Alþýðublaðið - 14.05.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.05.1947, Blaðsíða 1
I i Veðurhorfur: Suðaustan átt. Skúrir. Alisýðtifolaðið vantar börn til að bera út blaðið í nokkur liverfi í bænum, sími 4900. XXVII. Miðvikudagur 14. maí 1947 Tbl. 105. Umtalsefniðs Uthlutun Renaultbílanna. Forustugreln: Hégómaskapur, sem hon- ura varð hált á. ElkerS iSórveldanna fékk sæfi í nefnd- inni og hún hefur óbundnarhendur ST J ÓRNMÁLANEFND allsherjarþings hinna sam- einuð-u þjóða samþykkti í gærkveldi rneð miklum atkvæðamun tillögu. frá Ástraiíu um að kjósa ellefu ríkja nefnd í Palestínu- málin og að útiloka stór- veldin fimm frá sæti í nefndinni. Áðúr hafði verið felld, eiimig með miklum atkvæða mun, tillaga frá Rússlandi um, að stórveldin skyldu öll eiga sæti í nefndinni, svo og tillaga frá Rússlandi og Ind- landi um að nefndin skyldi miða störf sín við algert sjálfstæði Paiestínu hið allra fyrsta. Marshall, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, og Lie, aðalritari. hinna sameinuðu þjóða. Ráðsfefna í London um maf- fælaskorlinn á Þýzkalandi - ................ ■■■■• . Enn nánari tengsl forezka ©g ameríska hernámssvæðisins eina lausnin. HINN ískyggilegi og vaxandi matvælaskortur á her- námssvæði Breta á Þýzkalandi var til uinræðu á fundi, sem þeir áttu með sér í London í gær, Packenham lávarður, sem er ábyrgur ráðherra brezku stjórnarinnar fyrir hernáms- svæðið og er nýkominn úr kynnisför þaðan, Douglas hers- höfðingi og þrír aðrir háttsettir embættismenn úr stjórn brezka setuliðsins þar. 1 Palestínunefndina voru því næst kosin þessi ríki: Kanada, Tékkóslóvakía, Ir- an, Holland, Peru, Svíþjóð, Uruguay, Guatemala, Júgó- slavía, Ástralía og Indland. Miklar deilur hafa staðið um skipun þessarar nefndar í stjórnmálanefnd allsherjar- þingsins undanfarna daga, — og hafa Bandaríkin og Bretland beitt sér fyriir því, að hún yrði skipuð smáríkj- um einum og látin hafa ó- bundnar hendur til að gera tiliögur til allsherjarþingsins i haust — um lausn Palest- ínumálanna; en Rússland hefur viljað tryggja stórveld unum sæti í nefndinni og binda störf hennair og tillög- ur við tafarlaust sjálfstæði Palestínu. Garðurinn við kenn- araskéiann opinn fpir almenning Á SÍÐASTA bæjarráðs- fund var samþykkt að fela garðyrkjuráðunauti bæjarins að annast um hlettinn fyrir framan Kennaraskólann, enda varði garðurinn opinn fyrir almenning eftir nánara samkomulagi við skólastjór- ann. Það kemur greinilega í tjós í sambandi við þennan fund í London, að Bretar telja litlar vonir til, að ráðið verði fram úr matvælaskortin um á hinu þéttbýla hernáms svæði þeirra, nerna enn nán- ari tengsl en áður verði tekin upp með því og ameríska hernámssvæðinu; en á því eru italin ýmis vandkvæði vegna þess, að Bandaríkja- menn vilja halda fast við einkaframtakið í atvinnu- rekstri og viðskiptum á Vestur-Þýzkaland, en Bretar taka upp þjóðarbúskap þar eftir áæ'tlun með víðtækri í- hlutun hins opinbera. Fregnirnar frá London í gær herma, að nánari sam- einnig hafi þó verið arædd í Berlín i fyrradag af yfir- mönnum þeirra, Clay hers- höfðingja, yfirmanni ame- ríska setuliðsins, og Robert- son hershöfðingja, yfirmanni brezka setuliðsins, og muni samkomulag hafa náðst með þeim; hins vegar sé eftir að vita, hvort Bevin fallist á það, og verði þangað til ekk- ert látið uppi um innihald samkomulagsins. Alexander Jóhannes- son, prófessor, ■ sæmdur frönsku heiSursmerki. FORSETI FRAKK- LANDS hefur nýlega sæmt Alexander Jóhannesson, pró- fessor við Háskóla íslands, riddaraorðu frönsku heiðurs- fylkingarinnar (Chevalier de la Légion d’Honneur), og hefur sendiherra Frakka hér, Henri Voiltery, afhent hon- um orðuna. Leyniieg nefnd annasf úthlutun á Renault bífreiðunum 195 ------------«------ Umsóknir sendist í pósthólf 1098. SÉSTAKRI NEFND hefur nú verið faliS að úthluta Renault bifreiðunum til umsækjenda, en samkvæmt ósk nefndarmanna verður ekki látið uppi, hverjir þeir eru, til þess að þeir fái frið til þess að starfa. Umsóknir um kaup á þessum bifreiðum skal senda í pósthólf 1098, en umsókn- areyðublöð eru afhent á bréfapóststofunni. Viðskiptamálaráðuneytið ^ tilkynnir 1 dag þessa skipun á úthlutun hinna 195 bif- reiða frá Renault verksmiðj unum frönsku, sem Colum- bus h.f. flutti til landsins án leyfis. Er hér um að ræða 150 fólksbifreiðar, sem seld ar verða á kr. 13 500, 35 litl- ar sendiíerðabifreiðar, sem seljast á kir. 11 000 og 10 stór ar sendiferðabifreiðar, sem seljast á kr. 17 000. Umsækjendur eru áminnt ir um að fylla umsóknirnar alveg út, því að verði ekki öllum spurningum, sem þar eru lagðar fyrir umsækjend ur, svarað, koma umsóknirn ar ekki til greina. Verða því þeir, sem þegar hafa sent umsóknir til viðskiptamála- ráðuneytisins, að endurnýja þær. Þeir, sem búa utan Reykjavíkur verða að hafa umboðsmenn í borginni til að annast umsóknina og greiða andvirði bílsins, ef veittur verður. Þar sem nefnd manna hef ur verið skipuð til þess að annast úthlutun bifreiðanna er algerlega tilgangslaust að snúa sér til ríkisstjórnarinn ar eða ríkisstofnana út af þessum bifreiðum. Fnimvarpið um fjár- hagsráð feamið fii efri deildar FRUMVARPIÐ um fjár- hagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit kom til atkvæðagreiðslu í neðri deild í gær og var samþykkt nær óbreytt eins og gengið liafði verið frá því við aðra umræðu og vísað þar með til efri deildar. Þriðju umræðu um frum- varp þetta lauk í fyrrakvöld, og var henni útvarpað. All margar breytingartillögur höfðu verið bornar fram við frumvarpið við þriðju um- ræðu, en þær voru allar felld ar við atkvæðagreiðsluna í gær, nema tillaga fjárhags- nefndar, um að eigi minna en 15 % af vandvirði útflutnings verðmætanna skyldu lögð í nýbyggingars j óð ársfjórð- ungslega eftir á. Togari Afeureyr- iuga kom hingaS í gærmorgun. ÞRIÐJI nýsköpunartogar inn er kominn tii landsins, er það „Kaldbakur EA. I.“ og er hann eign Útgerðarfélags Akureyringa, en bæjarfélag ið er hluthafi í því. Kaldbak ur er smíðaður í sömu skipa smíðastöð í Selby og Ingólf- ur Arnarson og Helgafell og er nákvæmlega sömu gerðar og þeir. Alls verða smíðaðitr átta togarar fyrir íslendinga í Selby og eru þeir nú allir komnir á flot. Fyrstur mun verða tilbúin af þeim togur- um, sem þar eru eft'iir „Egill Skallagrímsson11, en hann er eign Kveldúlfs. Ef allt geng ur vel má búast við honum til landsins seint í næsta mán uði. Tíðindamaður blaðsins átti í gær stutt samtal við Sæ- mund Auðunsson, skipstjóra á Kaldbak, og lét hann mjög vel af skipinu. Að vísu sagði hann, að ekki hefði reynt neitt á sjóhæfni þess á leið- inni heim, því að veður hefði verið gott. Ferðin frá Hull til Reykjavíkur tók 3 sólar- hringa og 15 klukkustundir, /en til Reykjavíkur var kom ið í gærmorgun. Ganghrað-i skipsins á leiðinni heim voru rúmar 11 sjómílur sagði skipstjórinn. Skips- höfn'in á leiðinnii frá Eng- landi var 13 manns, en áhöfn in mun verða rúmlega 30 manns, þegar skipið er að veiðum. Fyrsti stýrimaðu-r á Kaidbak verður Þorstéinn Auðunsson, bróðir skipstjór- ans, en fyrsti vélstjóri er Henry Clsen frá Akureyri. Skipstjórinn á Kaldbak, Sæm-undur A-uðunsson, er ungur mað-ur; útskrifaðist úr sjómannaskólanum 1940 og hefur verið stýrimaður á tog urum síðan, og er þetta því fyrsta skipið, sem hann tek uir að sér skipstjórn á. Kaldbakur mun dvelja hér. aðeins í þrjá daga, en Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.