Alþýðublaðið - 07.06.1947, Page 7
Laugardagur 7. júlí 1947.
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
Bærinn í dag.
--------------------— I
Næturlæknir er í Iæknavarð
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er Ingólfsapó-
teki.
Næturakstur annast Litla
bílstöðin, sími 1380.
Hjónaband:
Gefin verða saman í hjóna-
band í dag, Þorgerður Jóns-
dóttir, Óðinsgötu 28 og Þor-
geir Þorleifsson frá Þverlæk,
Holtum.
Ari Arnalds 75 ára
(Frh. af 3. síðu.)
þýðleiki Arnalds og það, að
ég vissi, að hann vildi það
eitt gera, sem hann taldi
sýslunni fyrir þeztu, eins og
á stóð í hvert sinn.
Lokaþáttur hvers sýslu-
fundar var veizla hjá sýslu-
manni. Þar söfnuðust fund-
armenn saman að loknum
störfum og nutu kvöldstund-
ar með oddvita sníum.
Hver, sem eitt sinn hefur
átt kost á að njóta igestrisni
Ara Arnalds, mun vafalaust
vera mér sammála um ó-
venjulega hæfileika hans
sem gestgjafa. Og víst er, að
hvar maður, sem sæti átti í
sýslunefnd N.-Múl. á þeim
árum, mun minnast margra
ógleymanlegra ánægjustunda
með félögum sinum á heimili
hans. — Þá var Arnaids í
essinu sínu, hinn veituli gest-
gjafi og hrókur alls fagnað-
arv
Ég hef hér lauslega rif.jað
upp minningar, sem sóttar
eru allt að 30 ár aftur í tim-
ann, og það er margs að
minnast, sem ég verð að
sleppa að rifja hér upp.
Nú eru tæp 10 ár síðan Ari
Arnalds lét af embætti i N,-
Múlasýslu, og nú er hann
orðinn 75 ára öldunugur með
óskerta sálarkrafta og furðu
mikið starfsþrek. Ég flyt
honum beztu árnaðaróskir
og minnist hans, eins og aðrir
N.-Mýlingar, sem góðs yfir-
valds og prýðis drengs.
Halldór Ásgrímsson.
Lesið Alþýðubíaðið
Sfefán Einarsson
lenzku eftir Stefán Einars-
son um íslenzk sagnaskáld.
Það vildi svo til, að sama
vorið og Stefán Einarsson
varð stúdent, tók ég gagn-
fræðapróf í Menntaskólann
hér — sem utanskólamaður.
Af tilviljun var mér þá bent
á Stefán Einarsson, en ekk-
ert kynntist ég honum þá.
En síðar urðum við mötu-
nautar í Húsmæðraskólan-
um í Þingholtsstræti 28, og
þá hófust kynni okkar. Stef-
án var maður stilltur, en
hann tók nákvæmlega eftir
hverju orði, sem féll í ná-
vist hans, og það kom brátt
í Ijós, að þrátt fyrir h'ina
stilltu og rólegu framkomu,
var hann gamansamur mjög
og hláturmildur í sinn hóp,
og oft og tíðum var hlegið
dátt að ýmsu, sem upp á var
fundið, bæði uppi og niðri í
Þingholtsstræti 28. Og einu
verð ég að segja hér frá.
Það var eitt sinn, að við
Stefán sátum einir að kaffi-
drykkju um nónbil í borðstof
unni í Þingholtsstræti. Ekki
man ég hvað við ræddum, en
eitthvað var það þó gaman-
samt. Þá kom inn einn af
mötunautum okkar, séra
Sveinn Ögmundsson, sem var
manna glaðastur, og vildi
hann gjarnan vita, hvað okk
ur gengi til gleði. Hann
spurði svo:
— Hver . . hver var það?
Ég svaraði af bragði:
— Það var hann Jónatan
Pálsson.
Sveinn kannaðist ekki við
Jónatan Pálsson og spurði:
— Hver er Jónatan Páls-
son?
Ég svaraði: — Jónatan
Pálsson revisor með meiru.
Og þar með var Jónatan
Pálsson orðinn til, og þó að
við félagar hefðum þá ekki
lesið sögu Anatole France
um Putois, óx og þorskaðist
Jónatan ámóta vel og per-
sóna sú, er hinn frægi
franski skáldsnillingur segir
frá, og brátt kom þar, að ýms
ir fóru að skipta sér af Jóna-
tan Pálssyni aðrir en við
Stefán og þeir, sem okkur
umgengust mest. Hann pant
aði mat, en kom ekki, aug-
lýsti ýmislegt í blöðum,
hringdi í kaffihús og spurði
eftir mönnum skrifaði grein
í Vísi og gerði sig sekan um
fyllirí og strákapör, og loks
varð út úr honum óskaplegt
hneyksli með blaðaskrifum
og fundarhöldum — en það
var, þegar hann tók sig til
og orti Píslarþankana ill-
rændu. Og nú hef ég heitið
því, að áður en langt líður,
skuli ég sbrifa sögu Jónatans
þessa — eftir beztu getu og
heimildum og senda handrit
ið vini mínum, hinum á-
gæta fræðimanni og rithöf-
undi prófessor Stefáni Ein-
arssyni í Baltimore, enda var
það strax fullyrt um Jónatan
Pálsson, að hann væri mað-
ur, sem lengst sinnar ævi
hefði dvalið í Vesturheimi og
væri alveg nýkominn þaðan
til íslands. Og víst er um
það, að marga glaða stund
átti dr. Stefán Jónatan Páls
syni að þakka fyrir nærfellt
þrjátíu árum!
Stefán Einarsson er mað-
ur, sem er mjög lítið fyrir
að láta á sér bera, og þannig
hefur hann ávallt verið.
Hann hefur unnið sín ágætu
skorti á viðurkenningu eða
ingar án þess að vera að
hugsa um launin. Hann mun
hafa fengið 700 dollara
styrk til útgáfu bókmennta-
sögunnar áðurnefndu frá al-
þingi íslendinga — og þar
með búið. En hann er svo
sem ekki að mæðast vfir
skorti á viðrukenningu eða
styrk til starfa sinna héðan,
og er hann að þessu fágætur,
svo sem og að prúðmennsku
og mannkostum öll ir.i.
Hvar sem hann kemur fram,
er það íslandi og íslenzkri
mennlngu til heiðurs.
Ég vil svo þakka honum
tryggð sína og vináttu og
störf hans í þágu íslenzkrar
menningar — og óska honum
og konu hans heilsu og bless
unar. Hann hefur unnið mik
ið unnið vel, en þó aðeins
lítinn hluta síns ævistarfs,
ef honum endist líf og heilsa
svo sem vonir standa til.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Jarðarför eiginmanns míns,
Garðars Þorsteinss&nar,
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. þ. m, og
hefst með húskveðju á heimili hins látna á Vestur-
götu 19 klukkan 1 eftir hádegi.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
F. h. vandamanna.
Anna Pálsdóttir..
Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
Jónínu Árnadóttur,
fer fram mánudaginn 9. júní kl. 1 e. h. frá Elliheimil-
inu Grund.
Jarðað verður frá dómkirkjunni.
Jóhanna Hansen, Henry Hansen,
Bjarni M. Einarsscn, Magnea Jónsdóttir,
Sigurlaug Einarsdóttir, Júlíus Þorbergsson,
ásamt barnabörnum.
EEdri-dansarnir
í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld
hefjast kl. 10.
Aðgöngumiðar frá kl. 5 í dag. Sími 2826.
HARMONÍKUHLJÓMSVEIT leikur.
Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur, ■'
í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30.
Húsið opnað kl. 7,45.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag í
Sjálfstæðishúsinu.
Kvikmyndir:
GAMLA BÍÓ: „Dularfulla
stúlkan“ — Van Johnson,
Marilyn Maxwell, Ava Gard-
ner og Lionel Barrymore. —
Kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ: „Kona manns“ kl.
7 og 9. Síðasta sinn. —
„Hveitibrauðsdagurinn“ •—
Rod Cameron, David Bruce,
og dansparið Veloz og Yol-
anda, kl. 3 og 5.
TJARNABÍÓ: „Leikaralíf11 —
Janet Gaynor, Fredric March.
Kl. 3, 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ: „Litli lávarður-
inn“ — Freddie Bartholo-
mew, C. Aubrey Smith, Dol-
ores Costello Barrymore og
Mickie Rooney. Kl. 7 og 9.
HAFNARFJARÐARBÍÓ: „Fé-
lagarnir fræknu“ •— Abbott
og Costello. Kl. 7 og 9.
Hljómleikar:
BEETHOVENTÓNLEIKAR Tón
listarfélagsins í Austurbæjar-
bíó kl. 9.
Tivoli:
SKEMMTISTAÐURINN Tivoli
opinn kl. 2—11.30.
Samkomuhúsin:
BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Dans-
leikur kl. 10.
GT-HÚSIÐ: Gömlu dansarnir
kl. 10.
HÓTEL BORG: Klassisk mús-
ík frá kl. 8—11. Hljómsveit-
arstjóri Karl Billich.
INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl.
9 árd. Eldri dansarnir kl. 10
síðd.
IÐNÓ: Dansleikur kl. 10.
M JÓLKURSTÖÐIN: Dansleik-
ur kl. 10.
TJARNARCAFÉ: Dansleikur
kl. 10.
ÞÓRSCAFÉ: Gömlu dansarnir
kl. 10.
ALÞÝÐUHÚSIÐ, Hafnarfirði:
Dansleikur VKF Framtíðin
til ágóða fyrir dagheimilið.
Tónleikar:
FJALAKÖTTURINN sýnir re-
vyuna „Vertu bara kátur“ í
Sjálfstæðishúsinu kl. 5.
LEIKFÉLAG RVÍKUR: „Ærsla
draugurinn11. Sýning kl. 3.
Síðasta sinn.
Útvarpið:
19.30 Tónleikar: Samsöngur
(plötur).
20.30 Upplestur: Kafli úr
skáldsögunni „Dansað í
björtu“ eftir Sigurð
Gröndal (Þorsteinn Ö.
Stephensen les).
21.00 Útvarp frá Beethoven-
hátíð Tónlistarfélagsins:
Verk eftir Beethoven
(Busch-kvartettinn leik-
ur).
HANNES Á HORNINU.
(Frh. af 4. síðu.)
ur pólitískt verkfall. Það hef-
ur það í för með sér að þeir
sem leggja út í verkfallið og
stjórna því, eiga engri samúð
að mæta. Þeir hafa ekki einu
sinni samúð meirililuta verka-
lýðsins, hvað svo sem at-
kvæðagreiðsla segir. Og annars
staðar mæta þeir fullri andúð.
Verkfallið mundi og snerta
hvert eitt og einasta heimili í
Reykjavík og jafnvel þó að víða
væri leitað.
ÞAÐ ER ALVEG ÁREIÐAN
LEGT að verkfallsfyrirætlun
hefur aldrei fyrr í sögu verk-
lýðssamtakanna átt við að búa
jafn mikla andúð og nú. ■— Ef
kommúnistar hætta ekki við á-
form sín og þeir reyna að hrinda
af stað verkfalli með öllum
þeim afleiðingum sem það get-
ur haft í för með sér, tel ég
rétt að þjóðin í heild yrði spurð
um það, hvort fremur skuli
ráða klíka glæframanna, sem
komist liafa til valda í verka-
lýðssamtökunum, eða alþingi
sjálft. Það er hægt að efna til
nýrra kosninga í sumar. Það
er leikur sem kommúnistarnir
óttast. Leikið þann leik og
fylgið honum eftir.
Hannes á liorninu.
SJÁLFBOÐAVINNA að Kol-
viðarhóli, lagt af stað kl. 2 í
dag frá Varðarhúsinu. Kom-
ið í bæinn kl. 2 á morgun.
Nefndin.