Alþýðublaðið - 05.07.1947, Síða 7
Laugardagur 5. júlí 1947
ALÞVOUBLAÐIÐ
Bærinn í dag.
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Dómkirkjan.
Méssa á morgun kl. 11, síra
Jón Auðuns.
Hallgrímsprestakall.
Messað á morgun kl. 11 f. h.
Síra Jakob Jónsson.
vitjað til frú Pálínu Þorfinns-
HafnarfjarSarkirkja.
Messað á mrogun kl. 2, sjra
Garðar Þorsteinsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Verð fjarverandi um ca. sex
vikna skeið. Safnaðarfólki er
ráðlagt að snúa sér til formanns
safnaðarstjórnar, Guðjóns Magn
ússonar ' skósmíðameistara, er
gefur allar upplýsingar í fjar-
veru minni. Sr. Kristinn Stef-
ánsson.
Aðalfundur Ættfræðifélagsins
verður haldinn á morgun,
sunnudag, kl-. 1.30 í lestrarsal
Landsbókasafnsins.
Norræní riíhöfundaþing í Osló
(Frh. af 3. síðu.)
höfunda — með því að gefa
þeim fyrirheit um fé og
frægð — til að sníða bækur
sínar eftir tízkubundnum
geðþótta mikils þorra manna,
og hefur þetta átt sinn mikla
þátt í þvi, að koma bók-
menntunum út á þær villi-
götur, sem raun hefur víða á
orðið. Bókmenntir, sem til
eru orðnar í samræmi við
slikar kröfur og hafa verið
metnar i samræmi við þær,
eru ekki lengur andleg list,
ekki sönn list, og eru orðnar
rangstæðar á vettvangi
mannlífsins og mannsandans.
Danska skáldkonan Hulda
Lútken segir svo:
„Nútíðarmaðurinn hrópar
til skáldsins: Varpaðu gliti á
tómleika vorn, varpaðu
Ijóma á hlutina, sem vér höf-
um búið til. Dásama þá, svo
að vér örvæntum ekki. Fleyg
þér flötum og legg á þig viðj-
HANNES Á HORNINU
(Frh. af 4. síðu.)
arstjórnin loksins rankað við
sér og varið nokkru af því fé,
sem öðru hvoru hefur verið
fleygt í Tjörnina fyrirhyggju-
laust og. til fánýtis, — til að
hreinsa hana í eitt skipti fyrir
öll og halda henni síðan hreinni!
— Nú var Tjörnin orðin veru-
legt bæjarprýði. Og það var
nautn og hressing að ganga með
fram henni á kvöldin eftir heit-
an dag. — En sorpflugurnar og
rotturnar höfðu flutt burt í
mesta pússi! —“
SÍÐAN ÞETTA VAR SKRIF-
AÐ, eru liðin 25 ár, Hannes
minn. — Og hvað hefur áunn-
izt á þeim aldarfjórðungi? Ætti
ekki andi nýsköpunarinnar að
hafa opnað augu háttv. bæjar-
stjórnar — og allra mætra
Reykvíkinga — svo að þeim sé
nú loks orðið ljóst, að hér er
um tvo glæsilegustu fegurðar
auka höfuðborgarinnar að
ræða? — Eða á enn að halda
áfram í aldarfjórðung á ný, unz
syndir feðranna komist í fram-
kvæmd. Borgararnir fela synd-
ir sínar undir skrautlegum
klæðum, — og borgarstjórnirn-
ar hlaða vegi úr skarni sínu og
bollaleggja um að fylla tjarnir
sínar, þegar hugvit skortir til að
halda þeim hreinum, — og
pranga síðan með lóðirnar!
ÉG TREYSTX þér til að halda
málum þessum vakandi, Hann-
es minn, og sjá um, að bæjar-
stjórnin sofa ekki lengur á verð
inum um fegurð og sóma borg-
ar sinnar! . . . Og svo vildi ég
aðeins bæta þessu við að lok-
um: Þar sem þess mun nú eigi
þykja þörf að reisa ,,risa-vita“
í Örfirisey, ætti í þess stað að
koma glæsileg myndastytta af
íslenzkum farmanni og mjög
siglanda! — Þar hefði annað
hvort Leifur eða Þorfinnur átt
að standa, en hvorki uppi í
Holti né úti í Tjörn. Þar eiga
þeir ekki heima! — En nú mun
ekki um það að ræða (?) — En
hvað um það: Þarna á að standa
glæsilegur fulltrúi íslenzkra
farmanna og sjósóknara og
heilsa hverju skipi, sem af hafi
kemur. ísl. sjódýragarður og
fiskibúr eiga þar einnig heima.
Er hér tilvalið verkefni fyrir
ísl. listamenn að leggja á ráð
um framtíðarskipulag Hólms-
ins og sýna með teikningum
hvílík höfuðstaðar-prýði slíkt
mætti verða! Og hvað sem öllu
öðru líður: Hólminn og Tjörn-
ina verðurðu að verja og vernda,
Hannes minn.“
ar efnishyggj unnar! Ger þess
ar viðjar að blæðandi gulli,
svo að þær sargi ekki hold
vort að beini og drekki blóð
vort. Sýn oss, að hlutirnir
séu ævarandi, svo að vér
glötum ekki vorum sköpunar
mætti. Seg oss, að dauðinn
sé ekki dauði, seg oss, að vér
lifum að eilífu, eða seg oss,
að enginn guð sé til. Sýn oss
einhvern guð, sem vér þekkj-
um, eða seg oss, að vér séum
guð. Hrópa það út á meðal
baima vorxa, að vér séum
guðir!
Og skáldið hlýðir — ef
hann er eícíci skáld! Og nú-
tíðarmaðurinn borgar hon-
um og b.rosir: Þetta er gott!
Skáldið er með oss, Hann
b.reytir steinum vorum í
brauð. Sjá, hann -er mikill
listamaður, því að hann slær
eld af sjálfum tómleika vor-
um. S.já, sál hans er jarð-
neskt glingur, sem oss geðj-
ast að. Eftir því að dæma
erum vé,r þá alls ekki glat-
aðir. Og grát vorn og kvein-
stafi er ekki að marka. Og
hlátur vor vottar gleði vora
yfir sjónhverfingunum. Sjón-
hverfingunum, sem vér til-
biðjum. Sjónhverfingunum,
sem eru orðnar oss lífið. Sjá,
skáldið er í sannleika stór-
skáld, bví að sálir vorar sér
hann ekki, en einungis andlit
vor. Hyllið hann!“
Ég hef fellt þetta hér inn
í grein mína til þess að geta
betur en ella gert lesendum
það ljóst, hvað Norðmenn-
irnir vilja, þar sem þeir
leggja til að mynduð verði á
sviði menningarmála alþjóð-
leg fylking til göfgunar
menningarlífinu — og ætlast
til að bókmenntirnar verði
virkur aðili í baráttunni
fyrir heimsfriði og mann-
helgi. Þeir vilja, að bók-
menntirnar öðlizt hugsjóna-
legan grundvöll, þjóni and-
legu viðhorfi, en séu ekki
eins og úttroðin tuskubrúða,
sem pólitískur flokkur, er-
lendur eða innlendur, hafi í
hendi sér og ,geti látið snúa
upp eða niður, út eða suður,
eftir því sem hann lystir þá
og þá stundina — eða þá séu
beinlínis ekkert, komi eng-
um við. í öllum sönnum
skáldskap snýr höfundurinn
sér af innri þörf að einhverj-
um aðila, stundum er það
guð, stundum mennirnir, ein-
Móðir okkar,
SigríS&sr Kjartansdóttir,
Sogabletti 9,
sem andaðist 29. f. m., verður jörðuð frá fríkirkjunni
þriðjudaginn 8. júlí. Athöfnin hefst kl. IV2 e. h. frá
Sogabletti 9.
F. h. okkar og annarra vandamanna.
Kjartan Bjarnason. Halldóra Bjarnadóttir.
- Skemmtanir dagsins
Kvikmyndir:
GAMLA BÍÓ: „Kína“ — Alan
Ladd, Loretta Young, Wm.
Bendix.- — Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ: „Ef heppnin er
með“ — Vivian Blane, Perry
Como, Carmen Miranda. —
Sýnd kl. 5, 7 og 9. — „Villi-
hesturinn Reykur“ — sýnd
kl. 3.
TJÁRNARBÍÓ: „Shanghai“ —
Cane Turney, Victor Matura
— kl. 5, 7 og 9,— „Bör Börs-
son“ kl. 3.
BÆJARBÍÓ: „Ævintýradrós11 —
Miriám Hopkins, Francois
Dee, — sýnd kl. 7 og 9.
I-IAFNARF JARÐ ARBÍÓ:
„Heimkoman“. •— Dorothy
McGuiere, Guy Madison o.
fl. — Sýnd kl. 7 og 9.
Söfn og sýningar:
SYNING Nínu Sæmundsson í
Listamannaskálanum.
Opið kl. 10 árd. — 10 síðd.
L ANDBÚNAÐ ARSÝNINGIN:
Opið frá kl. 10—23.
Skemmfisfaðir:
SKEMMTISTAÐURINN Tivoli
opinn kl. 2—11.30.
DÝR ASÝNIN GIN í Örfirisey
opin frá kl. 8 árdegis.
Samkomuhúsin:
HÓTEL BORG: Konsert-
musik frá kl. 20—23.
TJARNARCAFÉ: Dansleikur
kl. 10. síðdegis.
BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Dans-
leikur kl. 10 síðd.
S AMKOMU S ALUR Mjólklur-
stöðvarinnar. Dansleikur kl.
10 síðd.
ÞÓRSCAFÉ: Gömlu dansarnir
kl. 10 sfðd.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Dans-
leikur kl. 10 síðd.
Öfvarpið:
19.30 Tónleikar: Samsöngur
(plötur).
20.30 Útvarpstríóið: Mansöng-
ur eftir Hartmann.
20.45 Erindi: í skauti íslenzkrar
náttúru (Björn Guð-
mundsson, f. skólastjóri
á Núpi).
21.10 Ljóðskáldakvöld.
Tónleikar.
22.05 Fréttir.
22.05 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
(
staklingurinn sem eining,
þjóðin, mannkynið. Látum
oss vinna gegn því, að bók-
menntirnar verði hljómlaust
taut út í bláinn eða mála-
myndagrundvöllur hégóm-
legrar streitu á opinberum
vettvangi. Látum þær verða
boðskap í þágu alþjóðlegs
bræðralags og mannhelgi!
Þetta var í raun og veru
kjarni umræðnanna og starfs
ins á rithöfundafundinum í
Osló, og eins og áður hefur
verið á drepið, voru allir
sammála um hann. Hins veg-
ar komu svo fram ýmis kon-
ar sjónarmið og tillögur um
framkvæmdaatriði.
Auk hinna stóru mála var
tekið fyrir sitthvað annað.
Þar á meðal var talsvert rætt
um Nordisk forfattertidende
(Blað norrænna rithöfunda),
sem Svíinn Henry Peter
Matthis er ritstjóri að. For-
maður rithöfundafélaganna
dönsku, Cai M. Woel, sagði,
að þar eð á blaðinu stæði
„Organ för Danmarks, Fin-
lands, Islands, Norges og
Sveriges författare“ (Mál-
gagn danskra, finnskra, ís-
lenzkra, norskra og sænskra
rithöfunda), þá hlyti að vera
litið þannig á, að allir nor-
rænir rithöfundar væru út-
gefendur ritsins og ábyrgir
á efni þess. Þess vegna vildi
hann ávíta það mjög harð-
lega, að einmitt á sama árinu
og Félag finnskra rithöfunda
væri fimmtugt, hefðu verið
birtar í blaðinu tvær sví-
virðingargreinar frá minni-
hlutanum innan félagsins, án
þess að þeim,_sem svívirtir
væru, hefði verið gefið tæki-
færi til að svara. samtímis.
Finnarnir á fundinum tóku
undir orð Woels, og þeir
sögðu, að það hefði verið
mjög særandi fyrir þá, að
minnihluta rithöfundunum
finnsku, sem væru ekki fleiri
en svo, að telja mætti þá á
fingrum sér, hefði verið leyft
það í samnorrænu málgagni
að ata auri og sauri það
menningarstarf, sem finnskir
rithöfundar hefðu innt af
hendi á hálfri öld, oft við
mjög erfiðar aðstæður. Sér-
staklega kváðu þeir þetta
fram úr hófi óviðeigandi af
riístjóra blaðsins, þar sem
svo væri nú ástatt í Finn-
landi, að í rauninni væri það
einungis minnihlutinn, sem
gæti svo um frjálst höfuð
strokið, að hann mætti segja
það, sem honum byggi í
brjósti. Þá upplýsti Cai M.
Woel, að það væri vani í
Danmörku, að árásargrein
væri send til þess, sem fyrir
árásinni yrði, svo að báðir
aðilar fengju að láta^ skoðun
sína í ljós samtímis. Ég stakk
upp á því, að úr því að á
ritinu stæði, að það Væri mál-
gagn rithöfunda á öllum
Norðurlöndum, þá væri því
ráðinn sinn ritstjórinn frá
hverju landi. Ekki gat Matt-
his fallizt á, að slíkt fyrir-
komulag væri framkvæman-
legt, en um leið gat hann
þess, að ölium væri frjálst
að skrifa greinar í blaðið.
Síðan lét ég hann heyra það
á mér, að mér virtist af þlað-
inu, að upplýsingar hans frá
íslandi rnundii_yera nokkuð
einhliða. Því neitaði hann
alveg. Hann sagði, áð hann
fengi það, __ sem í blaðinu
stæði um ísland, frá mjög
mörgum og nefndi til Hall-
dór Kiljan Laxness, Snorra
Hjartarson og Kristin And-
résson. Ég læt svo löndum
mínum eftir, að dæma um
það, hve alhliða þær muni
vera, upplýsingarnar um ís-
land, sem Svíi þessi fær. En
annars þótti mér sem hann
mundi ekki kæra sig um upp
lýsingar frá annarri hlið en
þeirri, sem hann hefði fengið
þær frá hingað til.
Eftir að fundarstörfum var
lokið, var fulltrúunum boðið
í þjóðleikhúsið til að horfa á
Major Barbara eftir Bern-
hard Shaw, sem er bráð-
skemmtileg en mjög bitur á-
deila. Þar er það ljóslega
sýnt, á hvern hátt þeir auð-
valdar, sem vilja -koma af
stað styrjöldum til þess að
auðgast á þeim, leggja í rúst-
ir hamingju þúsundanna af
fullkomnu samvizkuleysi.
Loks var fulltrúunum
haldin veizla, og var hún,
eins og móttökunar allar,
ljós vottur um norska gest-
risni. Allt var til þess gert,
að það kæmi sem gleggst í
ljós, að- gestirnir væru vel-
komnir, og Norðmennirnir
báðu mig að bera frændum
sínum á íslandi hinar hjart-
anlegustu kveðjur sínar.
Osló, 16. júní 1947.
Bjarni M. Gíslason.
Frá Kvenfélagi Alþýðuflokks-
ins í Rvík.
Dregið var í happdrætti fé-
lagsins hjá borgarfógeta í gær,
og upp komu þessi númer: 1.
Málverk eftir Guðmund frá
Miðdal 415. 2. Ljósakróna 8679.
3. Svefnpoki 1804. 4. Armbands
úr 4657. 5. Mánaðarfæði 978. 6.
Silfurspaði 2914. 7. 100 kórnur
í peningum 8197. 8. Alikálfur
5827. 9. Flugferð til ísafjarðar
9469. 10. 100 kr. í peningum
3643. 11. Kexkassi 5806. 12. 1
tunna kartöflur 7363. 13. Ali-
kálfur 2826. 14. Far með m.s.
„Esju“ til ísafjarðar. 15. 100
krónur í peningum 6124. 16.
Kristalsvasi 1465. Munanna sé
vitjað til frú Pálínu Þorfinns-
dóttur, Urðarstfg 10, Rvík.
Hjónaband.
í dag verða gefin saman í
hjónaband Marta Sandholt og
Karl Sörheller. Heimili þeirra
verður á Víðimel 27.