Alþýðublaðið - 23.02.1946, Side 7
X>augardag 23. febrúar 1946.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Bærinn í dag.
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, súni 5030.
Næturvörður er í Laugavegsapó
teki.
Næturakstur annast Hreyfiil,
sími 1633.
ÚAVARPIÐ:
8.30—8.45 Morgumútvarp.
12.10—13.15 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur.
19.00 Enskukennsla, 1. flokkur.
19.25 Samsöngur (plötur).
20.30 Einsöngur (frú Sigríður Pét
ursdóttir).
20.45 Upplestur: „Jökullinn“ eftir
Johannes V. Jensen, bókar-
kafli (Sverrir Kristjánsson).
21.15 Leikrit: „Kvöldmáltíð kard
í,nálanna“ eftir Julie Dantas
(Haraldur Björnsson o. fl.).
22.00 Fréttir.
22.Ö5 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
Hallgrímssókn.
Kl. 11 f. h. á morgun barnaguðs
Jjjónusta i Austur.bæjarskóla (séra
Sigurjón Arnason); kl. 2 e. h.
messa á sama stað (,séra Jakob
Jónsson).
Laugarnesprestakall.
Messað á morgun kl. 2 e. h. —
Barnaguðsþjónusta kl. 10 h. f.
(séra Garðar Svavarsson).
Fríkirkjan
Barnaguðsþjónusta á morgun
kl. 2 — Sídegismessa kl. 2. (séra
Árni Sigurðsson.)
Nesprestakall.
'Messað' á morgun í kapellu há-
skólans kl. 2 e. h. (séra Jón Thor-
arensen.)
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Messað á morgun kl. 5 e. h.
Trúlofun
Síðasthðinn miðvikudag opin-
beruðu trúlofun sína unigfrú Sig-
ríður Guðmundsdóttir frá Stykkis
hólmi og Sigurður Kr. Óskarsson
Miðtúni 66 Reykjavík.
Happdrætti Háskóla íslands.
Athygli skal vakin á því, að drátt
ui; í 2. flokki happdrættisins fer
fram á mánudag, en þann dag
eru því allrasíðustu forvöð að end
urnýja og kaupa miða.
Félagsiíf
Brofizf inn í Smjörlík-
isgerðina Ljóma og
stolið 10 flöskum
af áfengi
FYRRINÓTT var framið
* innbrot í Smjörlíkisgerð-
ina Ljóma Þverholti 21, og stol
ið þaðan 10 flöskum af áfengi,
sem geymdar voru á skrifstofu
fyrirtækisins.
Farið hafði verið inn um
glugga á verksmiðjunni, en síðan
hefur þjófurinn brotið upp læs
inguna á hurðinni að skrifstof
unni. Hafði þar verið leitað í
skúffum og skápum, en engu
öðru stolið en áfenginu, sem
þarna var geymt.
Skemmfun á morgun
fil ágóða fyrir þýzk
MORGUN kl. 1.15 verður
^“skemmtiin í Gamla Bíó og
rennur ágóðinn af henni til
þýzkra barna.
Verður skemmtun þessi mjög
fjölþætt og hefur verið til henn
ar vandað. Meðal skemmtiatrið
anna verða þessi: Karlakór iðn-
aðarmanna syngur, Brynjólfur
Jóhannesson leikari skemmtir
með upplestri, Sólskinsdeildin
syngur, Pétur Jónsson óperu-
söngvari syngur einsöng, Rögn
valdur Sjgurjónsson leikur á
píanó og Karlafórinn Fóstbræð
ur syngur.
VALUR.
Skíðaferð í kvöld kl. 7. Fé-
lagsmenn kaupi farmiða í Herra-
búðinni kl. 10—2 í dag. Lagt af
stað frá Arnarhvoli.
Aðalfundur Fræðslu-
og málfundaféfagslns
ANN 12. þ. m. var aðal-
fundur haldinn í Fræðslu-
• r ■ ‘ 1, .
og málfundafélaginu Kyndli,
að Café Höll.
í stjórn félagsins voru kosnir:
Formaður: Tryggvi Kristjáns-
son, gjaldkeri: Ingvar Þórðar-
son, ritari: Valdimar Lárusson,
varaformaður: Ingimundur
Gestsson, varagjaldkeri: Hall-
dór Kr. Björnsson, vararitari:
Einar Guðmundsson.
Félagið er deild úr bifreiðá-
stjórafélaginu Hreyfli. Hefur
; félagið ihaldið uppi málfunda-
starfsemi, gengizt fyrir nám-
skeiðum og öðru, er verða mætti
til að efla menningu og félags-
þroska meðlima sinna.
Orðsending frá S í B S
HAPPDRÆTTI S. í. B. S. er
um garð gengið. Vegna
dugnaðar starfsmanna og sjálf-
boðaliða sambandsns, svo og
hinnar einstöku góðvildar, sem
S. í. B. S. hefur 'nú sem áður
notið af hálfu landsmanna,
tókst að ná mun hærri tölu happ
drættismiða en áður munu
dæmi til á landi hér.
Dráttur happdrættisnúmera
fór fram hjá lögmanninum í
Reykjavík 15. þ. m., og hafa
númer þau, er upp komu, verið
rækilega auglýst í blöðum og
útvarpi. Hefur flestra vinning-
anna verð vitjað. Nokkrir vinn-
ingar eru þó enn óútgengnir og
þar á meðal stærsti vinningur-
inn, flugvélin. Við athugun á ó-
seldum miðum hefur það komið
í ljós, að númer flugvélarinnar
er meðal þeirra óseldu.
Nú er stjórn S. B. S. ljóst,
að flugvéþn var aðal-keppi-
keflið í þessu1 happdrætti, enda
rækilega auglýst. Oss þykir því
leitt, að ekki skyldi svo takast
til, að einhver hinna mörgu
unnenda og styrktarmanna fé-
lags vors fengi notið þessa vinn-
ings. En þar sem slíkt er ávallt
undir hælinn lagt og happ-
drætti þessu hefur í öllu verið
hagað eftir Jögum og fyrirsett-
um reglum, þá fékk stjórn S í.
B. S. ekki við það ráðið.
En til þess að bæta úr þessu
eftir því sem verða má, sam-
þykkti miðstjórn S. í. B. S. á
fundi sínum í gær, að leita
heimildar ráðuneytisins til þess
að mega tölusetja merki sín á
næsta merkjasöludegi og láta
síðar draga af nýju um vinning
þennan, að merkjasölu lokinni.
Fáist þessi heimild, má telja
líklegt, að mjög margir þeirra,
er keypt hafa happdrættismiða,
kaupi einnig merki og að ein-
hver hinna mörgu unnenda og
styrktarm-anna sambandsins
hljóti vinning þennarj að lok-
um.
Merkin verða þrátt , fyrir
þetta, seld sama verði o^ áður
hefur tíðkazt um styrktarmerki
S. í. B. S.
Fyllri frétt og greinargerð
um happdrættið, mun verð.a
send blöðum og útvai-pi þégar
er óseldir miðar hafa borizt frá
útsölustöðum á landinu og
fullnáðaráthugun hefur farið
fram. .
Miðstjórn S. í. B. S.
IMkynning
frá víðKkfptamðlarádaaejtfiB.
Að gefnu tilefni er þeim, sem ferðast til út-
landa bent á, að samkvæmt 13. gr. reglu-
gerðar um innflutning og gjialdeyrismeð-
ferð 16. jan. þ. á., er óheimilt að taka með
pér til útlanda meira en 150 krónur í ís-
lenzkum gjaldeyri. Hafa þegar verið gerð-
ar ráðstafanir til að menn fái ekki skipt í
1 erlendum bönkum þeim gjaldeyri sem er
ólöglega fluttur úr landi. Brot gegn reglu-
gerðinni varða sektum allt að 100,000 kr.
Viðskiptamálaráðuneytið, 21. febr. 1946.
SláiiioEf og Héiar biskupsseiur á ný
r
LJósprentuð úigáfa af
í
SKÍÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Skíðafélag Reykjavíkur ráð-
gerir að fara skíðaför upp á
v,
Hellisheiði næst komandi sunnu
dagsmorgun. Farmiðar seldir
hjá Múller i dag til félagsmanna
til kl. 2, en 2—4 til utanfélags-
manna. Snjór er litill, en fjalla
loftið jafn hressandi og vant er.
JárniSnaðarmenn
heita at§ styðja
Dagsforún.
Á fundi í trúnaðarmannaráði
Félags járniðnaðarmanna, sem
haldinn var í gær, var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun varð
andi Dagsbrúnardeiluna:
„Fundur haldinn í trúnaðar-
mannaráði Félags járniðnaðar-
manna föstudaginn 22. febrúar
1946, óskar Verkamannafélag-
ipu Dagsbrún sigurs í yfirstand
andi deilu og lýsir yfir því, að
það'er reiðubúið að veita Dags
brún allan þann stuðning, er
það getur í té látið og Dags-
brún kynni að óska eftir.“
¥ ÁRUS BJARNASON fyrr-
verandi skólastjóri Flens-
borgarskólans í Hafnarfirði hef
k
ur látið ljósprenta og gefa út
Forskriftabók Benedikts Grön-
dals, sem prentuð var í Kaup-
mannahöfn 1883.
Benedikt Gröndal var frábær
listaskrifari og lagði mjög gjörva
hönd á dráttlist. Var skrift ein
af kennslugreinum Gröndals við
lærða skóiann, og dáðust læri-
sveinar hans mjög að þeirri
kennslu. Átti Gröndal mikinn
þátt í því, að vekja áhuga fyrir
fagurri skrift með forskrifta-
bók sinni, sem átti miklum vin-
sældum að fagna.
Framan við forskriftabókina
eru leiðbeiningar eftir Gröndal
um, hvernig halda skuli á penna
og ýmislegt, sem að haldi má
koma við skriftarkennslu. En
aftan við forskriftirnar ritar
Lárus Bjarnason nqkkur orð um
höfundinn og bók hans.
Frh. af 2. síðu ;
fráfarandi biskup getur eigi j
gert það, og skal sá vígslubisk- ;
up framkvæma biskupsvígslu,
er biskupsefni velur til þess. En
við biskupsvígslu, framkvæmda
af aðalbiskupi landsins, skulu
vígslubiskupar vera sjálfkjörn-
ir vígsluvottar. Vígslubiskupar
eru jafnframt dómkirkjuprestar
hvor á sínu setri. Biskup getur
falið þeim að vígja presta í.bisk
upsdæmum þeirra, fái hann því
eigi sjálfur við komið. Enn
fremur skulu vígslubiskupar
vísitera í biskupsdæmum sín-
um, og skal yfirreiðum þeirra
hagað eftir fyrirmælúm bisk-
ups og í samráði við hann.
Vígslubiskupar hafa að árs-
launum níu þúsund krónur.
Þeir hafa ókeypis bústað og fá
endurgreiddan ferðakosnað eft-
ir reikningi, er biskup samþykk
ir, en kirkjumálaráðuneytið úr-
skurðar.
Lög þessi koma til fram-
kvæmda jafn^kjótt og núver-
andi vígslubiskupsembætti
losna.
í greinargerð frumvarpsins
segir:
„Á síðustu árum hefur risið
sterk alda í landinu í þá átt, að
hafizt verði nú þegar handa til
þess að endurreisa á verðugan
hátt hina frægu sögustaði og
fornu biskupsgarða og mennta-
setur Skálholt og Hóla. Hefur
alþingi haft þessi mál nokkuð
til meðferðar og þar komið í
ljós mikill áhugi og góður vilji,
þótt til þessa hafi skoðanir ver-
ið nokkuð skiptar um það, á
hvern hátt hin forna helgi og
virðing þessara staða skyldi
vernduð og aukin.
í þessu fr/v. er lagt tií, að Hól
ar og Skálholt verði aftur gerð
að biskupssetrum svo sem þau
hafa verið uni aldir.
Þess má vænta, ef frv. þetta
nær fram að ganga, að í framtíð
inni muni þarna sitja úrvals-
menn íslenzkrar prestastéttar.
Rísa þar þá upp menntasetur,
er göfgandi áhrif hafa á þjóðlíf
og menningu landsins, svo sem
áður var. Á Hólum he'fur ver-
ið skóli um allmörg ár, og nú
er líklegt, að Skálholt verði
einnig skólasetur, áður langir
tímar líða, og ætti sú ráðstöf-
un, að Skálholt yrði biskupsset
ur, að stuðla að því beint og ó-
beint. En þá fyrst er virðing og
hin forna helgi þessara frægu
staða endurvakin, svo sæmd sé
að, ef sameinað verður þar á
ný biskupssetur og skóli. En
þetta tvennt, skóli og kirkja,
fræðsla og trú, hefur verið sam
an ofið í íslenzkri menning nán
ar en hjá flestum eða öllum ná-
grannaþjóðum vorum.
Land vort er svo stórt og
erfitt yfirferðar, að ^til þess er
elcki hægt að ætlast, að biskup
landsins, hlaðinn miklum og
vandasömum störfum heima
fyrir, geti annað því að hafa
það eftirlit, sem æskilegt er,
með kirkjum og söfnuðum,
prestum og prestssetrum lands
ins, þar sem það hlýtur að taka
áratugi að heimsækja' allar
kirkjur og söfnuði landsins. Er
því hin mesta nauðsyn á, að
hann geti falið völdum mönn-
um, er prestastéttin ber fullt
traust til, að annast slíkar yfir
reiðar og heimsóknir fyrir sína
hönd að einhverju leyti.
En einmitt slíka aðstoð
armenn mundi hann fá, þar sem
vígslubiskuparnir eru, með
þeirri skipan, ,sém frv. miðar
að.
Það skal viðurkennt, að þetta
hefur nokkurn kostnað í för
með sér fyrir ríkissjóðinn. Ber
þess þó að gæta, að hvort sem
frv. þetta verður að lögum eða
eigi, verður vart undan því
skorizt fyrir ríkissjóð að leggja
fram fé til endurbyggingar
Skálholtskirkj u og ýmissa end
úrbóta á húsum þar og á Hól-
um. Ennfemur eru nú uppi há-
værar radair meðal Norðlend-
inga um að fá sérstakan prest
að Hólum, og hefur þegar ver-
ið borið fram á alþingi frv. um
það efni. Verður vart til lengd-
ar staðið gegn eindregnum ósk-
um manna um þetta, enda er
hér um að ræða sanngirnis- og
metnaðarkröfu. Af þessu má
sjá, að frv. þetta hefur ekki í
raun og veru slíkan kostnað í
för með sér og í fljótu bragði
sýnist.
Þess skal að lokum getið, að
frv. þétta hefur verið lagt fyrir
kirkjuráð og hlotið einróma
samþykki þess.“
Áflasölur í síðuslu viku
O ÍAST LIÐNA VIKU hai
^ eftirtalin skip selt afla sin
í Englandi, sem hér segir:
M.s. Capitana seldi 3422 væ
ir fyrir 10789 stpd. B.v. Fo:
seti seldi 3472 vættir fyrir 93C
stpd. B.v. Skinfaxi seldi 27C
kits fyrir 10533 stpd. B.v. Be
gaum seldi 3380 vættir fyr
12469 stpd. B.v. Kópanes seli
2400 vættir fyrir 7688 stpd. B.
Kári seldi 2541 vætt fyrir 787
stpd. E.s. Sæféll seldi 6326 yæ
ir fyrir 9775 stpd. B.v. Gyll
seldi 3238 kits fyrir 12012 stp
B.v. Vörður seldi 3091 kits fy
ir 11496 stpd. B. v. Faxi sel<
3807 vættir fyrir 11281 stp
M.s. Sleipnir seldi 1173 vætt
fyrir 3768 stpd. M.s. Narfi sel<
1411 vættir fyrir 4527 stpd.