Alþýðublaðið - 08.10.1946, Side 4
ALIÞVÐUBLAÐIÐ
Þriðjudaglnn 8. okt. 1946.
; tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn
f Kitstjóri: Stefán Pjetursson.
Símar:
Xtátstjórn: 4901 og 4902.
Afgreiðsla og anglýsingar:
«900 og 4906.
^AOsetnr
f Alþýðuhújsinu við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasiflu: 50 anrar.
Sett í Alþýðuprentsmiðjunni
Prentað í Félagsprentsm.
Sefja ímyndaða hags
muni eriends ríkis
ofar þjóðarhag.
ÞEGAR alþingi hafði af-
grejtt samninginn við Banda-
idkin lýsti Brynjólfur Bjarna
son menntamálaráðherra því
yfir, að Kommúnistaflokkur-
inn myndi rjúfa stjórnarsam
vinnuna og skrifa forsætis-
ráðherra bréf og skora á hann
að biðjast lausnar fyrir allt
ráðuneyti sitt, en yrði for-
sætisráðherra ekki við þeirri
áskorun„ myndu ráðherrar
kommúnista biðjast lausnar.
Þessi tíðindi koma mönn-
mn að sjálfsögðu ekki á ó-
vart, því að kommúnistar
höfðu við umræðurnar um
samninginn við Bandaríkin
hvað eftir annað haft i hót-
■unum um að rjúfa stjórnar-
samstarfið, ef hann næði
fram að fmnga. Og nú virð-
•ast allar líkur til, að þeir
S’tli að gera alvöru úr þess-
ari -hótun sinni.
Með þessu hafa kommún-
istar sannað greinilega, að
'umhyggj a þeirra fyrir ný-
sköpun atvinnulífsins og
■öðrum stefnumálum núver-
andi ríkisstjórnar er ekki
npp á marga fiska. Þeir hafa
í orði haft mikinn áhuga fyr-
ir nýsköpuninni, en hins veg-
ar reynzt henrti óliðtækir í
verki. Má í því s.ambandi
henda á upplýsingar Finns
Jónssonar félagsmálaráð-
herra í útvarpsumræðunum
á laugardaginn, að kommún-
istar hafi um langt skeið
undanfarið verið með öllu
óviðmælanlegir um aðkall-
andi inanlandsmál, svo sem
dýrtíðarmálin, fjáröflun til
nýsköpunarinnar, fjæröflun
til húsabygginga og Ijáröfl-
un vegna almannatrygging-
anna. Þeir hafa íátið stjórn-
arstörfin lönd og leið og bor-
ð það fyrir sig, að þeir vildu
nkki fjalla um þau fyrr en
séð væri, hversu samnings-
nálinu við Bandarikin
reiddi af.
❖
Það er kommúnistum líkt
a‘o hlaupast brott úr rikis-
stjórn og svíkja stefnuskrá
stiórnarinnar, sem reyndist
eiga miklu fylgi þjóðarinn-
ar að fagna við kosningarn-
ar 1 sumar, vegna þess að
.gerður er samningur við vin-
■eitt stórveldi, sem þeir
hafa vanþóknun á. En sam-
tíð og framtíð mun kveða
upp þungan dóm yfi-r þeim
póíitísku loddurum, sem
höfðu hæst í kröfumálunum
um. brottflutning Bandá^'
Um aga og agaleysi. — Gömlu embættismenn-
irnir og þeir' ungu. — Embættin, sem ekki eru
annað en sljó vanastörf. — Skylda þjóðarinnar
og skyldur íorystumanna hennar.
BEIN JÓNASAR HALL-
GRÍMSSONAR eru komin í fæð
ingarsveit skáldsins. Þar, að
Bakka í Öxnadal, á að fara fram
minningarathöfn, en síðan verða
bein skáldsins aftur flutt hing-
að til Reykjavíkur. Hér fer fram
minningarathöfn í Dómkirkj-
unni, en síðan verða þau jarð-
sett með viðhöfn í þjóðargraf-
reitnum á Þingvelli. — Og verð
ur að vænta þess að það verði
gert innan skamms tíma. — Ég
fann að því í síðasta pistli mín-
um að engin viðhöfn skyldi vera
viðhöfð er Brúafoss kom hing-
að með jarðneskar leifar skálds
ins. Annars var áður búið að til-
kynna að Lagarfoss ætti að
fiytja þær heim.
ÉG HEF OFT verið að. hugsa
um iþað, hvað margt fer í handa-
skolum hjá okkur íslehdingum.
Á ýmsum störf.um okkar og at-
hlöfnum er hálfgerður viðvan-
ingsbragur, ,eins og við kunnum
ekki tök á málum. Ég veit ekki
af 'hverju þetta stafar, en grun-
ur minn er sá, að í ýmsum em-
bættum séu sofandi sauðir, eftir
legukindur frá liðinni tíð, menn
sem að vísu kunna að vilja vel
og geta ýmislegt gert vel, en
vantar alla leikni og kunnáttu
á hraðanum sem nú er kominn
á alla hluiti'. Stundum fyllumst
við blygðun yfir mistökuim og
stundum reiði og stundum
hvoru tvaggja. Það er ekki á-
stæðulaust.
EMBÆTTI á að skapa ábyrgð
artilfinningu. Stundum er langt
frá því að það geri jþað. Sumir
emhættismenn læðupokast á-
fram, dingiandi staf sínum,
sljóir gagnvart því, sem gerist í
kingum þá. Þeir rölta í skrif-
stofu sína á réttum tíma, í mat-
inn á réttum tíma og af skrif-
stofunni á réttum tíma, -hund-
skast þetta fram og aftur regiu
samir en sljóir. Og embættið er
g.eymt einhvers staðar í hirzlu
og aðeins tekið fram og skoðað
einu sinni á dag, eins og það sé
hlutuír. Allt iífrænt vantar í
það. Það er bara stofnun!
ÉG HEF OFT verið að reyna
að brýna umburðarlyndi fyrir
mön.num og yfirleitt er umburð-
arlyndið aðalsmerki einstak-
lingsanna. En ég verð að játa,
að þegar um er að ræða heið-
ur og velferð þjóðarinnar, get-
ur hún sjálf sýnt of mikið um-
burðarlyndi. Ég vil aldrei láta
einstakiinga gjalda skoðana
sinna. Allir hafa jafnan rétt til
að hafa skoðanir og berjast fyr
ir þeim. En ef embættismaður
fremur skýr afglöp verður þjóð-
in að láta hann sæta ábyrgð fyr
ir þau. Það er ekki langt síðan
em’bættismactur framdi mikil af
glöp. , Hann hefur ekki verið
sóttur .til , ábyrgðar. Þessa eru
mörg dæmi. Hvaða afleiðingar
hefiur þetta?
GETUM VIÐ búizt við því, að
hinir fjölda mörgu ungu menn
og konur, sem hafa undanfarið,
og eru nú, a§ taka við emhætt-
um og opinberum störfum, verði
betri en fyrirrennarar þeirra?
Ég efast um það. Þeir venjast
við yfirhilmingarnar. Þeir sjá
að mönnum helzt uppi alls kon-
ar sleifarlag. Mar^tir álíta að
léttara sé að vanrækja embætti
:sín heldur en að stunda þau
með kostgæfni. Freistingin er
því fyrir hendi. Þeir fara að
álíta að titillinn, launin, lúxus-
íbúðin og lúxusbíllinn séu aðal-
atriðin, en ekki framkvæmd
»mibættisins.
ÞJÓÐIN OG ÆÐSTU EM-
ÆTTISMENN hennar verða að
fceita aga gagnvart öllum sem
■eru starfsmenn þeirra. Ef það
er ekki gert, ef hvers konar
mistick og misfellur eru látnar
fara fram átölulaust og án þees
að menn séu sóttir til ábyrg#-
ar, þá heldúr sleifarlagið áfram.
Þá festist það orð við okkur, að
við kunnum ekki að stjórna
okkur sjálfir. Þá eigum við
sliðruorðið.
ÉG VEIT að ég er að segja
hér orð, sem allir hafa hugsað
um iengi og allir viðurkenna.
En Iþað >er ekki nóg að bugsa um
þetta. Við verðum að krefjast
ríkjahersins af íslandi, en
hlaupast svo úr ríkisstjórn,
þegar gerður er samningur
viS Bandaríkin, sem trygg-
ir brottflutning hersins á
skömmum tíma og full yfir-
ráð íslendinga yfir landi
sínu. Það sannar betur en
nokkuð annað, hversu á-
byr.gðarlausir kommúnistar
eru og óhæfir til þess mikla
trúnaðar að eiga íhlutunar-
rétt um stjórn landsins.
Síðustu vikurnar' hafa ver
ið lærdómsrikar fyrir is-
lenzku þjóðina, og enn mun
hún geta dregið mikla lær-
dóma af atburðum næstu
daga. Kommúnistar hafa
kastað lýðræðisgrimunni og
komið til dyranna eins og
þeir eru klæddir sem flokk-
ur einræðis og ofbeldis. Þeir
hafa fært þjóðinni heim sann
inn um það, að ímyndaðir
hagsmunir Rússa eru þeim
meira virði en hagur og heill
íslands og ís.lendinga. Þeir
telja sig ekki geta setið i rík-
isstjórn, nema sýndur sé
fjandskapur við hinar vest-
rænu lýðræðisþjóðir og hinu
austræna einræðisríki hlýðni
og undirgefni.
*
íslendingar geta að sjálf-
sögðu mætavel komizt af án
þess að kommúnistar sitji í
ríkisstjórn, og brotthlaup
kommúnista úr rikisstjórn-
inni verður þeim aðeins til
skaða og skammar eins og
brátt mun koma á daginn.
Þjóðin hefur ekkert við þann
stjórnmálaflokk að gera, sem
setur ímyndaða hagsmuni
erlends ríkis ofar hag henn-
ar. Og hún mun leiða komm
únista í þann sannleik við
fyrsta tækifæri, sem henni
gefst til þess.
óskast.
Upplýsingar í afgreiðslu þessa blaðs.
Alþýðublaðið, sími 4900.
HAFNARFJÖRÐUR.
Tvö herbergi og ekfhús óskast
nú þegar eða í vetur. Til greina kemur
óinnréttað. Mikil fyrirframgreiðsla. Til-
boð sendist • blaðinu fyrir 15. okt. merkt:
Á—10.000—V.
STÚLKU,
helzt vana saumaskap vantar okkur nú þegar.
Upplýsingar hjá. klæðskeranum.
FÖT,
Vesturgötu 17, 3. hæð.
þess að hið eina rétta sé gert í
þiessu' onáli, ekki til þess að
koma fram befndum eða foeita
■refsingum gegn einhverjum til-
teknurn .einstaklingum, heldur
itil þess.að vekja samvizku okk-
■ar sjálfra, kervna okkur öllum
hvað sé ieyfilegt og hvað eé
ekki leyfilegt. Ef ekki er beitt
,aga við embættismannastétt
iandsins, við hverja á þá að beita
aga? Og hverjum ber þá að
hlýða aga?
Hannes á horninu.
MORGUNBLAÐIÐ. gerði í
forustugrein á sunnudaginn
afgreiðslu alþingi.s á samn-
ingnum við Bandaríkin að
umræðuefni. Um afstöðu
Framsóknarflokksins, sem
vakið hefur mikla athygli,
farast því þannig orð:
„Öllium. landslýð hlýtur nú að
vera Ijóst, að gegn þessum
samningi eru í r.aun og veru
Beir einir, sem vilja, fjandskap-
est við Bandaríkin.
Skýrasta sönnunin fyrir þessu
er >e. t. v. sú, að þrátt fyrir þann
leynda og ljó>sa fjandskap, sem
Framsóknarflofckurinn, undir
forustu Hermanns Jónassonar
hefir sýnt Ólafi Thors forsætis-
ráðiherra — og það í stöðugt
vaxandi mæli — þá klofnaði þó
flokkuriinn til helminga í mál-
inu. Hvers vegna? Vegna þess,
að svo augljóslega væri það
fcainn fjandiskapur við Banda-
ríki-n að neita þ>eirri beiðni
þeirra, s-em fyrir liggur og
samningurinn fjallar um, að
hálflur Framsóknarflofckurinn
undir forustu Eysteins Jónsson-
ar vill heldur kljúfa sig frá
helmingnu'm undir foru&tu Her-
manns Jónassonar, — vill held-
u>r styðja málstað Ólafs Thors
>en að gerast meðsekur að verkn-
aði, sem heilbrigð dómgreind
nú og um allah aldur dæmir
■beinan o>g ótvíræðan fjandskap
við tvö voidugustu nágrannaríki
okkar, Bandaríkin og Bret-
lan>d.“
st
Um afstöðu kommúnista
segir Morgunblaðið:
„Afstaða kommúnista mark-
■ast nú sem fyxr af því, a>ð þeir
vilja einangra íslendinga, og
gera feá þar með beint og óbei'nt
háða Rússum.
Máske hafa kommúnistar
aidrei gengið lengra í þessa átt
>en nú. Því að það er rétt, sena
forsætisráðberranin sagði á al-
þingi, að ef Bandaríkjunum er
neitað um jafn sanngjarna ósk
sem þá, er þeir hafa hér borið
fram, csk, sem byggist á því, að
létta þeim skylduna gagnvart
sameinuðu þjóðunum til her-
'Stjórnar í Þýzkalandi, — ósk,
sem byggist á því, að tryggja ör-
yggi og líf þeirra þegna Banda-
ríkjanna, sem þar eru að verki,
þá hafa ÍS'lendingar opinskátt
o.g ótvírætt sýnt B'andaríkjunum
fjand'skap, og einnig virt að
vettugi ráðleggingar Breta.
Og það er einnig rétt, sem
forsætisráðherrann sagði, að
afleiðing þ'sirrar synjunar yrði
sú, sem ísiendingar þó áreiðan-
lega «k>ki ætlast til, að þjóðin
ætti hvergi skjóls að leita meðal
þeirra þjóða, s>em voldu.gastar
eru, nema hjá.Rússum einum.“
•
Afstaða kommúnista í
þessu máli hefur mótazt af
gömlum og nýjum fjandskap
þeirra í garð Bandaríkjanna
annars vegar og ímynduðum
hagsmunum Rússa hins veg-
ar. Og svo mikils meta þeir
ímyndaða hagsmuni Rússa,
að þeir munu staðráðnir í að
hlaupast brott úr ríkisstjórn-
inni. þeirra vegna.