Alþýðublaðið - 17.06.1947, Qupperneq 4
4
Þriðjudagur 17. júuí 1947
Mesti háííðisdagurinn. — Fjallkonan. —
Gamla konan, sem var rödd genginnar kyn-
slóðar. — Ber okkur ekki að þakka eðallyndi
skaftans? Furðuleg saga um meðferð á barni.
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR er í
raun og veru mesti og fegursti
hátíðisdagur okkar á hverju
ári. Hann er haldinn hátíðleg-
ur þegar sól er hæst á lofíi og
gleðin mest í mannfólkinu yfir
því, að vera til, þegar allt er
að springa út og grænka og
menn eru fullir af vonum um
fagurt sumar og batnandi líf.
— Eins mun það vera nú, þó að
blika sé á himni, skilningsleysi
á þörfum þjóðfélagsins, ein-
strenginsgsháttur og einsýni
allra stétta, verkföll og úlfúð.
ÉG SÉ að þjóðhátíðarnefndin
hefur orðið við tillögu minni
um að láta Fjallkonuna koma
fram að þessu sinni. Við þökk-
um það og ég hygg að fram-
vegis verði ávarp hennar fast-
ur liður í hátíðahöldunum.
þennan dag. Það mun setja sér
stakan svip á þau, og ég er al-
veg viss um, að í minningum
þeirra, sem nú eru börn og ung
lingar, mun Fjallkonan lifa í
sérstökum ljóma. -— í litlu þorpi
voru mikil hátíðahöld 17. júní
í fyrra. Einn liður þeirra var
sá, að gömul kona kom aðvíf-
andi á útihátíðahöldin, klædd
að kömlum sið. Hún gekk upp
í ræðustólinn, fólkinu að óvöru
og talaði um kjör mæðra okk-
ar og formæðra, lýsti lífi
þeirra og' stríði á lágum kot-
um við kröpp kjör, talaði um
sjóinn og túnin, bæina og fólk
ið.
MANNFJÖLDINN hlýddi á
þögull og hrifinn. Þessi látlausa
ræða þótti betri en allar aðrar
ræður ■— og hún færði fólkinu
sterkari og betri kenndir en allt
annað. Hún var ekki skrýdd
fögrum klæðum þessi kona og
mál hennar var ekki bókmál,
samið af lærðum mönnum. En
það var .kjarnmikið mál og
Ijúft í senn. Svo hvarf gamla
konan á brott eins og hún kom.
Fólk hafði hlustað á rödd horf-
innar kynslóðar. Kynlóðarinn-
ar, sem með striti sínu hafði
byggt grunninn að því lýðfrelsi,
sem við njótum í dag, en höf-
um svo sorglega lítinn skiln-
ing á.
HÉR VERÐA mikil hátíða-
höld í dag. Þau hafa verið und
irbúin eins og tök hafa verið
á. Ég sá í blaði á sunnudagánn,
að það var verið að þakka ein-
um sérstökum hópi manna, að
nokkur hátíðahöld skuli geta
fram farið. Já, mikið megum
við vera þakklátir fyrir það, að
einhver óvalinn skafti skuli
hafa sýnt svo mikla hóg-
værð, að leyfa hátíðarhöld og
vondandi hafa skaftar þorp-
anna sýnt eins mikið eðallyndi
og skaftinn hér (!!)
ÞAÐ ER EKKI NÓG að vel
sé séð um undirbúning hátíða-
haldanna. Allt veltur á okkur
sjálfum hverjum og einum um
það hvaða svip hátíðahöldin
hafa. Þau fóru vel fram í
fyrra og eins mun verða nú, ef
allir gera skyldu sína. Virðu-
leik og tign á að hvíla yfir
þeim. Öll eigum við að stuðla
að því. Okkur á að vera það
ljóst, að við erum að skapa
framtíð þjóðarinnar, okkar
sjálfra og barna okkar. Ef við
taregðumst skyldu okkar erum
við að svíkja okkar eigin börn.
Það er nauðsynlegra að við skilj
um þetta heldur en að hugsa
um það eitt, að geta gefið barni
okkar arf í peningum þegar þau
leggja út í lífið.
B. G. SKRIFAR MÉR þetta
bréf. ,,Ég skrifa þér til þess að
vekja athygli á furðulegri fram
komu skipstjórans á „Eldborg-
inni.“ Eldborgin átti að fara til
Akraness á laugardag klukkan
2. Ég fór niður eftir af því að
ég þurfti að vera viðstaddur
þegar skipið legði af stað. Þeg-
ar klukkuna vantaði tvær mín-
útur í tvö gaf skipstjórinn skip
un um að losa festar þess. Um
leið þusti fólkið, sem ekki var
komið um borð yfir í skipið.
Skuturinn losnaði fyrst, eins og
lög gera ráð fyrir, og fór fólk
um borð að framan. Ég sá hjón
méð fjögui’ra ára gamfan dreng
og var drengnum lyft um borð.
Hann var lítt klæddur, í liálf-
sokkum og með bera handleggi
enda yfirliafnarlaus. Veður var
Framhald á 7. síðu.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Framkvæmdastjórasími: 6467.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Eftir þrjá ér.
í DAG eru liðin þrjú ár
frá endurreisn hins íslenzka
lýðveldis, þegar þjóðardraum
ur ísiendinga um ár og aldir
rættist með hinum sögu-
fræga atburði á Þingvelli
17. júní 1944.
íslendingar minnast í dag
hins fengna frelsis, sem kost
aði þjóðina langa og stranga
baráttu, og beztu menn lands
ins kynslóð fram af kynslóð
helguðu krafta sína. En jafn
framt er okkur skylt að lí^a
fram á leið og hyggja að því,
sem framundan er.
*
íslenzka þjóðin átti við
óvenjulega góð kjör að búa,
þegar lýðveldið var endur-
reist fyrir þremur árum. Ó-
friðarárin höfðu rausax váld
ið miklu raski í íslenzku þjóð
lífi, þar eð landið var her-
numið snemma í styrjöldinni
og fjölmennt herlið hafði hér
dvöl. íslendingar urðu einn-
ig.fyrir miklu manntjóni,
svo mikíu, að hlutfallslega
var það meira en manntjón
ýmissa þeirra þjóða, sem voru
beinir þátttakendur í hildar-
leiknum. En afkoma og at-
vinnulíf landsins tók gagn-
gerðum breytingum á stríðs-
árunum. Atvinnuleysi hvarf
úr sögu, og allir fengu vinnu
sína tiltölulega vel launaða.
Af því-lfeiddi velmegun þegn
anna og stóraukin auðsæld
þjóðarinnar í heild.
Þessi viðhorf eru nú mjög
breytt að þrem árum liðn-
úm. Raunar njóta íslending-
ar í dag mikillar og tiltölu-
lega vel launaðrar atvinnu,
og þeir hafa eignazt. ný og
stórvirk atvinnutæki, sem
geta létt þeim stórkostlega
lífsbaráttuna í framtíOinni.
En öllum er Ijóst, að sá gróði,
sem okkur áskotnaðist á ó-
friðarárunum, fyrst og
fremst við clvöl erlendra
herja hér, hlýtur að vera úr
sögu. Nú verða íslendingar
að búa að sínu og vera sjálf-
um sér nógir. En ein. afleið-
ing stríðsgróðans er hin ægi
lega dýrtíð og verðbólga,
sem nú er mesta vandamál
þjóðarinnar. Hennar vegna
er framleiðslukostnaðurinn
orðínn það hár, að við erum
ekki lengur samkeppnisfær-
ir við aðrar þjóðir á erlend-
um markaði. Mikil hætta
steðjar því aS atvinnulífi okk
ar,. váleg hætta, sem okkur
er skylt að gera okkur fulla
grein fyrir og reyna að sigr-
ast á.
*
afkomu þjóðaririnar. En ein
mitt um þessar mundir reyna
pólitískir ævintýramenn og
loddarar að grafa undan
þeirri meginstoð frelsis okk-
ar og sjálfstæðis með ábyrgð
arlausum kröfum um áfram-
haldandi kauphækkanir, sem
þeir reyna að knýja fram
með pólitískum verkföllum.
Þeir menn, sem að þessari
iðju standa, hljóta að gera
sér grein fyrir, hver skemmd
arstörf þeir eru að vinna. Þeir
vita, að aðalatvinnuvegur ís-
lendinga hrynur í rúst, hvað
lítið sem framleiðslukostnað
urinn kann að hækka úr bví,
og fellur með fjárhagslegri
sem nú er. Þeir vita, áð við
höfum neyðst til að taka
gjaldeyrislán til þess að geta
innt áf hendi mest aðkallandi
greiðslur. Þeir vita, að ríkis-
sjóður verður. á hverjum
mánuði að greiða niður 55
vísitölustig til þess að koma
í veg fyrir, að dýrtíðin og
verðbólgan sligi atvinnulíf-
ið í landinu, En eigi að síður
efna þeir til þess leiks, sem
nú er hafinn og hlýtur að
verða örlagaríkastur fyrir
þá, sem ímynda sér, að hækk
að kaupgjald færi þeim ham
ingju og hagsæld.
*
Þeir, sem í dag reyna að
annað kvöld klukkan 8,30 í Sjálfstæðis-
húsinu. — Húsið opnað kl. 7,45.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 á miðviku-
dag í Sjálfstæðishúsinu. Dansað til kl. 1.
Sírni 7104.
Vegna benzínskorts, ssm orsakast af yfirs'tandandi
verkfaHi, verður ferðum fækkað á leiðinni Reykjavfk
— Haínarfjörður og verða frá og með 18. júní þangað
til öðruvísi verður ákveðið, sem hér segir:
Frá Reykjavík og Hafnarfirði:
Á hverjum hálfum klukkutíma frá kl. 7 til fcl. 9.
Á hverjum heilum klukkutíma frá kl. 9 til kl. 17.
Á hverjum hálfum ldukkutíma frá kl. 17 til kl. 20.
Á hverjum heilum klukkutíma frá kl. 20 til kl. 24,
Reykjavík, 17. júní 1947.
lama þjóðfélagið með póli-
tískum verkföllum, hafa und
anfarið þótzt vera miklir
unnendur hins endurreista ís
lenzka- lýðveldis. Umhyggja
þeirra fyrir lý’ðVeldinu á
stofndegi þess var þó ekki
meiri en það, að þeir vildu
ekki sjá því fyrir nauðsyn-
legri yfirstjárn. Það eru
menn hinna auðu seðla frá
þingfundinum á Lögbergi 17.
júní 1944. — Þá þegar földu
þeir í erminni rýtinginn, sem
þeir reiða nú gegn hinu unga
lýðveldi okkar. Því að fyrir
þeim vakir að leggja íslenzka
þjóðfélagið í rústir til þess
að geta síðar stofnsett hér
leppríki erlends einræðis,
sem alltaf hefur verið von
þeirra og draumur. En til lít
ils hafa íslendingar þá bar-
izt öld fram af öld fyrir
frelsi og fullveldi, ef því verð
ur glatað öðru sinni og fellt
á háls þjóðarinnar ok mun
þyngra og óbærilegra, en
nokkurn tíma kúgun og harð
stjórn fortíðarinnar.
Þess vegna er íslendingum
hollt á minningardegi lýð-
veldisstofnunarinnar að líta
fram á leið og gera sér grein
fyrir þeim hættum, er að
steðja, — og gera nauðsyn-
legar ráðstafanir til að verj
ast þeim.
Hið íslenzka ríki stendur