Alþýðublaðið - 10.01.1945, Side 7

Alþýðublaðið - 10.01.1945, Side 7
ALÞYÐUBLAÐW :? Sæmundar Einarssonar fer fram, frá DómMrkjiuinl fimmtudáginn 11. janúar og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. frá Öldugötu 52. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Vegna okkar systkinanna og annarra vandaonanna Páll Sæmundssom vantar í Kleppsspítalann. Upplýsingar hjá yförhjúkrunar- konunni í síma 2319. I Landsspítalann vanfar konu tál hreingerninga nokkra tíma að kvöld- inu. Sömuleiðis vantar starfsstúlku. Upplýs- ingar gefur forstöðúkonan. lHWkudagur 10. janúar 1045 Bœrinn í dag. Wæturlæknir er í Lækriayarð- (Stofunni, sími 5030. ♦ Næturvörður er í Reykjavíkur- aipóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin flísoá 1383. ÚTVARPÍÐ: ®.&® Morgunfréttir. £2.10—13.00 Hádegisútvarp. t5.S0—16.00 Miðdegisútvarp. tS.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur ,19.60 ÍÞýzkukermsla, 1. flokkur. i50.,®6 Kvöldvaka: a) Guðni Jóns eon magister: Mannbjörg fyrir Loftstaðasandi 1895; frásaga. b) Kvæði kvöldvök unnar. c) 21.10 Sigurður Skúlason magister; Úr Þús und og' einni nótt. — Upp lestur. d) Ámi Óla blaða- aður: Afdrif Grænlendinga hinna fornu. — Erindi. Pél&gskonur í kvenfélaginu Hrmgurinn eru aninntar á fimd í félaginu, sem verður í kvöld kl. 8.30 í Félags- heimili verzlunarmanna, Vonar- atræti. Fermingarbörn í Hallgrímssókn. Fermingarbörn sr. Jakobs Jóns- jonar eru beðin að koma ti.1 við- lals í Austurbæjarbarnaskólanum á morgun kl. 5 e. h. Fermingar- bðm sr. Sigurjóns Arnasonar eru Ibeðin að koma á föstudaginn kl. S e. h. á sama stað. (Hallgríms- fermingarbörn ganga til spuminga ásamt hinum.) Nesprestakall. Vegna þess að ekkert húsnæði fæst í sókninni eins og stendur, verða barnaspurningar ekki aug- lýstar fyrr en eftir næstu helgi. Fermingarbörn í Laugamespresta kalli, bæði þau, sem eiga að fermast í vor og næsta haust, eru beðin að koma til viðtals í Laugames- Jkirkju (austurdyr) föstudaginn mæstkomandi kl. 5 e. h. Fermingarbörn dómkirkjuprest- anna komi til viðtals í dómkirkjuna i þessari viku sem hér segir: Til sr. Friðriks Hallgrínussonar fimmtu- dag og til sr. Bjarna Jónssonar föstudag, báða dagana kl. 5 síð- degis. Bömin eiga öll að koma, sem ferma á á þessu ári, hvort heldur er að vori eða hausti. Fermiugarbörn séra Árna Sigurðssonar em beð in að koma til viðtals í fríkirkjuna föstudaginn 12. þ. m. kl. 5 s. d. Félagslíf. 'i~\ Aðalfundur skíðadeildarinn- <ar verður haldinn í Kaupþings- salnum á föstudaginn og hefst KL 9. Fjölmennið. í DAG: ©—7 Fimleikar (telpur) 7— 8 Fimleikar (drengir) 8— 9 Fimleikar 1. fl. (karlar) 9— 9.45 Glíma 9.45—10.30 Knattspyma. Mætið olL t Frh. af 2. síðu. afsson og Þorleifur Jónssori. í gærkveldi hafði bæjarstjórn in boð í Ráðhúsinu. Var ollum sem starfað hafa að byggingu Ráðhússins boðið á fyrstu kvik- myndasýninguna í Bæjarbíóinu en í kvöld er öllum Hafnfirð- ingum boðið á kvikmyndasýn- ingar í húsinu. Er þetta ágæt tilhugsun og sannarlega lofsverð því að allir bæjarbúar eiga að njóta ágóðans sem verður ,af rekstri þess. f gær bauð bæjarstjórinn og bæjarstjórnin blaðamönnum að skoða Ráðhúsið. Skal það sagt í fáum orðum að það er ákaflega vandað og fagurt utan og.inn- an. Er kvikmyndasalurinn sá fegursti sem þekkist hér á landi og margt í útbúnaði hans betra en við þekkjum áður. Þama fær og hið unga Leákfélag Hafnar- fjarðar húsnæði og ætlar það að hefja starfsemi sína í hús- inu með sýningu á Kinnalivols systmm um miðjan þennan mánuð. Bæjarstjórinn leiddi blaða^ mennina um húsið og fer hér’ á eftir lýsing á því; Teikningar af húsinu gerði Sigmundur Halldórsson, arki- tekt. Voru þær samþykktar af byggingamefnd 5. júní 1942 og bygging hússins hafin þá þegar. Grunnflötur hússins er 597 fermetrar. Á 282 fermetrum af grunnfletinum eru byggðar tvær hæðir, ásamt risi með kvisti í suðurhlið. Rúmmál húss ins er 4600 teningsmefrar. Á neðri hæð þess er kvik- mynda- og leiksýningarsalur með tilheyrandi forsal, anddyri, fatageymslu og hreinlætásklef- um. Ennfremur eru tvö búnings herbergi ásamt hreinlætistækj um við hliðina á leiksviðinu. Kvikmyndahúsið allt er 32 ¥2 m. af lengd. í því eru 325 sæti. Kvikmyndasalurinn er 22 m. að lengd að meðtöldu leiksviði. Hann er breiðari að aftan, en mjókkar að leiksviði. Meðal- breidd hans er 12 m. Stærð leik sviðs er um 60 fermetrar. For- salur er um 60 fermetrar. Kvikmyndasalurinn, ásamt forsal, anddyri og fatageymslu, er hitaður upp með nýtízku loft hitunartækjum og eru loft- hreinsunartæki í sambandi við þau, þannig að hægt er að tempra hitann og raka loftsins. Sparisjóður Hafnarfjarðar hefir einnig rúmgóð húsakynni á neðri hæð hússins í austur- enda þess. Á efri hæð eru skrifstofur bæjarins. Er þar stór afgreiðslu salur, bæjarstjórnarherbergi, bókaraherbergi og herbergi framfærslufulltrúa. Þar er og herbergi fyrir nefndarfundi. Á þessari hæð eru einnig skrifstof ur sjúkrasamlagsins svo og fundarsalur bæjarstjórnar með sætum fyrir 64 áheyrendur. í þakhæðinni eru hafnarskrif stofa, og skrifstofa skattstjór- ans. Þar er eininág fundarsalur um 63 fermetrar að stærð fvrir ýmsa félagsstarfsemi og æfing ar Leikfélags Hafnarf jarðar auk ýmissa smærri herbergja. Byggingarmeistari hússins var Tryggvi Stefánsson, tré- smíðameistari. Múrarameisarar voru Friðfinnur Stefánsson og Ingólfur Stefánsson. Járnateikn 1 ingar gerði Magnús Konráðsson verkfræðingur. Terraso á ganga og stiga lagði Ingólfur Waage. Uppsetningu á hitunarkerfi og hreinlæbistækjum annaðist Bror Westerlund. Raflagna teikningu gerði Valgarð Thor- oddsen, rafveitustjóri, en raf- virkjameistari var Enok Helga son, Málarameistarar voru Björn Bjarnason, Kristinn Magnússon og Ásgeir Einars- son. Skreytingu og litaval í for salrium önnuðust þeir Ásgeir JÚlíusson og Atli Már, og eru myndir þeirxa listavel gerðar. Dúkalagningameistari var Vict or Helgasoai. í bæjarskráfstofunum og fundarsal bæjarstjórnar svo og í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru ný *húsgögn, sem smíðuð eru hjá h. f. Dverg í Hafnarfirði eft ir ‘ teikningum Sigmundar Hall dórssonar, arkitekts og Skarp- héðins Jóhannessonar, ‘hús- gágnaárkitekts. H. f. Dvergur hefir einnig annast smíði á hurð um, gluggum og öðrum hús- búnaði. Westem Electric tal- og kvik myndatæki, miðstöðvar og loft hitunartæki eru keypt frá Banda ríkjunum fvrir milligöngu Guð mundar Sigmundssonar. Upp- setningu tal- og kvikmynda- tækja annaðist Ríkharður Sig mundsson, rafvárkjametistri í raftækjaverzluninni „Ekko“. Stólar í kvikmyndasal og fund arsal bæjarstjórnar eru keyptir frá Bandaríkjunum. Ljósaút- búnaður fyrir leiksýningar er ekki fullgerður ennþá, en Hall grímur Bachmann, ljósameist- ari ræður fyrirkomulagi og sér um uppsetningu hans. Um byggingarkostnað er ekki vitað til fulls ennþá, en hann verður um 1,3 milljón króna og er þá meðtalið and- virði véla, hú&gagna og alls inn bús og er byggingin skuldlaus eign bæjarsjóðs. Framkvæmdarstjóri kvik- myndahússins verður Helgi Jónsson. Nafn þess hefir verið ákveðið Bæjarbíó. Skrifstofur bæjarins, spari- sjóðurinn og sjúkrasamlagið fluttu í húsið í okt. s. 1. haust. Hafnfirðingar geta sannar- lega verið stoltir af Ráðhúsi sínu. Það sýnir framtak, fyrir hyggju og bjartsýni. Það er bæjarfélagi þeirra til mikils sóma — og þeir standa í þakk lætisskuld við alla þá sem hafa starfað að þv,í að koma þessari glæsilegu byggingu upp. Ramuókn á efni Frh. af 2. síðu. lögu um rannsóknir á efni til bygginga og annarra verklegra framkvæmda: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hefja nú þeg- ar undirbúning þess, að hið ■ fyrsta geti hér á landi farið fram fullnægjandi rannsóknir á efni, innlendu og erlendu, sem ætlað er til bygginga, vega gerða, hafnarmannvirkja og annarra slíkra verklegra fram- kvæmda. Við undirbúning máls ins skal þess sérstaklega gætt, ef þurfa þykir, að nú þegar sé stuðlað að þvi, að hæfir menn afli sér menntunar til þessara starfa, og íhugað hvort hentara rnuni, að slikar rannsóknir séu gerðar. í sérstakri stofnun eða 4 atvinnudeild háskólans.“ — Það skal tekið fram í sambandi við frásögnina í blaðinu í gær, um ibrottför séra Bigurbjörns Binarissonar dósents, frá Hallgrímssöfnuði, að þar Iáð- ist að geta ]>ess, að söngkór safn- aðarins og meðhjálparinn færðu prestshjónunum að gjöf forkunn- arfagran borðlampa, útskorinn í svanslíki. Hjónaband. Nýlega voru .gefin saman í hjónaband ungfrú Steinþóra Níels dóttir og’ Hannjes Guðmundsson. Heimili þrúðhjónanna er á Reykjá cíkurvegi 7, Hafnarfirði. Fáorð minning um Stefán Stefánsson leiðsögumann FYRIR skömmu síðan and- • aðist á sjúkrahúsi Hvíta- bandsins Stef án Stef ánsson r ■leiðsögumaðuý, sextíu og sex ára að aldri, eða Stefán túlk- ur eins og hann var almennt nefndur af kunningjum sínum. Með honum er genginn góður drengur og gegn. Ég var svo lánssamur að kynnast honum fyrir nokkrum árum, og er mér minning hans kær. Hann var lengi búinn að vera heilsuveill en með óbilandi dug bar 'hann mótlæti sitt til leiðarloka, enda var allt vol og víl honum fjarri skapi, og hnaut honum jafnan hnittileg kímni af vör- um í veikindum sínum. Til marks um léttleika hans og hispursleysi kemur mér í hug I að í fyrravetur er ég mætti hon | um á förriúm vegi, og við tók- um tal saman, hafði ég ekki | séð hann þá um nokkurn tíma og innti hann eftir heilsufarinu. O, mimistu ekki á það, ég er sjúklingur, segir Stefán sál. En þú hefir þó einhverja von um bata, er það ekki? Jú, það hefi ég, svarar Stefán sál„ í bálstof unni. í mörg ár var Stefán leið- sögumaður erlendra ferða- manna, og eru þær ótaldar ferðirnar er hann fór um land ið í fylgd með útlendingum, og er mér kunnugt um að í, því starfi ávann hann sér einróma vinsældir, og það svo að marg ir af hinum erlendu gestum mátu hann mikils eftir þá við- kynningu. Hann vax og sem að líkum lætur fróður um landið og sögu þjóðarinnar, og varð það honum að ómetanlegu liði í hinu vandasama starfi hans. Þá rit- aði hann og bók á ensku fyrir ferðamenn og einnig grejnar um ýms efni, t.d. í Árbók Ferða félagsin o. fl. Persónuleiki Stef áns var fágætux og mörgum kostum búinn, manna skemmti legastur var hann í tali og fróð ur um margt. í gær var haldin kveðjuat- höfn yfir líki hans, en að henni aflokinni var kista hans flutt á skipsfjöl áleiðis til Bret lands til bálfarar þar. Vertu sæll, og sofðu rótt, senn er liðinn dagur, til betri heima fórstu fljótt friður var þér hagur. Báturinn nú ber þig skjótt burt á stóra — hafið. Mun ég nefna nafn þitt hljótt, nafnið, Ijóma vafið. Stefán Rafn. Leiðrétting. Síðasta vísuorðið í afmæliskvæði Erlings Pálssonar til Jóseps Hún- fjörð í blaðinu í gær hefir mis- prenitast. Þar stendur: ,,sveipist Ijúfum frið“, en átti að standa: „sveipi ljúfum frið.“ Leiðrétting. Nokkrar prentvillur hafa slæðst inn í grein Sæmundar Ólafssonar um Alþýðusambandsþingið í blað inu í gaár. Þar stendur „þinglok (Alþýðusambandsþiijjgsins) þann 19. nóv.“, en á eftir ,,þinglok“ átti ;að vera púnktur, og ,,þann 19. nóv.“ upphaf næstu setningar: „Þann Í9. nóv., tveimur dögum fyrir sambandsþing“, o. s. frv. Á öðrum stað átti að standa um Verkalýðsfélag Dyrhólahrepps: „Um Verkalýðsfélag Dyrhóla- hrepps veður Jón Rafnsson elg- inn lengi og leiðinlega, og hrúgar upp hinum fárránlegustu fjarstæð um og rökvillum“ o. s. frv. Smurf braut : ’ þ 570. Betra að pant: iega. Steintmn Valde - <tir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.