Alþýðublaðið - 05.07.1947, Síða 8
Bara hringja svo
kemur það.
xmisi/öidij
Laugardagur |>. júlí 1947
Klæðaverzlun. Klæðagerð
Bergstaðarstræti 28, sími 6465.
Uppdrátturinn sýnir ytra útlit og umhverfi hins fyrirhugaða húsmæðraskóla, sem
reisa á efst á Hamrinum í Hafnarfirði. Er þ að norðurhlið byggingarinnar, sem sést á
myndinni; til vinstri aðalskólahúsið og til hægri heimavistin. í horni aðalbyggingar-
innar má sjá hinn tilkomumikla stuðlabergsstöpul.
Þannig mun húsmœðraskólinn líta út
Guðjón Samúelsson prófessor telur hús-
sfæðfð eii) hið fegursia hér á lantli
♦
í UNDIRBÚNINGI er fiygging veglegs húsmæðraskóla
í Hafnarfirði og verður hann reistur á fegursta stað bæjar-
ins, — efst á Hamrinum, en umhverfið þar er mjög tilkomu-
mikið og útsýn þaðan glæsiieg. Sjálft skólahúsið verður 24
metrar á lengd og 12M; metri á breidd, en í sambyggingu
út frá aðalskólahúsinu verður heimavist fyrir 36 námsmeyj-
ar, skólastýru og kennara. Er sú bygging 21,30 metra á
Iengd og 10,66 metrar á breidd.
Guðjón Samúelsson, húsa j sjálft skólahúsið verður einni
meistari ríkisins, hefur gert hæð hærra en heimavistin.
teikningar að húsinu, og
sagði hann í viðtali við blað
ið í gær, að staðurinn, sem
skólinn yrði byggður á, væri
sá stórfenglegasti og sér-
. kennilegasti, sem nokkurt
hús hefði verið byggt á hér
á landi. Mun útlit hússins
bera nokkur einkenni þess,
því húsameistari hefur við
teikningar sínar haft hlið-
sjón af staðnum og reynt að
samræma bygginguna, sem
mest umhverfinu.
Sagði húsameistari, að hið
ytra fyrirkomulag bygging-
arinnar hefði nokkur áhrif
fyrir innra fyrirkomulag
skólans, án þess þó að það
væri á nokkurn hátt óheppi-
legra en í öðrum nýjum hús
mæðraskólum.
Húsið verður byggt í mis-
1-iunandi hæð, þannig að
Aðalbyggingin stendur efst
á Hamrinum, og verða þrjár
hæðir í suðurhlið hússins, en
tvær að norðan verðu. Kem-
ur þetta til af halla á grunn
inum. Heimavistin, sem er
sambyggð við aðalskólahús-
ið, stendur aftur á móti á
tiltölulega sléttum grunni og
er einni hæð lægri en skóla-
húsið, eins og áður segir.
Uppgangur að skólanum
verður um veg, sem lagður
verður upp af Selvogsgötu,
upp fyrir Gagnfræðaskólann
og upp í lægð úndir hamars-
kantinum, en þaðan er geng
ið upp tröppur að skóladyr-
unum. Fyrst er .komið inn i
anddyri á neðstu hæð skóla-
hússins, en inn af því tekur
við stór skáli og verður hægt
að ganga úr honum inn í
heimavistina, og ennfremur
á neðstu hæð skólahússins,
en á henni verða þvottahús,
þurrkhús, geymslur o. fl.
Úr þessum skála liggur
stigi upp á aðra hæð skóla-
hússins, en þar tekur við
jafnstór skáli og er gengið
úr honum í efri hæð heima-
vistarinnar, en á þessari hæð
skólahússins verður sauma-
stofa, stórt herbergi fyrir
sýnikennslu húsmæðra; einn
ig verður þar sérstök stofa
fyrir garðyrkjukennslu, og
loks eru þar snyrtiherbergi
og geymslur. Á efstu hæð-
inni verður stór dagstofa,
borðstofa, stórt eldhús,
snyrtiherbergi og fleira. Úr
skálanum af efstu hæðinni
verður mjög fagurt útsýni
yfir bæinn og höfnina.
í norðurhorni byggingar-
innar, þar sem aðalskólahús
ið og heimavistin mætast,
verður mikill stuðlabergs-
stöpull og mun hann setja
tilkomumiknn svip á húsið,
að utan, og mun hann blasa
við, þegar farið er um Aust-
urgötu.
Að lokum sagði húsameist
ari, að bærinn hefði ekki get
að valið hússtjórnarskólan-
um tilkomumeiri stað en gert
hefur verið. Sagði hann að
teikning þessarar miklu
byggingar væri eitt skemmti
legasta verkefiii, sem hann
Sjö ríki haía þegar boðað þátt-
töku í Parísarfundinum 12. júlí
------------------*-------
Hann á ekki að standa nema í þr|á daga
og skýrslu um hjálparþörf Evrópu verð-
hraðað svo sem unnt er.
------«-------
FREGN FRÁ LONDON í gærkveldi hermir, að sjö ríkú
hafi þegar látið í liós vilia sinn til þess að verða þátttakandi
í ráðstefnunni, sem Bretland og Frakkland boða til í París
12. iúlí til að ræða tilboð Marshalls; eru það Austurríki,
Holland, Belgía, Danmörk, Grikkland, Ítaía og Portúgal.
Um Svíþjóð er vitað, að þar muni verða tekin afstaða til
Eundarboðsins næstkomandi þriðjudag.
♦---------------—--
Það er nú ráðið, að París-
arráðstefnan standi ekki
nema þrjá daga og er henni
ætlað að skipa samvinnu-
nefnd til þess að hafa á hendi
skýrslusöínun um hjálpar-
þörf Evrópuþjóðanna við við
reisnarstarfið, svo og um
efnahagslega framlagsmögu-
leika þeirra sjálfra til þess;
en skýrslu um þetta hvort
tveggja á að senda stjórn
Bandaríkjanna fyrir 1. sept-
ember til þess að hún geti
haft til hlisösjónar er ákvörð
un verður tekin um Evrópu-
hjálpina. .
Sérstakar undirnefndir
verða stofnaðar til þess að
rannsaka einstakar greinar
framleiðslunnar í Evrópu,
svo sem raforku, kol, járn,
stál og samgöngur.
Enn hefur ekkert spurzt
um þátttöku Austur-Evrópu
ríkjanna í Parísarráðstefn-
unni; en kunnugt varð í gær-
kveldi, að forsætisráðherra
og utanríkismálaráðherra
Tékkóslóvakíu væru að
leggja af stað tfl Moskva,
og setja menn það í sam-
band við íundarboðið.
Skóiastjórar allra
gagnfræða og hér-
aðsskóla landsins á,
fundi í Reykjavík
SKÓLASTJÓRAFUNDUR
hefur staðið yfir hér í bæn-
um alla þessa viku og sifja
fundinn skólastjórar allra
gagnfræða- og héraðsskóla
landsins.
Aðalmálefni fundarins er
hin nýja fræðslulöggjöf og
framkvæmd hennar, en að
sjálfsögðu eru ýms fleiri mál
á döfinni hjá fundinum.
hefði unnið að, því að um-
hverfið þarna væri svo sér-
stætt, en hann hefði reynt að
samræma stíl byggingarinn-
ar við það, eins og unnt
hefði verið.
Sex af skipum
Eimskip liggja nú á
ytri höfninni
SEX af skipum Eimskipa-
félagsins ligg.ja nú hér á ytri
höfninni og bíða afferming-
ar. Eru það fjögur af leigu-
skipum félagsins og tveir
fossahna. Salmon Knot er bú
in að liggja hér lengst, eða
frá því 9. júní.
Hin skipin eru: Fjallfoss,
kom til Reykjavíkur 17. júní,
Lyngaa kom til Reykjavík-
ur 18. júní frá Gautaborg,
Becket Hitch kom 22. júní frá
New York, Lublin kom frá
Hull 2. júlí og Lagarfoss kom
til Reykjavíkur frá Gauta-
borg 3. júlí.
Síldarbræðsla byrjuð
á Djúpuvík
Bátar komnir þang
að og til Ingólfs-
fjarðar með síld.
Frá fréttarifara Alþýðubl.
DJÚPUVÍK í gær.
FJÓRIR bátar komu með
síld til Djúpuvíkur í morgun
og byrjar síldarbræðsla hér
í fyrramálið.
Bátarnir, sem komu til
Djúpuvíkur í dag eru þessir:
Dagný frá Siglufirði með
1088 mál, Edda frá Hafnar-
firði með 885 mál, Huginn
frá Reykjavík með 823 og'
Hugrún frá Bolungavík.
Töluverð síld hefur sést,
en veður hamlar veiðum.
Enn fremur komu Jökull
til Ingólfsfjarðar með 1300
mál af síld, og daginn áður
komu fram og Fagriklettur
úr Hafnarfirði þangað með
um 700 mál báðir.
Iljónaband'.
í dag verða gefin saman í
hjónaband ungfrú Katrín Elías
dóttir og Ólafur Björnsson
stud. med. Heimili brúðhjón-
anna verður á Njálsgötu 94.