Alþýðublaðið - 19.01.1947, Page 3

Alþýðublaðið - 19.01.1947, Page 3
Sunnudagur, 19. jan. 1947. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Heyrt og lesið Á ÞESSXJ ÁRI hefst útgáfa á ritsafni Guðmundar Friðjóns- sonar á Sandi. Munu koma út af því tvö bindi á árinu, en gert er ráð fyrir, að ritsafnið verði alls átta bindi. Pétur Lárusson annast útgáfuna, en bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar gef- ur út. WINSTON CHURCHILL er um það bil að ljúka við bók um stjórnmálaviðburði síðustu 10 ára. Þeir, sem lesið hafa hand- ritið, segja, að þetta sé bezt skrifaða bók hans og að von- um athyglisverðasta. Sagt er, að útgefendur hafi þegar boð- ið milljónir króna fyrir hand- ritið. ÍSAFOLD gefur út í ár „Sög- ur ísafoldar“, úrval allra sagna, sem Björn heitinn Jónsson þýddi í ísafold, Iðunni og fleiri rit og áttu miklum vinsældum að fagna. Sigurður Nordal próf essor velur sögurnar í úrval þetta. FYRIR NOKKRU er komin út í Noregi bók eftir Jacob S. Worm-Miiller, prófessor, sem kunnur er hér á landi. Hún nefnist „Til Norge“ og flytur ræður og greinar hans frá her- námsárunum. * MÁL OG MENNING gefur út sem síðustu félagsbók sína 1946 úrval úr ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar, og ber það heitið „Ljóð frá ýmsum löndum“. DANSKI RITHÖFUNDUR- INN Tom ICristensen sendi frá sér í haust nýja bók, „Hvem er Heta?”, og flytur hún fjórar smásögur. KOMIN ER ÚT ný skáldsaga eftir hinn heimsfræga rithöf- und Sholem Asch (höfund bók- anna „The Nazarene" og „The Apostle"). Nefnist hún „East River“ og fjallar um New York tuttugustu aldarinnar. FERÐASAGA Guömundar Daníelssonar frá Guttormshaga til Vesturheims, allstór bók og að sögn mjög skemmtileg, er í prentun hjá ísafoldarprent- smiðju. * NÝLEGA eru komnar út í Bretlandi nýjar bækur eftir tvo fræga rithöfunda, skáldsagan „The Poacher“ eftir H. E. Bates og smásagnasafnið „Travellers" eftir L. A. G. Strong. HINN KUNNI NORSKI FRÆÐIMAÐUR Didrik Arup Seip, prófessor, hefur sent frá sér bók, „Hjemmc og i fiende- land“, þar sem hann lýsir því, er á. daga hans dreif 1940—1945. ❖ ' ; ' ■ KOMIÐ ER ÚT nýtt bindi af endurminnirigum norska stór- skáldsins Johans Bojers, er nefnist „Svenn“ og er framhald af „Læregutt", sem kom út á hernámsárunum. Bojer lýsir í bók þessári ýmsum frægum andans mönnum. Ljóðmyndir Jóns úr Vör Sö9ur 'örJusiuMii. SUNDKAPPINN Iandskunni Lárus J. Rist sendir frá sér í ár bók, serri á að luuta „Synda eða sökk’ýa“, ö'g fijrtiir hún 'sjalfs- ævisöguþætti hans. Bókin verð ur um 300 blaðsíður að stærð í stóru broti og prýdd mörgum myndum. JÓN ÚR VÖR var hvorki hávær né fyrirferðarmikill, þegar hann kvaddi sér hljóðs með ljóðakverinu „Ég ber að dyrum“, en það var hagleg frumsmíð. Næsta bók hans, „Stund milli stríða“, svaraði ekki þeim vonum, sem fyrsta bók hans vakti, og sætti þung um dómi, er að sumu leyti var harla ósanngjarn gagn- vart ungum höfundi. En nú er komin út ný bók eftir Jón, órímaður ljóðaflokkur um þorpið, þar.sem honum tekst víða vel upp, og bókin ber því vitni, að hann velur sér verkefni, sem hann kann skil á og veit, að er honum ekki ofviða. Höfundurinn bregður upp í bók þessari myndum af þorpinu, sem margar eru skýrar og fifandi, og heild- arsvipur þeirra er samfelld- ur og sérstæður. Lesandinn sér fyrir sér þorpið, ekki sér stakt þorp með sérstöku heiti, heldur táknmynd ís- lenzks þorps, sem gæti ver- ið hvort heldur værii austan lands eða vestan, sunnan lands eða norðan, þótt reynsla höfundarins hljótii að liggja gerð hennar og megindrátt- um til grundvallar. Hann fær mynd af heiidarsvip þorps- ins, en einnig af tilbrigðum þess og sérkennum, fylgist með lífi og starfi fólksins, sem byggir það, stundum í blíðu, oftast þó í stríðu, veit baráttuna, sem þar er háð, og skynjar örlög, er þar ger- ast. » Jón úr Vör kallar „Þorpið“ órímaðan ljóðaflokk, en það liggur viið, að það sé rang- neíni. Sumir þættir bókar- innar mega heita óbundið mál, en aðrir nálgast það mjög.að vera bundið mál. En sennilega hefur höfundinum tekizt að leysa þetta verkefni sitt með þeim árangri, sem raun ber vdtni, fyrst og fremst vegna þess, að hann valdi sér þetta listform. Það hefði verið mikil listraun að fella ýmsar myndir bókarinnar í ramma höfuðstafa og stuðla, svo að þær hefðu ekki máðst að miklum mun og jafnvel orðið svipur hjá sjón frá því, sem nú er. Jón hefur skilið það. réttálega, að órímuð Ijóð eiga því aðeins rétt á sér, að lögð sé áherzla á að méitla og fága hverja setn-' ingu eins og ljóðhendingi a væxii— og breytt samkvæmt því. Örímuð ljóð láta jafn- aðarlega illa í íslenzkum eyrum, en þessi Ijóðaflokkur hlýtur að rijóta sérstöðu í þeim efnum. Það dylst ekki, að höfund- ur „Þorpsins“ er í framför, sem ljóðskáld, þótt bókin flytji ekkj, stórbrotinn eða rismiikinn skáldskap. Hann hefur valið sér viðfangsefnd, « e Jón úr Vör nokkru getið óðs hans um þorpið, hið íslenzka þorp í fjölbreytni sinni og einfald- leik. Helgi Sæmundsson. Vaníar asigasfeinana um tökum og gert því víða góð skil. Hver sem verða kann framtíð Jóns úr Vör sem skáids, mun verða að Sig;urður Róbertsson: Augu mannanna. Skáldsaga. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð jónssonar. 1946. BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR hefur gefið út fyrra bindi af skáldsögu, sem heitir Augu mannanna. Þetta bindi er yfir 300 bls. — og er útgáfan hin prýðilegasta. Saga þessi er eftir Sigurð Róberts- son, sem hefur gefið út tvö smásagnasöfn og látið birta eft ir sig í Nýjum Kvöldvökum langa skáldsögu, sem heitir Kennimaður. Allar þessar sög- ur virðast niér bera vitni um at hugulan, seiggreindan, elju- saman, en lítt frumiegá og frek ar daufgerðan rithöfund, traust an baggahest á liinum bólt- menntalega vettvangi, bagga- hest, sem þræðir trúlega göt- una og er ólíklegur til hvers konar loftkasta og fjörkippa, en mundi lika meinilla við að fara nerna fetið, — enda aldrei á höfrum alinn. Hin stóra skáldsaga Sigurð- ar Róbertssonar fjallar um líf fólksins í Kjálkavík, sjóþorpi nokkru, þar sem lítið er um at yinnu og framkvæmdir, svo að fólkið býr við meiri og minni skort og' hin verstu húsakynni. En uppi á brekkunni, ofan við þorpið, þýr eigandi þess, bónd- inn og kaupmaðurinn, Þorkell ríld, sem hefur líf fólksins og frelsi í Iiendi sér -— og er ekki laust við, að hann hafi að ýmsu háttu þeirra manna, setp höfundar í^lendingasagna köll- uðu „óeirðamenn. um kvenriá- far.“ Barnakennarinn í sveitinni vill fá Jólkið til að rísa gegn þessum valdasegg og girndar- sláp, en verður lítið ágengt, en hann hefur þó áhrif á drenginn Leif: Sveinsson í Sveinsbúð og föður hans. Svo drukknar Sveinn í Sveinsbúribg á Þorkell ríki óbeinlínis sök á því. Hann lætur nióður drengsins fá fé til matarkaupa gegn þeim eldfornu hlunnindum, ( sein ekki. .er að öllu náttúrlégu — s bhriarra færi að veita en kvenþjóðarinn- ar. En loks verða þessi hlunn- indi eins og grófasta vængja- Frh. á 7. síðu. Pearl S. Buck: Með austan- blænum. Smásögur. Maja Baldvins þýddi. Bókaút- gáfa Pálma H. Jónssonar. 1946. PEARL S. BUCK er ekki stórbrotinn skáldsagnahöfund- ur, en saga hennar Frjómold, sem í íslenzku þýðingunni var illa heitin og nefnd Gott land, er ágæt bók, þótt efalaust hafi hún notið þess meira en Iítið, að hún gerist í landi, sem er Norð- urálfubúum og Vesturheims- byggjum framandi dularheim- ur. En Buck hefur skrifað fjölda snjallra smásagna, sem flestar gerast austur í Kína eins og skáldsögur hennar, og það mun margra mál, að smásögur hennar hafi mun meira lista- gildi en skáldsögur hennar, að minnsta kosti, ef Frjómold er undanskilin. Með austanblænum, flytur fjórtán smásögur eftir þessa amerísku skáldkonu, sem verið hefur sannnefndur hamingju- hrólfur varðandi vinsældir og' viðurkenningu. Sögurnar bera allar einkenni þau, sem Pearl S. Buck hefur orðið fræg fyr- ir. Þær eru allar vel byggðar og hafa einhvern hoðskap að flytja, en merkilegastar eru þær fyrir myndir þær úr kínversku þjóðlífi, sem þar er brugðið upp, og víða er þar lýst snilld- arlega árekstrum gamla og nýja tímans þar austur frá. Sögur þessar eru telcnar úr tveimur smásagnasöfnum Buck, The First Wife og Today and Forever, sjö úr hvoru. Val smá- sagnanna úr fyrra safninu hef- ur tekizt sæmilega, en hins vegar hafa tvær beztu sögurn- ar úr síðara safninu, sem heita á frummálinu Tiger! Tig'er!. og Golden Flower, því miður orð- ið út undan, og er það mjög illa farið. Listagiidi smásagna Pearl S. Buck er ekki hvað sízt fólgið í stíl þeirra, en hans gætir ekki að heitið geti í íslenzku þýðing unni, og' hefur gildi þeirra þar með gerspillzt. Maja Baldvins væri efalaust ágætur skjala- þýðandi úr ensku, en hún rís hvergi undir þeim vanda að ís- lenzka þessar hugðnæmu og' blæbrigðaríku smásögur. Fimm af sögunum úr The First Wife hafa áður verið þýddar á ís- lenzku, f jórar birzt í tímaritinu Dvöl, en. ein í blaðinu Heimá, sem Raúþfélág Reylcjayíkur og nágrenriís' gaf út hér á árúnum. Hefði útgefandinn gert þarft v.erk, ef hann hefði lagt þýð- ingu Maju Baldvins á þeim til htliðar, en tekið fyrri þýðing- arnar upp í bókina í staðinn, enda' hefði hann efalaust átt þess kost, þar eð þýðandi fjögurra þessara smásagna rivun vera umboðsmaður hans hér í Reykjavík! Loks verður'ekki hjá því koril izt að láta í ljós undrun yfir þeim upplýsingum, að þessar smásögur Buck séu allar þýdd- ar úr safni úrvalssagna henn- ar, sem hafi koipið, ýt;.í:yestuv- þeimi árið IðKð'.c öíódaý.. llllllMIIIIIIIMIIIIIIIIIkllllllll) Nýirmenn — , Ný skáldverk NÝIR PENNAR Fimm skáldsagnahöfundar og fimm l.jóðskáld koma fram í hinum nýja áskrifta- flokki Helgafells, NÝJUM PENNUM. Skáldsaga Elí- asar Mar „Eft- ir örstuttan. leik“ er lýs- ing á viðhorf- um og hugs- unarhætti unga fólksins í Reykjavík árið Í945. — Hún gerist á kaffihúsunum, á götunum, og við grammó- fóninn í íbúð feðganna. Son- urinn er 21 árs stúdent, laus við lestuir, en fullur af áhuga fyrir músik ungum konum. og lausum félagsskap. Faðdr- Jnn er sjúkur kennari. í gagn- fræðaskóla, sem lætur son sinn afskiptalausan, þótt hann greiði fyrir hann barns meðlög. Þetta er tvímæla- laust bezta lýsingin á hugs- unarhætti reykvískrar æsku á þessum tímum. Elías Mar dvelst nú erlendis og er að ljúka við nýja skáldsögu. „Þeir brenn- andi bmnnar“ eftir Óskar Aðalsteán er fjórða skáld- saga hans. Áð- ur hefur Ósk- ar fyrst og fremst skrifað um alþýðu- fólk, kjör þess og lífsvið- horf. Það gerir hann að vissu leyti enn í hinni nýju skáld-. sögu sinni, en þó kveður við nokkuð aðra tóna. Þes'si nýja skáldsaga lýsir sterkum á- stríðum og miklum þrám. Þarna er allm'ikið þekktur rithöfundur með nýtt efni og verður gaman fyrir lesendur hans að sjá hvernig honum. tekst nú. Fylgist með þróun hinna nýju, íslenzku rithöfunda og j skálda. Fimm ljóðabækur og fimm skáldsögur fáið þið á | næstu fimm mánuðum. Sum j ir þessara höfunda geta orð-1 ið öndvegishöfundar — fylg- j izt með þeim frá upphafi. j Gerizt áskrifendur að NÝJUM PENNUM Garðastr. 17. Aðalstræti 19. Laugavegi 100. Njálsg. 64. að 4Q^sé valið úrval úr smá- •} sagnasafni átta árum áður en. það kemur út er ótrúlegt 1 Forever, sem helmingur sagn- anna er tekinn úr, kom sem sé út árið 1941. Það kvað margt j meira lagi. vera skrítið í Vesturheimi, en | Helgi Sæmundsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.