Alþýðublaðið - 17.06.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.06.1947, Blaðsíða 8
r Laugavegi 74. súD&r/s/t&fi J w Smurt brauð og snyttur. Þriðjudagur 17. júní 1947 Nokkrir af farhegum Heklu Nokkrir af farþegum Heklu, rétt eftir að þeir stigu út úr flugvélinni á sunnudag. Skymasferflugvélin Hekla [ Íslandsglíman: r Guðmundur Agústs- son vann glímuna í 5. skipfi í röð ÍSLANDSGLÍMAN var háð 1 Haukadal á sunnudag- inn, og mættu til leiks 4 þátt takendur frá Ármanni 3 frá KR og 1 frá ungmennafé- laginu Vöku. Þetta var í 37. skipti, sem Íslandsglíman var háð, og urðu úrslit þau, að Guðmundur Ágústsson, Á. bar sigur af hólmi og lagði alla keppinauta sína. Er þetta í fimmta sinn í röð, sem Guðmundur vinnur ís- itandsglímuna. Aðeins einn maður hefur áður unnið glímuna svo oft á röð, og var það Sigurður Greipsson, er einnig vann hana fimm sinn um í röð. Oftast hefur hins vegar Sigurður Thorarensen unnið glímuna, eða 6 sinn- um alls. Guðmundur Ágústsson hlaut 7 vinninga á íslands- glímunni á sunnudaginn. Ánnar varð Guðmundur Guð mundsson, Á, með 6 vinn- inga. Þriðji varð Friðrik Guðmundsson. KR. Um 4. og 5. sætið urðu jafnir þeir Davíð Hálfdánarson, KR, og Kristján Sigurðsson, Á. 6. varð Ágúst Steindórsson, KR. 7. Steinn Guðmundsson, Á, og 8. Sigurjón Guðmunds son úr Vöku. í þau 37 skipti, sem ís- landsglíman hefur verið háð, hafa nú alls 19 sinnum unn- ið hana menn ættaðir úr um dæmi héraðssambandsins Skarphéðins, og þaðan eru allir þeir komnir. sem unn- ið hafa glímuna oftast. Dómendur á Íslandsglím- unni á sunnudaginn voru þeir Sigurður Greipsson í Haukadal, Bjarni Bjarnason á Laugarvatni og Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi rík isins. Íþróttahátíðán — Suomen Suurkisat — er einn mesti íþróttaviðburður Evrópu og hefur 26 þjóðum verið boð- in þátttaka í nærhverri ein- ustu grein. sem til er. Ár- mannsflokkarnir munu sýna nærfellt hvern dag, meðan hátíðin stendur yfir. Eftir hátíðina, sem byrjar 29. þessa mánaðar, munu Ár- (Frh. af 1. síðu.) ig til máls og árnaði félaginu heilla með flugvélina. ,,Hekla“ mun fara í fyrstu ferð sína til Kaup- mannahafnar í dag og legg ur hún af stað klukkan tíu. Mun hún fljúga til Norðurlanda á næstunni og sennilega einnig til Bretlands og Frakklands. FULLKOMIN FLUGVÉL Moorte flugkapteinn skýrði svo frá, að Skymaster flug- vélarnar væru beztu og reyndustu farþegaflugvélar, sem til væru. Þessi vél var notuð til herflutninga og varð þvi að breyta henni all verulega til farþegaflugs. Vélin er búin öllum nýtízku tækjum. til dæmis um 20 sendi- og móttökutækjum. Stærð vélarinnar er 118 feta vængjahaf og 94 feta lengd, en mestur þungi er 33 smá- lestir. Moore lét vel af flugvöll- menningar sýna fyrir ís- lenzku kvöldi á norrænni í- þróttaráðstefnu í Vierumáki, en auk þess sýna þeir í all- mörgum finnskum borgum. Þetta mun vera ein mesta utanför íslenzkra íþrótta- manna, og verður flogið í tveim ferðum til Stokk- hólms. Flokkurinn fær frítt uppihald í Finnlandi. unum hérna, og sagði að Reykj avíkurf lugvöllurinn væri alltaf nógu stór til að lenda á, en geti verið helzt' tii stuttur fyrir mjög þungar vélar, ef sérstakar aðstæður eru. Stakk hann upp á, að stórar farþegaflugvélar tækju farþega hér en benzín í Keflavík, því að benzín- þunginn einn er 9 smálestir. VESTUR ÍSLENZIR FARÞEGAR Þegar flugvélin var tilbú- in, flaug hún til Winnipeg. þar sem hún tók allmarga vestur-íslenzka farþega, auk þeirra, sem komu frá New York. Farþegalistinn fer hér á eftir: FRÁ NEW YORK Raymond Hoover flugmað ur, Kristján Mikaelsson flug maður,, Elena M. Moore, Richard Moore, Mellie C. Cronish. Ásta Bjarnadóttir, Helga Þórðardóttir, Rögn- valdur Johnson, Kristjana Elíasson, Unnur Dóra Gunn laugsdóttir, Hjalmar Finns- son. FRÁ WINNIPEG: ■ Paul Olofsson Einarsson, Ásgeir Guðjónssen. Júlía Guðjónssen, Pétur Guðjóns- sen. Sif Guðjónssen, Jón Guðjónssen, Laura Johnson, Oddný Ásgeirsdóttir, Ása Jónsdóttir, Jóhann Pálsson, Alma Levy, Halldóra Peter- sen. Guðbjörg Sigurðsson, Jena Louise Sigurðsson, Kristján Thorsteinsson, Sig- ríður Jóna Margrét Westdal. PRESTSKOSNING fór fram í Grímseyjarprestakalli 7. júní og voru atkvæði tal- in á skrifstofu biskups í gær. Aðeins einn maður var í framboði, Robert Jack, og var hann löglega kosinn. 50 kjósendur voru á kjörskrá, en 36 neyttu atkvæðisréttar síns. Greiddu þeir allir at- kvæði með frambjóðandan- um. Yfir 40 Ármenningar.fara á mikla íþróftahátíð í Finnlandi -------♦-------- Tveir fimleikaflokkar og glímuflokkur fara undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. -------4-------- YFIR 40 ÁRMENNINGAR fara innan skamms á mikla íþróttahátíð í Finnlandi og fara þeir fljúgandi með Sky- masterflugvél Loftleiða* Eru þetta fimleikaflokkar karla og kvenna og glímuflokkur, en flokkunum stjórnar Jón Þor- steinsson. Listaverkasýning Ninu Sæmunds- son var opnuð í gærkveldi -------♦------ Á sýningunni eru 29 málverk og 28 höggmyndir auk margra teikninga. ----------------—————— ,,ÉG VINN alltáf fyrir listina, en ég vinn jafnframt fyrir ísland“; segir Nina Sæmundsson myndhöggvari, en hún opnaði sýningu á verkum sínum í Listamannaskálan- um í gær. Mikill fjöldi gesta var viðstaddur, og Sigurgeir Sigurðsson biskup opnaði sýninguna með ræðu. Ungfrú. Nna hefur nú dvalizt 21 ár vestan hafs en allan þennan tíma hefur hún haldið íslenzkum rikisborgararétti og þar með neitað sér um mörg og mikil verkefni, sem eingöngu voru fyrir ameríska borgara. Á sýningu Ninu eru 29*' málverk og 28 höggmyndir, en auk þess mikdll fjöldi teikninga og ljósmyndir af nokkrum stærri verkum, sem ógerlegt var að flytja hingað. Vegna flutningserf- iðleikanna eru flestar högg- myndirnar heldur af minni stærðum, en stórar_ myndar á ungfrúin meðal annars í þrem görðum í Los Angeles, við Waldorf Astoria hótelið og víðar. Bezt þekkja íslend ingar myndina ,,Móðurást“. sem er i garðinum við Láekj- argötu. Myndirnar á sýningunni eru allar til sölu og voru þær verðlagðar iaf viður- kenndum listverkasala 1 Hollywood. Sýningin verður opin í hálfan mánuð. 3 Gyðingar dæmdir lli dauða fyrir ofbeldisverk ÞRÍR ofbeldismenn úr ó- aldarflokkum Gyðinga voru dæmdir til dauða af herrrétti í Jerúsalem í gær. Þeir höfðu tekið þátt í árásinni á fangelsið í Acre í Palestínu í maí og beitt skotvopnum þar; en í þeirri viðureign biðu 15 manns bana. Tveir aðrir voru dæmdir til fangelsisvistar, 15 ár hvor. Truman neitar að sfaðfesla lögin um lækkun íekjuilitfs ------4------ Fyrsti árekstur forsetaus við auðmemi- ina í fiokki repúhlikana. -----------♦---------- TRUMAN BANDARÍKJAFORSETI neitaði í gær að staðfesta hin nýlega samþykktu lög Bandaríkjaþingsins mn. stórkostlega lækkun á tekjuskatti, sem talið er að myndi nema um 4000 milljónum dollara, ef til framkvæmda kæmi. Þes hefur undanfarið ver- ið beðið með mikilli forvitni. hvort Truman staðfesti þsssi lög, sem meirihluti repúblik- ana í Bandaríkjaþinginu og auðmenn þess flokks stóðu að. Nú hefur Truman synj- að þeim um staðfestingu og er það í fyrsta sinn, sem hann gengur í berhögg við meirihluta repúblikana í Bandaríkjaþinginu. Hins veg ar kemur nú til kasta þings- ins, hvort það heldur lögun- um til streitu og ákveður að láta þ'au koma til fram- kvæmda þrátt fyrir synjun forsetans. Truman lét svo um mælt í gær, er hann neitaði að ! staðfesta lögin, að Banda- ! ríkin ætti mörgum fjárhags- | legum skyldum að gegna er- iendis og mættu ekki leyfa sér slíka lækkun tekjuskatts ins á þessu augnabliki. En þar að auki myndi hún magna stórkostlega þá hættu sem Bandaríkjunum stæði af verðbólgu; og þjóðinni allri væri fyrir beztu að fá um- flúið hana. Viðræður í París um tilboð Marshails BEVIN utanríkismálaráð- herra Breta fer 1 dag til Par- ísar til þess að ræða tilboð Marshalls um fjárhagslega hjálp til viðreisnarstarfsins í Evrópu við frönsku stjórn- ina. t Var tilboð Marshalls, sem kunnugt er, við það bundið, að Evrópuþjóðirnar hefðu samtök með sér um að byggja upp lönd sín á ný og notfæra sér hina amerísku hjálp í því skyni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.