Alþýðublaðið - 29.08.1947, Blaðsíða 8
VERZLUNIN
Brezka stjórnin ætlar að auka
landbúnaðinn um helming
---------------«-------
Fyrsta áætlun stjórnarinnar um aukna framleiðslu
á Bretlandseyjum.
--------»-------
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Breta, Tom Will' -ns,
Iýsti í gær í brezka útvarpi'nu fjögurra ára áætlun um mikla
aukningu landbún&Sar á Bretlandi, og er þatta fyrsta áætlun
stjórnarinnar tii að sigrast á erfiðleikum þjóðarinnar, ssm
iýst -er opinberlega af nokkurri n'ákvæmni. Ætlunin er ao
auka svo landbúnsað Bretlandseyja, að hann verði tvisvar
sinnum meiri en fyrir‘stríðið.
„Ekki brann sá máfS-
ur sem Laugavatns-
skólinn heíur veift
2000 manns."
Endurbygging skólahússins
fer fram næsta sumar.
„EKKI BRANN SÁ MÁTT
URU, sem ég vona að kennslu
starfið á Laugavatni hafi
veitt nálega 2000 manns
l>ar“, sagði Bjarni Bjarnason
skólastjóri í ávarpi sínu í út-
varpinu í fyrrakvöld. „Skól-
inn mun því starfa áfram í
vetur þrátt fyrir bruna skóla
hússins, og endurbyggingin
hefst á næsta sumri“.
Skólastjórinn gat þess í á-
varpi sínu, að nemendur yxðu
að sjálfsögðu að búa þrengra
í vetur en verið hefði áður,
en þeir sem vildu sætta sig
við það gætu komið til skól-
ans á tilsettum tíma. Þó gætu
nýir umsækjendur, sem sótt
hefðu um skólavist mjög ný-
Iega og ekki fengið svar við
umsóknum sínum, ekki
vænzt þess að komast að.
Nemendurnir eiga að koma
í skólann sem hér segir:
Gagnfræðadeild og fram-
haldsdeild 25. september,
nemendur annars bekkjar
25. október og nemendur
fyrsta bekkjar 1- nóvember.
Sex síldveiðibátar
komnir að norðan
----o----
NOKKRIR síldveiðibátar
eru nú hættir veiðum. Und-
anfarna daga hafa sex bát-
ar héðan af Suðurlandi, sem
stundað hafa síldveiðar fyrir
norðan í sumar komið til
Reykjavíkur.
Fyrir nokkrum dögum kom
„Karl“ frá Reykjavík, ífyrra
dag kom „Vilborg“ . frá
Reykjavík, og í gær komu
„Báran“ frá Grindavík,
„Skógarfoss“ frá Vestmanna
eyjum, „Faxaborg” frá Rvík
og „Heimir“.
■ Williams skoraði á brezka
bændur að leggja sig alla
fram til þess að þessi áætlun
stjórnarinnar fái staðizt, því
að þjóðin hafi hvorki ráð á að
iáta land standa óræktað né
að kaupa allar þær landbún-
aðarvörur utanlands,. s&m nú
eru fluttar til landsins.
Ráðherrann skýrðj einnig
frá því, að ætlunin væri að
sjá bændum fyrir öllum
þeim landbúnaðarvélum, sem
þei.r þyrftu á að halda til að
auka svo framleiðslu sína,
sem gert er ráð fyrir- Hafa
einnig verið gerðar áætlanir
um ráðstafanir til þess að
bæta úr mannskorti sveit-
anna og að sjá fyrir betra
húsnæði fyrir bændur og
vinnuhjú. Alls er búizt við,
að landbúnaðarframleiðslan
verði aukin um 100 milljón
sterlingspunda virði á ári og
þegar áætlunin hefur öll ver-*
ið framkvæmd verður fram-
leiðslan helmi.ngi meiri en
fyrir stríð.
BIFREIÐAFRAMLEIÐSLA
BRETA
Birgðamálaráðherra Breta,
Wilmont, hefur átt viðræð-
ur við bifreiðaframleiðendur
landsins um hinar nýlegu
ráðstafanir stjórnarinnar til
skömmtunar á benzíni, en
þær munu draga mikið úr bif
reiðakaupum Brata sjálfra.
Sagði Wilmont frá því, að
brezkir bifreiðaframleiðend-
ur mundu verða að sætta sig
við að framleiða færri teg-
undir og flytja meira út en
nú væri gert, þar'sem aðeins
þeir Bretar, sem nauðsyn-
lega þurfa á bifreiðum að
halda, munu fá benzín-
skammt. Mun allt þetta hafa
í för með sér miklar breyt
ingar í bifreiðaiðnaði lands-
ins.
TRUMAN FORSETI mun
innan skamms fljúga til Braz
ilíu, þar sem ráðstefna Ame-
ríkuríkjanna um sameigin-
legar varnir hefur staðið yf-
ir. Líklega verður undirritað
ur varnarsáttmáli milli allra
Amerrkuríkja, er nái frá
Grænandi og Aoaska til Suð-
urheimskautsins. Truman
verður í Brazilíu til 7. sept-
ember.
Síðan Georg V. Bretakon-
ungur lézt hefur lítið heyrzt
um drottningu hans, Mary,
utan Bretlands. Hún kemur
þó öðru hverju fram opin-
berlega með syni sínum,
Georg VI.
Borgarsfjóra heimil-
að ráða norskan verk
fræðing til að sfjórna
sprengingum við
Sogið.
RAFMAGNSSTJÓRA hef-
ur verið heimilað að ráða H.
Bronder, verkfræðing í Osló
til að stjórna tilraunaspreng-
ingum vegna fyrirhugaðrar
rafmagnsstöðvar við Sogið.
Á síðasta fundi bæjarráðs
var lögð fram skýrsla raf-
magnsstjóra um för hans
til Norðurlanda nú nýlega
til viðræðna við sérfræðinga
þar um undirbúning hinnar
fyrirhuguðu virkjunar neðri
fossa í Soginu. Var borgar-
stjóra og rafmagnsstjóra fal-
ið að athuga nánar um samn-
inga við A. B- Berdal verk-
fræðing í Osló um ráðunaut-
arstörf við byggingarfram-
kvæmdirnar og tilboð J. Nis-
sens verkfræðings í Osló um
að vera til aðstoðar vegna
rafmagnsvélanna.
NÁMUVERKAMENN í Yorks
hire eru nú í verkfalli í 10
námum. Hefur verkfallið verið
fordæmt af verkalýðsleiðtogum,
þar sem kolaskortur þjóðar-
innar er svo alvarlegur.
Miðbæjarskólinn byrjar nú 50. skólaár siít í sömu
byggingunni.
---------«---------
YFIR 5 000 börn munu eftir mánaðarmótin hefja nám í
barnaskóium Reykjavíkur eftir sumarfríið og eru skóla-
stjói'aruir þesea dagania að auglýsa læknisskoðun og sam-
komudaga fyrir börnin. Fngar alvarlegar breytingar verða,
iað því er bezt verður séð, á nemandatölu skólanna, nema
hvað búizt er við 50—60 nemenda aukningu í Laugarnes-
skólanum og um 100 börn flytjast frá Miðbæjarskólanum tiL
Melaskólans.
Melaskólinn mun nú taka
við einum af þeim elztu ár-
göngum sínum, sem voru í
fyrra í Miðbæjarskólanum,
meðan verið er að ljúka við
bygginguna á melunum. Am
grímur Kristjánssc.n skóla-
stjóri segir svo frá, að
kennsla muni tefjast fram
undir aðra helgi vegna þess,
að leikvangurinn vestan skól
ans verður malbikaður.
Efsta hæð skólans er nú að
heita má fullgerð og von er
um, að leikfimisalur og
handavinnustofa drengja
verði afhent skólanum til
notkunar í október. Fasta-
kennarar skólans verða í vet
ur 22 til 23-
Miðbæjarskólinn byrjar nú
50. skólaár sitt, sagði Ár-
mann Halldórsson við blað-
ið. Hátíðahöld hafa engin ver
ið ráðiii enn, en sennilega
verða þau í vor. Nemendur
skólans verða í vetur um
1000, en voru 1100 í fyrra,
að meðtöldum árgöngunum
frá Melaskóla. Fastakennar-
ar verða 35.
Fyrsta nýja skip
Eimskipafélagsins
filbúið í febrúar.
FYRSTA NÝJA SKIPINU,
sem Eimskipafélag íslands er
að láta smíða í Kaupmanna-
höfn, verður væntanlega
hleypt af stokkunum í haust
og standa vonir til, að það
verði fullbyggt og komi hing-
að til lands í febrúar í vet-
ur.
Samkvæmt upplýsingum,
sem blaðið hefur fengið, hafa
miklar tafir orðið á smíði
iskipsins. Hefur þar bæðd
valdið efnisskortur, vinnu-
stöðvanir, kuldarnir á síðast
liðnum vetri og fleira.
Skip þetta er eins og áður
hefur verið frá sagt vöru-
flutningaskip, 2600 smálest-
ir að stærð.
í Austurbæjarskólanum
hefur verið unnið að því að
setja hljóðeinangrunarplötur
í kennslustofurnar, en því
verki er enn ekki lokið í allri
byggingunni, segir Arnfinn-
ur Jónsson skólastjóri. Mun
þá verða fyrirbyggt bergmál,
sem hefur verið bagalegt í
skólanum. Þá er verið að
setja þak á húsið, en það hef-
ur lekið töluvert undanfarið-
Verður unnið að því fram á
vetur, en það mun að vonum
ekki hamla kennslu. Nemend
ur skólans verða um 1550 og
kennarar 49.
Unnið hefur verið að því
að fullgera Laugarnesskól-
ann og má hann nú heita nær
fullgerður, þótt ýmíslegt smá
vegis sé ógert innanhúss, að
sögn skólastjórans, Jóns Sig-
urðssonar. Búizt er við að
nemendum fjölgi um 50—60
í vetur, og verði þeir því um
1150.
Auk þessara stóru skóla
munu á þriðja hundrað nem
endur sækja Grænuborg,
skóla ísaks Jónssonar. Þá
munu 205 nemendur stunda
nám í Landakoti, og er það
sama tala og í fyrra.
Brúarfoss fer með
fisk til Rússlands.
E.S. BRÚARFOSS leggur
af stað í kvöld áleiðis til
Rússlands méð nálega 1100
smálestir af frostnum fiski,
Skipið kemur við í Englandi
og tekur þar kol og ennfrem
ur kemur það við í Kaup-
mannahöfn á austurleið, en
það er fullskipað farþegiun
bæði þangað og til Englands.
Þetta er fyrsta ferð Brú-
arfoss til útlanda eftir við-
gerðina, sem framkvæmd var
á skipinu í Danmörku. Fór
Brúarfoss strax á hafnir á
Vestur- og Norðurlandi eftir
að hann kom heim um dag-
inn og hefur lestað þar fros-
inn fisk. Alls munu það vera
1050—1100 smálestir af fiski,
sem skipið flytur héðan til
Rússlands- Skipið mun losa
í Leningrad, en á heimleið-
inni tekur það vörur í Kaup-
mannahöfn.