Alþýðublaðið - 08.10.1946, Page 5

Alþýðublaðið - 08.10.1946, Page 5
Þriöjudaginn 8. okt. 1946. ALÞVÐUBLAÐIÐ s Framh,ald af 3. síð.u. um erlends hers, hverfur nú að fullu og ö'llu undir óskor- uð úrslitayfirráð íslenzkra stjómarvalda. Hlutverk Bandaríkja- hers hér á landi, sem hann innti af höndum, með fullu samþykki Islands, er nú með öllu lokið. ísland hef- ur full wmráð yfir öllu landi sínu, eins og vera ber. ísland fær tryggingu. fyrir því, að geta starfrækt undir eigin stjórn voldugan At- lantshafsflugvöll til ómetan- legs hagnaðar fyrir samgöng- ur og samskipti við erlend ríki og miklar cg verðmæt- ar eignir til óskoraðs íslenzks reksturs á flugvellinum í framtíðinni, : þegar fengizt hefur. nægur jslenzkur, þjálf- aður mannafli. ísla-nd greiðir fyrir vold- ugri vinveittri lýðræðisþjóð til þess að auðvelda henni að halda uppi samningsskyldum sínunr við sameinuðu þjóð- irnar, í hvers hópi ísland væntir að verða viðurkennt innan skamms tíma. ísland tryggir sér með samningi áframhaldandi vin- semd og samstarf við hinar engilsaxnesku stórþjóðir og fullan skilning og sarnhug lýðræðisþjóðana á -Norður- löndum og meginlandi Ev- rópu. Þetta er allt í fullu sam- ræmi við utanríkispólitík Al- þýðuflokksins, að tryggja og öryggja fullveldi og sjálf- stæði íslands, gegna eðlileg- um skyldum sínum í alþjóð- legu samstarfi, auka og bæta samgöngur við aðrar þjóðir, án þess að reisa sér fjárhags- lega hurðarás um öxl. svo og viðhalda og efla vinfengi við lýðræðisþjóðirnar. Hvers vegna.ganra- gangurínn gegn saírrinirígiiMíii? Hm hvers vegna er þá þessá gauragangur, ofbeldi, uppþot og takmarkalaus illyrða- flaumur, svika og landráða- brigzl, sem andstæðingar samningsins hafa haldið uppi undanfarnar tvær vikur og nú einnig á lítið sroekkvís- legan hátt heyrist héðan úr sölum alþingis i ræðu Kat- rínar Thoroddsen? Þetta á sér skýringar, sem mér þykir skylt að víkja að. Fyrstir. og fremstir í hópi ofstopamannanna, ,er með skefjalausum æsingi og gauragangi berjast gegn sarn- þykkt þessa samnings, eru íslenzkir kcmmúnistar, bæði floklisbun.dnir og óflokks- bundnir. Þá er og nokkur sundurlaus . hópur manna úr ýmsum áttum, sem ekki eru komniúnistum. skyldir í skoð- unum, þótt þeir, því miður, í barátíu þessari hafi sumir hverjir tamið sér .keimlíkar starfsaðferðir og orðbragð, eins og vel má sjá á ávarpi til íslenzkra alþingismanna, er birtist i blaðinu „Þjóð- vörn“ í gær. Því var að vísu ekki áður fyrr spáð, að kommúnistar teldu sig sjálfkjörna í fylk- ingarbrjóst ættlande síns. Þeirra mikli spámaður, Karl Rlarx komst svo að orði í Kommúnistaávarpinu: ,,Ör- eigalýðurinn á ekkert ætt- land. Það, sem hann ekki á, verður ekki af honum tekið.“ En kommúnistar allra landa hafa eignazt nýtt ættland, sem er Sovét-Rússland. Ut- anríkismálastefna þess er utanríkismálastefna komm- únista um allan heim. Qg þó að einstakir áhangendur þeirra vilji sverja fyrir þetta, jafnvel við minningu feðra sinna, þá tala stað- reyndirnar samt öðru og ó- skeikulu máli. Sovét-Rússland hefur aldrei gert neitt, í afstöðu sinni til annarra landa, án þess að kommúnistar, jafnt íslenzkir sem aðrir, hafi sungið hallelúja. I»að var gert þegar Stalin gerði vináttusamninginn við Hitler; það var gert ,þeg- ar Molotov sagði, að það væri ekki nema smekksat- riði, hvort menn berðust með eða móti nazisma; þáð var gert þegar Rússar réðust að baki Pólverjum; þá sagði einn af höfuð spá- mönnum kommúnista í Þjóðviljanum: „Þrem vik- um eftir undirskrift griða- sáttmálans er bolsjevis- minn á bökkum Veiksel. Fimmtán miljónir manna -----hafa árekstralítið og án# verulegra blóðúthell- inga, hoppað inn í ráð- stjórnarskipulag verka- manna og bænda. Ég skil ekki almennilega hvernig bolsjevikar ættu að sjá nokkurt hneyksli í því, að 15 milljónir manna erw þegjandi og hljóðalaust innlimaðar undir bolsjevis mann.“ Þannig fórust hon- um orð. — Og þegar Rússar heimtuðu herstöðv- ar í Finnlandi, þótti komm únistum það sjálfsagt, að þær yrðu látnar af hendi, og jafn sjálfsagt, að Rúss- ar tækju þær með her- valdi. Þegar Eystrasalts- löndin voru innlimuð í Rússland var gleði í her búðum kommúnista. Þeg- ar Rússar heimtuðu her- stöðvar af Tyrkjum, var tekið undir í fylkingum kommúnista. Og þannig mætti endalaust teljia. Og íslenzkir kommún- istar fara áreiðanlega nærri um það, að Rússar muni þess ekki hvetjandi, að gerður verði á milli íslands og Banda- ríkjanna samningur sá, er hér liggur fyrir. Og þar með er afstaða kommúa- ista skýrð. Og svo miltið þykir þeim nú við þurfa til að framfylgja utanríkisstefnu Rússa, að þeir gefa þær yfirlýsingar í blaði sínu og á alþingi, sem ekki verða skildar á annan veg, en að þeir muni tafar- laust hverfa úr ríkisstjórn- inni, þegar samningurinn er samþykktur. i Um andstöðu þeirra manha, sem ekki eru kom- múnistar eða kjósendur þeirra, vildi ég það eitt segja, að sú afstaða virðist mér byggjast á einangrunar- stefnu, andúð eða tor- t^yggni í .garð Bandaríkj- anna, misskilningi á hinum nýju viðhorfum, sem skap- azt hafa í stríðinu og upp úr því, hv.að ísland snertir, varð andi alþjóðaviðskipti, og þá einnig að nokkru leyti á vanmati á íslenzku þjóðinni til þess að vernda cg halda í heiðri sjálfstæði sitt og þjóð- erni, og auk þess á gamalli einangrunarrómantík. Eítt orkar á þennan og annað á hinn, og margt af þessu s.am- eiginlega á suma. En ekki dettur mér í hug að bera þessa menn þeim brigzlum, sem þeir, sumir hverjir, láta sér sæma að bera á okkur. Sumir andstæðingar samn- I ingsins hafa borið það mjög j í munni sér, að hann væri hættulegur sjálfstæði þjóð- arinnar og skerðing á sj.álfs- virðingu hennar. Slíkt er, eins og ég hef áður bent á, annaðhvort byggt á blekking- um eða hrapallegum mis- skilningi og vanmati. En það er annað, sem hættplegt er sjálfstæði íslands og virð- ingu þjóðarinnar út á við, og það eru umræður þær, orð- bragð og brigzlyrði, er átt hafa sér stað í blöðum og á mannfundum út af þessu máli. Látum vera, þó að þessu fólki þóknist að kalla okkur, íslenzku alþingismennina, er fylgjum samningnum, júd- asa, kvislinga, landráðamenn, föðurlandssvikara og þjóð- níðinga. Þetta orðbragð ei; mjög algengt og munntamt andstæðingunum. Það hrín á þeim, en ekki öðrum. En miklu verra er hitt og hættu- legra fyrir álit landsins og jafnvel sjálfstæði þess, að nota verstu götustrákaorð og illmæli um Bandaríkin og Bretland og höfuðforustu- menn þessara ágætu lýð- ræðisþjóða. Táknrænt fyrir þennan munnsöfnuð eru orð eins af rithöfundum Þjóð- viljans, er hann vill láta svara þeim manni, er nú ber j einna hæst í utanrikismál- um meðal jafnaðarmanna og jíýðræðisþjóðanna yfirleitt, utanríkisráðherra Breta, Mr. Bevin, með því að segja hon- um að „éta það, sem úti frýs“. Slíkur vanþroski, dólgs skapur og dónaskapur í um- ræðum um utanríkismál er beinlínis þjóðhættulegur. Ísland og sameinuðu þ-jóðirnar. ÖRYGGISRÁÐIÐ hefur mælt með þ.ví, að íslandi verði veitt inngan.ga í b.anda.lag samein- uðu þjóðarapa, og má því teljast víst, að allsherjarþirag 'bandalagsins, sem kemur saman í NewYork í lok þessa mánaðar, muni samþykkja upptöku okkar. Það er því athyglisvert að kynna sér, ■hvernig inntaka okkar og annarra nýrra meðlima fór fram, því að á því sést, hvaða átök eiga sér nú stað innan sameinuðu þjóðanna, og raunar um allan.heim- TVENNT BER ,að hafa í huga í samtoandi við þetta mál: 1) Mikil barátta hefur stað-ið milli Rússa og Vesturveld- anna í bandaiaginu, og 2) kjarni þessa inntökumáis er barátta miili þessara aðila um ný, atkvæði. NEFND VAR SKIPUÐ til að undirbúa inntöku nýrra með •lima fyrir öryggisráðið, og áttu í henni sæíi fulltrúar allra larada ráðsins. Hún fjallaði um umsóknir átta rikja og starfaði fyrir luktum dyrum, en það sýnir, að búizt var við hrossakaupum, sem og varð. Það kom strax í ijqst, ,að Bretar og Banda- ríkjamenin voru því . mjög mótfallnir, að Albaníu og Ytri Mongóíu yrði veitt upp- taka, og báru fyrir því ýms- ar ástæður, raema aðalástæð- una, .sem sé að þessi ríki eru aiger. leppríki Rússa. Ólíklegt var, að Gromyko mundi hleypa mcrgum vinaþjóðum Breta inn, meðan þessum heiðursmiiamum var neitað um inngöngu. UMSÓKN ÍSLENDINGA kom til umræðu í raefndinni, og mun enginn hafa mælt þar alvarlega á móti. Fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna, þeir V. G. Langford og Hayden Raynor, mseltu með iandi okkar, en Krassilraikov, fulitrúi Rússa og fyrr.ver- andi sendiherra þeirra á ís- landi, áskildi sér rétt tií að ræða umsóknir íslands og Svíþjóðar fnekar. ÞAÐ ÞÓTTI NÚ VÍST, að Rúss- ar myndu nota neitunarvald sitt í öryg.gisráðinu til þess að hindra inntöku tveggja, eða þriggja ríkjia, úr því að Vesturveldin neituðu að hleypa Ytri Mongólíu og al- baniu inn. En hvaða ríki .mundu það verða? Það virt- -samt'Htar né ffram- Ég hef þá gert grein fyrir afstöðu minni og þeim rök- um, sem liggja til grund- vallar fyrir samþykkt mið- stjórnar og þingflokks Al- þýðuflokksins um að rétt sé, eðlilegt og til beinna hags- muna fyrir ísland aS sam- þykkja samningsfrumvarpið. Ég er öruggur i þeirri skoðun, að sanuiingur þessi verði til giftu og gæfu fyrir þjóð ina, og kvíði þar engum dómi, hvorki samtíðar né framtíðar. ust allir sammála um að ekki yrði það Afghanistan, svo að eftir v.oru Trans-Jórdanía, Portúgal, .írland, Svíþjóð og ísland. Vitað var, að Rússar höfðu ilit auga á ameríska hiernum á .íslandi. Og hverp v.eg'na var Krassilnifeov, sérfræðingur þ'eirra í ís- landsmálum, settur í þessa nefnd? Af hverju áskildd ha.nn sér rétt-til að ræða frek ar umsókn íslan.ds og Svíþjóð ar? SVO LEIT ÚT, ..sem vel gseti verið, að Rússar mundi neita að fallast á inntökuibeiðni ís- lands og Svíþjóðar, og það gat enginn gert meir en- að vona, að svo yrði efcki. Mál- ið. fór úr nefnd til fullnað- ar.umræðu og ákvaeðana í öry.ggtsráðin.u. Umræður ur.ð'U miklar, og ýsnsar þjóðir höfðu lýst sig fylgjandi okk ur íslsndingum, þar á með- al M.exikómenn. En 'brátt kom.í ljós, að iiáð Jíússa var með okkur.og Svíum. RÚSSAR HÖRÐU ÁKVEÐIÐ að fallast á inntöku íslarads og Svíþjóðar, auk Afghanist- an. En þ.eir voru é móti ír- ..landi, Por.túgal og Trans- Jórdaníu, F.uiltrúar Breta og Bandaríkjanna, sem höfðu fært ýms rök fyrir því, að þeir voru á móti Ytri-Mon- gólíu o.g Albaníu, kröfðu Gromyko um ástæðu fyrir andsúöðu hans við þessi þrjú ríki. En hann gaf enga, nema þá, að Sovétríkin hefðu ekki stjórnmálasamband við þau. Það fór því svo, að aðei.ns var mælt með þrem ríkjum, íslandi, Svíþjóð og Afghanist an, í bandalag sameinuðu þjóðanna, af ótta umsækj- endum, og þykir vafalaust báðum aðilum þeir hafa jafnar vonir um aíkvæði þessara smáþjóða. IÞVÍ VELTA MARGIR FYRIR SÉR, hvers vagne Rússar Sýndu ísiandi enga mót.stöð,u þótt þar væri amerískur her, né heldur Svíþjóð, en snerust gegn írlandi, Portú- fal c.g Trarasjórdaníu, sem þeir höfðu enga gangrýni á, nema helzt því síðasta, þar sem áhrif Breta eru mjög mikil. Er það stefna Rússa að koma sér í mjúki-nn við Norðurlöndin, og ef svo er, af hverju? bgr. Sýning, á mmyik kl. 8 síðíicgis. leikrit í þrem þáttuim. AÐGÖNGUMIÐASALA í Iðiió fró k!. 3 í dág. — Sími 3191. Ath. Aðgöngu.miÖa cr hægt ,a3 panta í síma (3181) kl. 1—2 cg eítir 4. Pant- anir ísskist fvrir kl. 6 sama dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.