Alþýðublaðið - 14.02.1945, Side 3

Alþýðublaðið - 14.02.1945, Side 3
Miðviknðágtir 14. febníar 1945 Hja Ehrenburg Á SUNNUDAGINN var birt- ist í „Þjóðviljanum all-löng grein eftir rússneska rithöf- undinn og blaðamanninn, IIja Ehrenburg um Rússland og Frakkland og ber hið glæsilega nafn „Sagan hefir tengt okkur saman“. Grein þessi er að ýmsu leyti at- hyglisverð, því hún gefur sæmilega glögga hugmynd um, hvernig kommúnistar reyna að trufla dómgreind almennings EHRENBURG þessi hefir ritað fjölmargar greinar í .rúss- nesk blöð og tímarit, er hafa verið þýddar á ýmis tungu mál og allmargar þeirra hafa sem sagt birtzt í „Þjóðviljan um“. Þær eru oft næsta hroll kendar, greinar Ehrenburgs, þar er talað um blóð, morð og hryðjuverk í svo til hverri málsgrein, hann virðist hafa yndi af því að vaða í blóði og ræða um óþverrann sem ítar legast. Þess á milli ræðir hann um lítil börn, grátandi mæður og menningarverð- mæti, svona til þess að draga úr hinni sjúklegu tilhneig- ingu sinni til þess að lýsa blóðbaði og óskaplegum hry ðj u verkum. Á EINUM STAÐ í grein þessari er meðal annars komizt svo að orði: „Á þessum ömurlegu árum börðumst við (Rússar) þögulir og óðum í blóði í kné.“ Hér er átt við tíma- bilið frá því er Frakkland gafst upp í iúní 1940 og vænt anlega þar til Þjóðverjar voru hraktir þaðan í sumar. EN ER þetta nú svo? Nei, það er ekki rétt. Meðan Frakk- landi var að blæða út hina dapurlegu vormánuði 1940 sátu Rússar aðgerðarlausir, éins og allir mega muna, því að Rússar hófu ekki þátttöku í stríðinu fyrr en 22. júní 1941, er Þjóðverjar réðust á þá, eins og alkunna er. Og nokkru síðar í greininni leyfir Ehrenburg sér að segja: ,,En við vorum aldrei í vafa og við héldum áfram að berjast við Þjóðverja. — Við vissum, að Frakkland var með okkur.“ LÁTUM SVO VERA, að Rúss- ar hafi vitað, að Frakkar voru með þeim. Það er vafalaust rétt. En — hvernig gátu Frakkar vitað, að Rússar væru með þeim, hina sól- heitu júnídaga árið 1940 þeg ar hrokafullar hersveitir Rundstedts héldu inn í Par- ís? Voru Rússar þá að „berj- ast þögulir í blóði upp í kné“ fyrir sameiginlegum málstað Frakka og Rússa? Ónei. Þá var beðið átekta og sáttmáli þeirra Molotovs og Ribben- ■ trops enn í gildi. Það er meira að segja mikið vafamálmál, hvort Frakkar hefðu verið sigraðir 1940 ef Þjóðverjar hefðu orðið að berjast á - i tvennum vígstöðvum allt frá | byrjun. ALÞYÐUBLAÐIÐ Frá Noregi: Budapest Mynd þessi er frá Budapest, hinni fögru Dónárborg. Má meðal annars sjá tvær hengibrýr yfir fljótið en í baksýn má greina hina fornu konungs höll. Fyrir stríð bjuggu um 1 milljón manna í borginni og var hún mikilvæg samgöngumiðstöð og lágu um hana margar járnbrautir, en flutn- ingar voru eins og kunnugt er, miklir um borgina- á Dóná. Búdanest er nú öll á valdi Rússa Pólska sSjórnin í Lon don gelur ekki faliizt á samþykkt ir Krímráðstefn- unnar um Pólland Yfirlýsing gefin út gær "13 ÓLSKA stjórnin í London gaf í gær út yfirlýsingu, þar sem hún tilkynnti, að hún gæti ekki fallizt á skipan þá, sem hinir „þrír stóru“ gerðu um austurlandamæri Póllands nýja stjórn Póllands, á Krím ráðstefnunni. Tóku hana í gær eftir sex vikna umsál og alls 159 þúsund fanga GEogau í Slésíu er nú umkring T GÆR VAR TILKYNNT í MOSKVA, að Budapest, höf- ■■• borg Ungverjalands væri nú með öllu á valdi Rússa eft- ir 6 vikna umsát. Var þetta tilkynnt í dagskipan, sem Stal- in gaf út, og stíluð var til íhershöfðingjanna Malinovskys og Tolbukins. Samtals hafa Rússar tekið um 159 þúsund fanga í bardögunum um borgina, sem oft hafa verið mjög harðir. Yfirmaður setuliðs Þjóðverja var einnig handtekinn, ásamt herforingjaráði sínu. Það voru 2. Ukrainuber Tolbukins og 3. Ukrainuher Malinovskys, sem tóku borgina míéð áhlaupi, eða' réttara sagt þau hverfi borgarhlutans Buda, sém enn var á vaidi Þjóðverja, en lan'gt er síðan Rússar náðu Pest, hinum borg- arhiutanum á vald sit:t. Héfur umsátin nú staðið í sex vikur. „Mildi" sljórnarvald- anna ekkert veikleika merki segir Gestapo- böðullinn Fehlis AFUNDINUM k föstudag- inn, sem blaðamenn voru boðaðir á í Oslo til þess að fá vitneskju og skýrslu um morð in á Norðmönnunum 34, sem áður hefur verið getið og Feh lis Gestapoforingi boðaði nýjar aftökur, var Jonas Lie einnig viðstaddur, svo og fréttastjóri Quislings, Beggerud að nafni, en hann er fyrrverandi smíða- kennari. Það var lögð rík á- 'herzlu á, að stjórnarvöldin' myndu grípa til hinna alvarleg ustu ráðstafana, þar á meðal líflátsdóma til þess að koma í veg fyrir skemmdarverk, morð á njósnurum Quislings og þess háttar. Var því bætt við, að ekki mætti s k o ð a ,,mildi“ þá, er stjórnarvöldin hefðu sýnt til þessa sem veikleikamerki. Báðir ofbeldismennirnir, Feh lis og Jonas Lie, voru einkenn- isklæddir við þetta tækifæri. Fehlis var stuttorður og talaði hranalega „í hörkúlegum her- mannatón“, eins og segir í frétt um frá Oslo um þetta. Sænsk blöð skýra frá því, að aftökurnar hafi vakið mikla sorg' í borginni og ugg með mönnum. Fjölskyldur fjögurra þeirra, sem teknir voru af lífi vissu ekkert um það, fyrr en þær lásu það í dagblöðunum daginn eftir. (Frá norska blaðafulltrúanum). ÞJÓÐVERJAR halda áfram að hörfa suður á hóginn í Norð ur-Noregi. Er, talið að þeir muni ætla að fara frá Narvik og hafa langar flutningalestir sézt á vegum þaðan til Mosjö- en. Vesturvígstöðvarnar: Bandamenn hrinda sjö hörðum gagn- árásum Þjóðverja á einum sólarhling 5000 fangar teknir síðan sóknin hófst ÞJÓÐVERJAR hafa gert hvert gagnáhlaupið af öðru á stöðvar bandamanna nyrzt á vesturvígstöðvunum undangenginn sólarhring, en þeim var öllum hrundið. Við Reichswald varð bandamönnum vel ágengt og þeir sækja fram frá Cleve til Goch, en mótspyrna Þjóðverja er víðast hvar hörð. Bandamenn hafa tekið 5000 fanga milli Maas og Rínar síðan sóknin hófst. Þegar gefin var út tilkynning in um Krímráðstefnuna var þess getið, að pólsku stjórninni í London hefði verið tilkynntar ráðagerðir hinna þriggja stór- velda um Póllandsmálin, áður en þær voru birtar opinberlega. Þá var sagt í útvarpi frá Stokkhólmi fyrir hádegið í gær, að í gærmorgun hefði pólska stjórnin í London komið saman á fund til þess að taka afstöðu um ákvarðanir Krímráðstefn- unnar og hefir nú yfirlýsing hennar varðandi þessi mál ver ið birt, eins og að framan get- ur. Norskir föðurlandsvin ir sigla 11 dráltarbát- um og 1 björgunar- skipi fil Svíþjóðar FRÁ Svíþjóð hafa borizt fregnir um mikið og djarf legt afrek, sem norskir frelsis- íYh. á 6. sáöu í dagskipan Stalins er Buda- pest meðal annars lýst svo, að hún hafi verið mjög mikilvæg varnar og samgöngustöð Þjóð verja á leið Rússa t'il Vínar- borgar. Búdapest mun hafa verið 12. mesta höfuðborg Evrópu með um 1 milljón íbúa fyrir stríð, en undanfarið hefir verið mik ið aðstreymi fólks þangað, svo talið er, að þar hafi verið allt að 2 milljónir manna, er Rússar náðu henni á vald sitt. Þjóðverjar liöfðu áður til- kynnt í útvarpi sínu, að þeir hefðu yfirgefið borgina sakir matvælaskorts en tilkynntu jafnframj, að meginher þeirra hafi náð að rjúfa hring þann, er Rússar höfðu slegið um borg ina og komizt til þýzka hers- ins utan borgarinnar. Gera Þjóð verjar að venju heldur lítið úr missi Budapest, enda þótt þeir hafi lengi haldið uppi skæðum ahlaupum úr vestri til þess að reyna að koma hinu aðþrengda setuliði sínu til hjálpar. Bardagar höfðu verið mjög harðir og vörðu Þjóðverjar Framfa. á 6. síðu. Hersveitir Breta og Kanada- manna hafa hrundið 7 öflugum gagnárásum Þjóðverja. Tefldu Þjóðverjar fram úrvalsliði. 7— 8 fallhlífarherfylkjum og bryn sveitum, en allt kom fyrir ekki. Bandamenn halda áfram sókn- inni, en fara hægt yfir. Það er nú tilkynnt að um % af liði þandamanna á þessu bardaga- svæði séu frá Bretlandi, hinir j eru Kanadamenn. ! Víða á vígstöðvunum eru bleytur miklar og vatnselgur, einkum þar sem Kanadamenn sækja fram og hafa þeir orðið að flytja lið sitt og hergögn með ýmislegum farartækjum eins og til dæmis skriðdrekum, sem geta farið bæði á láði og legi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.