Alþýðublaðið - 07.06.1947, Side 4
4
ALfrÝÐUBLAÐIB
Laugardagur 7. júlí 1947.
Útgefandi: Alþýffuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Framkvæmdastjórasími: 6467.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
ANDÚÐ VERKALÝÐSINS
á hinu pólitíska verkfalls-
brölti kommúnista er engum
Ijósari en kommúnistafor-
sprökkunum sjáifum. Úrslit
allsheriaratkvæðagreiðsl-
unnar í Dagsbrún um upp-
sögn samninga og mótmæli
verkalýðsfélaganna um land
allt við málaleitun stjórnar
Alþýðusambandsins um
kaupdeilur og verkföll hafa
valdið bví, að kommúnistar
eru orðnir: hræddir og ráða-
lausir, og mun mörgum
þeirra finnast nú orðið, að
verr hafi verið af stað farið
en heima setið með hinar
heimskulegu iráðstafanir
gegn viðleitni núverandi rík-
isstjórnar til að binda enda
á dýrtíðina og verðbólguna,
sem er að sliga atvinnuvegi
landsmanna.
Norður á Siglufirði hefur
þessi ótti kommúnista við
vilja verkalýðsins orðið til
þess, að hin kommúnistíska
stjórn Verkamannafélagsins
Þróttar hefur að undanföænu
þrjóskazt við að láta fara
fram allsherjaratkvæða-
greiðslu í félaginu um upp-
kast að nýjum samningum,
sem samkomulag hafði þó
nóðst um. Þegar sáttasemj-
ari rikisins norðan lands tek
ur svo upp þetta uppkast og
geirir að tillögu sinni og fyr-
irskipar allsherjaratkvæða-
greiðslu eftir að stjórn Þrótt
ar hafði vísað tilmælum þess
efnis á bug, neita þeir Þón
oddur Guðmundsson og sálU
félagar hans í stjórn Þróttar
að afhenda kjörskrá félags-
ins til afnota við atkvæða-
greiðsluna. Atkvæðagreiðsl-
an fer þó fram eigi að síð-
ur, og siglfirzkum verka-
mönnum gefst kostur á að
neyta þess réttar síns, sem
kommúnistarnir í stjórn
Þróttar ætluðu að svipta þá.
Ofbeldi, svik og lögleysur
hinnar kommúnistísku stjórn
ar Verkamannafélagsins
Þróttar á sér enga aðra hlið-
stæðu en aðfarir kommún-
ista d Kaupfélagi Siglfirð-
inga forðum daga, enda eiga
sömu menn Mut að máli. En
vissulega er hag íslenzkrar
verkalýðshreyfingar meira
en lítið illa komið, ef slík
vinnubrögð og slíkar baráttu
aðferðir eiga að viðgangast
innan vébanda hennar.
❖
Otti kommúnistaforsprakk-
anna í stjórn Dagsbrúnar við
vilja verkamanna kom þann
ig í ljós, að þeir ætluðu sér
að Iáta félagið hefja póíitískt
verkfall hér í Reykjavík nú
um helgina að félagsmönn-
um fomspurðum. Fyrir þeim
vakti að láta 11 me-nn fyrir-
skipa 3000 reykvískum
verkamönnum að íeggja nið
ur vinnu og láta beita sér og
Faískur tónn. — Það, sem veldur mismunin-
um. — Hvað segir verkalýðurinn? — Kembd
kjörskrá. — Utskúfaðir og úvaldir — Leikur-
inn, sem hægt er að leika, en honum yrði að
fylgja eftir.
ÞAÐ ER FALSKUR TONN
í verkfallsrapódíu kommún-
istanna. í mörg ár sátu þeir í
ríkisstjórn við grundvöll þeirr-
ar vísitölu, sem við búum við
— og allt var í stakasta lagi.
Þeir gerðu ekki nein upphíaup,
verkamennirnir áttu að geta
unað við kaup sitt og engin á-
stæða átti að vera til þess fyr-
ir þá að hefja verkföll tii að
knýja fram kauphækkanir.
Skyndilega kveður við annan
tón — um Ieið og kommúnist-
ar fara úr ríkisstjórn. Þá er
hafin upp spilamennskan, allt
á skyndilega að verða ófært og
verkamönnum er skipað að
leggja niður vinnu.
BREYTINGARNAR á tolla-
lögutium eru sýndarástæða.
Hefði engin breyting verið gerð
á þeim, þá hefðu kommúnistar
fundið nýtt tilefni, eitthvað ann
að, sama hvao það væri, því
að tilgangurinn er ekki 'kaup-
hækkanir til handa verkamönn
um, heldur pólitík, eins og í
Frakklandi og fleiri löndum
þar sem kommúnistar eru ekki
við stjórn, að etja alþýðustétt-
unum út í opna baráttu við rík
isvaldið, löggjafann og lýðræð
ið, brjóta allt þetta niður til að
koma kommúnistum til valda.
Og til þess að ná þessum til-
gangi er beitt allskonar brögð
um, því að tilgangurinn — hinn
göfugi málstaður, að koma
kommúnistum t-il valda, helg-
ar meðalið.
ÍSLENZKT LÝÐRÆÐI er nú
í höndum reykvísksra verka-
manna, ef þeir hlýða valdboði
kommúnista stefna þeir út í ó-
vissuna, ekki aðeins fyrir sig
og heimili sín heldur og fyrir
alla þjóðina. Ég veit að margs-
konar bellibrögðum verður
beitt og einskis svifist. Fjöldi
manna fær ekki að greiða at-
kvæði í Dagsbrún en aðrir sem
nákvæmlega stendur eins á um
í félaginu fær að greiða at-
kvæði. Það hefur verið farið
yfir kjörskrá félagsins af mik-
illi nákvæmni, ýmsir verið
týndir út og aðrir settir inn,
allt eftir pólitískum skoðun-
um. — Hér er ekki um bætt
launakjör verkalýðsins að ræða
heldur pólitískt valdabrölt
kommúnista. Það sem þeir tapa
við lýðræðislegar kosningar
meðal þjóðarinnar, hyggjast
þeir ætla að vinna upp í stór-
kostlegum verkföllum og þar
afleiðandi óeirðum.
EKKI EINN EINASTI verka
maður má horfa afskiptalaus á
aðfarirnar að lýðræðinu. Allir
verða þeir að skoða hug sinn
vel og taka sínar ákveðnu á-
kvarðanir. Þegar greitt var at-
kvæði um það hvort segja
skyldi upp samningum munaði
mjóu. Þá var ekki greitt at-
kvæði um það að leggja út í
verkfall. Ellefu kommúnistar
hafa tekið þá ákvörðun upp á
sitt eindæmi. Þeir óttast úrslit-
in við frjálsa atkvæðagreiðslu
meðal fjöldans. Þetta sýnir að
kommúnistar eru orðnir hrædd
ir við verkalýðinn. Þeir þykjast
hafa vald yfir honum, en eru
hræddir við hann. Það mun líka
sýna sig að ástæða er til þess
fyrir þá.
EF FARIÐ VERÐUR út í
verkfall, mun það verða langt.
ÁÁstæðan er sú, að hér er ekki
um kaupbaráttu að ræða held-
(Frh. á 7. síðu.)
félagi þeirra fyrir pólitískan
vagn Kommúnistaflokksins.
Sem betur fer verður kom
múnistum ekki _ kápan úr
þessu klæðinu. í dag og á
morgun fer fram i Dagsbrún
allsherjaratkvæðagreiðsla
um tillögu, sem sáttanefnd-
in hefur l'agt fram til lausn-
ar á deilunni. Verkamönnum
hér eins og á Siglufirði gefst
þvi kostur á að láta vilja
sinn koma í Ijós á lýðræðis-
legan hátt og firra þjóðina
hættulegum vamdræðum, er
forsprakkax kommúnista
reyna að efna til af pólitísku
hatri.
Þessar aðfarir kommún-
ista norður á Siglufirði og
hér í Reykjavík eru lærdóms
ríkar fyrir íslenzka verka-
Iýðshreyfingu. Þær sýna bet
ur en nokkuð annað, hver
vinnubrögð og baráttuaðferð
ir kommúnista eru og hvers
má af þeim vænta. Þeir hika
ekki við að fótum troða lýð-
ræði, félagsréttindi og lands-
'lög og svipta verkalýðinn
sjálfsákvörðunarrétti sínum,
mjög bráðlega á riti á ís-
eru annars vegar. En þessar
aðfarir sanna einnig, hversu
Eráleitur málstaður kommún
ista er að dómi sjálfra þeirra.
Menn, sem ekki þora að bera
málstað sinn undir dóm
þeirra aðila, er um harrn eiga
að fjalla samkvæmt öttlum
iögum og reglum, gera sér
þess að sjálfsögðu fulla
grein, að þeir eiga ekki á
góðu von. Ótti kommúnista
við vilja verkalýðsins er
sannarlega orðinn mikill,
þegar samvizkulausustu ó-
þokkar eins og Þóroddur
Guðmundsson finna til sekt-
ar sinnar.
Framferði kommúnista í
hinu pólitíska verbfallsbrölti
þeirra hefur vonandi sann-
fæirt íslenzkan verkalýð um
það, að þeir eru óhæfir til
allrar forustu og vargar í vé-
um alþýðuhreyfingairinnar.
Hið vinnandi fólk á að láta
sér vítin að vamaði verða og
sameinast um að losa sig við
áhrif og forsjá kommúnista.
Ævintýramenn og óþokkar
eiga sízt af öllu heima í sam
tökum íslenzkrar alþýðu.
S.F.J.
Dansleikur
iaugardaginn 7. júni í Breiðfirðmgabúð kl.
10. síðdegis. — Aðgöngumiðar, seldir frá
iklukkan 5—7.
frá sáffanefnd í vinnudeilu Dagsbrúnar
annars vegar og YinnuveHendaféi. fs
fands og Reykjavikurbæjar hins vegar
Sáttanefndin hefur ákveðið að bera fram
miðlunartillögur til lausnar í vinnudeilunni. At-
kvæðagreiðsla um tillögurnar fer fram fyrir fé-
laga í Verkamannafélaginu Dagsbrún og Vinnu-
veitendafélagi íslands í Miðbæjarbarnaskólanum
í Reykjavík laugardaginn 7. júní kl. 3—10 e. h.
og sunnudaginn 8. júní kl. 10 f. h. til 10 e. h. og
lengur ef þá þykir ástæða til.
Tillögurnar verða birtar í hádegisútvarpinu
á morgun og á annan hátt.
Reykjavík, 6. júní 1947.
fer fram sunnudsginn 8. júní klukkan
2 eftir hád. á íþróttavellinum.
Keppt verður í:
100 metra hlaupi (úrval).
300 metra hlaupi,
3000 metra hlaupi og
4x200 metra boðhlaupi.
Kúluvarpi.
Kringlukasti.
Langstökki.
Hástökki.
Flestir frægustu íþróttamenn íslands taka
þátt í mótinu, þar á meðal Oslóar-fararnir.
írlandsmeistarinn í kúluvarpi
DAVID GUINEY
Og
Evrópumeistarinn
GUNNAR HUSEBY
eru þátttakendur í kúlúuvarpinu.
Þetta er fyrsta og líklega frægasta íþrótta-
mót ársins.
AÐGÖNGUMIÐAR SELDIR VIÐ
INNGANGINN.
Reykvíkingar! Fyllið íþróttavöllinn á morgun.
Stjórn K.R.