Alþýðublaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ Ð .- 1 * ) • "v 1 ■ 1,1 . i .■ ——■■ . - - —■ jtlj»íjðtti>laM& Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Keigi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Er sumario að koma? — Geíum við trúað fuli- yrðiugum Sumargjafar? — Káííöahöldín á morg- un. — Hugsjónir, sem hafa rætzt og starfið í framtíðinni. — Þröng í kirkjum við fermingar. — A,thyglisverð grein. - ÞJÓÐVILJINN heldur á- fram dag eftir dag hinum fíflslegu skrifum sínum í til- efni af kaupunum og sölunni á olíustöðinni í Hvaifirði. Nú, eins og svo oft áður, er baráttuaðferð skriffinna hans fólgin í því að endur- itaka lygina sem oftast og ákafast og reyna þannig að láta áfóðurinn ná tilgangi sinum. Fullyrðingarnar um, að Olíufélagið sé leppur Bandaríkiastjórnar, af þvi að það kaupir birgðir sínar af Standard Oil; að Banda- ríkjastjórn hafi ráðið því. hvernig oliUstöðinni í Hval- firði yrði ráðstafað, af því að starfsmaður í stjórnaxráði Biandaríkjanna var af hend- ingu staddur hér á landi um miðjan marz; og að eignirn- ar í Hvalfirði eigi að „stamda óhaggaðar og til taks“ fyrir Bandaríkin, eru endurprent uð i Þjóðvilianum von úr viti og birtar á sem mest á- berandi hátt, þó að þær hafi verið hraktar lið fyrir lið í blöðum og á •alþingj, Svo langt gengur blygð- unarleysi skriffinna Þjóðvilj ans og trú þeirra á áhrifa- mátt hinna síendurteknu lyga, að þeir skirrast ekki við að halda því fram, að lygar þeirra séu „staðreynd- ir, sem standi óhaggaðar", og áð blöð andstæðinga þeirra „ibafi 'ekki gert neina 'tilraun til að hrófla við þeim“! •i' Menn, sem þannig skrifa, eru' aumkunarverðir í rök- þrotum sinum. Þeir virðast standa í þeirri írú, að les- endur blaðs þeirra forðist að kynna sér málflutning hins aðilans og því sé óhætt að _ endurtaka hinar lognu full- yrðingar eins og sannar væru og meirg að segja að halda þvi firam, að þær séu á svo traustum rökum reist- ar, að blöð hinna flokkanna leiði þær !hjá sér, af því að þau treysti sér ekki til að hnekkja þeim! Skriffinnar Þjóðviljans eru eins og berg numdir. Þeir virðast halda, að Þjóðviljiinn hafi sömu að stöðu hér og blöðin í Rúss- landi oig leppríkjum þess. í Rússlandi og hjáiendum'þess geta kommúnistar beitt end- urtekningu . lyginnar með miklum árangri, því að iþar á fólk ekki völ á saman- burði. Við- slikar aðstæður er hægurintn hjá að telja mönnum trú um, að fygin sé sannleikur og sannleikurinn lygi. En hér á landi rí'kir ekki . „hið austræna lýð- ræði“, og það kemst aldrei á hér fyrir atbeina íslendinga. EINHVERN VEGINN finnst mér sem sumarið sé alls ekki í nánd þó að fyrsti sumardagur sé á morgun. Kraglandiim í veðr- inu langan tíma undanfarið veldur þessu. Veðrið hefur í meira en mánuð verið óvenju- lega kalt og leiðinlegt, og ég held að mörg ár séu síðan að véffurfar á þessum tíma hafi verið svona. En við skulum trúa því þegar barnavinafélagið Siim argjöf segir það að sumarið sé komið. Við höfrnn reynt þenn- an félagsskap að því á undan förnum árum að hafa allt af sagt saít um sumarkomuna og svo mun einnig vera að þessu sinni. SUMARGJÖF EFNIR TIL mikilla hátíðahalda hér í bæn- um á morgun til ágóða fyrir starf sítt, en það er eitt hið bezta sem haldið er uppi af nokkrum félagsksáp í bænum og hefur borið mjög blessun- arrríka ávexti fyrir þúsundir heimila. Reykvíkingar hafa líka stutt þetta starf af mikilli hjálp fýsi og góðum skilningi, enda hefði lítill árangur orðið af starf inu hefðu þeir ekki sýnt skiln- ing' á því. — Ég minnist þess þégar Steingrímur Arason hóf þetta starf fyrir mörgum árum og fylgdist ég sem blaðamaður ætíð með því. Steingrímur og starfsbræður hans voru ódrep- andi og bjarfsýni .þeirra um framtíðina takmarkalaus. VONIR ÞEIRRA hafa líka rætzt og er gaman að sjá svo * bjartar vonir rætast. Hefnr Steingrímur, dg kona hans, nú verið kjörin heiðursfélagar Sum argjafar og er ég sannfærður um að þeir, sem notið haf a starfs félagsins, fagna þeirri ákvörð- un þess. Er það minnsti heiðurs- votturinn, sem félagið getur sýnt þessum ággetu hjónum fyrir allt þeirra mikla starf. EN HVERNIG VÆRI að Sumargjöfin víkkaði starfssvið sitt? Það er mikil þörf á vinnu- heimili fyrir unglinga á viss- um aldri, þeim aldri, sem reynist hverjum unglingi erf- iðastur. Það er ótrúlega erfitt fyrir ungmenni að komast -af barnsaldrinum yfir á starfs- og Skriffinnum Þjóðviljans er því óhætt að gera ráð fyrir því, að lesendur blaðs þeirra lesi jafnírarút öninur blöð og kynni. sér málflutning ann- arra aðila en kommúnista. Það er þess vegna í fyllsta máta vafasamur málflutning ur fyrir kommúnista sjálfa, þegar þeir reyna að telja les endum Þjóðviljians trú um, að lygin sé sannleikur og enginn treystist til að hnekkja fleipri þeirra og fulil yrðingum. Slík baráttuað- ferð er móðgun við lesendur ábyrgðaraldurinn.. Og sumum þeirra reynist það næsta ókléyft nema nieð einhverjum ósköpum. Það vantar stofnun fyrir þá sem gengur þetta erfiðlegast. Það á að vera mikið starf og' sterkur agi. Og ég veit ekki hver ætti að hafa yfirstjórn slíkrar stofn- unar ef ekki Sumargjöfin. Þetta ætti stjórn Sumargjafar og þeir aðilar, sem helzt sjá um uppeldismálin, að athuga. UNBANFARNA tvo súnnu- daga hafa farið fram ferming- ar í kirkjum bæjarins. Enn hef- ur sama vandamálið gert vart við sig, sem rætt hefur verið um mörg undanfarin ár, þrengslin í kirkjununt, sem stafa af því að of margir, ungir og fullorðn- ir vilja fara í kirkju. þegar fermt er. Ég sé enga aðra lausn á*þessu vandamáli en að foreldr um séu afhentir aðgöngumiðar að kirkjunum og þá einnig helztu vandamönnum fermingar barnanna. Ég tel að rétt væri að Iáta hvert fermingarbarn fá þrjá aðgöngumiða handa vanda- mönnum sínum. En þeir sem hafa þessa miða séu svo- látnir ganga fýrir en öðrum hleypt inn þegar allir eru komnir í sæti. Stundum, þegar flest börn in eru fermd, lendir allt í þvögu í kirkjunum og setur Ieiðindablæ á þessa hátíð. PÉTUR G. GUÐMUNDSSON skrifaði, að mínum dómi, ágæta grein í Lesbókina síðasta sunnu dag uin almanakið. Hann týndi upp hin undarlegu nöfn, sem talin eru upp í almanakinu og vill láta taka þau úr þessari vin sælu handbók flestra heimila og setja önnur í staðinn sem tekin séu úr sögu íslands. Ég er alveg samamála þessu og vænti þess að þetta verði gert'. Ættu fleiri að láta til sín heyra um þetta mál. Hannes á horninu. Höfffingleg gjöf til Sumargjafar Frá Kristvarði Þorvarðssyni kennara til minningar um móð- ur hans Kristínu Jónasdóttur frá Innra-Leyti á Skógarströnd, krónur 2000. — Kærar þakk- ir. í. J. blaðsins og karlagrobb, sem verður aðeins til athlægis. Kommúnistar virðast berg numdir, og þeir gera sér ekki grein fyrir því,- hvaða land þeir byggja cg hvaða þjóð- skipulag hér ríkir. “Hugur þeirra er bundinn við Rúss- land og „ihið austrænia lýð- ræði“. Þesis vegna ibeita þeir baráttuaðferðinni, sem felst í endurtekningu lvginnar. En venju’legt íslenzkt fólk lætur ekki slíkan málflutn- in;g kommúnista iginna sig inn í bergið til þeirra. Miðvikudagur 23. apríl 1947. : eííir Thomíon Wilder. ■ j AÐGÖNGUMIÐASALA í Iðnó frá KL. ; 2—6 í DAG. — Teldð á móti pöntunum j í SÍMA 3 1 9 1 KL. 1 til 2. Pan-tanir sæk- « | ist fyrir klukkan 4. • ’ j Næsí síðasta sinn. líelga Sigurðardóítir. Ný, fullkomin matreiðslíibók, sniðin eftir þörf- um ísílenzkra húsmæðra og fyllstu kröfum nú- tímans í matargerð og efnasamsetningu. Höfundur bókarinnar, un.gfrú Helga Sigurðar- dóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla ís- lands, er löngu þjóðkunn fyrir rnargar ágætar I bækur um matreiðslu, sem hún hefur samið og gefið út á undanförhum árum. Þessi stóra, nýjá bók, Matur og diykkur, er 500 folaðsíður, skreytt mörgum fögrum litmyndum og miklum fjölda annarra mynda. Þar eru um 1300- uppskriftir alls, að súpum, grautum, kjötréttum, fuglaréttum, fiskréttum, síldarréttum, sósum, kartöfluréttum, ábætisrettum og búðingum, köld- um réttum, salötum, ísl'enzkum haustmat. eggja- réttum, smurðu brauði, sælgæti, veizludrykkjum, kökum og brauðum. Auk þess eru í bókinni sérstakir kaflar um sjúkrafæðu, borðsiði, nesíi, heita og kalda drykki, mál og vog og ítarleg næringarefna- tafla. Þessi bók er ekki aðeins sjálfsögð fermingar- - gjöf oig sumargjöf handa stúlkum, heldur er hún og bezta vmargjöfin og nauðsynleg gjöf handa hverri einustu góðri eiginkonu og húsmóður. Bókaverzlun ísafoldar og útibú. óskast. Símar: 2798, 6476 og 4147.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.