Alþýðublaðið - 26.01.1946, Page 6
ALÞYÐUHFíLAÐgf)
Laugardagur 26. janúar 194fe,
Ráðhús Hafnarfjarðar
Hafnarfjörður varð undir stjórn Alþýðuflokksins fyrsti bærinn
á landinu að koma sér upp ráðhúsi.
Svar til BJarna SnæbjörnssonarB
jjK AÐ er eins og það séu á-
** lög á aumingja Bjarna
Snæbjörnssyni, að fyrir hverjar
kosningar þurfi hann að skeyta
skapi sínu á mér persónúlega.
Við þessu væri út af fyrir sig
ekkert að segja, ef allur mála-
tilbúnaður væri heiðarlegúr og
málin rétt flutt. En þar hefir
skotið nokkuð skökku við. Einu
sinni hélt hann því t. d. fram
að ég væri að nokkru leyti ,,próf
laus verkfræðingur," að minnsta
kosti með sínu lakara verkfræði
próf en aðrir, sem stóðu hans
huga nær og margoft hefir hann
sjálfur talið sig vera dómbær-
ari, um verkfræðileg efni, en
mig.
Nú, um störf mín sem verk-
fræðingur má sjálfsagt deila,
en hitt gat ég þó sannað að
minnsta kosti, að prófið og próf
skírteinið var í lagi, og átti
Bjarni kost á að sannfæra sig
um það.
Fleiri tilfelli mætti nefna,
þar sem Bjarni Snæbjörnsson,
hefir kosið sér það hlutskipti
að flýja frá málefnaumræðum
yfir í það að reyna að gera mig
og min verk tortryggileg á ýmsa
lund. Hefir þó jafnan farið svo
að ihiliutur hans o,g hans flokks
hefir litið batnað við þetta og
svo hygg ég að enn muni fara.
í Morgunblaðinu í dag tek-
ur B. S. fyrir hafnarmálið í
Hafnarfirði og þylur þar gaml-
an lestur og vel þekktan. Ég
hefi svo oft rætt þetta mál við
hann áður, og Hafnfirðingum
er það svo vel kunnugt, að ég
þarf ékki miklu að svara, en
þetta vildi ég þó mega taka
fram:
1. Eftir að ég hafði unnið að
undirbúningsathugunum fyrir
hafnargerð í Hafnarfirði Í929
—30 hélt ég þvi fram að botn-
lagið í höfninni væri þannig að
mjög gæti brugðið til beggja
vona hvort burðarmagn þass
væri nægilega mikið til að þola
þunga hafnargarðs. Taldi ég
sjálfsagt að rannsakað yrði til
hlítar hvort ‘ekki væri hægt að
finna einhverja betri staði inn-
an hafnarsvæðisins en þá, sem
áður hefðu komið til álita. Við
mjög víðtæka rannsókn, sem fór
fram nckkrum árum síðar reynd
ist þetta þó svo, að botnlagið á
þeim stöðum, sem til greina
kom, var alls staðar svo að segja
eins. Mátti því, að þeirri rann-
sókn lokinni ganga út frá að
hafnargerð, hvar sem hún yrði
framkvæmd, væri samfara all-
mikil áhætta.
Að vísu var því síðar haldið
fram af sérfræðingi Bjarna Snæ
björnssonar að þetta væri ekki
rétt, botninn væri nægilega
traustur. Nú hefir reynslan skor
ið úr, svo að ekki verður um
vill'Zt, Oig skal ekki farið frekar
út í það, að svo stöddu að
l minnsta kosti. Mín umsögn um
það mál reyndist — því miður
— rétt.
2. Afleiðingin af niðurstöðu
botnrannsóknanna varð svo sú,
að Alþýðuflokkurinn taldi ekki
forsvaranlegt að hefja þessa
miklu og áhættusömu mann-
YRIR nokkrum árum var
það altitt að Morgunblaðið
gerði samanburð á útsvars-
greiðslum i Reykjavík og Hafn-
arfirði. Þótti þvi blaði saman-
burðurinn þægilegur til árása
á meirihluta bæjarstjórnar þar
og stefnu hans i fjármálum bæj-
arins. Var þá á áberandi og á-
herzlumiþinn hátt lýst hve sú
stefna væri hættuleg atvinnu-
rekstri og öllum almenningi. —
En þrátt fyrir þessar síendur-
teknu herferðir á hendur Al-
þýðuflokknum i Hafnarfirði, er
nú eftir 20 ára stjórn hans þar
í bæ stærri togarafloti i eigu
Hafnfirðinga en i upphafi tima-
bilsins og hlutfallslega stærstur
á landinu.
En hvernig er umhorfs í
Reykjavík? Á sama tíma hefir
togaráifilotinn minnkað og meira
borið á sölu hans úr bænum en
kaupum nýrra.
Og nú er Morgunblaðið hætt
að tala um útsvörin í Hafnar-
firði. í sumar, þegar útsvars-
stiginn í Hafnarfirðí var birtur
minntist Morgunblaðið ekki
einu orði á útsvörin í Hafnar-
firði og Þjóðviljinn þagði einn-
, ig vandlega um þau mál, Morg-
unblaðinu til velþóknunar.
í kosningabaráttu þeirri, sem
nú stendur yfir hefir því verið
haldið fram í útvarpsumræð-
um um bæjarmál Reykjavíkur
að útsvörin í Hafnarfirði væru
jafr.há og í Reykjavík, og að
Bæjarútgerð Hafnarf jarðar borg
aði ekki sambærileg útsvör og
önnur útgerðarfyrirtæki. Hin
síðarnefnda fuLlyrðing 'borjgar-
i stjórans í Reykjavík var ræki
lega hrakin af Emil Jónssyni
ráðherra hér i blaðinu i gær.
Um útsvarsálagningu almennt
og samanburð i Reykjavík og
Hafnarfirði þykir rétt að skýra
nokkuð frá, frekar en gert hef
í ir verið, sv.o að allur almenn-
ingur í Ibessum tveimur bæjar-
félögum sjái glöggt þann regin-
mun, sem er á stefnu A1
þýðuflokksins í Hafnarfirði og
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík í álagningu útsvara á almenn
ing.
í Hafnarfirði hafa þau sjón-
armið ráðið að stilla útsvörum
svo í hóf að þau riðu hvorki
gjaldgetu almennings eða at-
vinnurekstri í bænum að fullu.
Öllum almenningi er það höf-
uðskilyrði að næg og starfandi
atvinnutæki séu í bænum. Um
atvinnutækin, einkum þau stór
tækustu, hefir staðið hörð sam-
keppni, og hefir hún farið á
þann veg, sem áður er lýst.
Samfara bættum fjárhag bæj
arsjóðs Hafnarfjarðar hefir tek
izt að lækka verulega. útsvars-
greiðslur almennings á sama
tíma og Reykjavik hefir ekki
tekizt hið sama oig ríkissjóður
orðið að bæta við nýjum skött-
um.
í töflu sem hér fer á eftir get
ur almenningur séð hvernig á
málum han,s hefir verið haldið
í Hafnarfirði. Þær tölur stað-
hæfa ásamt öllum störfum A-l-
þýðuflokksins í Hafnarfirði, að
hann er flokkur alþýðunnar,
framfara og öryggis.
Þá stfifnu lætur hafnfirzk al-
þýða ráða áfram og sameinast
um A-listann, lista Alþýðu-
filokksins á morgun, og veitir
honum forustu í bæjarmálum
Hafnarfjarðar næsta kjörtíma-
bil.
Kjósandi.
Samanburður á é!swhh í HafnarfirðS og Reykiavík 1945
Tekjur Einstakl. Hj ón Hjón -1- 1 barn Hjón + 2 börn Hjón + 3 böm
Hf. Rvk. Hf. Rvk. Hf. Rvk. Hf. Rvk. Hf. Rvk.
8.000 155 270 100 175 55 100 25 45
10.000 260 450 185 310 120 200 80 125 35 60
12.000 410 650 315 500 220 350 150 235 95 150
15.000 645 990 530 810 420 650 325 500 215 350
18.000 920 1350 ^95 1170 675 990 515 810 415 650
20.000 1105 1590 985 1410 355 1230 735 1050 605 870
22.000 1335 1870 1185 1660 1050 1470 925 1290 790 1110
24.000 1570 2150 1420 1940 1265 1730 1120 1530 855 1350
virkjagerð á meðan fjárhags-
legt botnmagn bæjarins og út-
gerðarinnar var ekki rneira en
það var 1930—40, en þessir að-
ilar gátu þá fjárhagslega illa
staðið undir þeim lánum sem
taka þurfti til verksins.
Undir eins og fjárhagurinn
batnaði var hafizt handa, og
sýnir það óvéfengjanlega, að
Álþýðuflokkurinn var aldrei á
móti hafnargerð i Hafnarfirði,
en vildi aðein,s sjá fótum sín-um
forráð, hvað sem fullyrðingum
Bjarna Snæbjörnssonar liður
um það að ég og meiri hluti
hafnarnefndar hafi viljað
„drepa niður alla viðleitni Sjálf
stæðismanna til að fá gjörða hér
örugga höfn i framtiðinni" eins
og hann orðar það svo vinsam-
lega i Mgbl. i dag.
3. Það er rangt hjá Bjarna
Snæbjörnssyni að umsögn og
áSit vrkfræðingafirmans Höj-
gaard & Schultz 1937, hafi ver
ið bundin við einhverja ákveðna
gerð hafnarvirkja langt út í hafs
auga eins og hann heldur nú
friam i Mgbl. grein sinni. Firm-
að var þvert á móti beðið um
að gera tillögur um einhverja
þá gerð hafnarvirkjanna sem
það teldi framkvæmanlega á
þeim grundvelli, bæði teknisk-
um og fjárhagslegum, sem fyr-
ir lá, og við það var hið nei-
kvæða svar firmans miðað, en
ekki neina ákveðna lausn.
4. Ég skal ekki hér fara út i
að ræða þær tillögur sem Sjálf
stæðisflokkurinn, og Bjarni Snæ
björnsson alveg sérstaklega, bar
fram um lausn hafnarmálsins,
bæði staðsetningu garðsins, svo
að segja inni í miðri höfninni,
svo nærri ytri bryggjunni að
hún hefði orðið ónothæf að veru
legu leyti, og gerð garðsins, en
ég fullyrði, að mjög vel athug-
uðu máli, að sú lausn hefði
hvorki frá fjárhagslegu né tekn
isku sjónarmiði orðið heppi-
legri en sú sem valin var.
Áð lokum skal ég aðeins segja
þetta:
S j álf stæðisf lokkurinn hef ir
notað hafnarmálið sem áróðurs
mál. og á ábyrgðarlausan hátt
reynt að nota sér það til fram-
dráttar í hverjum kosningum.
Alþýðuflokkurinn hefir hins veg
ar tekið á þvi með festu og
horfizt í augu við þær staðreynd
ir, sem lágu fyrir hverju sinnk
Hann hefir hafizt handa um
liausn iþess strax, o,g faann mun
einnig halda þvi áfram, og ýfir-
stíga erfiðleikana, unz verkinu
er lokið.
Bjarni Snæþjörnsson hefir
aldrei unnið kosningar á þessu
máli og hann mun heldur ekki
gera það í þetta sinn.
25. janúar 1946.
Alþ
V
I
Jk.
'W ~w
H
M. U.
í dag er kosningaskrifstofan enn í Gamla' Bíó-húsinu. Sírnl 92t0. A rrcrgun verður s’krifstofan í Góðtemplarahúsinu.
Sírnar: 9317, 9141 og 9280.
NotiS síSasta daginn tii þeúQ a® Itafa carn"Aúr:d skrllstdFuna um aiit það, sem d
kosningunni viSvíkur.
Flokksfélagar og aðrir velunnarar A-Iistans: Verum samtaka að gjöra kosningasigur listans sem glæsilegastan. —
Við vitum, að undir sigri hans er komin heii! hæjarfélags okksr. — C LL EITT: .