Alþýðublaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.04.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. apríl 1947. ALÞÝÐU BIAÐ BÐ 3 LONDON 12. apríl. ÞAÐ ER UNDARLEGT að vera allt í einu kominn hing- að til Lundúnaborgao: — al- veg að hjarta veraldar vorr- ar — eins og vel mætti kalla þessa borg. Hingað liggja flestir þræðir heimsstjórn- málanna. og heimsfjármál- anna og hér, í Whitehall og Westminster, eru spunnir ör- lagaþræðir margra land.a og margra þjóða. Maður þarf ekki að hafa verið hér marga daga til þess að finna það glögglega, að Bretland er í miklum vanda statt. Alþýðuflokksstjórnin hér, sem óneitanlega hefur réynt að samræma og sam- stilla krafta Bretaveldis til þess að mæta hinum miklu vandamálum, sem stríðið færði Bretuin að höndum, hefur mætt alveg dæmalaus- um örðugleikum. Þeir örðug- leikar stafa ekki aðeins frá stjórnmáláandstöðu þeirri, sem stjórnin mætir, heldur eru þeir utan að komandi og óviðráðanlegir. Utananríkis- pólitíkin er hrfið og þar ofan á hefur bættst hið geysilega tjón sem vetrarkuldarnir og síðan stórflóðin hafa skapað. Fyrir fám dögum gaf land- búnaðarráðherrann þinginu skýrslu um tjónið af harð- indunum og afleiðingu þeirra. Aðalefni hennar voru þessi: 1) Um 2 milljónir fjár hafa drepist, týnst eða verið drepn ar vegna frost&rina og flóð- anna. 2) Um 30 þúsund stór- gripir hafa týnst. 3) Um 600 þúsund ekrur sáðlands hafa skemmst tvo að erfitt verður að fá uppskeru af þeim á þessu ári. 4) Um 70 þús. ekr- ur vetrarkorns hafa eyði- lagst af flóðum, en um 200 þús. af frosti. 5) Um 50 þús. tonn af kartöflum eyðilögð- ust í flóðunum, en 30 þús. tonn af frosti. Þessar tölur tala því máli, er allir mega skilja. Ofan á allt þetta bættist svo það, að kolaframleiðslan, sem er undirstaðan að öllum iðriaði Bretlands er í mjög svo slæmu ástandi síðan stríðinu lauk. Eigendur kola- námanna hafa trassað við- hald þeirra og endurbætur og kennt styrjöldinni um, en þó mun þar hafa valdið mestu um, að þeir bjuggust við því, að 'ef Alþýðuflokkurinn næði meirihluta myndu þær verða þjóðnýttar. Var þeim þá auð- vitað kærast að þær yrðu í sem allra verstu ástandi og sköpuðu þeim, er við tók, sem aMra mesta erfiðleika. Svo hefur það líka orðið; því þrátt fyrir það, að verka- menn í námunum hafa af- kastað miklu meira eri á sam- bærilegum tíma t. d. í fyrra, þá eru kolavandræðin svo rnikil að t. d. rafmagn verð- ur að skammta ennþá að miklu leyti. En stjórnin er bjartsýn og þó hún eigi við nokkra erfið- leika að stríða iririah flokks- ins vegna hinna svonefndu „uppreisnarseggja“ (rebel- ists) lítur hún fremur björt- um augum á þessa hlið á mál- efnum Bretaveldis, ef marka má þær ræður, sem ráðherr- arnir hafa haldið víðsyegar nú um páskaria. Þeir teljá, — og færa fyrir því allsterk rök að því er virðist, — að nú þegar á þessu ári muni ástnd ið batna verulega og fara batnandi úr því. Hið versta er nú liðið hjá og batinn mun koma —- að vísu ekki mjög stórstígur, en því öruggari. —- Á þessa leið er tónninn í blcðum stjórnarinnar og leið togum hennar. EN ÞAÐ ER ÖNNUR BAR- ÁTTA, sem nú er háð, sem ekki verður ennþá séð fyrir endann á,- hvernig muni ljúka, og það ér baráttan um Bretland sjálft, ef ég mætti orða það svo. Það er engum biöðum um það að fletta að jafnframt þeim umræðum um framtíð Þýzkálands og Austurríkis, sem nú fara fram í Moskva, fara þar fram aðrar og e. t. v. ekki þýðingarminni um- ræður. Á þær er varla minnst í enskum blöðurn, en við og við drepið á þær í blöðum Bandaríkjamanna. Þessar um ræður eru um endurskoðun brezk-rússneska sáttmálans. Þegar Bevin fór til Moskva fyrra hluta marzmánaðar, var frá því skýrt, að hann myndi eiga viðræður við Stalíu um framlengingu brezk-rússneska sáttmálans, sem gerður var, þegar Þjóð- verjar réðust á Rússa 1941, og þá til 20 ára, skyldi um það rætt að hann yrði end- urskoðaður og látinn gilaa um næstu 50 ár. Þessar yfir- lýsingar Bevins voru gefnar af því tilefni, að Moskvabiöð- in höfðu látið í ljós þá skoð- un, að raunverulega væri brezk-rússneski samningur- irin orðinn úreltur og Bretar færu ekkert eftir honurií þar sem þeir hölluðust í öllum rnálum á sveif með Banda- ríkjunum gegn Russum, en hefði þó að nafrii til þenrian vináttu og hernaðarbanda- lagssáttmála við Rússland. Þetta gerðist um það ieyti sem Montgomery marskálkur var í Moskva í boði Stalíns og rússnesku herstjórnarinn- ar. Bevin — eða brezka stjórnin — andmælti þessum ásökunum hinna rússnesku blaða á þann sérkennilega hátt, að Bevin skrifaði Stalin persónulega bréf um málið og Stalín andmælti síðan þessum staðhæfingum hinna rússnesku blaða opinberlega. Var þá á almæli að Rússar og Bretar myndu taka upp nýja samninga um endurskoðun hernaðarsáttmála Rússlands og Bretlands, því Rússum þykir núverandi sáttmáli allt of óákveðinn, enda gerður í flýti og í miðri stórstyrjöld og undir allt öðrum kring- umstæðum en nú eru orðnar. SÚ SAGA ER SÖGÐ, að þegar Montgomery marskálk ur sat kveðjusamsætið hjá Stalín í Rreml í byrjun fe- brúarmánaðar s. 1., hafi Stal- ín snúið sér að Montgomery og sagit: „Hvernig litist yður á það, herra marskálkur, að Bretar og Rússar gerðu með sér hernaðarbandalag?“ JONAS GUÐMUNÐS- SON skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, sem nú dvelur í London, lief- ur sent Alþýðublaðinu fréttabréf það, sem hér birtist. Mega lesendur blaðsins máske vænta þess, að sjá fleiri frétta- bréf þaðan frá honum, því að hann mun dvelja í London eða annarsstaðar á Englandi fram á sumar. Montgomery á þá að hafa svarað: „Þér munið þó lík- lega, herra Stalín, að við er- um nú þegar í hernaðarbanda lagi“. Á Staiín þá að hafa svarað: „Ég meina raunveru- legt hernaðarbandaiag, en 'ekkert Bevinsbandalag“. Lengri er sagan ekki og ó- víst hvort hún er sönn. En þegar Montgomery fór frá Moskvu, fylgdi honum til London, Frank Roberts, hinn þrautreyndi ráðunautur brezku stjórnarinnar við sendisveitina í Moskva. Ro- berts átti að tilkynna ríkis- stjórn Bretlands hina réttu meiningu í viðræðum Montgo merys og Stalíns. Hernaðarsáttmáli sá, sem nú er til milli Rússa og Breta var svo til eingöngu gerður gegn Þýzkalandi. Þar heitir hvor aðilinn að styðja hinn, ef Þjóðverjar eða einhverns- konar ríkjasamsteypa, sem Þjóðverjar taka þátt í, ræðst á annað hvort ríkið. Nú er þessu tæpast til að draifa fyrst um siriri, því hvort tveggja er, að Þýzkaland er gjörsigrað og rúið ölium vopnum, og svo hitt, að þvi hefur nú þegar raunverulega verið skipt á milli stórveld- anna, svo þar verður tæþast um nokkra sjálfstæða þjóð að ræða fyrst um sirin. Rúss- um er því sama um þennan samning, því hann er ein- skisvirði í beim átökum, sem nú fara frarn. Þess vegna vilja þeir fá samningnum breytt. Og þá er komið að hinni miklu spurningu: Hvað er það, sem þeir viija fá éinn í hann, sem þar er ekki nú? Þó undarlegt megi virðast er mjög hljótt um það, hver þessi þýðingarmiklu atriði eru, sem Rússar vilja fá inn í samninginn En þegar á allt er litið, getur tæpast verið nema um eitt atriði að ræða og það er þetta: Rússar vilja fá inn í samninginn ákvæði sem tryggja það, að Bretar a. m. k. siíji hjá, eða — vafa- laust helzt — veiti sér hern- aðarlegan stuðning, ef til á- taka skyldi koma milli Rúss lands og Bandaríkjanna. í stórblaðinu „Times“ var í gær (11. apríl) grein þar sem segir, að „New York Times“ hafi hinn 10. þ. m. birt orðsendingu frá Moskva þess efnis, að samkomulags- tilraunirnar milli Rússa og Breta um framléngingu og endurnýjun brezk-rússneska sáttmálans hafi strandað vegna þess, að Bretar hafi neitað að ganga inn á, að upp í samninginn yrði tekið á- kvæði, sem „raunverulega eineinangrar Bretland stjórn málalega frá Bandaríkjun- um.“ Blaðið bætir því við, að Rússar hafi krafizt þess að Rretar skyldu ekki styðja málstað neins þess ríkis, sem væri f jandsamlegt Rússlandi, menningarsamband land- anna — Rússlands og Bret- lands skjddi styrkt og aukið — og ríkin skyldu gagn- kvæmt skuldbinda sig til að bæla niður sérhvern fjandsamíegan áróður, sem hafður yrði í frammi gagn- vart hvoru fyrir sig, innan vé banda þeirra. Myndi þetta þýða það, segir blaðið, að Bretum yrði ókleift að styðja málstað Bandaríkjanna, t. d.v í deilunni um Tyrka og tyrk- neska lánið, eða að styðja pólitík Bandaríkjanna gagn- vart Kína, því að stefnu Bandaríkjanna gagnvart þess um löndum telur Rússland vera sér fjándsamieg. Blað . Alþýðuflokksstjórn- arinnar hér, „Daily Herald“, birtir í dag (12. apríl) í sam- bandi við viðræður þær, sem fram fara í Moskva, .eftirfar- andi athugasemd: ' . „Sir Maurice Peterson sér- stakur sendiherra Breta í Moskva og Vyshinsky full- trúi Molotovs, áttu tveggja stunda viðræður í dag í til- efni af endurskoðun brezk- rússneska samningsins. Við- ræður fóru vinsamlega frarn og voru líkastar viðræðum um viðskiptaleg málefni. Á þessu stígi umræðnanna er enn ágreiningur milli aðil- anna. Eins og gera má ráS fyrir hljóta að koma fyrir í samningum þessum viðkvæm ákvæði er þarfnast nákvæm- ar athugunar (carefal exanim atiön) frá báðúm hliðum. Frásagnir amexískra blaða Framhald á 7. síðu. Nýtt fyrirkomulag bifreiðatrygginga, er lækkar iðgjöldin á þeim bifreiðuni, sem sjaidan valda tjóni. Tryggirigarbeiðnuni veitt móttaka í síma 7080 eða í skrif- s'tofu vorrL Sambandshúsinu. 2. hæð. nnufry

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.