Alþýðublaðið - 08.09.1946, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.09.1946, Blaðsíða 7
ALÞÝPUBLAÐIÐ Fræg málsvörn Lincolns 7 Við þökkum hjart-anlega öttlum þeim', semi á margvís- legan hátt auðsýndu Halldórið i¥iagnúsdóitur frá Brúarhrauni, kærleika í sjúkdómi hennar og síðast við útför hennar. Guð bessi yður öli. : Valgerður Erlendsdóttir, Jóel Fr. Ingvarsson. Sunnudagur 8. sept. 1946 *--------------------;---~ > , Bærinn í dag. 4—-------------------------« Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, sími 5030. Helgidagslæknir er Kristján Þorvarðarson, Skúlagötu 54, sími 4241. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 8.30—8.45 Morgunútvarp. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Jón Auðuns). 12.15—13. 15 Hádegisútvarp. 14.15—16.30 Miðdegisútvarp (plötur), 18.30 Barnatími (Pétur Pétursson o. fl.). 19.25 Tónleikar: Dapnis og Chlóé eftir Ravel. 20.00 Fréttir 20.20 Samleikur á flautu og pí- anó (Árni Björnssoni og Fritz Weisshapel): Sónata í F-dúr eft ir Handel. 20.35 Erindi: Hver eru íslenzku handritin bezt kom in? (Sigurður Nordal prófes- sor). 2105 Tónleikar: íslenzkir kórar (plötur). 21.15 Lög og létt flhjal (Pétur Pétursson, Jón M. Árnason o. f1.). 22.00 Fréttir 22. 00 Fréttir. 22.05 Dagslög (plöt- ur). Á MORGUN: Næturakstur annast Litla bíl- stöðin, simi 1380. UTVARPIÐ: 8.30—8.45 Morgunútvarp. 12. 10.—13.15 Hádegisútvarp. 19.25 Síldveiðiskýrsla Fiskifélags ís- lands. 20.00 Fréttir. 20.30 Þýtt og endursagt (Emil Björnsson cand. theol.). 20.50 Lög leikin á saxofón. 21.00 Um daginn og vieginn (Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson). 21.20 Útvarpshljóm svei'tin: Frönsk alþýðulög. — Einsöngur (frú Sigríður Sigurð ardóttir frá Aranesi. 21.50 Tón- ileikar: Úr „Ragnarökum" eftir Wagnes (plötur). 22.00 Fréttdr. Létt lög (plötur). Fríkirkjan messað í dag kl. 5 sd. Séra Árni Sigurðsson.- Fimmtug er á morgun Guðbjörg Jónsdóttir, Þórs- götu 17. Fimmtug er á morgun, mánudag, Krist- jana S. Helgadóttir, Freyju- götu 10. Þakkir. Við konurnar, sem dvaldum að Laugarvatni vikxma 26. ág. til 2. sept., á vegum Mæðra- styrktarnefndar, þökkum af hjarta þeim góðu konum, sem að boði þessu stóðu svo og þeim sem með okkur voru þar eystra og gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að gjöra okkur ver una sem ánægjulegasta. — Við sem í dægurþrasinu sjáum oft ekki annað en alvöru lífsins, íkunnum að meta hvern sólskins blett, sem við finnum. Því þökk um við hinum kiærleiksriku konum alla þeirra gæzku og vel vild. — Guð launi þeim og styrki starf þeirra. — Konur, sem dvöldu að Laugarvatni. Bólusetning gegn barnaveiki fer fram daglega á Heilsu- Vemdarstöð Rvíkur (Barna- verndinni) Templarasundi 3. — Fólk, sem óskar að fá !börn sín bólusett, er beðið að tilkynna það í síma- 5967 frá kl. 9—10 f. h. alla virka daga, og verður þá nánar tiltekið hvenasr bólu- setningin geti farið fram. Framhald af 5. síðu. sem minnist þessa unga pilts, en nafn hans er Abraham Lincoln. Hann var að koma heirnan að, 22 ára gamall og varð að sjá sér farborða eftir beztu getu. Á þessum tímum var knappt um peninga og næsta erfitt að fá atvinnu. Um haustið, seint um kvöld, eftir að hann hafði gengið langan veg í at'vinnu- leit, heyrði hann axarhljóð í skóginum; hann rann á hljóð ið og kom að bjálkakofa. Þetta var ósköp fátæklegur kofi, jafnvel þó um frum- byggja hafi verið að ræða. Strigi vaf þar fyrir glugg- um í glers stað, og það vaf aðeins eitt herbergi niðri og smáloftherbergi uppi. Eftir- væntingarfullur barði hann að dyrum og bað um húsa- skjól.“ Hér gerði ræðumaður hlé á máli sínu, bros leið yfir andlit hans, um leið og hann dvaldi í huganum við kærar endurminningar. tókur. Eigandi kofans let gestinum allt í té, sem, hann hafði. Hann bauð hinum þreytta unga manni inn. Þar léku sér tvö smábörn á gólf- inu, en húsfreyjan sat við ar- inn með hvítvoðung í fang- inu og var að svæfa hann. Að loknum kvöldverði klifr- aði gesturinn upp mjóan stiga upp á loftið, þar sem hann átti að sofá. Morguninn eftir þakkaði hann fyrir gest risnina með handabandi, en spurði jafnframt ’hvort hann gæti fengið nokkra vinnu. Jú, það var hægt, svaraði maðurinn, ef hann vildi stunda skógarhögg. í fimm vikur dvaldi ungi maðurinn i bjálkakofanum í skógihum. Hann vann með föðurnum að skógarhöggi; en hjálpaði móð urinni þess á milli innanhúss, auk þess, sem hann lék sér við litla glókoll. Aldrei hafði hann lifað eins hamingjuríka daga eða verið eins létt um hjartaræturnar eins og þær vikur, sem hann dvaldi þarna.“ Verjandinn tók nú jakka sinn, leitaði eftir einhverju í vösum hans, en áheyrendurn ir fylgdu með athygli hverri hans hreyfingu; loks dró hann bréf upp úr jakkavas- anum. „Hinn ungi maður, sem nú var kominn í miikla þakklæt isskuld, komst síðar vel á- fram. En eftir því, sem unnt var, hefur hann — hef ég — haldið sambandi við þessa gömlu og góðu vini mina, en hin síðari ár hef ég haft marg víslegum störfum að gegna, og misst sjónar á þeim. En fyrir siuttu síðan fékk ég þetta hér“, og hann hélt bréf inu uppi þannig, að allir á- heyrendurnir mættu sjá það. „Þetta er bréf frá konu þeirri, sem bauð þreyttan og einmana, ungan mann vel- kominn i fátæklega húsið sitt. Maður hennar er látinn fyrir nokkrum árum og hin eldri börnin einnig. En móð- irin, sem sat við arinn og vaggaði barni sínu í svefn“, 'hann sneri sér við og benti á hina smávöxnu og feimnis- legu konu, og það leit helzt út, sem hún vildi gera sig ósýnilega v — ,yhún situr þarna við 'dómgrindurnar.1 Hann lét hina útré'ttu hönd sína falla, en leit hvasst i áttina til piltsins, sem draup höfði. „Og hið litla barn, það er hann, sem nú er hér ákærð- ur fyrir morð.“ í hinum þéttskipaða áheyr enda sal heyrðust nú sumir grípa andann á lofti; kona flutti sig órólega til á bekk; maður ræskti sig. Svo varð algjör kyrrð; verjandinn not færði sér þögnina, og lét hana taia máli sínu. Hún ork aði meira á hugina en orð gátu gert. Allir áheyrendurn ir stóðu sem á öndinni. „Mörgum sinnum“ — hann talaði eins og hann væri að hugsa upphátt — „hef ég minnzt þessa tíma, þar sem tekið v.ar á móti mér af svo mikilli vináttu og góðvild, af þessu fátæka fólki, og ég 'hef beðið guð að gefa mér tæki færi til endurgjalds. Og þeg- ar mér barst þetta bréf í hendur, var ég þess fullviss, að guð hafði bænheyrt mig. næði því takmarki, sem ég hef keppt að um árabil. Ég átti a ðflytja ræðu, sém eftir öllum sólarmerkjum að dæma hef ði annað hvort þýtt sigur eða ósigur fyrir mig á stjórnmálabraut minni. En ég fórnaði með gleði vænt anlegúm vegtillum, ef það mætti !verða til þess að hægt væri að bjarga piltinum. En björgun hans liggur nú í yð- ar höhdum“, og hann íeit hvasst til kviðdómendanna. „Háttvirtu kviðdómendur, begar ég hóf mál mitt, sagð- ist ég ekki myndi fara troðn- ar slóðir í vörnum mínum. Ég sagðist engin sönnunar- gögn leggja fram um sak- leysi ákærða. Ég hef aðeins sagt sögu. En þér vitið, að á því aldurs- skeiði, sem aðrir piltar stund uðu nám, og halda á bók og ritstíl, mundaði hann vinnu- verkfæri fullorðinna, — með al annars verkfæri, sem varð upphaf ógæfu hans. Yður er einnig ljóst, hvernig að full- tíða maður gerði honum allt til miska og stríddi honum á allar lundir, þar til hann missti iStjórn á sér. Allt þetta vitið þér eins vel og ég. Ég fer aðeins fram á við yður, að þér meðhöndlið þennan pilt eins og þér mund uð meðhöndla yðar eigin son undir svipuðum kringum- stæðum. Að svo mæltu legg ég líf hans, með fullu trausti í yðar hendur, og hef lokið máli mínu.“ Abraham Lincoln settist niður. Skömmu síðar yfirgáfu kviðdómendurnir réttarsal- inn, til þess að bera saman róð sín. Hálf klukkustund leið — að henni liðinni komu þeir aftur. Smávaxna konan !sem sat uppi við dómgrind- urnar, spennti greipar, varir hennar bærðust og tár stóðu í aúgum hennar. Dómsfulltrúinn sneri sér kviðdómendunum og spurði: „Hafa hinir háttvirtu kvið- dómendur komið sér saman um málsniðurstöður.“ „Já,“ svaraði formaðurinn. „Hvernig hljóðar dómur- inn? Sekur eða saklaus?“ Nokkrar sekúndur liðu; í salnum ríkti algjör kyrrð, svo að heyra hefði mátt flugu anda. Smávaxna konan starði á formann kviðdómendanna; og allra augu beindust að honum. Það var aðeins einn, sem eftir engu virtist taka, ljóshærði pilturinn — hinn ákærði. „Ekki sekur“ sagði, formað- urinn- Þá kváðu við dynjandi fagnaðaróp um allan salinn. Abraham Lincoln sá pilt- inn standa upp en falla síðan í ómegin, hann ruddist til hans, tók hann í fang sér, og rétti hann yfir dómgrindurn- ar til móður hans, sem tók hann mjúklega í faðm sér, vaggaði honum og kyssti hann, rétt eins og í gamla daga. Allír vildu komast til hennar til þess að þrýsta hönd hennar og óska henni til hamingju. En Lincoln hélt þeim frá. „Drengurinn hefur fallið í ómegin“, sagði hann, og hann bætti við brosandi: „Hún hef- ur fengið barnið sitt aftur. En útvegið piltinum glas af vatni.“ Hér lauk gamli maðurinn frásögn sinni. Eftir augna- bliks þögn, hélt hann áfram: „Auðvitað getur slíkt sem þetta ekki átt sér stað á vor- um dögum, og ég held ekki, að neinn hefði. getað gert. þetta nema Lincolp. Hann þekkti áheyrendur sína og kviðdómendurna, og hann hafði séð inn í hugskot dóm- arans. Hinn maðurinn horfði for- vitnislega á gamla manninn. „Leyfist mér að spyrja, hvar hafið þér heyrt þessa sögu? Frásögn yðar var svo lifandi — rétt eins og þér hefðuð verið þátttakandi í viðburðinum. Ef til vill vor- uð þér í réttarsalnum?“ Hin skíru, dökku augu gamla mannsins glömpuðu, hann brosti, eins og hann væri að brosa hálfa öld aftur í tímann, til kunningjanna, sem nú voru fyrir löngu horfnir fyrir fullt og allt. Svo svaraði hann: „Ég var dómarinn-“ í réttarsalnum í Nurnberg. Framhald af 5. síðu. ur og raunalegur á svip. Tók ég stérstaklega eftir honum, því að í matarhléinu rétt á eftir stóð hann upp og gekk út, en tveir amerískir her- menn gengu með honum. Keitel er maður í tæpu með- allagi, gráhærður og með skarpa andlitsdrætti, en göngulagið var ákveðið og hermannlégt. Seyss-Inquart var nánast fýlulegur á svip og datt ekki af honum né draup, en hinn kunni Gyðingahatari Julius Streicher sat allan tímann, sem ég horfði á hann, aftur á bak í sæti sínu, og var eins og heyrnartólin hefðu límzt yfir eggskallað höfuðið.. Hann vixtist haldinn full- kominni bölró. Neurath sat innarlega og sá ég ekki nema öðru hvoru til hans, en hann virtist ekki miki.ð breyttur,. og var á honum eins. og ein-j hvers konar embættismanna-: eða ráðuneytissnið- Öðrum tók ég líti.ð eftir, enda þurftum við að hafa hraðann á, viðáttum langa leið fyrir höndum. Og um leið og ég stóð upp, sá ég, að flestir sakborningarnir voru risnir úr sætum sínum og farnir að taka upp matar- pinkla sína þarna inni, því að stutt matarhlé átti að vera. Þegar ég kom ni.ður stig- ann og gekk fram hjá aðal- dyrunum að salnum, sem. voru opnar, gægðist ég inn- fyrir, fy-rir einhverja sér- staka vinsemd varðarins, sem þar stóð. Göring stóð þar, á að gizka tvo metra frá mér, Hann stóð þar og var að tala. við Jodl hershöfðingja, sem er frekar rauðbirkinn og hýr á svip. Báðir stýfðu bjúgu og brauðbita út hnefa og skegg- ræddu. Enn hló Göring að einhverju og hallaði aftur höfðinu í kátínu. Ei.tt andar- tak leit hann á mig. Mér fannst augu hans vera eins og „útfljótandi“, þau horfðu á mann, en þó ekki, einhvern veginn fjarræn. En ég sá, að þetta var andlit gamals manns, þreytulegt og herjað. Svo stjakaði. vörðurinn við mér; ég flýtti mér niður stig- ann á eftir félögum mínum, út í sólina, burt frá þessum stað, þar sem svo hryllilegir hlutir hafa verið afhjúpaðir- HIN BLÖÐIN . . . Framhald af 4. síðu. Þið hafið ærið nóg að starfa á sviði manneldisvísindanna. Og ég teldi þa'ð miður farið, að vís- indaleg starfsemi hér á landi, í svipuðu formi og nú er rekin 1 Danmörku og fleiri löndum,. ætti langt í land.“ Undir þessi orð Dr. Skúla Guðjónssonar er rétt að taka; og er það mikill skaði, að við skulum ekki sjálfi'r njóta. starfskrafta svo viðurkennds vísindamanns á þessu sviði,. sem hann er. Ulbreiðið Alþýðublaðið. „Aldrei hefur nokkur kon- ungur, fengið glæsilegri mót- Bænheyrslu fyilgir oítast nær persónuleg fórn. Þannig var það einnig hér i þessu tilfelli, í kvöld stóð til að ég

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.