Alþýðublaðið - 08.02.1946, Síða 8

Alþýðublaðið - 08.02.1946, Síða 8
8 AU>Y»UBJJW» Föstodagur, S. fefcrúar 1948. ■TTJARNARBiðBi Abgoi fflío og an- flfl |ífl (My Love Came Back To Me) Amerdsk músikmynd. Oliva. de Haviland, Jeffrey Lenny. Eddie Albert, Jane Wyman. Sýning kl. 5, 7, og 9. 1 BÆJARBIO Hafnarfirði. Englasöngur (And The Angels Sing.) Amerísk söngva- og gaman- mynd. Aðalhlutverk: DOROTHY LAMOUR BETTY HUTTON og FRED MAC MURRAY Sýnd kl. 7 og 9. Sími9184. AKRAHREPPUR Flúin er héðan flest öll heill forsmánarlands af ströndum, kærleikur er af kaunum veill, kreppist dyggðin í höndum. Eins og í víti engir fá inn keypt af vatni sopa, jafn mikil dýrtíð er hér á, einum réttlætisdropa. Mér þótt hörmungar mæti fans, mundir ég her i fetla, innan kjördæmis andskotans, aldrei ég skal þó hetla. (Bólu-Hjálmar). * * * Karlinn: Mikil hölvuð ómynd er þessi rékkjuvoð. Hún nær ekki einu sinni upp að koddan- um. gæti stundað fátæklingana og við hinir gætum einnig treyst ef á þyrfti að halda. Ég hef heyrt á það minnzt, að Armstrong læknir, sem hefur unnið hjá herliðinu á eyjunni Doon, hafi í hyggju að sækja um lausn úr herþjónustu til þess að geta stundað óbreytt læknisstörf og hann er talinn hafa sérstakan augastað á þessari sveit. Leslie ofursti hrósar honum mjög mikið, og ég held að Beamish læknir þekki hann vel. Eins og þér vitið, þá veljum við lækni hingað með kosningu, og allir hluthafar í lyfjabúðinni hafa kosningarrétt í hlutfalli við fjárframlag sitt. Og þar sem framlag mitt er helmingi hærra eða jafnvel þrisvar sinnum hærra en nokk- urs annars hér í sveitinni, þá er óþarfi að taka það fram, að ég einn get ráðið úrslitum slíkra kosninga, og ef Armstrong læknir reynist hæfur, þá mun hann fá stöðuna ef mér sýnist svo. .. .“ Það er þarflaust að geta þess, að Armstrong læknir fékk stöðuna, Brodrickssystkinunum til mikillar ánægju, því að hann hafði unnið sér vináttu þeirra. „Hvað leiguliðamálinu viðvíkur“, hélt Kopar-John áfram, „sem þér spurðuð mig álits á í síðasta bréfi, þá verð ég að segja, að ég tel mjög óheppilegt að gefa upp gamlar skuldir. Þeir fáu, sem borga skilvíslega, komast að raun um að þeir eru ekki vitund betur settir en þeir, sem alls ekki borga, og það hlýtur að enda með því að enginn borgar. Mín aðferð er sú, að ég tek dálítinn skika af landi þeirra, sem standa ekki í skilum og fæ það þeim, sem borga á réttum tíma, og það verður til þess að báðir aðilar verða ákafir í að borga.“ Og John Brodrick endaði bréfið venjulega með nokkrum setningum um fjölskylduna. Augnasvipur hans varð hörkulegri eftir því sem árin liðu fram, ög dýpri hrukkur komu kringum munninn. „Við ætlum að fara yfir vatnið í septemberbyrjun og vera í Lletharrog um veturinn eins og venjulega. Því miður er Hinrik enn mjög heilsutæpur og það hefur valdið okkur miklum áhyggj- um. Hann virðist ekki geta losnað við þennan hósta, og læknirinn, sem hann fór til í Brighton, ráðlagði honum að komast í hlýrra loftslag. Hann ætlar að leggja af stað til Barbados um sama leyti eða ef til vill fyrr en við förum til Lletharrog. John líður vel; hann á nokkra mjóhunda, og hann heldur því fram, að þeir verði alveg ómögulegir næsta sumar, nema þeim verði haldið í æfingu, og hann hefur í hyggju að fara með þá yfir til Duncrom þegar þér verðið heima næst. Dætur mínar eru við góða heilsu og þær senda sínar beztu kveðjur til yðar, herra Lumley, og ég sömuleiðis. ...“ Svo kom undirskriftin, bréfið var brotið saman, innsiglað og Tómasi fengið það í hendur til að setja það í póstkassa í Doon- haven, og þar með hafði enn eitt skyldustarf verið innt af hendi og Kopar-John þurfti ekki að hugsa meira um það. Þegar Kopar-John 'fór út að ganga, var hann vanur að leita sér að staf og fara smárannsóknarferð um landareign sína. Stund- um gekk hann niður að víkinni, athugaði flóðhæðina, horfði á bát Johns, sem lá þar við akkeri, skoðaði blómagarð Jane bak við bátaskýlið, leit á hegrana í stóru trjánum fyrir handan, leit svo yfir víkina á reykinn frá herliðinu á eynni Doon og loks yfir til Hungurhlíðar. Síðan gekk hanm upp í húsagarðinn, þar sem Barb- ara var oft í áköfum samræðum við Baird gamla, yfir meðferð unga vínviðarins í vermihúsinu; hann gekk gegnum trjálundina, sem afi hans hafði plantað. og vindurinn hvein í krónum trjánna eins og brimsogið við ströndina; hann gekk eftir þröngum, krók- óttum stígunum, sem Barbara var svo hreykin af, og upp að lysti- húsinu, sem byggt hafði verið um vorið handa Hinrik. Hann lá þarna núna og teygði úr sér í hægindastólnum sínum. Jane sat við hlið hans og las fyrir hann. bh nym aw m m GAMI A BIO ■ Buftalo BilL BiIflrfflUfl morðii Bráð skemmtileg og spenn- (Having Wonderful Crirne) andi mynd í eðlilegum litum. spennandi leynilögreglu- um æfintýrahetjuna miklu, mynd. BiII Cody. CAROLE LANDIS Aðalhlutverk: PAT O’BRIEN Joel McGrea. GEORGE MURPHY Linda Darnell. Maureen O’Hara. Sýnd kl. 5 og 9. Börn innan 14 ára frá ekki Börn innan 14 ára fá ekki aðgang aðgang. Hinrik leit upp, brosti fjörlega, augu hans voru óeðlilega (skær og gljáandi, og veikindaroði var í kinnum hans, svo að faðir hans gleymdi ef til vill, hve magur og veikburða hann var og Knud Rannussen segir frá - - 8. SAGA: PIPARSVEINN SKIPTIR UM GERVI. 10. SAGA: ÁTVAGLIÐ. Það var einu sinni maður, sem var mjög duglegur að veiða hreindýr; en jafnframt var hann svo mikill mathákur, að hann fékk aldrei nægju sína. í hvert skipti sem hann fór á veiðar, reyrði hann sultarólina fast 'að sér, til þess að vera: léttari á fæti. Þegar hann síðan kom heim af veiðunum, mat- bjó 'hann kjötið þegar í stað og át það allt saman einn. Áður en’hann tók að háma í sig, leysti hann ólina utan af sér, — því ella 'hefði ekki verið þar rúm fyrir allt það, sem hann þurfti í sig að láta. Síðan tók hann til óspilltra málanna — í og át og át, svo að hann varð að lokum að grafa dæld í mold- ' argólfið 'hjá sér til þess að leggja ístruna ofan í hana; því | að maginn stækkaði jafnhraðan eftir því sem hann át meira. I Og þegar einhver kom til hans, hrópaði hann: „Passið að reka ykkur ekki í ístruna mína, — gætið þess, elskurnar mínar!“ því hann var hræddur um, 'að einhver myndi rek- ast í þessa heljarstóru ístru. Þegar kjötið gefck til þurrðar, fór hann á veiðar á ný, og fékk jafnan fjöldamörg hreindýr. Hann tók engum fortölum, og það sem hann gat ekki komið sjálfur í lóg, gróf hann í jörð niður, því að engum manni tímdi hann að gefa ætan bita. Þannig hljóðar sagan af átvaglinu. (Endir 10. sögu). vy-wno?___'Thepe'S ^OMEONE IN HEPE f ...WHO 15 \T BON&— WHAT'$ HE DOING imr HEKE ? ^EFOeE TAKIN& KATHV TO THE AMERtCAN BASE ON A NEARBY ISLANP ...BONGABONG HA'S ASKED HEE TO j LOOK IN ONE OF HIS HUT5 — Bongabong ætlar að fara með Kötu til næstu bækistöðvar Bandaríkjamanna, beðið hann að giftast sér, en síðan, eftir neitun Kötu, að líta inn í kofa nokkurn.' DATA: Hver er hér? Bonga- bong, hvað er þessi maður að gera hér? KATA: Ó, maðurinn er meidd- ur. þetta er hvítur maður. Hvíti maðurinn er torkennileg- ur mjög og Kata nálgast hann til þess að athuga hann nán- ar og gera að sárum hans, ef með þaip

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.