Alþýðublaðið - 03.11.1946, Page 2

Alþýðublaðið - 03.11.1946, Page 2
ALÞÝDUBLADIÐ Sunnudagur, 3. nóv. 1946. Allmikið af VEFNAÐARVÖRUM eru þegar komnar til landsins. Aðrar sendingar eru á leiðinni og enn aðrar væntanlegar í nóvember og desember. Þeir, sem þegar hafa afhent okkur nauðsynleg leyfi, sitja að sjálfsögðu fyrir með vörur, svo og þeir, sem NÆSTU DAGA afhenda okkur Innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi. heildverzlIn REYKJAVIK Slysa varnafélag ið efnir til námskeiðs fyrir sjófarendur. Á MORGUN hefst nám- skeið fyrir sjófarendur, sem Slysavarnaféiag íslands gengst fyrir. Mun námskeið ið standa yfir í vikutíma, og verða á því fluttir margir fyr irlestrar, kennd verður hjálp í viðlögum, og lífgun ur dauðadái- Námskeiðið verður haldið li samkomusal Landssmiðj- tunnar og hefst það þar á anorgun kl. 6 e. h. Þá mun Sigurbjörn Einarsson skip- stjóri flytja erindi um stjórn á opnum bátum á sjó og við lland. Rætt verður um útbún- lað opinna báta, hvernig setja skuli á flot, hvernig beita á opnum báti gegn sjó og vindi, undanhald í stormi og vindi ■og um brimlendingu. Þá verður enn fremur rætt um hirðingu á skipum og út- búnað þeirra. Undir þeim m verður þetta rætt: Ryð og flfúi og orsakir þess, ofhleðsla og vanhleðsla á farmi, legu- færin og þýðing þeirra, hin lögskipuðu öryggistæki og' eftirlit með skipum og nauð- syn þess. Loks flytur Jón Oddgeir Jónsson fyrirlestur um hjálp í viðlögum, og fram fer bæði verkleg og munnleg kennsla við lífgun úr dauða- dái, Þetta eru þau helztu atriði, sem fram fara á námskeiðinu fyrsta daginn. Af öðrum er- indum, sem filutt verða á rtámskeiðinu síðar í vikunni, skulu þessi nefnd: Skipin, sem við siglum á, Tilhögun og stjórn á skipum i vondum veðrum, Radiovitar og radio- smiðanir, Veðrabreytingar og orsakir þeirra, Notkun og við- hald talstöðva í skipum, Radio miðanir og miðunartæki, Notkun fluglínutækja og' björgun úr sjávarháska. Starf semi Slysavarnafélags íslands og gildi slysavarna fyrir sjó- farendur. Auk þessara erinda, sem nefnd hafa verið, mun Jón Oddgeir Jónsson kenna hjálp í viðlögum flesta dag- ana, meðan námskeiðið stend Ur yfir. Tlllögur um endur- bælur á dánarbóla- Iðggjöflnni. STJÓRN Farmanna og fiskimannasambands Islands var á þingi sambandsins í haust falið, að koma á fram- fæi-i við alþingi tillögum um endurbætur á lögum um dánarbætur sem samþykkt voru á alþingi 1944. Fara tillögurnar hér á eftir: 1. Að endurgreiða að fullu með 4% vöxtum frá dánar- degi viðkomandi lífeyri þann, sem keyptur var handa ekkjum, börnum og öðrum aðstandendum hins látna, samkv. lögum um lífseyris- sjóð aðstandenda látinna sjó manna. 2. Að greiða að fullu mis- mun þann á dánarbótum drukknaðra sjómanna sem kemur í ljós við samanburð á dánarbótum samkv. lögum frá 1940 og 1944. 3. Að ekkjum drukknáðra sjómanna, er orðið hafa frá 16. maí 1940 til ársloka 1946 verði auk þess veittur árleg- ur styrkur frá 1. jan. 1947 að upphæð kr. 1000.00 — eitt þúsund krónur — að við- bættri vísitölu á hverjum tíma. ÍBÚÐ TIL LEIGU Tveggja herbergja íbúð til leigu nú þegúr. Upplýsingar í síma 2640 milli kl. 4 og 5. Emaileruð POTT-ELDAVÉL með miðstöðvarhitun til sölu. — Nánari upplýsingar í dag og á morgun eftir kl. 3 í Kirkjuvegi 11, Hafnarfirði. Sex bifreiðasmíða- nemar Ijúka sveinsprófum SEX BIFREIÐASMÍÐA- NEMAR luku prófi í bifreiða smíði, 28. og 29. sept s. 1. og hlutu allir fyrstu einkun. Þetta eru fyrstu nemarnir, er byrjuðu nám eftir að bifreiða smíði var viðurkennd sem iðngrein. Þeir sem próf tóku voru: Magnús Björgvin Gíslason og Tómas Guðmundsson, lærðu hjá Kristni Jónssyni, Frakka stíg 12. Hjálmar Hafliðason, lærði hjá h. f. Agli Vilhjálms syni, Laugaveg 118. Eyjólfur Einar Jónsson og Eysteinn Guðmundsson, lærðu hjá h- f. Bílasmiðjunni., Skúlatúni 4. og Gísli Guðmundsson, lærði hjá Tryggva Péturs- syni & Co. Skúlagötu. I tilefni þessa atburðar héldu eigendur verkstæða þeirra, er nemana höfðu, hóf að Hótel Borg og buðu þang að hinum nýútskrifuðu svein um ásamt prófnefndinni. Var veitt þar af mikilli rausn og sveinsbréfin afhent hinum nýju sveinum og þeir boðnir velkomnir í i.ðngreinina, sem fullgildir iðnaðarmenn. Kosningin í sfúdenfa- ráð. Framhald áf 1. síðu. aðra sósíalista 57 atkvæði, en fékk 49 í fyrra og félag frjáls lyndra stúdenta 32 atkvæði, en fékk 40 í fyrra. Jafnaðarmenn hafa því bætt við sig hlutfallslega mestu fylgi í háskólanum frá því i fyrra. Kosningar í Banda- ríkjunum. Framhald af 1. síðu. fyrir kemur á þingi. Meðal þeirra fylkisstjóra- kosninga, sem mest ber á, er kosningin í New York, þar semÐewey ver sess sinn gegn ráð við Stefán Thorarensen Er ekki ástæða fyrir einkasöiu á iyf jum? Nead öldungadeildarþing- tnanm. STEFÁN THORARSEN- SEN lyfsali hefur gert lyfja- innflutning og leyfisveiting- ar Viðskiptaráðs að frekara umtalsefni í blöðum bæjar- ins. Viðskiptaráðið telur á- stæðulaust að eltast við hár- toganir lyfsalans, en þykir eftir atvikum rétt að taka fram eftirfarandi: SKORTUR Á PENICILLIN OG ÓNÓGAR LEYFIS- VEITINGAR. í sambandi við þá ásökun að Viðskiparáðið hafi tafið innflutning á penicillini svo að skortur hafi verið á því, má á það benda að á stríðsár- unum flutti Viðskiptaráð beinlínis inn það penicillin, sem fékkst til landsins, vegna þess að aðrir aðilar gátu ekki fengið það keypt. Síðan að afgreiðsla á því varð frjáls, vegna aukinnar framleiðslu, hefur ekki verið skortur á því hér á landi,, og fullyrða má að á þessu ári hafi það verið fáanlegt til lækningar þeirra sjúkdómstilfella, þar sem þess hafi verið tvímæla- laus þörf. En hvað sem má um þetta atriði segja, þá vill Viðskiptaráðið í þessu sam- bandi benda á: Stefán Thorarsensen upp- lýsir að apótekarar hafi á- ætlað að þurfa myndi eina og hálfa milljón króna leyfis- veitingu fyrir lyfjum og hjúkrunargögnum, til þess að fullnægja árlegri þörf landsmanna fyrir þessar vör ur. Frá 1. janúar og til 30. september þ. á. hefur Við- skiptaráðið vei.tt apótekurun urn leyfi eins og hér segir: í$-gjaldeyri 795.313,00 kr., í £-gjaldeyri 1.010.019,00 kr., framlengd leyfi frá 1945 samtals 3.04.413,00 ltr. Sam- tals ný og framlengd leyfi 2-109.713,00 kr. Viðskiparáðið hefur því fram til 30. sept- þ. á. veitt lyfsölunum 600 þúsund krón ur ineiri leyfi en þeir sjálfir áætla heildar ársþörfina. í þessu eru ekki taldar leyfisveitingar til Lyfjaverzl unar ríkisins eða annarra að- ila, sem flutt hafa inn lyf í áratugi. ; ■>**. Á þessuisést bezt réttmæti þeirrar ásökunar, að. Við^- skiptaráðið hafi tafið lyfja- innflutning, með því að draga úr leyfisvei.tingum. MISNOTKUN LEYFA. Stefán Thorarensen segist hafa flutt inn ormalyf fyrir 57 dollara. Votta það með honum 2 dýralæknar sam- kvæmt reikningum, sem „þeir hafa yfirfarið.“ Vi.ð- skiptaráðið hefur í höndum faktúru tolláritað, er sýnir að þann 18. ágúst fékk þó Stefán Thorarensen 44 tunnur eða um 3 smálestir af ormalyf- inu Phenothaizine frá Ame- ríku. Lyf þetta er eingöngu ætlað skepnum og kaupir Rannsólcnarstofa Háskólans það frá Bretlandi og dreyfir því út til bænda. Stefán Thorarensen sótti um leyfi fyrir ormalyfi frá það frá Bretlandi og dreifir beiðni var synjað á þeim grundvelli, að það fengist frá Bretlandi. En þann 8. apríl s. I. pantaði hann fyrrgreint lyf frá U.S.A., segir hann þó orðrétt í fyrrnefndri grein: „Þegar þess er gætt að apó- tekarar mega ekki gera lyfja pantanir fyrr en þeir hafa leyfin í höndunum11, sést af þessu hið fornkveðna, að haégara er ,að kenma heilræð- in en halda þau. LYFJAVERZLUN RÍKIS- INS. Stefán Thorarsensen reyn- ir á allan hátt að gera tor- tryggilega Lyfjaverzlun rík- isins og forstöðumann henn- ar, hr. Kristin Stefánsson, lækni. Það er Viðskiptaráð- inu óviðkomandi- Lyfjaverzl unin er hinsvegar stór i,nn- flytjandi lyfja. Sú aukning sem orðið hefur á starfi henn ar varð mest, þegar lyfjaleyfi voru veitt mjög ríflega þeim aðilum, sem um þau sóttu. Eins og Vi.ðskiptaráðið hef ur áður skýrt frá, byggjast dollara-leyfisveitingar í ár á innflutningi 2 undanfarinna ára. Ef Stefáni Thorarensen þykir því skammtur Lyfja- verzlunarinnar of stór, staf- ar það af því einu, að Lyfja- verzlunin hefur á undanförn um árum haft meiri þörf fyr ir leyfi heldur en Stefán Thorarensen. Viðskiptaráðið sér ekki á- stæðu til þess að svara frekar grein Stefáns Thorarensen og er hér með útrætt um mál þetta af þess hálfu, nema sér- stakt tilefni. gefist til. Reykjavík, 1. 11. 1946. Viðskiptaráðið Búlgaría. Frh af 1. síðu kosningarnar. Ætla Bretar sannilega að kvarta um þetta, og hafa fregnir borizt um að Bevin mudi ræða málið við Byrnes. Þótt fleiri væru í framboði en kommúnistar, var hafður í frammi hvers konar dólgs- háttur við andstæðinga stjórnarinnar. Var fundurn þeirra hleypt upp og jafnvel settar hindranir á vegi til að menn ekki kæmust á fundi þeirra. Þá voru hafðar í frammi alls konar hótanir við menn, sem grunaðir voru um stuðning við andstæðinga stjórnarinnar, svo að þeir þorðu ekki annað en að kjósa kommúnista. Er talið, að stjómin hafi haft ýmsar aðferðir til að athuga hvern- ig menn kusu, þótt það héti svo, að kosningin væri leyni- leg. Bretar höfðu ekki eftirlits- menn við kosningamar, en ýmsir fulltrúar þeirra, sem í Búlgaríu hafa verið undan- farið, hafa sagt frá þessum aðförúm.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.