Alþýðublaðið - 03.04.1946, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1946, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ . Miðvikudagur 3. apríí 194$. • f Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Símar: Ritstjórn: 4901 og 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 40 aurar. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Snót í nýrri útgáfu. Hið austræna lýðræði í framkvæmd. UM LÝÐRÆÐI OG SAM- EININGU hefur mikið ver- ið ritað og rætt af hálfu komm- únista um allan heim hin síð- ari ár. En hvorttveggja hefur það átt að vera „austrænt“, eins og nú er komið á daginn „aust- rænt lýðræði11 og „austræn sameining“, og hefur hvorugt þótt girnilegt þeim, sem þetta hafa átt að þiggja úr hendi hinna rússnesku erindreka. Hvarvetna þar, sem um samein- ingu hefur verið rætt við komm únista í lýðfrjálsum löndum hefur hún strandað á augljós- um óheilindum þeirra í garð lýð ræðisins og í garð sameiningar- hugsjónarinnar sjálfrar. Þann- ig var það hér á landi fyrir átta árum, þannig var það í Dan% mörku og Noregi í fyrrsf og þannig er það á Frakklandi í dag, svo að ekki sé minnzt á hin mörgu sameiningartilboð brezkra kommúnista, sem aldrei hafa verið tekin alvar- lega af jafnaðarmönnum á Eng landi. En það er á einum stað, sem hin „austræna sameining“ og hið „austræna lýðræði" virðist nú eiga að verða að veruleika; og það er á hernámssvæði Rússa á Þýzkalandi. Að vísu er þar ekki verið að spyrja verka- menn og jafnaðarmenn, hvað þeir vilji, eða láta þá ganga til atkvæðagreiðslu um það í sam- tökum sínum, hvort sameining- in við kommúnista skuli- fram- kvæmd. Slík skoðanakönnun eða slík atkvæðagreiðsla er ekki í anda hins „austræna lýð- ræðis,“ þar er sameiningin blátt áfram fyrirskipuð af hinum rússnesku húsbændum og bak- hjörlum kommúnista og mönn- um bannað að tala eða rita á móti henni, að viðlögðu svelti eða fangelsun. Þannig lítur hið „austræna lýðræði“ og hin „austræna sameining" út í framkvæmd. * Á hernámssvæðum Vestur- veldanna á Þýzkalandi hafa jafnaðarmenn, sem þar eru frjálsir orða sinna og gerða, að vonum tekið slíkri sameiningu fjarri eins og flokksbræður þeirra allstaðar annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Þeir hafa rftarg sinnis lýst yfir því, að þeir vilji yfirleitt énga sameiningu við einræðisflokk kommúnista. Mætti það vera mönnum nokk- ur vísbending um það, hvernig litið er ó hina fyrirskipuðu sam einingu, einnig á hernámssvæði Rússa. En þó- taka nýlegar fregnir frá Berlín enn betur af öll tvímæli um það. Þar vildu jafnaðarmenn fá úr því skorið með allsherjaratkvæðagreiðslu í flokksfélögum sínum, hver vilji hinna óbreyttu meðlima væri í þessu efni. Var það og SNÓT. — Nokkur kvæði eft- ir ýmis skáld. — 4. útg. — Einar Thorlacius bjó til prent unar. — ísafoldarprentsmiðja h/f. MCMXLV. FYRIR ÁRAMÓTIN síðustu kom Snót gamla út í fjórða skipti á 95 árum og voru þá liðin 68 ár síðan hún kom út í þriðja sinn. Hún virðist því ætla að verða lífsseig, enda á hún það skilið enn þann dag í dag, að henni sé allur sómi sýndur. Svo vinsæl var hún með þeirri kynslóð, sem nú er komin á efri ár, og þeirri, sem er að kveðja. En þeir, munu margir, hinna yngra, sem lítið þekkja til Snótar, né þess hver fjársjóður og aufúsugstur hún var feðr- um þeirra og mæðrum. Sumir þeirrá vita sjálfsagt varla hvað hún er. Snót er kvæðasafn, hið fyrsta sinnar tegundar hér. í henni er fjöldi kvæða eftir mörg íslenzk skáld og ægir þar mörgu sam- an, gamni og alvöru. Nú orðið mun margt þessara kvæða auð- fengið í öðrum bókum, t. d. kvæði eftir helztu þjóðskáld vor á 19. öldinni, en auk þeirra er í Snót fjöldi annarra kvæða og höfuijda, sem fæstir munu eiga aðgang að í bókaskáp sín- um, margt af vísum og stökum, sem ménn rekast varla á ann- ars staðar. Auk þess er gaman að sjá hvernig tveir þekktir menntamenn völdu kvæði handa íslenzkri alþýðu fyrir nálega 100 árum. Það voru þeir Gísli Magnús- son latínuskólakennari og Jón Thoroddsen skáld, sem gáfu Snót út í Kaupmannahöfn árið 1850. Önnur útgáfa kom út 15 árum síðar, í Reykjavík, og voru þeir Gísli og Jón enn út- gefendur, en auk þeirra Egill Jónsson bókbindari. í þriðja skipti kom Snót út 1877, á Ak- ureyri, og var G. M. þá einn út- gefandi.-Þeir Gísli og Jón munu hafa valið kvæðin saman í fyrri útgáfurnar. Kvæðasafninu var breytt í öllum þessum útgáfum, bætt við kvæðum í síðari útgáf- urnar og fellt nokkuð niður úr þeim eldri. Um tilgang bókarinnar sagði svo í formála fyrir annarri út- gáfu (1865): „Slík söfn, sem þetta er, eru einkanlega ætluð þeim mönn- um, helzt ungum og á uppvaxt- ar-árum, er hafa eigi sjálfir nægan bókaforða, og þykja slík söfn gera hægra fyrir, að kynna 2' r það í veraldlegum kveð- ap, er af einhverri orsök þyk- ir einna helzt þess vert, að lesið sé eður með farið.“ Ekki gengu útgefendur þess lengi duldir, að tiltæki þeirra sætti misjafnlegum dómum, og viðurkenna, að misfellur kunni að hafa orðið á „útgerð þessarar bókar“, eins og þeir komast að orði í- sama formála, biðja um góðgjarnlegar bendingar og segja síðan: „illgjarna menn biðjum vér eiga dóma sína sjálfa, eður og senda þá honum, er lætur sér getast að illu einup hann mun slíka dóma vel virða.“ Mættu fúllyndir gagnrýnendur vel hafa þetta ráð í huga enn í dag! Þessa síðustu útgáfu Snótar hefur séra Einar prófastur Thorlacius gert úr garði og virð ist hafa lagt ræk-t og alúð við verkið. Hefur hann tekið í bók- ina öll þau kvæði, sem prentuð voru í fyrri útgáfunum, þó þannig auðvitað, að hvert kvæði er ekki prentað nema ginu sinni, pn þess er getið ofan við þau öll í hvaða útgáfum þau hafa staðið. Kemur Snót nú út í tveimur snotrum heftum, 520 blaðsíður samtals. Framarlega í fyrra hefti eru prentaðir for- málar fyrir 2. og 3. útgáfu og bera þeir mjög merki Gísla, er sá síðari einkum bráðskemmti- legur að efni og orðfæri. Snæ- björn Jónsson skrifar greina- góðan formála fyrir 4. útg. og í síðara heftið grein um Gísla Magnússon og eru þar í ýmsir vitnisburðir samtíðarmanna Gísla um hann. Efnisyfirlit I fyrra hefti og upphöf kvæða síðast í því síðara. Þar eru og nokkrar skýringar (gamlar). Loks eru í þessari Snót margar ágætar myndir af höfundum kvæðanna, prentaðár á vandað- FinnurJónsson Málverkasýning í Sýningarskála myndlistarmanna. Opin daglega kl. 10-10. an myndapappír og er að þeim góður fengur. Verður ekki ann- að sagt en þessi útgáfa Snó.tar sé vel úr garði gerð. Spá mín er sú, að Snót verði enn vinsæl, þótt bókakosturinn sé nú ólíkt meiri en á duggara- bandsárum hennar. Er heldur ekki vafi á því; að hún getur, eins og fyrstu útgefendur henn- ar óskuðu, „glætt fagrar til- finningar og góðar í óspilltum brjóstum ungra^, manna og orð- ið þeim mönnum að nokkurri meinlausri dægrastyttingu, er hafa eigi þá eður þá stundina annað betra og þarfara sér til gamans og gagns, en það er, er þessi inn litli bæklingur hefur að bjóða.“ Ragnar Jóhannesson. Finnur Jónsson listmálari: Djóðsögnrnar og listamennirnir. „Bjóddu hundi heila köku og honum Mogga kvæð- in þín.“ EGAR ég las sleggjudóm ** Jóns Þorleifssonar (Orra) um sýningu mína í Morgunblað inu síðastliðinn sunnudag, k-om upp í huga mínum þessi sígilda vísa Magnúsar skálds Stefáns- sonar. „Kveiktu ljós hjá leðurblöku, láttu templar dæma um vín. Sýndu heimskum hnittna stöku, hentu perlum fyrir svín, Bjóddu hundi heila köku og honum Mogga kvæðin þín.“ Ég ætla mér ekki með þess- um línum að fara að elta ólar við mat Jóns Þorleifssonar á' verkum mínum, eða spenni- treyjusjónarmið hans á listum, það er hans einkamál, því „hver hefur sinn djöful að draga.“ En það er önnur hlið á mál- inu, sem snýr meir að almenn- ingi, sem ég ætla lítillega að minnast á. Hann reynir með lævíslegum hætti að lauma því að lesendum blaðsins, að það sé ólistrænt og jafnvel óviðeigandi fyrir mál- ara, að seilast í þjóðhætti og þjóðsögur eftir viðfangsefnum, eða „vekja upp þau sjónarmið, sem mest vqru gildandi á þeim tíma, sem þjóð vor var dýpst sokkin í andlega eymd og lík- amlegt volæði“* eins og hann kemst að orði. Auðvitað er slfkur þvætting ur, sem þetta, langt fyrir neðan þáð að vera svara verður, en þar, sm þetta er skrifað í víð- lesnasta blað landsins og af manni, sem almenningur gæti glæpst á að halda, að hefði vit ’á þessum málum, get ég ekki lát ið þessu ómótmælt. * Þjóðsögurnar okkar eru -tví- mælalaust einn sterkasti þátt- urinn í okkar sérstæðu menn- ingu; þær hafa verið og munu verða ásamt öðrum þjóðlegum arfi, sá andlegi eldur, sem skáld og listamenn íslenzku þjóðarinn ar, þeir sem ekki eru hnepptir í þján erlendrar skynditízsku, munu orna sér við um ókomn- ar aldir, hvað sem allir andlegir einhyrningar og vangaveltarar segja. Óg þó listamaður velji sér við fangsefni eða stíl, sem ekki fell ur í annarra kram, a hann kröfu á því, að fá að vera í friði fyrir aðkasti þröngsýnna árásar- seggja og flugumanna, sem eiga aðgang að víðlesnum blöðum. Finnur Jónsson. Hvergerðingar vilja fá gagnfræðaskóla. UtigEigigaskéEa7 sem starfaó hefur í vet- nr í HveragerSi, er uý!oki§. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, HVERAGERÐI. ■AJ ÝLEGA er lokið unglinga- skóla, sem starfað hefur í Hveragerði í vetur. Alls luku prófi frá skólanum 17 nemend- ur, og voru þeir einkum úr Hveragerði og Ölfusi, en einnig nokkrir annars stfaðar að af landinu. Er þetta fyrsti veturinn, sem unglingaskóli. starfar í Hvera- gerði. og var námstíminn fimm mánuðir að .þessu sinni. For- stöðumaður skólans var Sig- valdi Hjalmarsson, en aðrir kennarar við hann voru kenn- arar staðarins og sóknarprestur iri'n. Eru menn mjög ánægðir með árangurinn af starfi skólans, enda er mikill áhugi fyrir því, að slík unglingakennsla haldi áfram. Hafa Hvergerðingar mik inn áhuga á því, að komið verði UPP gagnfræðaskóla í Hvera- gerði, en eins og nú er háttað, vantar tilfinnanlega húsnæði fyrir unglingaskólann, og fór kennslan fram í barnaskólanum í vetur, og var kennt eftir kl. 3 á daginn og fram eftir kvöldi. gert á hernámssvæðum Vestur- veldanna í borginni — en at- kvæðagreiðslan bönnuð á her- námssvæði Rússa! Kom í ljós, þar sem atkvæðagreiðslan fékk að fara fram, að yfirgnæfandi meirihluti jafnaðarmanna er sameiningunni við hið rúss- neska útibú andvígur; en sem ' sagt: að því er ekki spurt á hernámssvæði Rússg; þar skal sameiningin fara fram, hvort sem menn vilja eða vilja ekki; og þeir, sem ekki vilja, annað- hvort sveltir til hlýðni eða send ir í hinar frægu fangabúðir naz ista, sem nú aftur hafa verið opnaðar. Þetta er hið „austræna lýð- ræði“ í framkvæmd. IÐ svokallaða herstöðva- * mál hefur undanfarna daga verið rætt í Þjóðviljanum með þeim hætti ,að stórfurðu hlýtur að vekja, og það því fremur, sem ekkert virðist hafa verið í þessu máli gert, og eng- in greinargerð liggur enn fyrir um það af hálfu ríkisstjórnar- innar. Síðastliðinn sunnudag farast Þjóðviljanum meðal ann ars þannig orð í ritstjórnar- grein: „Allt talið um „hervernd" Bandaríkjanna gagnvart íslandi er argasta lýgi og hræsni. Það sem afÆrhald Ameríku heimtar, er að íslenzka þjóðin fremji sjálfsmorð, svo amerískir fasistar stæðu betur að vígi til að myrða þjóðir Ev- rópu, — því það má öllum vera ljóst, að það þurfa fasistaöfl að taka völdm í Bandaríkjunum, til þess að þaðan verði rekin svona ár ósarpólitík. Og hitt þarf heldur ekki að dylja, að „vemd“ verður ekki í té látin í næsta stríði, ef það skellur á, — það væri ekki til að vernda ísland, að Bandaríkin yrðu hér, heldur til þess að nota það sem árásarstöð og láta það verða skotspón þarafleiðandi. — Mennirnir, sem þurrkuðu út 136000 Jápani með eirini sprengju, eru ekki að hugsa um tilveru ís- lands, þegar þeir heimta það nú sem árásarstöð fyrir sig.“ Svo mörg eru þau orð Þjóð- viljans á sunnudaginn, og mun engan furða þótt slík brigzyrði íslenzks stjórnarblaðs í garð vin samlegra þjóðar veki nokkra undrun. Tíminn gerir þetta líka að umtalsefni í gær og segir: „Þau ómaklegu brigzl, sem hér eru borin fram í garð Bandaríkja- stjómar, að hún óski „árásar- stöðva“ hér til að geta „myrt þjóð- ir Evrópu“, eru sannarlega ekki fram komin til að bæta aðstöðu ís- Frh. á 6. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.