Alþýðublaðið - 07.01.1945, Síða 6

Alþýðublaðið - 07.01.1945, Síða 6
I ALÞYÐUBLAÐIP Stinnudagur 7. jaxriiar 1944. Mlnningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hrings ins fást í verzlun frú Ágústu Svendsen, Aðal stræti 12 Smurt brauð Sími 5870. Betra að panta tímanlega. Steimmn Valdemarsdóttir. Hinn bannfærði sykur Frh. af 4. síðu. Af þessu er ljóst, að loka- markið og niðurstaðan er sú sama, hvort sem vér etum mjöl mat eða sykur. Ef litið er á mál ið frá orkufræðilegu sjónarmiði er niðurstaðan einnig hin sama: vöðvar voru fá þrúgnasykur til urnráða sem orkugjafa, hvort sem vér neytum sykurs eða mjölmatar. Til þess að sú orka hagnýtist er hins vegar nauðsynlegt að B,-bætiefni komi til skjalanna, og er því hægt að finna sykrin um það til foráttu, að þetta mik ilvæga efni vantar í hann, en það er hins vegar í ríkum mæli í grófu brauði og heilmjöli. Mjög viðtækar rannsóknir í landi voru, fyrst og fremst fyr- ir forgöngu þjóðarheilsaistofnun arinnar, sýna, að enginn skort ur er B,-bætiefni. Gnótt er af þessu efni, þótt vér neytum alls þess sykur, er vér höfum hand bæran. Dagsþörf mannsins er talin 1,5 miliigrömm á að gizka, Gera má ráð fyrir að vér fáum að meðaltali meira af þessu bætiefni en sem þessu svarar. Er því með öllu ókleift að kom ast að þeirri niðurstöðu, að hætta sé á, að sykurinn „steli af bætiefnaforða líkamans“. Því má skjóta inn í, að einungis virðist réttmætt að tala um bæti efnaforða, þegar um þau bæti- efni er að rða, sem leysanleg eru í fitu. Lo'ks skal ég víkja að hugsan legu sambandi sykurneyzlu og tannskemmda. Um það atriði gætir öpunarkenndra hug- mynda: „Sykur, vinur tann- skemmdanna nr. l.“ í þessu efni er ekki sízt þörf, að ályktað sé varlega út frá þeim athug- unum, sem gerðar hafa verið. Líklega er hægt að tilgreina jafnmargar ritgerðir, er telja, að sykur valdi tannskemmd- um, þær sem telja, að syk/ur sé ekki meginorsök þessa kvilla mannanna. Ég set hér sem dæmi tvenn ar athuganir, sem um margt svipar hvorri til annarrar, að því er varðar þá mannhóna, er at- huganimar tótou til . íbúar eyj ' arinnar Tristan da Cunha, sem er smáeyja í sunnanverðu At- lantshafi, um það bil miðja vega milli Höfðaborgar og ívion tevideo, hafa öðlazt heimsfrægð fyrir þá sök, að íbúarnir, sem voru 163 talsins 1926 eru því nær lausir við tannskemmdir. Aðeins ein barnstönn af 879, er rannsakaðar voru, var skemmd, en af 3181 fullorðinstönnum voru aðeins 74 skemmdar. Tíð mi tannsk-emmdir í heild sihni reyndist því aðeins 1.85%. Fæði eyjaskeggja var í meg- iratriðum fisikur, egg, mjólk og kartöflur, en sykur sást þar varla, nema við einstök tæki- færi er skip áttu þar leið um. Hin athugunin er gerð af Jon es. Negrar, sem vinna á ákveðn um sykurreyrsekrum, neyta fæðu, er felur í sér um 3200 hitaeiningar. 1000 — eitt þús- und hitaeiningar — nálega Jósep S. SJÖUNDA janúar 1875 fædd ist drengur á Ulugastöðum á Vatnsnesi. Foreldrar hans Sveinn Guðmundsson og Pálína Pálsdóttir voru þá þar í hús- mennsku. Þegar barn þetta var skírt hlaut það nafnið Jósep. Löngu síðar jók hann við nafn sitt og nefndi sig Jósep S. Hún- fjörð. Þesi drengur er 70 ára í dag. Jósep ólst upp í Húnaþingi, og varð að fara ýmsar krókaleið ir í uppvextinum eins og oft hef ir átt sér stað. En þrátt fyrir það varð drengur þessi andlega og líkamlega stæltur þegar hann komst upp. Og með fjöri og karlmennsku hefir hann brotizt gegn um lífið fram á þennan dag. Ýmsir erfiðleikar hafa orðið á vegi Jóséps um dag ana. En þrátt fyrir það stend- ur hann enn lítt bugaður af reynslu áranna. En honum hafa líka hlotnazt sólskinsdagar margir svo að allt hefir líklega jafnað hvað annað upp. — Ungur festi Jósep sér konu í ættarsveit sinni. Hún hét Em elía Guðmundsdóttir. Þau flutt ust til ísafjarðar og stofnuðu þar heimili. Á þeim árum voru erfiðleikar og strit í fullu gengi hjá íslenzkri alþýðu, og þá- þurftu menn að leggja allt sitt fram til að geta frarnfleytt sér og sinum, og hefir Jósep áreið anlega verið í hópi þeirra, sem ekki drógu af sér við brauðstrit ið. Við þessi skilyrði bjuggu hin ungu hjón af Vatnsnesi búi sínu á Isafirði. Sjálfsagt hefir vantað margt í búið þó að hús bóndinn væri hraustur og dug legur. Jósep hlotnaðist vöggugjöf, sem öllum er ekki gefin, en þyk ir þó ætíð nokkurs um verð. Hann var frá bernsku hagmælt ur. Þessi hæfileiki hefir hald- ið honum bezt við ásamt heil- brigðri og léttri skapgerð. Þau hjónin voru samvalin hvað hag mælskuna snertir, því að hún var einnig hagmælt. Segir Jós- ep að ljóðþráin og hagmælsk- an hafi dregið þau sainan í byrjun, framar öllu öðru. Ég get hugsað mér að þessi sameiginlegi hæfileiki þeirra hjóna hafi ekki verið einskis- virði fyrir þau, þó að það gæfi ekki beinlínis hagnað í búið. Haustið 1907 varð Jósep fyrir þeirri þungu raun að missa konu sína á bezta aldri frá heim ili og börnum. Slík þáttaskipti hafa ætíð í för með sér mikla örðugleika, en Guð og lukkan gera stundum gott úr öllu. Þeim hjónum varð 4 barna auðið. Dóu tvö í bernsku, en tveir synir komust upp. Annar þeirra er lát inn fyrir nokkrum árum síðan. Sá sem eftir lifir er Vilhjálmur Húnfjörð blikksmiðameistari í Reykjavík. Á næsta ári eftir konumissinn flutti Jósep til Reykjavíkur og hefir búið þar síðán. Þá hófst nýtt tímabil í ævi hans. Hann gerðist sjómað ur, og var mörg ár á skútum. Þá var Hásetafélag Reykjavík- ur í uppsiglingu. Þar kvað all- mikið að starfsemi Jóseps á tímabili. Hann var uin skeið í stjórn félagsins. Var hann þá stundum sendur út af örkinni, sem erindreki félagsins í nálæg byggðarlög. Og hygg ég að hann 'hafi haldið vel á málefnum stétt arbræðra sinna hvar sem hann kom. Meðan hann starfáði í félaginu var hann ætíð kosinn í skemmti nefndir þess, og var þá venju- lega nefndarformaður. Hann hafði sjálfur góða hæfileika til að leggja fram skemmtiatriði. Sérstaklega með hagmælsku sinni og kveðskap. Orti hann þá stundum langa vísnabragi og kvað á skemmtununum. Hér er sýnishorn af hvatningavísum hans þá: Lyftið sönnum sigurfald sviftum okurs drórna; saman tvinnum vilja og vald, verum oss til sóma. • Þegar fáið þungan hnjóð. — þar er ávallt syndin — áfram þá í ítrum móð upp á háa tindinn. Þar til fáið sigur sjá sér hver reynist drengur, undirlægju eðlið má ekki þróast lengur. Snauðir fæddust snauðum af, snauðir ísinn brjóta, sama réttinn guð þeim gaf gæða lífs að njóta. Ég get vel hugsað mér, að vísnabragir Jóseps, kveðnir með karlmannlegri raust, hafi gert allmikla lukku í sjómanna félaginu á sínum tíma. Og sálf- sagt <eru ýmsir sjómannafélag ar frá þeim árum það langminn ugir, að þeir muna Jósep Hún- fjörð enn, þó að hann linaði aft ur á tökunum, og leiðir skildu. Árið 1917 hætti' Jósep sjó- mennskunni, og tók að stunda landvinnu eingöngu. Eftir það dró hann sig til baka hjá sjó- mannafélaginu. En hann hefir alltaf verið málsvari sjómann- anna, og getur víst enn staðið við flest af því, sem hann sagði meðan hann stóð í baráttunni. Þá kvað hann eftirfarandi vísu, sem ýmsum þótti góð: Það mun reynast rökföst trú, — rétt á skilning haldið —: Yfirvöldin eru hjú; alþýðan er valdið. .Tíniinn hefir leitt það betur, og betur í ljós, að brautryðjend urnir í alþýðusamtökunum höfðu rétt að mæla, hvort sem öðrum líkaði það betur eða verr. Um þær mundir, sem Jósep^ flutti hingað frá ísafirði, gekk hann að eiga aðra konu sína, Sigríði Jónsdóttur. Hún hafði búið áður á ísafirði og var orð in ekkja. Sigríður var dugleg og áhugasöm á hverju sem var, og hin mætasta kona. Hún fvlgdi alþýðustamtökunum, og mun sízt hafa dregið úr manni sínum á því sviði. Skömmu eft ir að verkakvennafélagið „Framsókn" var stofnað, orti Jósep hvatningarvísur til félags ins, líklega fyrir tilstilli konú sinnar. Kvað hann vísumar á skemmtun í félaginu, 30. jan- úar 1916. — Úr þeim vísna- floki er vísan, sem hér var síð- ast tilfærð. Mig langar til að bæta við fleirri vísum úr þess- um flokki. Og hér koma fjórar: Ólán hendir hikandi heims í véum flóknum. þriðja hlutann fengu þeir úr sykri. Tennurnar eru í bezta lagi, og tannskemmdir því nær óséðar. Ég hef talið rétt að draga fram í dagsljósið það, sem mæl ir með og móti í þessu mikil- væga máli: sykurinn sem nær ingarefni, Ef til vill hef ég lagt mesta áherzlu á að sýna, að nœr injgaifræðingiur verðuæ að vera varkár og athugull. Framar öllu öðru, verður hann að gæta þess, að taka ekki gott og gilt án gagnrýni hvað sem sagt er eða ritað um þessi efnL Jóhann Sæmundsson. sjötugur Jósep S. Húnf jörð. Vopnum björtum, blikandi beitum djarft í sóknum. Yfirvegum vel í ró vandamálin granna. \ Sýnum enga árás þó æðri stéttum manna. Kosninga við flokkaflug g frelsi ykkar metið. Sýnið fylgi, sýnið dug, sýnið hvað þið getið. Sælt er stríð nær sigrast þraut; svo er von á friði. Fegrist ykkar frelsis braut framtíðar á sviði.------ Jósep missti Sigríði konu sína árið 1920. Og enn var hann orðinn ekkju maður. En Jósep ann ekki ein- lífinu, og því fékk hann sér konu aftur. Hún hét Björg Hýró mínusardóttir. Þá orðin roskin kona. Samlíf þeirra var þá hið ágætasta, og heimili þeirra blómgaðist mikið meðan hennar naut við. En hún lézt haustið 1931. Þá fannst Jósep fara að verða fast að sorfið. Kvað hann þá þessar vísur meðal anhars: Fáar vona byggjast brýr, bráðum förlast sýnir. Frá mér eru farnir þrír förunautar mínir. Vetrararma ýlustrá engan varma finna; fölna bjarmar, fennir á fjöllin harma minna. En það er ekki í eðli Hún- fjörðs að lifa lengi í sorg og sút, því að hann er gleðinnar barn frá náttúrunnar hendi; og hamingja hans var enn ekki þrotin. Ennþá sendi forsjónin honum förnunaut til að strá rósum á veginn. En það hefir fjórða konan gert af allri alúð, þó að hinar hafi sjálfsagt gert það líka. Ég gæti þó trúað því að Katrín Kfistbjörnsdóttir nú- verandi kona hans eigi bezt við hans andlegu hæfileika af öll- um konunum. Jósep gefur þeim þó öllum lofsamlegan vitnis- burð, svo að lengra er varla hægt að fatra. „Þær hafa allar verið englar, sem vantaði aðeins vængina“ segir hann í gamni og alvöru. Þetta er góður vitn isburður, og hann líklega rétt- ur. — Ég vil leyfa mér að telja Jós- ep Húnfjörð með skáldum. Það hafa ýmsir hlotið þann titil, sem ekki hafa betur unnið til hans. Hann telzt þó með al- þýðuskáldunum, enda mun hann aldrei hafa hugsað hærra. Húnfjörð hefir marga glatt með kveðskap sínum um dag- ana. Hann geymir ljóðmál sín aldrei undir neinum lás. Hann hefir eins mikla ánægju af því að lofa öðrum að njóta þeirra. eins og að yrkja þau, því að hann hefir rðca sköpunargleði, og hana eiga líklega öll skáld. Jósep er létt um að yrkja, og það munu fáir dágar líða svo, að ekki vakni hjá honum ein- hver Bragamál, endá þótt hann sé í önnum starfsins. Margt af þessu er ort fyrir líðandi stund, og fer út í veður og vind. Sumt geymist, því að ýmsir hafa mæt ur á laglegum vísum. Hann er líka óspar á því að sæma vini og kunningja einhverjum Ijóð mælum á afmælum og tillidög um, og það lætur hann sjaldn- ast frá sér fara öðruvísi en með snilldar handbragði, því að hann er skrautritari góður. Ljóð hans hafa líka fylgt mörgum á leið, við síðustu burt förina héðan. Mörg ort af egin hvöt og hluttekningasemi, og önnur fyrir tilmæli annarra. Þeir sem til þekkja geta furð að sig á því hváð miklu Jósep tekst oft að afkasta á þessu sviði, aðeins í tómstund- um. Oft þegar hann keraur heim frá vinnu sinni, þreyttur og lú- inn eftir dagsverkið, sezt hann við skrifborðið til að vinna að þessu starfi, því að það kallar oft fast á eftir. Þetta er vanda samt ,verk og lýjandi, en fer þó ætíð vel úr hendi hjá hon- um. ' Skáldskapurinn þolir líklega ekki ætíð stífa gagnrýni. Én alþýðufólk lætur sér þetta nægja án gagnrýni, og gleður sig við það. — í kring um 1930 voru stofn- uð tvö kvæðamannafélög hér í Reykjavík. Völdust þangað helzt þeir, sem annaðhvort voru hagyrðingar, eða gefnir fyrir ferskeytlur og kveðskap. Fram an af störfuðu þessi félög með fjöri og ábuga. Annað þeirra hefir nú samt lognast út af. En hitt starfar enn með sæmilega góðu lífi. Jósep Húnfjörð átti þarna heima, og er þar enn með Íífi og sál. í félögum þessum hafa myndazt margar snjallar vísur, bæði hjá honum og öðr- um, og væntanlega mun geym- ast einhver menningararfur frá þessari starfsemi. Þegar Jósep varð sextugur, 7. janúar 1935 hélt hann eftirminnilega skemmtun í Varðarhúsinu. Þar voru saman komnir flestallir meðlimir kvæðamannafélag- anna, og margir fleiri. Afmælis bamið hafði mest fyrir dag- skránni. Þá kvað hann ævirímu sína og margt fleira. Einnig lögðu ýmsir lóð sín þar á meta skálarnar honum til heiðurs. Á afmæli þessu bárust Húnfjörð mörg heillaskeyti í bundnu máli, og þar að auki langir og dýrir ljóðabragir. Hann hefir leyft mér að láta fylgja hér til gamans erindi af einu skeyt- inu, Það var frá Jóni Jónssyni lækni. En Páll Jónsson frá Hjarðarholti, bróðir læknisins hafði gert erindið. Það hljóðar þannig: Syngdu, kveddu, óðar anda seyddu. Yngdu, gleddu, ljóða vanda greiddu. Skraut-hugsaðu, skraut-tal- aðu Skraut-ritaðu, skraut-viljaða leiddu. Jósep Húnfjörð er vinsæll maður, enda er leitun á manni, sem alltaf er jafn glaðut; og skemmtilegur. Þó getur það bor ið við að hann virðist stuttur í spuna. Einu sinni færði ég þetta í tal við hann, og sam- sinnti hann þessu. En sagði að sumir myndu misskilja sig und ir þeim kringumstæðum. Þessu væri oftast þannig varið, að hann væri í einhverjum hug-1 leiðingum, og vildi ekki láta trufla sig. Ánnars væri hætt við því að hann missti af því, Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.