Alþýðublaðið - 20.08.1947, Page 5
Miðvifcudagur 20. ágúst 1947-
ALI»ÝBUBSLABICI
Henry Wallace.
HENRY WALLACE hef-
ur dvalið í Evrópu til þess að
leita framsýnna manna, og
honum fylgir hinn framsýni
maður, „maður, sem trúir
því að framtíðin sé meira
virði en fortíðin/1 Haldi hann
fast við þessa skýringu, þarf
hann varla að leita lengi, því
að á þann hátt erum við allir
nógu framsýnir. En annað,
sem hann hefur Iátið hafa
eftir sér og einnig sagt á
opinberum fundum um við-
horf hinna framsýnu, gefur
til kynna, að skýringar hans
séu ekki íullnægjandi. f>eir
framsýnu, sem hann er að
svipast um eftir, eru þeir,
sem snúa baki við samtíð
sinni, en líti aðeins við og
við á hana aftur milli fóta
sér. Flestum stjórnmála-
mönnum, sem slitið hafa
unglingsskónum, finnst staða
þessi allóþægileg og hljóti
þá bakinu að vera snuið við
framtíðinni. En hr. Wallace
finnst það ekki. Eftir fjórtán
ára stjórnmálastarf er hann
einkar snjall, bjartsýnn, á-
kafur og viðsýnn.
Hætta er á, að margir
menn í Evrópu, bæði fram-
sýnir menn og aðrir, hafi of-
metið mátt hans vegna virð-
ingar fyrir hæfileikum hans.
í>eir hafa ef tii vill lent á
sömu villigötum nú og hvað
viðveik Vilson fyrir þrjátíu
árum, skoðað ameríska hug-
sjónamenn sem ameriskar
hugsjónir. Þeir hafa ef til
vill látið henda sig að skoða
Wallace sem foringjaefni de-
mókrataflokksins, mann, sem
vonaði að snúa heim til
Bandaríkjanna með það á til-
finningunni, að hinn eld-
heiti framfaravilji utan föð-
urlands hans veitti honum
fulltingi til að komast til
valda. Ef til vill láta þeir sér
til hugar koma, að hann geti
breytt utanríkismála'stefnu
Bandaríkjanna og leitazt við
að fá Rússa í alþjóðlegt sam-
starf um viðreisn Evrópu og
vinni bug á kommúnisman-
um me'ð sameiginlegu átaki
til að bæta lífsskilyrðin í
öllum heiminum. Ekki er
þetta þó kjarninn úr því,
sem Wallace kallar „ný al-
þjóðleg samskipti". En ef
honum er ekki bláköld al-
vara, ef hann hirðir ekki um
að skipuleggja öíl að baki
hugsjóninni, hvers vegna
kom hann þá til Evrópu til
þess að kveðja 'sér hljóðs
vegna hennar? Kom hann
þá aðeins til þess að blása i
glæður óánægjunnar með
útanríkismálastefnu Bevins
eða til þess að ala á and-
stöðunni gegn kenningu Tru-
mans gegn kommúnistum,
—eða til að kynna sér hvern-
GREIN ÞESSI um stefnu
Henry Wallace, fyrrver-
andi varaforseta Banda-
rífcjanna í alþjóðamálum,
birtist í hinu kunna enska
blaði „The Economist“. Er
hn rituð eftir fyrirlestraför
Wallace um England í vor.
Greinarhöfundur gagnrýn-
ir stefnu Walíace og telur,
að friðarvilji hans og trú á
möguleika manna leiði
hann afvega.
Henry Wallace
ig ætti að haga ritstjórn
fr amf aratímarits ?
*
Augljóst var, að tilgang-
urinn með ræðum hans var,
að þær yrðu lesnar í Baxida-
ríkjunum. Tilgangur þeirra
var að draga úr trausti Ev-
rópumanna og Ameríku-
manna á hótunum Trumans
gegn samblæstri kommún-
ista á móti ríkisstjórnum ut-
ari áhrifasvæðis Sovétrikj-
anna. Mikilsvert er, að allar
þjóðir, sem Wailase heim-
sótti, skildu þetta, og einnig
hitt, að ritstjóri „New Repu-
blic“ kynnir ekki þau sjónar
mið Ameríkumanna, er heil-
ætla að.nota þýzka iðnaðinn
til þess að reisa úr rústum
sitt eigið land, áðuræn hann
yrði notaður til viðreisnar
allri' Evrópu? Fyrir tíu mán-
uðum, áðor en nokkur lét
sér til hugar koma ráostefnu
í Moskva, neituðu Kússar að
taka þátt í fundi undirnefnd-
ar* sameinuðu þjóðanna í
London, er fjallaði um mál-
efni hart leikinna þjóða.
Nefnd þessi skyldi gera yfir-
lit yíir viðreisnarstarfið í
| Evrópu. Og árangur hennar
varð margar mikils verðar
uþplýsingar og tillaga um
stofnun fjárhagsráðs fyrir
Evrópu. Beztar undirtektir
fékk þessi hugmynd hjá
Bretum og Bandaríkjamönn-
um, og fulltrúar Pólverja og
Tékka á fundinum gætu hafa
sagt forráðamönnum Sovét-
ríkjanna frá því, og hversu
auðveldlega slík nefnd gat
orðið tilefni lána Bandaríkja
manna og gjafa til Evrpu. En
hvað kom fyrir? Fulltrúi
Rússa í félagsmála- og fjár-
hagsráðinu barðist með oddi
og egg gegn tillögunni, þar
til félagar hans frá Austur-
Evrópu gátu sannfært hann
um þá hættu, er slík fram-
koma gæti haft í för með
sér. Hvarf hann þá'frá öllum
andmælum, en neitaði að
greiða atkvæði. Dæmi þetta
er tekið vegna þess að það
ber glögglega með sér, hversu
trauðir Rússar eru til alþjóð-
legrar samvinnu, ef líklegt
er að eitthvað verði að sér
að leggja og ekki er mikið f
húfi fyrir hina.
Hér um bil hin sama er
niðurstaðan hvað viðvíkur
öðrum tilraunum til sameigin
legra átaka, er Wallace held-
ur fram; tillögum hans um
ráðstefnu um skipulagningu
heimsviðskiptanna, dreifingu
Truman Bandaríkjaforscti
Það er stefna hans, sem Henry Wallace berst á móti.
legust eru og eiga öruggu' kolabirgða í Evrópu og al-
fylgi að íagna. Sem hinztu
von skoðanabræðra sinna,
eða réttara sagt hinztu von
nokkurs hluta þeirra; kynni-r
þjóðlega matvælaráðstefnu.
Og synjun Rússa á þátttöku
í þeim á rót sína að rekja til
þess tíma, er Byrnes var sak-
hann margar óljósar þrár aður um að vilja tryggja sér
Ameríkumanna eftir friði og
öryggi og vináttu í heimin-
um, en ekkert fram yfir það.
Staðreyndirnar eru á önd-
verðum meiðí við kenningar
Wallace. Það má auðveldlega
sjá af tillögum þeim, sem
hann reifaði á fyrirlestraferð
sinríi. Fyrst skal tekið nær-
tækasta vandamálið, Moskva
ráðstefnan. Hvað vildi Wal-
lace gera úr þeirri árangurs-
lausu deilu um Þýzkalan.d?
Harin vildi vinna að því að
árangur næðist „með því að
leggja fram viðtæka áætlun
um viðreisn Evrópu“. —
Skínandi hugmynd, en fór
ráðstefnan í Moskva ekki út
um þúfur af því a-ð Rússar
samkomulag við Rússa, þótt
svo færi að Bretar yrðu að
borga brúsann, og þegar
Wallace las bannfæringar-
skrá sína yíir þeirri heims-
valdastefnu, er hann þóttist
kenna í Bretlandi og þegar
Bretland varð eitt síns liðs
að bera hallann af bardögun-
um í Grikklandi og Indó-
nesiu. Þetta gerðist fimmtán
mánuðum áður en kenning
Trumans var gerð heyrin-
kunn.
Það er augljóst mál, að
ekkert væri heillavænlegra,
ekkert gæti betur stuðlað að
því að skapa frið í Evrópu
en sameiginlegt átak allra
stórveldanna í viðreisnar-
málum álfunar. Og lán
Bandaríkjanna til Rússa er
skjótvirkasta ráðið til að fá
Rússa til að falla frá kröfum
sínum um skaðabætur
greiddar með þýzkum fram-
leiðsluvörum og áætlunum
sínum um að hagnýta auð-
lindiir Austur-Evrópu til
stuðnings fimm ára áætlun-
inni. En enginn getur útveg-
að sér lán með því að sþilla
trausti lánveitandans á lán-
takandanum, og það hefur
Molotov beinlínis gert á
liðnum mánuðum. Hann og
félagar hans hafa í sannleika
sagt afrekað enn þá meira,
þeir hafa skapað þá firru, að
í Moskva er litið á efnahags-
lega viðreisn Evrópu vestan
við Elbu sem öndverða hags-
munum Rússlands.
Skal nú vikið að annarri
tillögu Wallace. Hann segir,
að eigi að sigrast á núver-
andi afstöðu Rússa til vestur
veldanna, verði Bandaríkin
I 38 rl =30*0» ^BBI BSBBBB-H IB.'W'W
Ódýrir KJÓLAR
fyrirliggjandi.
að hverfa aftur til grund-
vallarkenningar sameinuðu
þjóðanna. Táknar það, sagði
hann í London, „samkomu-
lag um alþjóðlegt eftirlit
með atómsprengjunni og
öðrum gereyðingarvopnum,
og að hernaðarleg svæði
eins og tyrknesku sundin,
Suezskurðurinn og Panama-
skurðurinn verði gerð al-
þjóðleg. Hvernig ætlar hann
eiginlega að hrekja rök-
semdir Gromykos fyrir þjóð-
legri einvaldsstjórn í umræð-
um urn atómsprengjuna?
Hvað ætlar hann að gera,
ef það kemur á daginn,
að erindisbréf Gromykos
hljóðaði upp á að draga
tímann? Og varðandi tyrk-
nesku sundin, hverjum er
um að kenna að ekkertr varð
úr þeirri tillögu í fyrra, að
stórveldin skyidu stofna til
ráðstefnu með Tyrkjum, er
tæki til meðferðar endur-
skoðun á Montreux yfirlýs-'
ingunni? .Var það ekki stjórn-
in í Moskva, sem. reyndi í
fyrra áf öllum mætti að fá
Tyrki tii þess að fallast á
að öryggi tyrknesku sund-
anna skyldi einungis tryggt
af Svartahafsríkjunum, —
það er að segja Rússlandi,
Tyrklandi og fylgihnöttum
Rússlands, Rúmeníu og Búl-
garíu? Hvað kemur þetta
því við, að setja undir ál-
þjóðastjórn og hvað kemur
þetta við sameinuðu þjóðun-
um?
*
í orðavali og röksemda-
færslu Wallace er margt sem
minnir á hið versta á fjórða
tugnum, þegar þvaður, til-
finningasemi og óskadraumar
dáðu hina freklegustu óreiðu.
Einkennandi er sú röksemd,
„að aoeins sé hægt að vinna
bug á kommúnismanum,
þegar ekki sé lengur til fá-
tækt og arðrán í lýðræðis-
ríkjunum“. Á þessu ala kom-
múnistar engu síður en hinir
Frh. á 7. síðu