þess. Jafnframt var ákveðið að leggja fram 100 þúsund krónur til þessara kaupa úr bæjarsjóði. Á umræddum bæjarstjórnar- fundi voru lagðar fram tvær til lögur viðvíkjandi bessu máli. Var önnur frá fulltrúum Al- þýðuflokksins, þess efnis að bær inn beitti sér fyrir því að hluta félag yrði stofnað um bátana og hann legði síðan fram um rædda fjárhæð, 100 þúsund kr., sem hlutafé. Hin tillagan var frá Ole Hert ervig bæjarstjóra, sem er Sjálf stæðismaður, þess efnis, að bærinn legði fram 50 þúsund krónur á bát, sem lán til kaup- endanna, skyldu lánin veitast til 10 ára og vera vaxtalaus og afborganalaus fyrstu 2 árin. Þessi tillaga var samjþykkt gegn atkvæðum Alþýðuflokks- manna. Skal þess getið, að bæj- arstjórn setti engin minstu skil yrði um tryggingar fyrir fénu. Undir eins og búið var að samþykkja þessa tillögu bar Þóroddur Guðmundsson fram þá tillögu, að bæjarsjóður veitti eigendum ,,Falkur“ (skips kommúnista, sem Færeyingar hafa siglt á) samskonar fríðindi, en Þóroddur er einn af aðaleig endum þessa dalls. — Var þessi tillaga samþykkt gegn atkvæð- um fulltrúa Alþýðuflokksins. Ákveðið mun vera að tveir bæjarfulltrúapna, Sveinn Þor- steinsson og Áxel Jóhannesson kaupi annan Svíþjóðapbátinn og fá þessir bæjarfulltrúar því aðrar 50 þúsund krónurnar, en Ole Herteryig eða vandamenn hans, munu ætla að kaupa hinn, fær hann því hinar 50 þúsund krónurnar. Kommúnistar fengu og sinn hlut. Má því segja að jafnt sé sfcipt upp á milli sigl- firzkra borgara! fundurinn hófst kom fulltrúi frá Alþýðuflokksfulltrúunum á fund formanns Fulltrúaráðsáns og tilkynnti bonum, að Alþýðu flokksmenn vildu nefna tvo menn í stjórn og réðu kommún istar því hvort þeir tækju því boði að hafa samstarf við Al- þýðuflobksmenn eða ekki á þeim grundvelli og að þeir sjálfir hefðu þrjá menn. Að öðr um kosti myndu Alþýðuflokks menn tilnefna menn í öll stjórn arsætin. Var þetta tilboð að fullu í samræmi við einingar- vilja Alþýðuflokksmanna á síð asta Alþýðusambandsþingi. Formaður Fulltrúaráðsins kvaðst ekki geta sagt að svo stöddu hvort þeir myndu fall- ast á þetta en kvaðst mundu láta vita síðar. Fulltrúi Alþýðu- flokksins kvað þá tvo menn, er tilnefndir yrðu, myndu taka sæti í stjórninni en aðrir ekki. Þegar á fundinn kom gengu kommúnistar að þessu og er stjórnin því slíiipuð Sigurjóni Á Ólafssyni formanni Sjó- mannafélagsins og Árna Krist- jánssyni, sem átt hefur sæti í stjórn Dagsbrúnar af hálfu Al- þýðuflofcksmanna og 'kommún- istunum Eggert Þorbjarnarsyni, Birni Bjarnasyni og Snorra Jóns syni. Varastjórn er skipuð Sig- urði Ólafssyni, Bergstéini Guð- jónssyni og Hannesi Stephen- sen. Þetta eyný lína hjá kommún istum. Á Alþýðusambands- þinginu neituðu þeir tilboði A1 þýðuflokksmanna -um að kosið, yrði um forsetann og fengi svo hvor hluti að velja sína fjóra menn í stjornina, og réði hvor aðili hvaða menn væru valdir. Með þeirri neitun juku komm únistar sundrungina í samband inu og stjórna kommúnistar nú einir Alþýðusambandinu. Eins og kunnugt er á nú að fgra að kjósa stjórn fyrir verka mannafélagið Dagsbrun. Aiþyöu flokksverkamenn og aðrir, sem hafa gert sarntök við þá, buðu að kommúnistar hefðu formann félagsins og tvo stjórnarmeð- limi, en þeir tvo fulltrúa — og yrði trúnaðarráð félagsins skip að í samræmi við það. Báðir að- ilar skyldu ráða hvaða menn yrðu fyrir valinu. Þessu neituðu kommúnistar, og það hefur þær afleiðingar, að tveir listar verða í 'kjöri. Ef kommúnistar vinna .kosninguna verða þeir einir í stjórn Dags brúnar þetta ár. En óeiningin innan félagsins mun magnast um allan helming. Svo virðist, sem' kommúnist ar séu nú komnir á þá skoðun að lína þeirra á Alþýðusam- bandsþinginu og í Dagsbrún sé hættuleg og einstaklega skað- leg fyrir trú verkamanna á ein- ingarhjal þeirra. Áð minnsta kosti ber knéfall þeirra fyrir Alþýðuflokksfull- trúunum í Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna í fyrrakvöld vott um það. Hneyksfli í bæjarstjórn Siglufjaröar: Nokkrir bæjarfulltrúar skipla á milSi sín 150 þúsund krónum! „FaSkur“»útgerÖ kemmúnista krækti sér i 50 þúsundir krónaS ..... ■ ♦—....■■■■ Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, Siglufirði í gær ABÆJARSTJÓRNARFUNDI, sem nýlega var haldinn hér á Siglúfirði, gerðist há fáheyrði atburður, að meiri hluti bæjarfulltrúanna mynduðu samtök sín á milli um að veita sjálfum sér stórfé úr bæjarsjóði. Setuliðið selur ísiend- ingum bífreiðar Ríkisstjórnin kaupir ýmsar vinnuvélar af hernum O AMKOMULAG hefur orð ið um það við ameríska setuliðið hér, að það selji ís- lendingum nokkuð af bifreiðum hersins, aðallega vörubifreiðar af ýmsum gerðum svo og „jeppa“ ,og mxm sölunefnd setu liðseigua annast sölu þeirra, eins og annarra eigna setuliðs ins, sem hér verða seldar. Fjölmargir hafa sótt um kaup á biifreiðum frá setuliðinu og munu þeir vera á annað þúsund sem komnir eru á kaupendalist ann. Hins vegar verður ekki hægt að fullnægja allri ,þeirri eftirspurn að þessu sinni. Ann ars er ekki fullvíst um hversu margar bifreiðar fást hjá setu liðinu núna. Ennfremur ‘hefur rikisstjórn in fest kaup á nokkru af vinnu vélum hjá setuliðinu. Eru það einkum vegavinnu vélar og vélar til hafnagerða. Eitthvað af vélum þessum verð ur afhent strax, en sumar þeirra ekki fyrr en stríðinu lýkur. iólagúðsþjónusla ís- lendinga í Nev Yorfc T FRÉTTUM, sem borizt hafa af íslendingum í New York, er sagt frá því, að á aðfangadag jóla, kl. 4 e. h. hafi íslendingar í bórginni komið saman til guðs þjónustuhalds í kirkju við 65. stræti Central Park West. Flutti séi-a Pétur Sigurgeirs son þar predikun og voru sungn ir sálmarnir ,,í dag er glatt í döprum hjörtum“, „Heims um ból“ og „í Betlehem er barn oss fætt“....... 50 kg. af suðusúkku- laði stolið úr vöru- . ’ ; ■ ; : •. I ví {/, . geymslu IFYRRINÓTT var brotizt ins í vörugeymslu á hak vitS verzlxm Guðjóns Jónssonar Hverfisgötu 50 og var stolið þaðan 50 kílóum af suðusúkkK laði. I geymslu þessairi eru geymá ar ýmsar vörur, sem fara eiga með sérleyfisbifreiðum austur í sveitir, en þær 'hafa afgreiðslui í verzluninni. Var þetta súkkulaði í þeirn vörum, og vair kassinn, sem það var í, rifinn upp og hefur þjóf urinn haft súkkulaðið allt á brott með sér. Hins vegar var ekki sýnilegt að annað hefði horfið. Rannsóknarlögreglunni hefir enn ekki tekizt að hafa upp á sælkera þessum, og er máii® í rannsókn. Blað Evrópudeildar guðspekinga ræðir umísland BLAÐIÐ „Theosophy in Ad ion“, málgagn Evrópudeil<| ar Guðspekifélaganna, flutti, f desember grein um ísland eftir Viggu Jónsdóttur hjúkrunar- konu. Segir þar frá sögu íslanda og sjálístæðisbáráttu, og lýkui? henni með þessum orðum: „Þegar horft er um öxl yfir sögu íslands, veæðux það ljóst að framfarir hafa orðið því meiri sem kyndill frelsisins hef ur logað bjartar. Þvi trúa Is- lendingar á mátt frelsisins og héldu hátíðlegan fæðingardag’ lýðveldisins 17. júní að Þing- völllum, þar sem þjóðþing vort var fyrst sett.“ Var athöfnin öll hin hátíð- legasta; einkum vakti þó ræða séra Péturs Sigurgeirssonar mikla aðdáun. . ■ . . . ■ ■!- Kaupfélag í ræningjabóödum: sölfynarsföð fyrir okurverð ©g komúnisfar, er ráóa féSaginu, afbenda bgufaféiagi sínu sföóina tii reksturs Þáttur fasteignasöfu nokkurrar í Reykjavík Fra fréttaritara Alþýðublaðsins, Siglufirði í gær XJ" ÉR ER NÚ MIKIÐ rætt um hueykslismál, sem gerst hefur í Kaupfélagi Siglfirðmga, en kommúnistar ráða nú lögum og lofum í félaginu. Vekur þetta mál mikla at- hygli og gremju meðaí bæjarbúa. Kaupfélag Siglufjarðar hefir keypt söltunarstöð Ingvars Guð jónssonar fyrir 365 þúsund kr. og þvkir það mikið okurverð. Fyrir hönd félagsins sá um kaupin Þóroddur Guðmunds- son alþingismaður og hafði hann þó aðeins heimild til að bjóða 250 þúsund krónur í eign irnar. Var þó gengið frá kaup- unum fyrir þetta verð í Reykja vík. Þegar kaupin voru útkljáð og átti að fara að undirskrifa kaupsamningana barst seljand anum bréf frá fasteignasölu Gísla Indriðasonar og Áka Jakobssonar, þar sem tilkynnt var að fasteignasalan hefði kaup anda að eigninni og væri það Kaupfélag Siglfirðinga! Ekki var þó vitað um að þessir aðilar hefðu haft nokkur afskipti af undirbúningi sölunnar. Seljandi tilkynnti fasteigna- sölunni þegar í stað, að hann teldi sig ekki þurfa að greiða henni nein ómakslaun fyrir milligöngu um söluna, enda myndi hann neita að gera það, og sá umboðsmaður seljanda að Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.