Alþýðublaðið - 08.05.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.05.1947, Blaðsíða 3
Fimmtudagur, 8. maí 1947. AL^ÝBÖBLAÐIÐ 3 KONAN OG HEIMILIÐ FYRSTA SUMARDAG 1947 hafa Reykvíkingar og fleiri enn sem fyrr sýnt hug sinn til uppvaxtandi æsku með fjárframlögum og al- mennri viðurkenningu á harnadeginum. 1. maí hefur nýlega verið j fagnað, deginum, sem Al- þýðuflokkurinn helgaði, þeg- ar hann hafði skapað verka- lýðssamtökin á íslandi. Hvað áunnizt hefur í upp- eldis- og verkalýðsmálum, vita þeir gjörst, 'sem lifað hafa tíma tvenna. A£ þeim sökum sneri kvennasíða Al- þýðublaðsins sér til aldraðr- ar . álþýðukonu og spjallaði við hana í nokkrar minútur. ,,Ég er ein af hinum nafn- lausu þúsundum íslenzkra alþýðukvenna, sem barizt hafa fyrir tilveru sinni og s inna í kyrrþey og skilað dagsverki ,sinu í hljóði,“ seg- ir konan, þegar hún er tekin itali. En svipur hennar er bjartur og rólegur, augun hrein og vöxturinn beinn, þó að hún hafi rúma sjö tugi ára að baki. ,,Ég sleit barnsskónum i Hraunsholti í Garðahreppi, þar sem góðir foreldrar mín— ir bjuggu. Mikið var lagt á sig á þeim bæ við siósókn og búskaparstörf. Heyskapur þaðan jafnan sóttur upp í Mosfellssveit. Átta ára fór ég að vaka yfir túnum allt vorið. Hóttin var ekki svo 'lengi að líða, altaf vair nóg að gera með túnrekstrinum; m'. a. átti ég jafnan að bera út ösku og inn eldivið i eldhús- ið og hafa vatn og annað til reiðu fyrir morgunstörfin í eldhúsinu.“ — Börnin hafa þá tæpast haft ofmikinn tima til leikja? „Stundarkornið, sem full- orðna fólkið lagði sig á dag- inn um sláttinn, notuðum við börnin til leikja. Á veturna var vatn á okkar myllu, ef grannar og gestir komu til baðstofu. Þá sagði mamma oft: ,,Nú megið þið leika ykkur úti, krakkar, svolitla stund.“ Snemma tókum við eftir því, að þetta átti sér einkum stað, ef málgefið fól'k bar að garði. Annars var hver stund notuð til starfa úti og_ inni. Við telpurnar lærðum snemma heimilis- ströf og öll þj ónustubrögð." — Hvernig var barna- fræðslan i grend við höfuð- staðinn fyri 60 árum? „Flensborgarskólinn var þá nýstofnaður af séra Þór- arni í Görðum. Hann var í fyrstu barnaskóli og var hverju barni skylt að ■ vera minnst einn vetur í skóla, sem einkenndi uppeldi barna i þá daga, var — aginn. Börnin leyfðu sér ekki að óhlýðnast boði foreldra sinna. Við hefðum ekki verið talin með öllu viti, ef við hefðum haft á móti þvi, sem okkur var sagt að gera.“ — Fóru fermingar fram með líku sniði og nú? „Stúlkur fengu við það tækifæri oftast fyrsta peysu- búning sinn. En fermingar- veizlur og fermingargjafir þekktust ekki almennt. En meira var lagt upp úr hinni kirkjulegu athöfn og þeim timamótum, sem ferm- ingin jafnan var talin i lífi barnsins. Ég man, að ég hugs- aði löngum með kviðabland- inni eftirvæntingu um ferm- ingun-a. Hvað yrði úr mér? Yrði ég sjálfbjarga? Gæti ég gegnt skyldu miinnli í hví- vetna?“ — Hverjar voru skemmt- anir unga fólksins i Garða- hr eppi ? „Helztu skemmtanir í æsku minni voru að spila á spil um hátíðar, fara í réttirnar, Gjá- rétt í Vífilsstaðahlíð og Árna krók hjá Elliðakoti, og stöku sinnum á dansleiki i Hafnar'- áður en það fermdist. Talið firði. Unga fólkið þu^fti ekki var piltum gott að vera tvo vetur, en ónauðsynlegt fyrir stúlkur. Skólastjóri var þá Jón Þórarinsson, síðar fræðslumálastjóri. En það, Drengirnir lœra matreiðslu. í Vestheim einkaskóla í Oslo læra drengir matreiðslu jafnt og telpur. Þetta gefst svo vel, að Norðmenn hafa hug á að koma á almennt slíkri skólaskyldu vín með til að skemmta sér, og orðið „útkastari“ var ekki komið inn í okkar íslenzku. Álfadansar og brennur voru ógleymanlegar skemmtanir.“ •—■ Var ekki erfiðleikum bundið að afla sér mennta? „Ég og systir mín réðumst í það að læra á saumaverk- stæði einn vetur. Við þurft- um að kosta uppihald okkar, fæði og húsnæði. Til að kljúfa það tókum við þrjá pilta í þjónustu. Peninga- borgun fengum við ekki, en einn var skósmiður, og hann sólaði skóna okkar, annar bakari; hjá honum fengum við br(auð, og sá þriðji gat látið í té dálitla matarúttekt. .18 ára görnul fór ég inn í Reykjavík að þéna, en á sumrum fór ég oftast í kaupa- vinnu. Árskaup stúlkna í beztu vistum í Reykjavík var þá kr. 40 á ári. en kr. 20 fyrir vetrarvist. Vinnutim- inn var alveg ótakmarkaður. Allt vatn sötti ég niður í Bak- arapóst af Laugavegi 15, þar sem ég var lengst. Allan þvott var farið með í Laugar. Oft var hann borinn á bak- inu. Ég var í góðum vistum og hitti fyrir húsmóður, sem ég minnist með þakklæti alltaf. Áminningar hennar og leið- beiningar hafa reynzt mér traust veganesti.“ — Hvenær gerðist þú þátt- takandi í verkalýðshreyfing- unni? „Undir eins og hún varð til. Vinnulaun mannsins míns hrukku ekki fyrir út- gjöldu-m heimilisins. Ég stundaði erfiðisvinnu og fisk- þvott. Konur fengu þá fyrir ,að vaska eitt hundrað af stórum þorski eina 50 aura, og af smærri fiski 35 aura fyrir hundraðið, og svo bár- um við fiskinn sjálfar að. Enska kvikmyndaleikkonan, hin óviðjafnanlega, Ann Todd í hvíldarleyfi á búgarði sínum. Leikur hennar í kvikmynd- inni „Síðasta huian“ gat henni heimsfrægð. Nú hefur hún gert 7 ára leiksamning í Ameríku og fær í laun 5 millj. kr. Forgöngukonur Verkakvenna félagsins Framsóknar eiga miklar þakkir skyldar, og vil ég þar fyrst tilnefna frú Jónínu Jónatansdóttur. Fyr- ir atbeina félagsins tókst að smáhækka kaupið oq bæta þannig lífskjör okkar. Illt er að vita þann órétt í verkalýðsmálum, að verka- kvennafélagið skuli standa utan við Álþýðusambandið. En samtök verkalýðsins voru í fyrstu ærið illa séð af hinu svo kallaða betra fólki, og orðrómur þess barst út um sveitir. Kunningjakona mín í Kjós spurði mig að því í hjartans alvöru, hvort það væri satt, að bolsarnir í Reykjavík ætluðu að reka bændurna frá jörðunum og setjast á þær sjálfir.“ — Myndir þú kjósa heldur að vera að byrja lífið núna? „Já, ég kysi nýja tímann. heldur. Ég er ánægð með farna leið, en tækifærin voru fá til frama, og stritið og baráttan svo hörð, þrátt fyr- ir þolgæði og kröfuleysi. Nú hefur lífið margt og mikið að bjóða unga fólkinu, aðeins ef það vill sýna atorku og; manndóm. Til þess að börnin fái nógu. ríka ábyrgðartilfinningu, þurfa foreldrarnir að halda, sem nánustu sambandi við þau í umhyggju og réttlátum aga. Unglingum er svo mikil Framhald á 7. síðu. Fyrsfi maí ÉG VIL niður með allt þetta Ijóta og lága, lyfta til sigurs því fagra og háa. Ég vil niður með allt þetta sjúka og svarta, en sigurinn gefa því.. heilnæma og bjarta. Ég vil láta hlýna og hlána, hlúa að vorsins gróðri sönnum, Ég vil láta frelsisfána fylling vona boða mönnum. Til blessunar lýði og landi skal vinna leiðir til hamningju reyna að finna. Niður skal sundrung og sérdrægni falla, Siðgæði ríkja um heimana alla. Því öílu með bölvun og armæðu lýkur, ef alþýðan tvístrast og hugsjónir svíkur. Hún verður að starfa og vitkast og sjá að vilji hún réttlætiskröfunum ná. Sameinuð getur hún sigurinn hlotið síðustu tálmunarhlekkina brotið! Lilja Björnsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.