Alþýðublaðið - 20.07.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.07.1945, Blaðsíða 2
2 ALfYÐUBLAÐlP Sendir sijórnin lög- ffræðing til Kaup- mannahafnarl Til að fylgjast með málum Esjufarþeg- anna, sem enn eru i haldi. Bók á sænsku um íslenzku síSd- ina og síldariðnaðinn ----- .»... Samtal við Ástvald Eydal fil. Sic., sem hefur stundað vísindalegt nám við háskólana í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, og undir- býr nú doktorsritgerð um síldina. ASTVALDUR EYDAL fill. lic. var meðal farþega á Esju 'heim frá Svíþjóð. Nú er harm kominn til Sigluf jarðar, ráðinn í þjónustu síidarútvegsnefndax, en hamn er sérfræð- ing-ur í sáldarmállum og hefur gefið tvær bækur út um síld og sÚdariðnað, aðra á Mtenzku og hina á sænsku. Heitir sú síðari „Havets siíLver“ og hefux nú selst í tveim uppl’ögum í Svíþjóð og fengið framúrskarandi góða dóma. SKORUNIN á ríkis- stjómina, sem birtist hér í blaðinu í gær, um. að íslenzkur lögfræðingur með stjórnarumboði yrði sendur til Danmerkur til að fylgjast með í málum íslendinganna þriggja, sem teknir voru fyr- ir 20 dögum eða 1. þ. m. úr Esju og fluttir aftur til Kaup mannahafnar, hefur vakið mikla athygli og umtal og eru allir á einu máli um það, að ríkisstjórninni beri að gera þetta nú þegar. Það yrði enn einn vottur þess, að íslenzka þjóðin fylg- ist af athygli með málxmi þessara þriggja manna — og lætur sér ekki á sama standa um iirslit þéirra, eða það, hve langan tíma þeim verður haldið sem föngum erlendis. Ríkisstjórnin sendi strax eða því sem næst skeyti út, þar sem því var yfirlýst, að íslenzka þjóðin fylgdist vel með í þessu máli og léti sig það miklu skipta. Með því að senda út nú þegar sérstakan erindreka myndi þessi yfirlýsing verða staðfest á eftirtektarverðan hátt Alþýðublaðið átti viðtal við Ástvald rétt eftir að hann steig hér á land, en hann var um skeið starfsmaður við íslenzka sendiráðið í Stokkhólmi. Ástvaldur Eydal svaraði spurningum Alþýðublaðsins með eftirfarandi: „Ég las landa fræði og náttúrufræði í 7 vet- ur við Kaupmannahafnarhá- skóla, en síðan i stríðshyrjun hef ég lesið við háskólann í Stokkhólmi undir leiðsögn Ahlmanns prófessors og 1941 tók ég magister próf frá há- skólanum í landafræði, jarð- fræði, jurstafræði, dýrafræði og uppeldsisfræði.: — Jafn framt skólanámi mínu fyrir stríð v.ann ég allaf á sumrinn við síldariðnaðinn hér — og var eftirlitsmaður með síldarverk- un á Siglufirði. og víðar á Norðurlandi. Þannig fékk ég fé til þess að geta lært, enda gat ég með þessari vinnu afl- að mér þekkingu og reynslu sem studdi að námi minu, en ég hef í raun og veru lesið fræði Lega síldvei.ði, síldarverkun, yf ir höfuð um síldariðnaðinn. Og nú vinn eg að doktorsritgerð Ástvaldur Eydal minni um þetta efni, sem ég ætla að verja við háskólann í Stokkhólmi. Ég hef samið ýmsar visinda ritgerðir um sild og síldariðn- að en auk þess hef ég skrifað tvær bækur um síldina, þá fyrri, Síldveiðar og síldiðnaður, komu út í Reykjavík 1941, en' hin síðari Havets silver, kom út í 'byrjun þessa árs. Þetta eru ekki bemlínis fræðirit, heldur miklu fremur alþýðleg fræðslu rit skrifuð í þeim tilgangiaðgefa almenningi kost á að kynnast meir en orðið er þessum einna þýðingarmesta atvinnuvegi okkar íslendinga. „Havets silver“ er fyrsta alþýðlega hók in um síldina, sem komið hef- 'Ur út í Svíþjóð. 3 hifaveifugeymar úr stáli byggð- ir fil viðbólar á Óskiuhlíð ------4---- Mælar hafa nú fengizf í öll hitaveifuhús í Reykjavík. T| HFIN ER BYGGING á ♦ ■*■■**■ þremur nýjum hita- veitugeymum á Öskjuhlíð til viðbótar þeim fjórum, sem fyrir vóru. AUs verða því hita veitugeymanir sjö. Þetta á að verða til þess að gera hitaveituna öruggari fyr- ir heimilin, þannig að þó að einhverjar bilanir verði þá sé til vera vatn um stund meðan viðgerð fér fram. Gömlu geymannir eru gjörðir úr steinsteypu, en þessir þrír eru stálgeymar, steypt verður þó húð utanum þá, svo að all ir geymanir verði eins að út- liti. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið fékk í gær í skrifstofu hitaveitunnar, hef ur hitaveitan nú fengið mæla í öll ’hús í hænum. Verður' því hægt að hafa fullkomið eftirlit með vatnseyðslunni og ætti það að verða til þess að eyðslan verði allmiklú minni en hún var síðasliðinn vetur, en þá vanitaði mælana og allmargií létu vatnið renna dag og nótt, en það olli hinsvegar þurrð á vatninu, sem þó var ekki á bætandi. Vélflugnám byrjar hér um uaslu heigl. AMKVÆMT frétt, sem Vís ir birtir í gær, verður hér hafin kennsla í vélflugi um næstu helgi. Eru það flug- mennirnir Jóhannes Snorra- son, Smári Karlsson og Magn- ús Guðmundsson, sem ætla að annast þessa kemxslu og hafa í því skyni keypt hingað tvær kennsluflugvélar. Eru vélar þessar tvíþekju landvélar, með 130 hestafla vél um. Þeim félögum hafa borizt yf ir 70 umsóknir, um kennslu, og sýnir það ljóslega þann áhuga sem hér er fyrir flugnáminu, en til að byrja með munu þeir ekki taka nema 12 nemendur, því ekki er ennþá búið að setja saman nema aðra þessara véla, sem þeir hafa fengið til lands ins. Kennsla sú, sem nemendur fá hjá þessum flugmönnum er þó ekki fullkomið flugnám, þegar miðað er við farþegaflug en hún veitir réttindi undir Bókin ér 12 arkir að stærð með 56 myndum og er af hendi útgefandans ekkert til þess sþarað að gera hana sem bezt úr garði að ytribúnaði Útgefandinn var bókaútgáfu- deild samhands sænskra sam- vinnufélaga og seldis fyrsta upp lagið á einum mánuði. Siðara upplagið er nú og nærri upp- selt. Eg get verið mjö ánægð- ur með þá dóma sem hókin fékk. Ekkert blað i Svíþjóð skrifaði kuldalega um hana og fjölda mörg bár.u mikið lof á hana. Það var eins og Svíar væru fegnir að fá bók um ís- ! landssíildSina fyrst þeir fengu ekki sildina sjálfa. Nú er ég ráðinn starfsmaður síldarút- gerðarnefndar. í haust fer ég aftur út. — Það yrði of langt mál að fara að ræða við yður um þær hugmyndir, sem ég hef úm möguíeika okkar í vei-kun og hagnýtingu síldarinriar, en þær eru margar — og ég veit, að við höfum enn ekki nærri- kannað þá möguleika, sem silfurfiskarnir okkar gefa okk ur — en á því r.íður mikið, að *.þeir vercji allir kannaðir og síldin hagnýtt til fulls.“ minnapróf, sem er í því fólg- ið, að menn meiga fljúga einir og með kunningja sínum, t. d. í einkaflugvélum. Hinsvegar er þessi kennsla stór áfangi og góð undirstaða undir farþega Maður drukknar hér í hðfninni í gsrmorgun 'Föstudagtur 2Ö. júlí 1945 Esjufarþegar þakka lóhann Kr. Jóhanns- son sjómaðnr. CJÁ hörnmlegi atburður varð í fyrrinótt á sjötta tíman- um, að koi'nixngTir maður dxrukknaði í höfninni hér í Reykjavík. Maður þessi hét Jóhann Krist ján Jóhannsson og var skipverji á togaranum Viðey frá Reykja vik, en átti heima á Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd. Tildrög slyssins: Jóhann heitinn var staddur niður á Ægisgarði ásamt öðrum manni KrLsni M. Gunnarssyni að nafni, og voru þeir báðir nokk uð ölvaðir. Kristinn skýrir Rannsóknarlögreglunni svo frá að hann hafði hitt Jóhann nið ur við höfn nokkru áður en þessi atburður gerðist, og hefði Jóhann stungið upp á því að fara út í bátkjænu sem lá bund inn við Ægisgarð, en Kritinn kvaðst hafa reynt án árangurs að telja hanri af því. Kliíraði Jóhann þvi næst niður garðínn og dró báti,nn að og fór út í hann, en báturinn var valtur og hvolfdi. Féll Jó- hann þá í sjóinn, en skaut hrátt upp og synti að bátnum aftur, sem þá hafði borið nokkuð frá garðinum. Komst hann upp í bátinn aftur, en það fór á sömu leið. Bátnum hvolfdi og Jó- hann lenti áftur á sjónum. Sá Kristinn hann busla við hliðina á bátnum, en siðan hvarf hann í sjóinn. 1 þessu kom Óskar Óliason lögregluþjonn niður a Ægis- garð, eftir tilvísun Óskars Ólafs sonar hrunavarðar, sem vakið hafði athygli hans á því, að tveir drukknir menn værú staddir niður á ÆgLsgarði. Synti Óskar út að bátnum, og náði manninum upp. Hafði Jóhann fest fæturnar í taug, sem lá frá bátnum útí bauju, sem hann var bundinn við. Nokkra menn hafði nú horið barna að, og hjálpaði einn þeirra, Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum, lögregluþjónin- um til að koma Jóhanni upp á bryggjuna. Hóf Óskar þegar lífgunartil- raunir á manninum, meðan ver ið var að sækja læknir. Kom síða’n Úlfar Þórðarson læknir og lét flytja Jóhann á Lands- spitalan og þar var lífgunarti.1 raunum haldið áfram til kl. 10 i gærmorgun, en þær báru eng- ann árangur. Jóhann Kr. Jóhannsson var um tvítugs aldrur. Happdrætfs Slysa- varBiadeildar karla á Akisreyri s Nr. 5937 kom upp. WT ÝLEGA var dregið í happ drætti Slysavarnadeildar karla á Akureyri. Upp kom númer 5973. Vinningurinn er stór bóka- skápur með 300 innbunum úr- vals bókum, og er verðmæti hans metið á 26 þúsund krón- ur. — Ekki er kunnugt enniþá hver hefur hlotið þennan á- gæta vinning. flug. Kennslutími undir minna próf er 8 kíst með kennar og 40 klst. „sólo“ flug, það er að nemendurnir séu einir í flug- vélinni.. A LÞÝÐUBLAÐINU hefur börizt eftirfarandi tilkyxxn ing og þakkarávarp frá far- þegxxm þeim, sem komu heim nxeð Esju frá Norðurlöndxun, út af því að ríkisstjómin hef- ur ákveðið, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, að veita þeim, sem alkomxxir komu heim, eftirgjöf á ferða og fæS- iskostnaði á leiðinni: „Ríkisstjórn íslands hefir til kynnt okkur, að þeir íslenzkir rikisborgarar, sem fluttu al- farnir frá útlöndum með sein- ustu ferð Esju, verði ekki krafð ir greiðslu fargjalda og fæðis- peninga til' Reykjavikur. Far- þegar eru beðnir að snúa sér til skrifstofu Skipaútgerðar rík isins til að staðfesta þá reíkn- inga, sem til þeirra eru stílað- ir. Þeir, sem hér eiga hlut að máli, en hafa þegar greitt kostn að þennan, fá upphæðina end urgreidda á skrifstofu Skipaút gerðarinnar. Fyrir hönd farþeganna færix faiþeganefndin ríkisstjóminni hjartanlegar þakkir fyrir þenn an höfðingskap.“ Farþeganefndin, sem séð hef ur'um fyrirgreiðslu í ýmissum efnum fyrir farþeganna er skip uð eftirtöldum mönnum: Helga Bergs, verkfræðing, Óíafi. Gunnarssyni kennara, Magn- úsi Z. Sigurðssyni, hagfræðing, Jónasi Haraldz hagfræðinig og Rögnvaldi Þorlákssyni,' verk- fræðing. Risinn og ifrsntainr- inn sýna við feikilega mikla aðsókn eg hrifningu áhorfenda. SV ARFDÆLSKI RISINN, Jóhann Pétursson og Valur Norðdahl, töframaður hafa und anfarin tvö kvöld haldið sýn- ingar í Gamla Bíó, við húsfyll ir og við mikinn fögnuð áhorf- enda. Hefur Valur sýnt þar galdralistir sinar, en Jóhann komið fram milli atriðanna og lofað fólkinu að virða fyrir sér hinn.mikla vöxt sinn, sem allir undrasl mjög. í kvöld halda þeir félagar síðustu sýningu sína að þessu sinni, og eru allir miðar að þeirri sýningu seldir, og hafa því færri fengið miða en viMu. Kemur Jóhann fram á sýn- ingunum í mismunandi búning um, 'þeim sem hann heíur sýnt ií erlendis og sópar mjög að hon um einkanlega í kósakkagerfi sinu. Þá er pg sýnd stutt kvik mynd af Jóhanni, þar sem hann er að sýna sig erlendls. Töframaðurinn Valur Norð dahl, vekur og geysilega hrifn ingu með göldrum sínum. Sýn ir hann ýms hin ótrúlegustu töfrabrögð, auk þess sem „brandararnir“ fljúga frá hon um allan tímann, sem harm heldur sýningunum uppi,. Meðal lista þeirra, sem Val- ur sýnir, eru ýmsir spila gaMr ai’: Þá fjórfaldar hann billijard kúlu milli fingra sinna, lætur fingurbjörg hverfa ósýnilega af fringrum s'ínum og koma á þá aftur. lýlippú' i sundur kað al og setur hann saman aflur svo hann verður sem heill, gerir rauðan vasaglút bláann FramhaM á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.