Alþýðublaðið - 08.02.1946, Síða 6
Föstúdagur, 8. febrúar 1946.
Þessi tvö hafa oft sézt hér á kvikmyndum í ýmislegu gerfi. En
hér eru þessir kvikmyndaleikarar, þau Tyrone Power og Anna-
bella, ekki að leika sér, Hér er Annabella að fagna manni sínum
Tyrone, sem nýkominn er úr herþjónustu. Myndin var tekin' í
Portland í Oregon-ríki í Bandaríkjunum.
Ififp frá prestum Refklfíkarj
I tilefni fjársöfn&inar f$au$a kr&ss Íslands.
----------♦_------—
VEGNA HINNA hörmulegu fregna, sem borist hafa und-
anfarnar vikur um það, að víða í Mið-Evrópulöndun-
um skorti fólk nú brýnustu lífsnauðsynjar og að sérstak-
lega börnunum sé af þessum sökum mikil hœtta búin, hefur
biskupinn fyrir nokkru snúið sér til Hjálparstofnunar hinna,
evangelisku lútersku kirkna með fyrirspurnum um, hvort
unnt mundi að koma matvælum og fatnaði frá íslandi til
þessara landa.
Hafa honum þann 4. og 5. þ. m. borist svarskeyti, þess
efnis, að Hjálparstofnuninni hafi nú tekist með hjálp Banda-
ríkjanna, að tryggja flutninga um Danmörku á meðalalýsi
til þýzkra og pólskra barna og mun hin fyrsta lýsissending
fara héðan áleiðis til barna í Þýzkalandi næstu daga, en fé
til þeirra lýsiskaupa er.safnað af sérstakri riefnd hér í höf-
uðstaðnum undanfarnar vikur.
í gær hefir Bauði kross íslands beitt sér fyrir almennri
fjársöfnun til nauðstaddra barna í Mið-Evrópulöndunum.
Mun fé því er safnast, verða skipt jafnt milli þeirra landa,
er söfnunin nær til, en jafnframt telur Bauði kross íslands
sér skylt og Ijúft að greiða fyrir því, að hverskonar hjálp,
sem leitast er við að veita nauðstöddu fólki í hverju þessara
landa sem er, komist til hlutaðeigandi aðila, ef kostur er.
Vér undirritaðir prestar í Beykjavík fögnum þessari
fjársöfnun og tökum fram, að vér viljum styðja söfnunina
eftir mætti um leið og vér skorum á almenning, að bregðast
nú vel og drengilega við til hjálpar þessum líknarþurfa börn-
um.
Er ess ljúft að taka við hverskonar gjöfum í þessu skyni,
svó og mun biskupsskrifstofan á Öldugötu 14 fúslega taka
á móti framlögum til þessa málefnis, og er hún opin alla
virka daga frá kl. 10—5, nema laugardaga.
Reykjavík, 5 febrúar 1946
Sigurgeir Sigurðsson. Bjarni Jónsson, ' Jón Auðuns.
Árni Sigurðsson, Jón Thorarensen, Garðar Svavarsson,
Sigurbjörn Á. Gíslason, Sigurjón Þ. Árnason, Jakob Jónsson,
F. Hallgrímsson Ásmundur Guðmundsson.
Milljónir munaðar-
lausra barn í Póllandi
VIÐVÍKJANDI fjársöfnun
þeirri, sem Bauði kross ís-
lands hefir hafið til handa
hungrandi börnum í Mið-Ev-
rópu, hefir Lúðvíg Guðmunds-
son skólastjóri sent blaðinu til
birtingar útdrátt úr skýrslum
sem hingað hafa borizt viðvíkj-
andi ástandinu í þessum lönd-
um.
Talið er að í Póllandi séu nú
um 400.000 börn, sem á ófriðar-
árunum hafa misst bæði föður
sinn og móður. Auk þess um
700.000, sem misst hafa annað
foreldra sinna. Reynt hefur
verið að koma hinum munaðar-
lausu börnum fyrir á uppeldis-
heimilum og hælum, eða á
heimilum ættingja þeirra, ef á
lífi eru, eða hjá vandalausum.
En þótt miklu hafi þegar orðið
ágengt í þessu efni, er enn mik-
ill fjöldi barna, sem bókstaf-
lega á hvergi höfði sínu að að
halla, en er á hrakningi og ver-
gangi um sveitir landsins eða
hefst við í skúmaskotum stór-
borganna, einkum þó í höfuð-
borginni.
Fyrir stríð var íbúatala Var-
sjár 1.500.000, en sl. haust
bjuggu þar um 600.000 manns.
Mikill hluti borgarinnar eru þó
rústir einar og eru húsnæðis-
málin því í hinu mesta öng-
þveiti. Talið er, að enn séu nál.
100.000 Tík grafin þar undir
húsarústunum, en það hefur
aftur valdið miklum rottufar-
aldri í borginni.
í Varsjá verður mikill hluti
íbúanna að hafast við í ónot-
hæfum húsakynnum, flestir í
kjöllurum brunninna eða hrun-
inna húsa. Af 150.000 börnum í
Póllandi, sem talið er að búi við
slík húsakynni, eru flest í Var-
sjá.
Af 6 milljónum barna í land-
inu, sem eru innan við 14 ára
aldur, búa um 2 millj., eða
þriðja hvert barn, við ónógt
viðurværi. Sýking og dauðsföll
vegna berklaveiki hafa stórum
aukizt að undanfömu og em
hin þröngu og lélegu húsa-
kynni, ásamt lélegu viðurværi,
talin orsök þessa. Aðstaðan til
þess að hlynna að þeim, sem
sjúkir eru, er mjög erfið. Árið
1938 var tala sjúkrarúma í
Varsjá um 9000, en nú aðeins
2300. Á sama tíma hefur lækn-
um fækkað úr 2000 í 500.
Sigurhátíð Alþýðu-
Hokksbts í Hafnar-
firði á sunnudags-
kvöld.
FJöSbreytt skemmtS-
skrá.
|0* INS og getið var í blaðinu
í fyrradag efnir Alþýðu-
flokkurinn í Hafnarfirði til sig-
urhátíðar á sunnudagskvöldið í
! tilefni hins glæsilega sigur
flokksins við bæjarstjórnarkosn
ingarnar. Verður hátíðin hald-
in bæði að Hótel Þresti og í
Góðtemplarahúsinu og verða
sömu skemmtiatriði á báðum
stöðunum.
Hátíðin hefst með sameigin-
legri kaffidrykkju kl. 8,30. —
Ræður flytja á samkomunum
þeir Emil Jónsson ráðherra,
Kjartan Ólafsson bæjarfulltrúi
j og Eiríkur Pálsson bæjarstjóri.
| Þá syngur Ólafur Magnússon
í frá Mosfelli éinsöng og Lárus
| Ingólfsson syngur gamanvísur.
Að lokum verður stiginn dans.
í Góðtemplaraihúsinu verða
gömlu dansarnir, en nýju dans-
arnir á Hótel Þresti.
Aðgöngumiðar að sigurhátíð-
inni eru seldir í Alþýðubrauð-
gerðinni í Hafnarfirði og í
Gunnlaugsbúð.
Líkn Templarasundi
Ungbamaverndm er opin þriðj u
daga, fimmtudaga ag föstudaga kl.
3.15—4. — Fyrir bamshafandii’
konur mánuclag og miðvikudag kl.
1.—2. — Börn_ eru iþólusett gegn
ibannáveiki á föstudagum kl. 5.30
—6. Þeir sem vilja fiá böm sín
foólusett hringi í síma 5967 milli
kl. 11 og 1.2 ■ ;ama dag.
ALÞYPUEtLftQIÐ
Tvö ný mef á sund-
móti Æglsí gær.
TVÖ MET voru sett á sund-
móti Ægis í gærkveldi. Ari
Guðmundsson úr Ægi setti met
á 50 metra skriðsundi karla á
27,2 sek. gamla metið átti Bafn
Sigurvinsson á 27,5 sek. Hitt
metið setti Ánna Ólafsdóttir úr
Ármanni í 400 metra bringu-
sundi kvenna á 7 mín. 6,9 sek.
Gamia metið átti Steinunn Jó-
hannesdóttir á 7 m. 39,5 sek.
Annar urðu úrslit sundmóts-
ins sem hér segir:
50 m. skriðsund karla.
1. Ari Guðmunsson Æ. 27,2
selt. met. 2. Rafn Sigurvinsson
KR. 28,6 sek. 3 Sigurgeir Guð-
KR. 28,6 sek. 3. Sigurgeir Guð-
jónsson KR. 28,6 sek. Hlutkesti
réði verðlaunum milli þessara
tveggja.
50 m. bringusund karla
1. Hörður Jóhannessón Æ.
34,7 sek. 2. Guðmundur Jóns-
son Æ. 35,0 sek. 3. Sigurður
Jónsson KR. 35,3 sek. Gamla
metið er 34,5 sek. sett af Inga
Einarssyni fyrir nokkrum ,ár-
um.
400 m. bringusund konur..
1. Anna Ólafsdóttir Á. 7 m.
06,9 sek. met. 2. Sunneva Ólafs
dóttir A. 7 m. 43,4 sek.
100 m. bringusund drengir.
1. Kristján Þórisson S. R. 1.
m. 29,3 sek. 2. Kolbeinn Óskars
son Á. 1 m. 31,1 sek. 3. Georg
Franklínsson Æ. 1 m. 34,9 sek.
400 m. bringusund karla.
1. Sigurður Jónsson U. Þ. 6
m. 27,5 sek. 2. Sigurður Jóns-
son KR. 6 m. 35,7 sek. 3. Atli
Steinarsson ÍR.» 6 m. 39,9 sek.
200 m. baksund karla.
Ari Guðmundsson Æ. 3 m.
05,4 sek. 2. Leifur Eiríksson
KR. 3 m. 08,0 sek. 3. Ólafur
Guðmundsson ÍR. 3 m. 19,6
sek.
50 m. skriðsund konur.
1. Sigríður Konráðsdóttir Æ.
44.0 sek. 2. Ólöf Runólfsdóttir
Æ. 48,7 sek.
4 X 50 m. bringusund karla.
Sveit Ægis 2 m. 25,0 sek.
2. sveit KR. 2 m. 26,6 sek. 3.
sveit Ármanns 2 m. 27,0 sek.
Gamla metið í þessu sundi á
Ármann á 2 m. 24,1. sek.
Það var mjög hörð keppni í
flestum sundgreinunum, enda
varð árangurinn eftir því. Sund
höllin var þétt skipuð áhorf-
endum.
t
10 embælth- og
kanditatspróf fefcln
við Háskóla íslands
T JANÚARMÁNUÐI hafa
10 embættis og kandidats
próf verið tekinn við Háskóla
íslands, í guðfræði, læknisfræði
og lögfræði, embættispróf, og
kandidatsprófi í viðskipafræð-
um.
Fara hér á eftir nöfn og eink-
anir þeirra, • sem lokið hafa
prófi:
Embættispróf í guðfræði:
Sverrir Sverrisson.
Embættispróf í læknisfræði:
Esra Pétursson, 1. einkunr.,
158 stig.
Gísli Ólafsson, 2. betri eink.,
140% stig.
Sigurður Ólason, 1. einkunn
155% stig.
» Þorsteinn Sigurðsson/2. betri
einkunn, 134 stig.
Embættispróf í lögíræði:
Hafþór Guðmundsson, 1. eink
unn, 226 stig.
Oddur C. Thorarensen, 1.
einkunn, 196 stig.
Kandídatsprófi í viðskipta-
fræðum:
Benedikt Antonsson, 1. eink-
unn, 254 stig.
Sigurður Hannesson, 1 eink-
unn, 302 Vá stig.
örn Guðmundsson, 1. eink-
unn. 298% stig.
AHiugasemd
¥ ALÞÝÐUBLAÐINU frá 5.
febrúar skýrir fréttaritari
blaðsins á Kaupmannahötn trá
norrænum hjúkrunarkvenna-
skiptum og segir þar, að þeg-
ar séu hafin skipti á sænskum,
dönskum og norskum hjúkrun-
■arkonum. en ráð sé gert fyrir
því, að íslenzkum hjúkrunar-
konum verði innan skamms
boðin þátttaka í þessum hjúkr-
unarkvennaskiptum. Þetta er
ekki rétt. Félag íslenzkra hjúkr
unarkvenna er aðili í samvinnu
hjúkrunarkvenna á Norðurlönd
um og jafn rétthátt og hin önn-
ur hjúkrunarkvennafélög Norð-
urlanda, en þessi félagsskapur
stjórnar öllum hjúkrunar-
kvennaskiptum. Félag íslenzkra
hj úkrunarkvenna sendi í haust
9 íslenzkar hjúkrunarkonur til
Svíþjóðar á vegutn samvinnunn
ar og eru þær allar við starf
eða framhaldsnám þar. Danska
hjúkrunarkvennaféla/: ið hefur
sent 8 hjúkrunarkonur til ís-
lands, og hafa þær allar fengið
atvinnu hér. Ennfremur er í
ráði að senda nokkrar íslenzk-
ar hjúkrunarkonur til Dan-
merkur og Noregs i vor.
Reykjavík, 6. febrúar 1946.
Sigríður Eiríksdóttir,
form. Fél. ísl. hjúkrunarkvenna
FæðikaupendafélairiS
foeldur fund á 6U)mudagimi M.
2. e. Ih. í Kaupfþingssalnum. —
Lagt veröur firam uppkast að lög-
um og kosin stjórn féLagsins, enn-
fremur verðá fleiri mál rædd.
Handfcnalfleiksmót
Haula í lilefni 15
ára afmælis fé-
lagsins.
ÆTSKOMANDI sunnudag
efna Haukar í Hafnarfirði
til handknattleiksmóts í íilefni
af 15 ára afmæli félagsins. -—
Mótið verður háð í íþróttahöll
I. B. R. við Hálogaland og hefst
kl. 2.30.
Keppt verður í öllum aldúrs-
flokkum, einn leikur í hverjum
flokki þannig, að Haukar
keppa við eitt sterkasta félag í
hverjum flokki.
í meistaraflokki karla við
Val.
T I. flokki karla við K. R.
í II. flokki karla við F. H.
í III. flokki karla við Ár-
mann.
í kvennaflokki A við Ár-
mann.
í kvennaflokki B við Fram.
Þetta mun vera í fyrsta sinn,
sem eitt félag keppir í jafn-
mörgum flokkum við jafnmörg
félög í einu.
Þess má geta, að á síðustu
árum hafa Haukar verið með
allra beztu félögum í hand-
knattleik í öllum flokkum. Þeir
hafa árlega verið í úrslitum og
unnið í einhverjum flokkum.
Sumt af þessum flokkum eru
gamlir keppinautar t. d. í kven-
flokki Ármanns gegn Haukum
sem eru búnir að keppa til úr-
slita við hvorn annan í mörg ár,
sem frægt er orðið. Ármann
hefur alltaf unnið þar til í fyrra,
þá unnu Haukar. Það má því
búast við, að margir muni hafa
gaman af því.að sjá þessa leiki,
þar sem um er að ræða mjög
sterk lið í öllum flokkum.