Alþýðublaðið - 08.02.1946, Page 4

Alþýðublaðið - 08.02.1946, Page 4
MHTOOBUIÍ FostTidagux, 8. fe-briar lMfi. fMjrijdttkitðtó trtgefanði: Alþýffnflekkarinn Ritstjóri: Stefán Fétnrsson. Síntar: Ritstjérn: 4901 og 4903 Afgreiffsla: 4900 og 4906 .ffsetnr | í Alþýðuhúsinu yiff Hverf- isgðtu. Verff í lausasölu: 40 aurar Alþýffuprentstniffjan. Hin fyrirtiugaða löggjöf um almannatryggmgar: pr Kostnaðarhliöalnanoatrirgginganna Aðkallandi mann- úðarmál. FRÉTTIR þær, sem borizt hafa frá meginlandi Evrópu ibera þess vitni, að ástand það, sem þar ríkir. er hið hörmuleg- asta. Hungur og neyð ríkir í flestum löndum meginlandsins, sem styrjöldin fór eldi sínum um. Borgir þeirra eru brotnar og byggðir eyddar. Harðast bitnar hörmungar- ástand þetta að sjálfsögðu á börnum og gamalmennum. Eru að vonum miklar ráðstafanir gerðar til að bjarga því, sem bjargað verður, en eigi að síður er það staðreynd, að fólk hryn- ur niður úr hungri og harðrétti 'S löndum þessum, og erfiðleik- amir fara sífellt vaxaridi. Gef- ux láka að skilja, hversu ástatt imuni vera í löndum þessum þegar að því er gætt, að mikill ihluti íbúanna er á húsgangi um hávetur og á fárra kosta völ. * Rauði kross íslands hefur einu sinni enn látið aðkallandi mannúðarmál til sín taka með því að efna til almennrar fjár- söfnunar í því skyni að afla með þeim hætti fjár, sem varið verði til kaupa á meðalalýsi handa börnum í Austurríki Póllandi. Tékkóslóvakíu og Þýzkalandi. Er ætlazt til þess að fjársöfnun þessari verði lok- ið um 20. þ. m. og er- bersýni- legt af fyrstu undirtektunum, sem mál þetta hefur fengið, að íslendingar muni bregðast vel og drengilega við og gera sitt til að lina þjáningar hungraðra og deyjandi barna á megin- landi Evrópu. gfe' Forstöðunefnd fjársöfnunar rauða krossins hafa látið þess getið, að takmark söfnunarinn- ar ætti að vera það, að hver íbúi landsins léti af hendi rakna eina flösku af meðalalýsi, en það myndi nægja til að við- halda lífi og þrótti um 130 þús und barna um tveggja mánaða skeið. Má af því ráða, að ekki þarf hver einstakur að láta mikla fjárupphæð af hendi til þess að um muni. Margar hendur vinna í þessu efni sem öðru létt verk. * Þjóðir þær, sem byggja meg- inland Evrópu, hafa boríð þungt ok um háls sér á liðn- um árum. Þrautir þessara þjóða hafa verið miklar. Mörgum mun gjarnt að álíta að til dæm- is þýzka þjóðin hafi kallað þess- ar hörmungar vfir sig sjálf. Hvað, sem um það er verður hinu þó ekki neitað, að saklaus imgbörn þessara landa verða um þessar mundir að gjalda synda, sem aðrir hafa drýgt. Þess vegna færi vel á því, að Islendingar létu hjá líða að kveða upp dóma um, hvers sé sökin á ástandi því, sem nú rík- ir á meginlandi Evrópu, en legðu sig hins vegar fram um að lina þrautir þeirra, sem harð NEFNDIN gerir ráð fyrir, að mestur hluti núverandi kostnaðar sveitarfélaganna við fátækraframfærsluna flytjist yfir á tryggingarnar, þar sem elli, sjúkdómar, örork'a, slys og ómegð, auk atvinnuleysis, sem sérstaklega verður vikið að á öðrum stað, hafa jafnan verið helztu ástæður til þess, að menn hafa þurft að leita framfærslu- styrks. Kostnaður ríkissjóðs vegna heilbrigðismála, svo sem laun lækna, framfærsla sjúkra manna og örkumla o. þ. h., flyzt og að langmestu leyti yfir á tryggingarnar. Frv. gerir ráð fyrir, að kostn aðurinn við tryggingarnar sé borinn uppi af sömu aðilum og nú leggja fram fé til þessara mála, þ. e. a. s. hinurn tryggðu, atvinnurekendum, sveitarfélög um og ríkissjóði. Iðgjöld hinna tryggðu eru mismunandi samkvæmt frv. eftir verðlagssvæðum og eftir því hvort um karla eða konur, einhleypa eða hjón er að ræða. Nema þau frá 7 krónum á mán- uði fyrir ógiftar konur á II. verðlagssvæði upp í 15 krónur fyrir kvænta menn á I. verð- lagssvæði, hvort tveggja auk verandi vísitölu (285). Iðgjöld verður því frá kr. 239.00 upp í kr. 513.00 á ári, miðað við nú- verand í visitölu (285). Iðgjöld atvinnurekenda vegna • slysa- trygginganna geta væntanlega lækkað nokkuð, en hins vegar er þeim ætlað, auk áhættuið- gjaldsins, að greiða iðgjald til trygginganna, kr. 1.50 fyrir hverja vinnuviku, að viðbættri verðlagsuppbót. Ætla má, að framangreind iðgjöld hrökkvi fyrir um 3/7 hlutum af heildar- kostnaði trygginganna, og er gert ráð fyrir, að sveitarfélög- in og ríkissjóður beri hina 4/7 hluta kostnaðarins. Þá eiga og sjóðir þeir, sem alþýðutrygg- ingarnar hafa safnað og ætla má, að nemi milli 30 og 40 milljónum króna, þegar alþýðu tryggingalögin falla úr gildi, að renna til almannatrygginganna. Verða þeir eins konar vara- sjóðir og fyrsta starfsfé stofn- unarinnar, en þá má verja fé úr þeim tii þess að greiða fyr/r því, að upp verði komið nauð- synlegum stofnunum í sam- bandi við tryggingarnar, svo sem elliheimilum, vinnuheim- ilum fyrir öryrkja og heilsu- verndar- og lækningastöðvum, eins og áður segir. Heildarútgjöld trygginganna eru áætluð nokkru lægri en gert er ráð fyrir í kostnaðaráætlun Jóns Blöndals og Jóhanns Sæ- mundssonar, eða um 72 mill- jónir króna, og er þá miðað við takmarkanir þær næstu 5 ár á lífeyrisgreíðslum, sem að fram- an getur. Skipting útgjaldanna verður þessi: , millj. kr. eða Hinir tryggðu 20.9 29. % Atvinnurekendur 11.8 16.5% Sveitarfélög 15.3 21.0% Ríkissjóður 24.0 33.5% Alls kr. 72.0 100% Meira en helmingur af kostn- aðaraukningunni er hækkun á lífeyri til gamalmenna og ör- yrkja. Barnah'feyrir og ekkna- og mæðrabætur er áætlað sam- tals 11.5 millj. kr., og er mikill meiri hluti þeirrar upphæðar aukning frá því, sem nú er. ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir í dag þriðja þáttinn úr greinar- gerðinni fyrir frumvarpinu um almannatryggingar, sem nú bíður afgreiðslu alþingis. Fjallar þessi þáttur greinárgerð- arinnar um kostnaðarhlið almannatrygginganna, en þær verða bornar uppi af sömu aðilum og alþýðutryggingarnar hingað til, — hinum tryggðu sjálfum, atvinnurekendum og hinu opinhera, þ. e. sveitarfélögum og ríkissjóði. Iðgjaldið, sem hinir tryggðu greiða, verður aðeins eitt. Þá er gert ráð fyrir því, að um 3 millj. kr. af árlegum tekj- um tryggingasjóðs renni til At- vinnustofnunar ríkisins, þegar henni verði komið á fót, þ. e a. s. til, ráðstafana til þess að af- stýra atvinnuleysi, til fyrir- greiðslu fyrir öryrkja, sem geta unnið, og til atvinnuleysistrygg inga. Auk þess eru nú í vörzl- um Tryggingastofnunarinnar rúml. 3 millj. kr., sem er hluti af verðlækkunarskatti 1943 og ætlunin er, að varið verði í sama skyni. 1 í frv. eru engin ákvæði uni atvinnuleysistryggingar eða framlög til öryrkja undir 75%. En nefndin hefur til athugunar fyrrnefndar tillögur Jóns Blön- dals um Atvinnustofnun ríkis- ins. Samkvæmt þeim tillögum er þessari stofnun ætlað að sjá um vinnumiðlun almennt og til öryrkja undir 75% sérstaklega, svo og að annast um greiðslu atvinnuleysisbóta (dagpen;nga) til öryrkja, ef ókleift reynist að útvega eða sjá þeim fyrir vinnu, og til annarra, sem at- vinnuleysistryggingin nær til óg eins er ástatt um. Nefndin gerir ráð fyrir að geta innan skamms gert grein fyrir athug- un sinni á nefndum tillogum. Nefndinni er það ljóst, að eitt meginskilyrði þess. að trvgg ingarnar nái tilgangi sínum, er það, að starfsorka þjóðarinnar sé notuð til gagnlegra fram- kvæmda, en ekki sóað eða gevð verðlítil vegna atvinnuleysis, ófuhkominna starfstækja eða skorts á skipulagi. Markmið almannatrygging- anna er að útrýma skorti en afkoma og lífskjör bjóðarinnar í heild er undir því komið, að starfsorka hennar komi að sem f.yllstum notum. Skorti líís- nauðsynja má útrýma með tryggingum, ef atvinnuieysi er haldið í skefjum. Útrýming at- vinnuleysisins er í rauninni þýðingarmesta forsendan fyr- ir því, að takast megi að skapa félagslegt öryggi. Trvggingarn- ar eru ekki einhlítarú' því efni, ef þjóðartekjurnar bregðast, en þær hljóta að rýrna, ef vinnu- aflið er ekki hagnýtt, og því meir sem kveður að atvinnu- leysinu. Samkv. bráðabirgðatöium Hagstofunnar voru nettótekjur skattgreiðanda samkv, skatt- skrám um kr. 640 milii. árið 1943, en þjóðartekjurnar í heild eru það ár áætlaðar um 750 millj. kr., sjá bls. 195 —6 í ritinu „Almannatryggingar á íslandi". Tekjurnar Í944 eru þar áætlaðar nokkru hærri, sem svarar hækkun vísitölunn- ar úr 256 í 268 stig, eða um 800 millj. kr. Þegar þess er gætt, að meðalvísitala ársins 1943 var 256 stig, en kostnaðaráætlun trygginganna er miðuð við nú- verandi vísitölu. 285 stig, virð- ist mega ætla, að kostnaður trygginganna þurfi eigi að fara fram úr 9—10% þjóðartekn- anna, nema um verulegt at- vinnuleysi sé að rasða. Þegar litið er til þess, hversu mörg og stór verkefni bíða hér óleyst á Takíð eftir- Kaupum notuð húsgögn og lítið slitin jíddcaföt. FORNVERZLUNIN Grettisgötu 45. Sími 5691. fjölmörgum sviðum, hversu hafðar í huga þær stórfelldu hagur okkar gagnvart útlönd- um nú er góður og jafnframt ráðstafanir, sem þegar hafa verið gerðar og verið er að gera til þess að afla landsmönn- um nýrra, fullkomnari íram- leiðslutækja, ætti ekki að þurfa til slíks að koma, ef réttilega og skynsamlega er á málunum haldið. asj; verða úti af völdum hinn- ar grimmilegu heimsstyrj aldar en sízt af öllu verða sóttir til ábyrgðar á því, að til hennar var efnt — bamanna. sem bjarga verður. VÍSIR gerir í gær þing sam- einuðu þjóðanna í London að umræðuefni og kemst að orði í því sambandi á þessa lund: „Er Mr. Attlee forsætisráðlherra Breta ávarpaði þing sameinuðu þjóðanrta, sem nú er Ihaldið í Lond on, komst hann svo áð orði, að bandalag þessara iþjóða yrði að verða allsráðandi í utanríkismál- um, ef því ætrti að auðnast að koma í veg fyrir styrjaldir í fram tíðinni. Nauðsyn toæri til að styrj- öldum yrðx afstýrt, með því að Iþar ættu þjóðarlieildir val milli lifs og dauða, en það val væri í höndum 'þeirra fulitrúa, sem þing- ið sitja. Tryggja yrði þegnum allra þjóða fyllsta réttlæti í málameð- ferð 'Og allsherjar örygigi, — þetta yrði að gera og þetta mundi tabast. Yfirleitt er erfitt að gera sér verulega grein fyrir viðhorfinu í utanríkismáLunum, ekloi sízt á iþeim umibroitatímum, sem nú stainda yfir. Hitt er þó Ijóst, að ágreiningsefnin þjóða í milli, að sameinuðu þjóðimum á engan hátt undanskildum, eru svo mikii og margvísleg, að g’ersamlega er óráð- in gáta, hvort framtíðin toer frið ieða styrjaldir í skauti sínu. Mætti í raumnni telja það mikla mildi, 1 ef ófriði verður afstýrt, enda virð- ast sumir þingfulltrúanna ekki hafa j sömu afstöðu til friðarmáianrta og forsætisráðherra iBreta og raunar aðrir fulltrúar frá brezka heims- veldinu. Fulltrúum Breta og Rússa hefur lent ónotalega saman, en jþegar svo er kornið málum, er ihætt við að ólga sé nokkur niðri fyrir, er upp úr sýður á firiðar- fundum. Fullyrða má, að öll ibrezka þjóðin. sé Rússum gröm fyrir afstöðu þeirra í alþjóðamál- um, og þá einkum að því er veit að brezkum hagsmunum. Hins- vegar er þetta í fyrsta skipti, sem Bretar hafa orðið að fá stórveldi sér við hlið í friðarsammingum á meginlandi Evrópu, og sú jafnvæg isstaða, sem þar hefur ríkt um þrjú hundruð ára skeið, er gier- ibreytt. Rússar eni voldugasta sbór veldi, sem upp hefur risið nokk- uru sinni á meginlandinu, og þeir virðast ætla að fylgja málum sín- um fram með ful'lkominni festu, hver þjóð sem kann að eiga í hlut. Væru tímarnir þá stórlega breytt- ir, ef iþar kæmi ekki til ónekstna rnilli rússxveskra og forezkra hags- muna, — og má þá raiunar tala um engtísaxneska hagsmumi í heild, þar sem BandarQdn hljóta að styðja Breta að málum. iÞótt þing sameinuðu þjóðanna , geti að þessu sinni miðlað mál- um, er sdður en svo ástæða tí.1 að ætla, að friðsamlegt verði á meg- inlandi Evrópu fyrsta kastið, enda getur ófriðaibál kviknað af litl- um nedsta á hverri stundu. ÞjóG- imar eru að Vísu örmagna eftir óumflýjanleg, til þess að skapa sex ára styrjöld, en sé ný styrjðld eðlilegt ástand í haimimum, að dómi stórþjóðanna, er meira en vafasamt að þær bíði með uppgjör ið 'iim óvissa framtíð. Hitt er miklu sennilegra, að þær reyni styrkleik sinn fyrr an síðar. Nú reyinir á þoi- rif samieinuðu þjóðanna og þedrrar stofnxmar, sem tryiggja á heimsfrið inn. Aldrei hafa meiri ha'gsmjun- ir verdð í húfi og eymdin blasað svo við. augum sem nú, ef til ó- friðar kynni að draga. Hungurvof- an leikur 'laiusum íiala í Evrópu allri, en hverjar yrðu þá afleiðing- annar, ef ófriður brytist út? Sam- einuðu þjóðirnar vita vel af á- byrgð sinni. Bretar og samveldis- löaicLLn hafa gengiS á undan með góðu fordæmi, en fylgja aðrar þjóðir dæmi þeirra?“ Óneitanlega eru margar blik- ur á lofti varðandi alþjóðamál- in og vafasamt, að öll stórveld- in viti af ábyrgð sinni og vinni af heitum hug að því að tryggja friðinn. Nýsaltaðar Gelltir Fiskbúðiu Hverfisgötu 123. Sími 1456 Hafliði Baldviusscm. Nýkomið PEY SOFATASILKI V ' B-IOfT Skólavörðustíg 5. Súni 1035 rrvTVTYTYrrrrTrrrrriY Ótbrelðia Alþýioblal

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.