Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.01.1937, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.01.1937, Blaðsíða 4
4 VERKAMANNAFÉLAGIÐ HLÍF lýðsfélaganna yfírleitt. Af þeirri sögu má mikið læra. Með árinu 1926 hefst nýr þátt- lur í starfssögu félagsins. Barátt- unni yið bæjarstjórnaríhaldið er þá lokið með fullum sigri félags- ins, þar sem það fé'kk kosna 6 fulltrúa af 9 í bæjarstjóm. Við þetta gerbreytist aðstaðan. f stáð Tvonlítillar baráttu áður, þar sem fulltrúar félagsins í bæjarstjóm fund eftir fund báru frarn kröfur sínar með þungum fökum, en oftast án árangurs, kom nú full samvinna milli bæjarstjómar- meirihlutans og verkalýðsfélag- anna, sem nú voru orðin þrjú, nefnilega' auk Hlífar Sjómanna- félag Hafnarfjarðar og verka- 'kvennafélagið Framtíðin, sem þá voru nýstofnuð. Hafa þessi verkalýðsfélög síðan haft stjórn allra bæjarmála Hafnarf|arðar með höndum óbeinlínis, þar sem þau hafa kosið sem sína fulltrúa þann bæjarstjórnarmeirihruta, sem setið hefir síðan. Þar sem atburðir síðustu ára eru öllum í fnesku minni, er ef til vill óþarft að rifja þá upp, en ég get þó ékki stilt mig um að minnast nokkurra mála, sem þessi bæiarstjórnarmeirihluti hef- ír beitt sér fyrir og komið í frarn- kvæmd, sem ég tel víst að fengið hefðu að bíða, !eif þessi breyt- ing hefði ekki orðið. Ég nefni sem dæmi byggingu nýs verkamannaskýlis í stað ó- vrstlegrar pakkhúskompu, sem áður var notuð, byggingu verka- mannabústaðanna, sem eru að öllu Ieyti verk fulltrúa verklýðs- félaganna, bæði á alþingi og í bæjarstjóm, byggingu nýrra skólahúsa, fyrir samtals upp und- ir hálfa milljón króna, býggingu nýrrar hafskipabryggju, í stað einkabryggju, sem áður var hér einráð, atvinnubótavinnuna, sem áður var ekki til, en nemur sam- tals á þessu tímabili mörgum hundmðum þúsunda króna, og síðast en ekki sízt bæjarútgerð- i'na, sem síðustu árin hefir verið líftaug þessa bæjar, ’bæði beint og óbeint. Má óhætt fullyrða, að hún hafi veitt bæjarbúum at- vinnubót svo milljónum króna skiftir. Margt fleira mætti telja, en ég læt hér staðar numið og ætla að þessi dæmi muni nae|gja tíl að sýna þann meginmun,sem varð á stefnu iftæjarstjórnarinn- ar, er verkalýðsfélögin fengu þar ráðin. Á tímamótum, þegar horft er yfir fa-inn veg, vakna minning- arnar hver af annari. Persónu- lega þekki ég bezt til starfsemi Hlífar hin siðustu ár, en einnig Næstu framkvæmdirnar og nauðsyn samtakanna. Eftir Þórð Þórðarson, formann Hlífar. EGAR yfirvegað er hvernig ástandið var hjá megin- þorra alls verkalýðs þessa lands áður en verklýðsfélög voru al- mennt stofnuð, sjáum við fyrst, hversu g.eysimikill munur er á kaupi og kjörum verkamanna þá og nú. Þá var verkamaður- inn alls ekki viðurkenndur sem vinnuseljandi, er rétt hefði á að verðleggja sína vinnu. At- vinnurekendur ákváðu sjálfir hversu hátt kaup verkamann- inum skyldi goldið í það og það skiptið, hversu lengi á sólar- hring hann inni fyrir auðvitað sama taxta, hvort það var nótt eða dagur, sömuleiðis hvort hann fengi nokkurntíma á meðan vinna stóð yfir að fá sér matarbita eða kaffi. Sjá- um við hversu geysimikið hef- ir á unnizt til hagsbóta fyrir verkalýðinn í verklýðsbarátt- unni. Með hvaða hætti hefir þetta á unnizt? mun máske einhver spyrja. Er því fljót- svarað. Það er af því að fram- sýnir menn og stéttvísir hóf- ust handa um stofnun verk- lýðsfélaga. Þeir sáu að slíkt ásigkomulag, er þá ríkti, var í alla staði ómögulegt, ef að verkalýðurinn átti nokkurn- tíma að hljóta viðurkenningu sem aðilar, er rétt hefðu á að verðleggja sína vinnu og ákveða vinnustundafjölda og annað þar að lútandi, og hér í Hafn- arfirði var engin undantekn- ing í þessum efnum frekar en fyrstu ár félagsins standa mér Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. Sá brennandi áhugi, sú fómfýsi og sá dugnaður, sem einkendi starf brautryðjendanna, varð til þess, að ég þegar í æsku lærði að bera djúpa virðingu fyrir starfi þessara manna. Og þeir, sem við hafa tekið starfí þeirra nú, eiga að lyfta þungum arfi, þar sem til þeirra verður gerð sú krafa, að þeir með festu og dugnaði fylgi fram þeirri stefnu, sem brautryðjendur og fyrri for- vígismenn hafa markað, og noti til fulls þá sigra, sem þeir hafa unnið. Það er afmælisósk mín til fé- lagsins, að þetta mætti takast. Em!l Jónsson. PÓRÐUR ÞÓRÐARSON. annars staðar. Því var það, að nokkrir áhugasamir menn hér í Hafnarfirði hófust handa um stofnun verklýðsfélags árið 1907. Að vísu mun stofnunin hafa verið talsvert undirbúin árið. áður, en stofnfundur ekki haldinn fyrr en að ofan grein- ir. Erfiðleikar á því að halda slíkum félagsskap saman á þeim tíma eru auðsæir, þar sem hann stóð fyrst og fremst saman af tiltölulega fáum mönnum, og svo hitt, að allt var gert af andstæðinganna hálfu til að eyðileggja slíkan félagsskap í fæðingunni. Þess- ir menn voru hundeltir, sátu á hakanum. með vinnu, gert gys að þeim, forsmáðir og fyr- irlitnir á allan hátt. Alla þessa eldraun stóðust gömlu menn- irnir, létu ekkert á sig fá, og mættum við yngri mennirnir mikið af þessu læra, því það gefur að skilja, að það hafi verið tvennt ólíkt að halda saman félagsskap þá eða nú. Á fyrstu árum sínum, áður en ákveðin viðurkenning fékkst fyrir hinum nýstofnuðu félögum, voru þau fámenn, er stafaði meðal annars af því, að þeir voru hundeltir á allan hátt, er í félögin gengu, og al- staðar látnir sitja á hakanum (um Alþýðusamband var ekki að ræða á þeim tíma og þar af leiðandi engan stuðning hægt að fá við félagsstofnanir). — Þrátt fyrir alla þessa örðug- leika tókst „Hlíf“ að halda velli, og hefir hún nú starfað 1 30 ár og á þeim tíma hefir hún háð látlausa baráttu fyrir bættum kjörum meðlima sinna og miðað vel áfram, vaxið að tiltölu við fólksfjölgun í bæn- um, og er félagstala nú hátt á 7. hundrað meðlimir, — en milli 30—40, er félagið var stofnað, — og er eitt stærsta verklýðsfélag þessa lands og" öflugasta. Er nú svo komið, að» engum verkamanni dettur 1 hug að ympra á að fá hand- tak að starfa í bænum fyrr en hann hefir gengið í ,,Hlíf“, off fyrsta verk unglingsins er að ganga í félagið, áður en hanm. leggur út í sína lífsbaráttu. — Sama er að segja með atvinnu- rekendur., engum þeirra dett- ur í hug að bregða út af þeim taxta, er félagið hefir sett sér,. og hefir það því hlotið fyllstu viðurkenningu atvinnurek- enda. Kaupsamningar hafa. verið samdir af beggja aðila. hálfu undanfarin ár, og varð- ar fjársektum, ef út af er brugðið. I fyrra sagði félagið samningum við atvinnurek- endur upp og hefir verið samningslaust síðan og gefist vel. Eg mun ekki fara mikið út í sögu félagsins á þessu 30 ára starfstímabili, er það hefir starfað, eða nefna nöfn í því sambandi, — það mun verða gert af öðrum mér kunnugri mönnum á öðrum stað hér í blaðinu. Hins vegar er vert að gera sér grein fyrir viðburð- um fyrstu ára þess sökum þess,. að fyrsta fundarbók félagsins er glötuð, og afla v.erður heim- ilda eftir minni þeirra fáu gömlu manna, er nú eru á lífi af stofnfélögunum, og geta þær aldrei orðið eins ljósar eins og ef ekki þyrfti annað en fletta upp gjörðabókinni og glöggva sig á hlutunum eins. og þeir voru af þeim skráðir,. er með málefnin fóru á þeim tíma. Ef umrædd gjörðabók væri til, væri hún ábyggilega ein af merkustu fundagjörðabókum frá þeim tíma. í verkamannabænum Hafn- arfirði hafa menn fundið, að eitt mesta böl verkalýðsins í atvinnuleysinu er hátt vöru- verð. Tií að ráða bót á því eft- ir því sem hægt væri, réðist félagið í að setja á stofn mat- og hreinlætisvöruv.erzlun fyr- ir nokkrum. árum, og gafst hún mjög vel og varð til þess, að vöruverð stórlækkaði í bæn- um. Nokkru síðar var önnur verzlun sett á stofn, er verka- mannabústaðirnir voru byggð- ir, og höfð í þeim, og þá með flestar vörutegundir, er alþýða

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.