Alþýðublaðið - 25.02.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.02.1947, Blaðsíða 7
Þiiðjudagur, 25. febr. 1947. ALÞVÐUBLAÐIÐ 7 Flokkaglíma Reykja ur verið auglýst laust til umsóknar og er uinsóknar- •t---------—--------- ' ■ • j Bærinn í dag. ----t#?— -------——-< Næturlæknir er í Lækna- ívarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lauga- vegsapóteki. Næturakstur annast B.S.R., sími 1720. F. Ú. J. leshrinpr um jafn- aðarsiefnuna í íslenzkum bók- mennfum. STARFSEMI F. U. J. hef- ur verið mikil og fjörug í vetur. Auk funda og skemmti funda, hefur félagið m. a. ihialdið uppi stj órnmá'lanám- skeiði og málfundaflokki fyrir meðlimi sína. Innan skamms hefst nýr þáttur í félagsstarfsemi F. U. J., því nú hefur verið ákveð- ið að stofna til leshrings, en vðifangsefnið verður jafnað- arstefnan í íslenzkum bók- menntum. Leiðbeinandi verð ur Ragnar Jóhannesson. Öllu ungu Alþýðuflokks- fólki er heimil þáttaka í les- hringnum. Leshringurinn kemur sam an í fyrsta skipti á mið- vikudagskvöld í skrifstofu féiagsins II. hæð Alþýðu- ihússins. TOJO, fyrrverandi forsæt- isráðherra Japana, og fleiri japanskir áhrifamenn voru í gær leiddir fyrir stríðsglæpa dómstói í Tokio. Verjandi Tojos sagði með- aafli annars fyrir rétti, að árás in á Pearl Harbor hefði ver- ið „árás til varn,ar“, og að Tojo hefð'i alla tíð verið „friðarvinur“, en hins vegar hefði hann sett hagsmuni þjóðar sinnar ofar öllu öðru, •eins og það var orðað í Lun- dúnaútvarpinu i gærkveldi. víkur fer íram á f ösf udagskvöld ið. FLOKKAGLÍMA REYKJA VÍKUR fer fram næstkom- andi föstudagskvöld klukkan 8.30 í húsi ÍBR. við Háloga- land. Taka þátt í henni margir nýir keppendur, auk auk eldri glímumanna, sem Reykvíkingum eru að góðu kunnir. Keppendur verða úr þrem- ur félögum: UMFR, KR og Glímufélaginu Ármanni.. Keppt verður í þremur þyngdarflokkum og verða í 1. flokki þeir, sem eru 75 kg. eða þar undir, í 2. flokki þeir, sem eru 75:—83 kg. og í 3. flokki þeir, sem eru 83 kg. eða þar yfir. Loks verður og keppt í drengjaflokki. Snjókoma og ófærð fefja mjólkurfiufn- inga fil Akureyrar Einkaskeyti frá AKUREYRI í gær. UNDANFARIÐ hefur ver- ið hér hríðarveður og mikil snjókoma. í gær var órðið ó- fært fyrir bíla sunnan og norðan Akureyrar, og mjólk- urflutningar til bæjarins því að mestu tepptir. í dag hafa tvær vegýtur verið að verki við snjó- mokstur á Eyjafjarðai’braut. Hægt hefur þó verið að koma í veg fyrir algeran mjólkur- skort 'með mjólkurflutning- um sjóleiðis. Hafr. Dósenlembælfi í viðskipfafræðum DóSENTSEMBÆTTIÐ í viðskiptafræðum í laga- og hagfræðideild háskólans, hef frestur til 10. marz næst- komandi. . ■■■.■ Umsækjendur um émb- ættið eiga að láta fylgja um- sókn sinni ýtarlega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðir og rann sóknir, svo og um námsferil sinn og störf: Með umsókn- inni skulu einnig send ein- tök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuð eða óprentuð. HANNES Á HORNINU: Frh. af 4. síðu. ar að hafa hraðann á, því að við verðum að vinna upp týndan tíma marga myrkra áratuga. Þessi kynslóð verður að býggja fyrir margar kynslóðir. Hún vill það og hún getur það. VIÐ HÖFUM FYRIR hokkru fengið nýjan borgarstjóra, og ég ætlaði að hafa heilsað upp á hann fyrir löngu. Það er veg- légt starf fyrir ungan mann að verða allt í einu borgarstjóri í Reykjavík, og það er sannar- lega ástæða til fyrir hvern, sem það starf hlýtur, að sýna, hvað hann getur. Starfið býður upp á marga möguleika. Það er erf- itt, óvinsælt að vissu leyti, en jafnframt gefur það ungum manni tækifæri til að sýna, hvað hann dugir. MÉR DETTUR EKKI í HUG að vera með neinar hrakspár í garð hins nýja borgarstjóra, en það er mátulegt, að hann viti, að hann er undir smásjá fólks- ins. Það leikur allt af nokkur forvitni á, þegar nýr borgar- stjóri tekur við, að sjá, hvað hann getur. Við höfum haft alls konar borgarstjóra og allir lifa þeir í minningunni og hún hef- ur gefið hverjum þeirra vissan svip. Nú er Gunnar Thoroddsen að eignast sinn svip í hugum borgaranna. Hvað liggur eftir hann, þegar hann hættir? Var hann víðsýnn og djarfur? Var hann bara embættismaður, sem lítð gerði? Þótti honum meira gaman að orðræðum en athöfn- um? Byggði hann, reisti hann við? — Já, svona hugsum við á götuhornum borgarinnar. — Hann og félagar hans, sem stjórna höfuðstaðnum, hvar í flokki sem þeir standa, eiga að gefa svar við spurningunum. ♦-------- ■ ------------------------------• - Skemmtanir dagsim - 4------:--------------------i-------------* Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Sjötta skotið“. — Edvin Adolphsson og Kar- en Ekelund. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: „Nótt í Paradís“ — Merle Oberon, Turhan Bay og Thomas Comer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ: „Hjá Duffy“ Bing Crosby, Betty Hutton, Paulette Goddard, Alan Ladd, Dorothy Lamour o. fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 33ÆJARBÍÓ: Engin sýning í kvöld. HAFNARFJARÐARBÍÓ: „Her- maður boðinn í heimsókn.“ Sýnd kl. 7 og 9. » • Leikhúsin: LEIKFÉL. HAFN.FJ.: „Húrra 'krakki". Sýning kl. 8.30. Söfn og sýningar MÁLVERK ASÝNIN G Kjarvals í Listamannaskálanum. Opin kl. 10—22. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: — Opið kl. 14—15. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Dansað frá kl. 9—11.30. Hljómsveit Björns R. Einarssonar. HÓTEL BORG: Dansað frá kl. 9—11.30. Hljómsveit Þóris Jónssonar. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. Hljómsveit frá kl. 9.30 síðd. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: — Skemmtifundur Reykvíkinga félagsins. TJARNARCAFÉ: — Skemmti- kyöld Þjóðræknisfélagsins. Skák: YANOFSKY-MÓTIÐ: — Biðskákir tefldar í Mjólkur- stöðinni kl. 9.30 í kvöld. Otvarpið: 20.20 Tónleikar Tónlistarslcól- ans: Tríó fyrir fiðiu, horn og píanó eftir Brahms (Björn Ólafsson, W. Lanzky-Otto, dr. Ur- bantschitsc^). 20.45 Erindi: Um hræðslu, IV: Að sigrast á óttanum (i.lr. Broddi Jóhannesson). 21.10 Smásaga vikunnar: „Marjas“ eftir Einar H. Kvaran (Þorsteinn ö. Stephensen). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22.00 Fréttir. Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarföí unnusta míns, Teodoras Bieliackiisas. Svava Ágústsdóttir. INNILEGAR þakkir fyrir auðsýnda vináttu á fimmtugsafmæli mínu hinn 20. febr. s.l. Sandgerði 24. 2. 1947. Ólafur Vilhjálmsson. Stúlkur óskast í verksmiðju okkar. Upplýsingar frá kl. 4—6. Efnagerðin Sijarnan Borgartúni 4. Sími 7049. Skrifstofustarf Ríkisfyrirtæki óskar eftir ungum manni til skrifstofustarfa. Bókhaldsþekking nauð- synleg. Laun samkv. launalögum. Umsókn- ir ásamt upplýsingum um mermtun og fyrri störf, merktar „Ríkisstofnun“, sendir af- greiðslu Alþýðublaðsms fyrir 5. marz. n.k. í LISTAMANNASKÁLANUM Sýningin stendur aðeins í 2 daga enn. Opin frá kl. 11—12.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.