Alþýðublaðið - 01.05.1945, Page 5
jÞriðjiwlagur 1. maí 1945
ALPTÐUBLAOJS
Þrír harðsijörar og endalok þeirra
Napoleón
endaði á St. Helenu
Vilhjálmur
lauk lílfi 6Ínu í Do.orn
Hitler
Hvar endar hann?
HVAÐ er líklegt að Hitler
taki fyrir, þegar Þýzka-
land er sigrað? Mun hann
skjóta sig? Mun hann flýja úr
landli? Mun hann leynast? Rak
ar hann af isér yfirskeggið og
lætur 'breyta andlitinu eins og
glæpamaður á flótta og reyna
sáðan að verða foringi Maquis
hreyfingar í hinu hernumda
Þýzkalandi? Hversu lengi mun
hann halda áfram að æpa og
hrína opiriberlegá um það, að
Þýzkaland muni vinna stráðið,
eftir að 'það er öllum lýðum
ljóst að það er tapað?
Hvað sem öðru líður, hefur
hann lýst þvi yfir, að hann
muni berjast til hins síðasta.
En Þjóðverjar eru ibúnir að
vera. Og hvað rniun nú taka við?
Ætlar hann sér að halda áfram?
i>að er spurningin.
Ég verð að segja, að ég hefi
gaman af að velta þessu fyrir
mér. Auðvitað er svarið undir
því fcomið, hvernig maður Hitl-
er er. En það er ékki eins auð-
velt að ráða fram úr þvi, eins
og dagblöðin yfirleitt vilja vera
láta.
*
Ég skal játa það strax, að ég
er ekki öruggur um ágizkanir
minar, því i síðustu styrjöld
var ég langt frá þvií að halfa
réttan grun um það, hvað
Þýzkalandskeisari myndi til
bragðs taka eftir ósigurinn. Ég
sagði við sjálfan mig: Vilhjlálm
ur annar er óstríðufullur, drama
tískur maður. Hann hefur hvað
elftir annað reynt að verá á-
hrifamikill frá því hann kom í
valdastól, — hagað sér eins og
honum finndist hann vera dá-
samlegasti maðurinn í undur-
samlégasta ríki veraldar. Keis-
arinn hafði sýnt aftur og aftur,
að hann væri sannfærður um
ytfirburði sína á öllum sviðum,
sem snjall hers'höfðingi, stjóm
málamaður og diplomat. Auk
þess fannst honum hann vera
fær um að leggja sannan dóm
á hvers kyns listir: bökmennt-
ir, leiklist og hljómlist og þar
af leiðandi hsefur til þess að
segja um, hvað raunverulega
byggi í öllum þessum greinum
menningar. Að þessu leyti lík-
íst hann Hitler. Og það var eng-
ín ástæða til að efa, að 'hann
væri andríkur og hugrakkur
maður, og að hann myndi ekki
haga sér á hinn áíhriffamesta og
heppilegasta hátt, a. m- k. þeg-
ar augu alls heimsins hVíldu á
honum einum. Þýzki keisarinn
hugsaði mjög um það, hvernig
áhrif hann hefði á almennings-
álitið, — rétt eins og Hitler.
ÍÞess vegna, þagar heimstyrj
öldinni var að Ijúka, sagði ég
við isjálfan mig: Þegar allt er
EFTIRFARANDI grein er
eftir Desmond Mac
Carthy og er þýdd úr enska
tímaritinu „The Listener“.
Ræðir greinarhöfundur um
það hvað Hitler muni til
bragðs taka, þegar her hans
hefir verið sigraður til fulls
og ríki hans er hrunið til
grunna. Hefur greinarhöfund
urinn í því sambandi Iýs
inugu á Napóleon og Vil
hjálmi öðrum Þýzkalands
keisara til samanhurðar og
er sá samanburður eftirtekt
arverður.
búið, mun hann klæðast hvít-
um ei nkennisbúningi og setja á
sig gylitan hjálm með arnar-
merki, draga ’sverð sitt úr sliðr
um og hljóta einmanalegan dauð
daga ; lifa þannig í nainningu
landa sinna sem hetja úr
Wagners-óperu.
En hvernig brásl Vilhjálmur
keisari avo við, þegar herfor-
ingjar hans tilkymitu honum,
að stríðið væri tapað á vígvöll-
unum, og er ráðherrar hans á
sama tíma sögðu, að engar lik-
ur væru til friðar nema hann
segði af sér. — Hann flúði til
Hollands í tómum járnbrautar-
vagni og keypti sér gamlan,
fagran bóndagarð þar í landi,
hvar hann bjó <árum saman í
friði og ró, og hélt sér við með
þvi að höggva tirribur og saga
li eldinn. Hann talaði með al-
gjöru kæruleysi um heiminn vf
irleitt og framtið Þýzikalands.
Loks gekk hann áð eiga barón-
essu, sem þá var ekkja.
Aldrei hafði- ég búizt við (því,
að hann kysi sér slík endálok.
Það hefur kennt mér að meta
‘háttu þessara dramatisku per-
sónuleika, er þá setur niður.
Mun þetta hjálpa manni til þess
að gizka á, hvað Hitler ætlar
sér? Já, — og þó ekki. — —
*
Fyrst er að ta'ka neikvæðu
svörin. Ekkert af þessu mun
standa Hitler til boða: Engin
konungleg járnbrautarlest, eng-
in hollenzkur 'bóndagarður, eng
in 'barónessa, er vill fylgja hon
um eftir i ellinni.
Að fyrri heimstyrjöldinni lok
inn skildu allir, að Vilhjálmur
keisari 'hafði einungis yerið
toppfígúra. Hann hafði reyndar
viljað fara út i stríð, — en sem
keisari Þýzkalands, — hvað gat
hann annað gert? Aftur á móti
er enginn í efa um það nú, að
Adolf Hitler ber sjálfur ábyrgð
ina á”1 þeirri heimslyrjöld, sem
nú geisar, og öllum hennar ;
fylgifiskum og afleiðingum.
Það er aðeins von manna, að
hann fái ekki tækifæri til þess j
að láta líta svo út sem 'hann ,
deyi hetjudauða. Hvað innan- t
landsástandinu í Þýzkalandi við ,
víkur hefur verk Hitlers e. t. v. j
varanlegri áhrif en æskilegt er,
og á ég þar við Hitlers-æskuna. j
En ef Hitler er sjálfum ljóst,
‘hversu aðstæður 'hans eru allt '
aðrar en Vilhjálms keisara, er j
óMklegt, að hann reyni að sleppa ,
á líkan hátt og keisarmn gerði.
En þá er spurningin þessi: Mun
Hitler skjóta sig? Maður gæti -
•Mtið sér til hugar koma, að
hann grípi til slíks, þegar and-
stæðingar hans hafa ruðst inn
i virki hans og komizt i augsýn
við hann svo að segja, — og
samt sem áður er þetta algjör-
lega óvíst.
Hvers vegna?
Fyrir því liggja sálfræðilegar
orsakir, sem telja má sameig-
inlegar 'honum og ýmsum öðr-
um sögufrægum, móðursjúk-
um einstaklingum. Menn eins
og „der Fúhrer“, — leiðtogar
heillaþjóða, með ótrúlega miklu
sjálfsáliti og sjálfsvilja, álíta
ekki eingöngu sjálfir, að þeir
séu öðrum æðri, heldur- heyra
þeir þessu haldið fram ‘hvar-
vetna í kring um sig. Og til við-
bótar við þetta eru hin „ham-
ingju’sömu blómaár“ Hitlers.
Það sem keisarinn hafði sam-
eiginlegt með Hitler var mjög
mikið sjálfsálit og vilji til að
trana sér fram. En að bera sam
an Hitler og Napóleon er að
líkindum heppilegra.
•
Það sem einkum er sameig-
inlegt öllum stækustu einstak-
lingshyggjumönnum er það, að
þeir álita og trúa því, að hvers
kyns ástandi og aðstæðum sé
hægt að bæta'úr, — með ein-
hverju móti, — sama hvernig
komið sé. Sama er, þótt allir
þeir sem éitthvert vit hafa á
hlutunum segi, að baráttan sé
vonlaus. Sjálfshyggja þeirra
hvetur þá til að berjast og
kemur þeim til að trúa á sigur-
inn þvi hann hafi fram að þessu
verið þeirra meginn. Þetta veld
ur því, að afburðamenn á sviði
hernaðar, eins og til dæmis
Napóleon, geta gefið hernaðar-
fjarðardeildin hefir hefir rætt
um kaup á flugvél til sjúkra-
flutninga.
legar fyrirskipanir, sem eru
eins og gefnar af hálfvitum.
Þeir eru í ætt við ihálf-geggj-
aða menn, sem stöðugt tala, —
um allt og ekki neitt, — trú-
andi því, að þeir fari alltaf með
Wth.. á 6. siSu
Barnaskóli Hafnarfjarðar
Börn, sem skólaskyld verða á þessu ári (fædd
1938), mæti í barnaskólanum fimtudaginn 3.
maí n. k. kl. 1 e. h.
Skólasijórinn.
Reykjavík ~ Sfokkseyri
Erum byrjaðir á hinni vinsælu kvöldferð frá Reykja-
vík til Hveragerðis — Selfoss — Eyrarbakka —
Stokkseyrar ki. 7 sd. alla daga, nema laugardaga og
sunnudaga, þá kl. 7H> sd.
Frá Stokkseyri kl. 9 árd. Frá Eyrarbakka kl. 9Vá
árd. Frá Selfossi kl. 10 og Hveragerði kl. IOV2 árd.
Enn fremur erum við byrjaðir á hádegisferð frá
Reykjavík til Selfoss alte daga kl. IV2 e. h.
Verða þá framvegis 3 ferðir daglega frá Reykjavík
fel. lQVá árd., kl. IV2 e. h. og kl. 7 sd.
STE9MÐÓR K
11 k y n n 1 n g
um atvinnuieyslsskráningu
Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr.
57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningarstofu
Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dag-
ana 2., 3. og 4. maí þ. á. og eiga hlutaðeigendur, er
í
óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig
þar fram á áfgreiðslutímanum kl. 10—12 f. h. og
1—5 e. h. hina tilteknu daga,
Reykjavík, 1. maí 1945.
Borgarstfórinn í Reykjavik
r ; t
Frá barnaskólunum
ÖUum börnum, fæddum á árunum 1935—1938 (að
báðum meðtöldum) er skylt samkvæmt giMandi
fræðslulögum að sækja vor- og haustskóla í ár.
Það eru mjög eindregin tilmæli okkar, að hlutað-
eigandi foreldrar og forráðamenn sendi eigi vor-
skólabörn buxt úr bænum fyrr en skóli er úti, en
það verður 31. maí.
Skólastjórar barnaskólanna
Frá Miðbæjarskólanum
Börn í Miðbæjarskólahverfi fædd. 1938 komi til
prófs og innritunar í Miðbæjarskólann miðvikudag-
ku 2. maí n.k.
Börn, sem eiga nöfn, er byrja á A—K, komi ld. 10
f. h., eu L—Ó ki. 1 é. h.
Böm fædd þetta ár (1938) eru skólaskyld fró 1. mal
«. k. að telja.
Mf barn kemur ekki til innritunar á tilsettum tíma,
ber forráðamanni að gera undirrituðum grein fyrir
því hið fyrsta.
Skólastfórí