Alþýðublaðið - 19.05.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.05.1945, Blaðsíða 6
Laugardagur 19. maí 1945. AU»YQtÆELASSI* ....... ""7"""*----- “ ¥©rt§ur ¥©itt snéttsks í Kirkjustræti 4 (á©ur’ Steisieiérspres'it). Hrisigi'ð í síma 4204, þá vmmu gjafirnar séttarB Gjöri$ s¥@ ¥©i sM sesida aSeins veiútiíteBicii og fireiuara fatnaS. Landssöfnunin Höftröpaur Bazlsmaos nr.2 Framh. af. 5. síðu koma fótunum undir Gestapó. (Það er ekki honum að kenna, þótt Himmler hrifsaði til sín yfirráðin í Gestapó síðar). Þær hafa heldur ekki sýnt Göring vera að refsa lögreglumönnum, sem ekki hafa hlýtt fyrirskipun um hans um að skjóta and-naz- ista. Því síður var hann mynd- áður’, þar sem hann var að fyrir skipa aftökp nokkurra komm- únista daginn sem hann kvænt- ist. Það getur máske verið erfitt að hugsa sér feitan þorpara. — Gg þó miuniu þeir srvþjsem vera til. Var ekki Neró keisari feit- ur? VarekkiClaudius „uppþemd ur“ af fitu? Báðum er margt sameiginlegt með Göring: Harð brjósta illgirni 'undir yfirskini einhverskonar samblands af karlmennsku og fyrirmennsku. En fyrst og*fremst sérgæzka. Þetta er maður, sem gaman hef ur af því að skipta um skraut- lega einkennisbúninga, setja upp dýrindis hringi, setta gim- steinum og smargöðum, — • næla á sig orður og heiðurspen- inga í miklu úrvali; — þannig oft á dag. — Þetta er brosleitur náungi, — brosir að sjálfum sér fyrir framan spegilinn, — og framan í þá, sem hann þarf að koma sér í mjúkinn við. Þetta er sú manntegund, sem þyggur t mútufé, endaþótt í hárri stöðu sé, — og á jafnvel til löngun i að hnupla. Hann hafur mifkið sjálfsálit og þykist áréiðaníega fær í flestan sjó. Hann vill um fram allt hafa nóg í sig og á og eiga náðuga daga, — samt sem áður veirðarlaus og hvíldarlaus, stöðugt mænandi grængráum augunum í friðleysi og óróa. Var hann ekki eimu sinni for fallinn eiturlyfj aneytandi ? Var hann ekki einu sinni á hressingarhæli fyrir sálsjúka? t?Jú. í ög áreiðanlega heif ur fit>a sú, er hann hefur safnað utan á Sig, ekki dregið úr hinum áber- andi sálarlýtum hans. * En hversu vel hefur þessum manni ekki tekizt að draga milljónir fólks á tálar? Næst- um því hverjum einasta manni hefur fundizt sem svo, að ýztra Görings og fitukeppir á hand- leggjum hans, væru hreysti- merki og sýndu, hversu gott dæmi hann væri um heilbrigð- an mann, — „Göring, fyrirmynd armaður Þýzkalands“, — eins og þar stendur. En enginn mað ur í nazistaríkinu hefur, þrátt .fyrir mikla fitu, sannað jafn óstyrkar taugar og mikla fag- mennsku, þegar á skyldi reyna. Enginn hefur jafn augljóslega gafizt upp, þegar á hólminn kom, — flúið eins smánarlega andstæðinginn. — — Undanfarin ár hefur Görinig mistekizt hrapalega við tilraun ir sínar til þess að gera and- staéðingum sínum gramt í geði. — Hið eina „stóra“ augnabiik í lífi haná var „nazistabyltir.g- in“ í Þýzkalandi, sem óneitan- lega var undirbúningurinn að stærstu herför, sem farin hefur verið gegn þeim, sem minna máttu sín, — og það í nafni hnefaréttarins, . eftir að ha-.m hafði verið gerður að lögmáli iþessarar „göfugu“ stefnu.---- Göring var svolítið fremri öðr- um í því að sýna þjóð sinni fram á, að það væri ekki nein synd lengur að myrða, ræna, beita lymskulegum fantabrögð um í viðskiptum og fara eyð- andi hendi; — síður en svo — þetta væri einmitt' verkefni framtíðarinnar, o. s. frv. Svo má ekki gleyma því, að það var Hermann Göring, sem átti sinn stóra þátt í Ríkisþing- hússbcunanum, sem gaf tilefni t:l fyrstu stórkostlegu mann- drápanna á pólitískum andstæð ingum nazistanna. Með þessu eru afreksverk hans talin. Eftir fékk hann orð- ur sínar og titla, einkennisbún- inga og ríkidæmi nokkurnveg- inn jafnhlioa því sern menn voru settir í hverskýns embætti til þess að gegna þeim störfum, sem hann var látinn gegna — á yfirborðinu. Hann var enginn atkvæðamaður, er til kom. Á méðan flestum öðrum virtist ‘sem völd hans og metorð færu stoðugt vaxandí, —- svo að hann jafnvel myndi steypa Hitler af stóli einhvérn góðan veðurdag og leiðn naz staþjóð- ma fram til sigurs í styrjöld- inni, — var hann sífellt gerður áhrifaminni af keppinautum hans: Himmler, Göbbels Ribb- entrop, Speer, o. fl., endaþótt alþýða manna héldi allt annað. Göring átti í sífelldu tauga- stríði gegn þessum hjartagóðu flokksbræðrum sínum; ■— en þegar árangurinn varð engilnin, leit'aði hann ánægjunnar enn þá meira í gimsteinum sínum og orðum, myndunum af sér og yfírborðs mikilmehnsku. Síð- asta árið, var hann varla annað en lifandi draugur, sem gekk aftur innan þriðja ríkisins. Og nú skiptir það engu máli, hvorc hann er lifandi eða dauður. Hann er raunverulega úr sög- unni. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. Hér er miklu máli gerð skil í fáum orðum- Þáttur kommún- ista í þessari styrjöld er vissu- lega ófagur — og leit um skeið út fyrir, að þeir myndu verða til þess að lyfta Hitler til heims yfirráða eins og þeir urðu til þess að lyfta honum til valda í Þýzkalandi á sínum fíma. — Stalin gerði griðasáttmála við fasistaófreskjuna og lét verka- lýð sinn vinna dag og nótt við að framleiða nauðþurftir i gin hennar. Hélzt sú vinátta Rússa og Þjóðverja, unz Hitler sveik fóstbróður sinn í tryggðum og réðst á hann af grimmd sinni og hörku. Þá varð Stalin feginn að leita á náðir lýðræðisríkj- anna og gera bandalag við „auð valdsbullur“ slíkar sem Churc hill og Roosevelt- Og meðan griðasáttmáli Rússa og' Þjóð- verja var enn í gildi, voru kommúnistarnir íslenzku trúir „vinir barnamorðingjanna“ og „aðdáendur n(íðingsverkanna“. Þá var það að þeirra dómi „smekksatriði“ 'hviort rnenn Voru með eða móli nazisman- um, og þeim fannst það ókurt- eisi hin mesta að ásaka Þjóð- verja fyrir morð á íslenzkum sjómönnum, töldu brezkar vít- isvélar eigi síður hafa getað grandað skipum þeirra en þýzka kafbáta. En eftir að Hitler réðst á félaga Stalin breyttist tónn- inn að sjálfsögðu. Þá varð „land ráðavinnan“ landvarnavinna á einni nóttu og „auðvaldsbullurn ar“ brezku og amerísku virð- ingarverðustu samherjar. En hver hefði þáltur kommúnist- anna verið í styrjöldinni, ef Hitler hefði haldið áfram vin- áttunni við Stalin bónda í Kreml og hvernig myndi þá vera um- horfs í heiminum nú? Faiteiiaaeigesidailsp ^sykjavíkur e verður haldinn í Kaupþingssalnum þriðjudaginn 22. maí n.k. kl. 9 e. h. DAGSKRÁ: 1. Blaðaútgáfa. 2. Stjórnarkosning. 3. Önnur mál. Félagsmenn, fjölmennið réttstundis. Hjartanlega þakka ég þeim, sem á ýmsan hátt glöddu mig á 60 ára afmælisdegi mínum, 9. maí s.l. Guð blessi ykkur öll. SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Háteigsvegi 15. Gúmmíslöngttr, allar stærðir. Stunguskóflur. Vatnsfötur. Hakar. GEYSSR h.f. Veiðarfæradeildin. Óska eítir að fá ¥élsmiS eða renngsanilS til nýsmíði á vélum. Yélaverfcstæði Sig. Svejnbjðmssonar Skúlatúni 6. — Sími 5753. Drgsifyr 15—16 árar laghent'ur og röskur, getur fengið atvinnu. Beiðhjéiaverksmiðjait FÁLKINN Laugavegi 24. IIANNES Á HORMINU Framh. af. 5. síðu ÞÚ ÁTTIR að borga ,,start“- gjaldið kr. 3,00 og svo 35 aura fyrir hverja mínútu. Þannig áttir þú að borga kr. 5,10, og hefði þó verið reiknað með 6 mínútum í stað 5V2. — Það er eins með þetta og efni hins bréfsins. Ég hygg að þeir séu ekki margir bifreiðastjór- arnir, sem haga sér þannig. En það skal þó sagt, að nauðsynlegt er að bifreiðastjórar haldi sér ná- kvæmlega við taxtann og breyti ekki út af honum í einu né neinu. , HVÍTASUNNAN er að byrja — og ekkert blað kemur út á morg- un. Fríin á laugardögum eru geng in í garð. Gleðilega hátíð. Hannes á horninu. Á fundi bæjarstjórnar í fyrradag fór fram kosning á sjö fulltrú- um Reykjavíkurbæjar a stoinpmg sambands íslenzkra sveitafélaga og sjö varafulltrúum. Sem aðalfull- trúar voru kjörnir þeir Jón Axel Pétursson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur ÁSbj.örnsson, Jakob Mö.lier, Hélgi H. Eiríksson, Stein- þór Guðmundsson og Arnfinnur Jónsson, Sem varafuiltrúar voru kjörnir þeir Sigurður ólafsso.n, Guðrún Jónasson, Gunnar Thor- oddsen, Gunnár Þorsteinsson, Guð rún Guðlaugsdóttir, Katrín Páls- dóttir og Ingólfur Jónsson. 25 ára hjúskaparafmæli eiga á þriðjudaginn, 22. maí, frfi Gíslína Magnúsdóttir og Jón Hallclórsson, Freyjugötu 27 A.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.