Alþýðublaðið - 29.08.1947, Blaðsíða 2
2
ALÞVÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 29. ágúst 1947.
Orðsending
frá Félagi vefnaðarvörukaupmmanna í Reykjavík.
Á almennum félagsfundi, er haldinn var 17. ágúsf 1947, var
gerð svofelld samþykkt:
„Vegna ástands þess, sem nú ríkir í verðlags- og innflufn-
ingsmálum, sjá meðlimir Félags vefnaðarvörukaupmanna sér
ekki fært að halda áfram lánsviðskipfum.
Framvegis verða því vörur aðeins seldar gegn stað-
greiðslu í sölubúðum vorum."
Félag vefnaðarvörukaupmanna í Reykjavík.
1
MinningarorS:
Pál! Steingrímsson, rifsfljórl
PÁLL STEINGRÍMSSON
var fæddur að Flögu í Vatns-
dal 16. desember 1879, sonur
hjónanna Stengríms bónda
Jónssonar og Guðrúnar Frið-
riksdóttur á Kornsá Krist-
jánssonar Schram. Hann
stundaði nám á Möðruvalla-
skóla og varð gagnfræðingur
þaðan- Um aldamótin fluttist
hann hingað til Reykjavíkur
og gerðist nokkru síðar starfs
rmaður í pósthúsinu hér, fyrst
póstafgreiðslumaður og síðar
póstfulltrúi. Við þennan
starfa Var hann yfir tuttugu
ár. Árið 1924 tók hann við
ritstjórn dagblaðsins Vísis,
sem hann, sökum heilsu-
brests, lét af árið 1938. Þá
hafði hann og um nokkur ár
ritstjórn Dýrarærndarans á
hendi. Hann átti sæti í nið-
urjöfnunarnefnd Reykjavík-
ur fjögurra ára tímabil og
var síðustu árin í útvarps-
ráði. Hann giftist árið 1913
Guðrúnu Indriðadóttur leik-
konu, og áttu þau tvö börn,
Herstein ritstjóra, kvæntur
Margréti Ásgeirsdóttur, og
Kötlu, konu Harðar húsa-
meistara Bjarnasonar. Páll
átti við mikla vanheilsu að
búa undanfarin ár, sem hann
'bar karlmannlega. Hann lézt
að heimili sínu þann 22- þessa
Páll Steingrímsson
mánaðar og fer jarðarför
hans fram í dag.
Páll Steingrímsson tók við
ritstjórn dagblaðsins Vísi ár-
ið 1924 og hófst þá góð kynn-
ing með okkur, sem hélst æ
síðan. Skrifstofa hans varð,
eftir vinnuhættur í prent-
smiðjunni, sá staður, sem
maður sneyddi ógjarnan
fram hjá á þeim árum, og
oft var orðið áliðnara en ætl-
að var, þegar upp var stað-
ið, því að húsbóndinn var ó-
spar að miðla gestum og
gangandi af þekkingu sinni í
sögu og bókmenntum. Hann
unni ljóðlist og ég minnist
ekki að hafa kynnzt nokkr-
um manni, sem kunni jafn
mikið af kvæðum né fór
með þau af meiri skilningi
en hann. Auk ritstjórnarinn-
ar fékkst Páll töluvert við
ritstörf. Hann birti nokkrar
smásögur eftir sig, undir dul
nefni, í jólablöðum Vísis,
sem vöktu mikla eftirtekt.
Þær hafa enn ekki komið út
sérstakar. Þá samdi hann
nokkur leikrit og hafa sum
þeirra verið sýnd á leiksviði
hér í bæ og víðar. Hann var
prýðilega ritfær og lét ekk-
ert frá sér fara ófágað. Hann
unni fögru máli í hverri
mynd sem það b'irtist. I blaða
mennsku, sinni var hann ó-
áreitinn og kæmi það fyrir
að hann lenti í ritdeilum,
fann ég að honum þótti það
stórum miður, því engan
vildi hann særa.
Hann var mikill dýravin-
ur, og eins og áður getur, var
hann ritstjóri Dýraverndar-
ans nokkur ár. í æsku var
hann hestamaður og skemmti
lega sagði hann frá gæðing-
unum, sem hann umgekkst
þá. Þar var um vini að ræða,
sem voru honum ógleyman-
legir.
Páll SteingrímSson var
einn þeirra manna er lengi
mun vinum sínum mikils-
verður í minningunni.
Hafliði Helgason.
HOþúsund funnur af
karföflum framleidd-
ar ífyrra.
KARTÖFLUUPPSKERA
landsmanna var rúmum 25
þúsund tunnum meiri árið
1946 en árið þar á undan,
eða um 110 þúsund tunnur.
Árið þar áður var kartöflu-
uppskeran á öllu landinu
aftur á móti ekki nema 54
þúsund 580 tunnur, sam-
kvæmt búnaðarskýrslum
hagstofunnar.
Er hagstæð veðrátta talin
eiga sinn þátt í hinni góðu
kartöfluuppskeru árið 1946
og enn fremur gerðu kartöflu
sjúkdómar lítið vart við sig
það ár.
Félagslíf
Sjálfboðavinna
að Kolviðarhóli um helgina.
Þátttakendur mæti kl. 2 e. h.
á laugardag við Varðarhúsið.
Skíðadeildin.
Hekluför á laugardag
kl. 2. Berjaferðir um helgina
ef veður leyfir.
Ferðaskrifstofa ríkisins.
SKIPAUTC6RÐ
RIKISINS
Esja
Hraðferð vestur og norður til
Akureyrar 3. september. Vör
um veitt móttaka árdegis á
morgun og mánudag.
-Pantað'ir farseðlar óskast
sóttir á mánudag.
Mb. Skaftfelfingur
til Vestmannaeyja fyrir helg-
ina. Vörumóttaka í dag.
M.b. Fagranes
hleður til Súgandafjarðar,
Bolungavíkur og Isafjarðar
mánudag,, sími 5220.
Sigfús Guðfinnsson.
rannlækningastofa
mín er opin aftur.
Engilbert Guðmundsson.
Þvotfamiðstöðin
Borgartúni 3.
Sími 7263.
Tökum blautþvott,
Minningarspjöfd
Jóns Baldvinssonar forseta
fást á eftirtöldum stöðum:
Skrifstofu Alþýðuflokksins.
Skrifstofu Sjómannafélags
Rvíkur. Skrifst. V. K. F.
Framsókn, Alþýðubrauðg.,
Lvg. 61 og í verzl. Valdimars
Long. Hafnarfirði.
Kaupum tuskur
Baldursgötu 30.
Munið Tivoli,
Þríhjó!
Hlaupahjól
Rugguhestar,
Hjólbörur,
Bílar, stórir,
Brúðuvagnar o. fl.
K. Einarsson
& Björnsson h.f.
Þvoffamiðsföðsn
Borgartúni 3.
Sími 7263.
Töli urn blautþvott.