Alþýðublaðið - 31.08.1947, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 31.08.1947, Qupperneq 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ________________ Sunnudagur 31. ágúst 1947 Fríkirkjuprestur i Reyljavik í 25 ár SÉRA ÁRNI SIGURÐS- SON fríkirkiuprestur á 25 ára starfsafmæli 1. septem- ber, en þann dag fyrir aldar- fjórðungi tók hann við fri- kirkjuprestsembættinu af sr. Ólafi Ólafssyni. Er séra Árni þriðj'i presturinn í því emb- ætti hér í Reykjavík; fyrstur var stofnandi safnaðarins, séra Lárus Halldórsson, fað- ir Guðrúnar heitinnar í Ási og þeirra s.ystkina. — Þér tókuð við prests- starfi í Fríkirkjusöfnuðinum árið 1922; var ekki svo? Jú. Ég var vígður til prests af dr. Jóni biskupi Helga- syni 27. júní 1922, tók við starfinu 1. sept. og var settur .inn í embættið af fyrirrenn- ara mínum, séra Ólafi Ólafs- syni. — Höfðuð þér frá upphafi ætlað yður að verða frí- kirkjupresíur? Nei. Ég hafði hugsað mér að ganga í þjónustu þjóð- ikirkjunnar. Én þá er sr. Sigurðsson um starfs- reynslu hans. Ólafur bauð mér að styðja að kösningu minni, ef ég vildi vera eftirmaður sinn, fannst mér ég ekki geta ann- að en tekið því boði. En lík- lega hefði ég hikað við að ráðast í það, ef ég hefði vitað hve stórt og erfitt verkefnið var. — Hafið þér nokkurn tíma séð eftir því að takast þetta starf á hendur? __ Síður en svo. Ég hef notið mikils og ágæts skilnings og samstarfs fjölda góðra manna og kvenna í söfnuðinum, og þar eru margir vel vakandi og áhugasamir um heill safn- aðarins og fórnfúsir i hans þarfir. — Iivernig hefur yður fundizt samvinnan við þjóð- kirkjuna og presta henna-r? Ég á margar góðar minn- ingar um starfsbræður mína hér í bæ og hef margt getað af þeim lært, sem eldri og voru og reyndari en ég. Sömuleiðis hef ég átt hina ljúfustu samvinnu við alla presta íslenzku kirkjunnar yfirleitt í ýmsum samtökum þeirra, og hefur sú samvinna öll verið mér til gleði og gagns í starfi mínu. Og aldrei verður ofmetin sú vinsemd og skilningur, sem núverandi biskup íslands hefur sýnt mér og söfnuði mínum. — Hefur yður aldrei boð- izt annað starf eða embætti? Eigi verður því neitað, að nokkur tækifæri hafa mér boðizt til þess að sækja um önnur störf. En þegar á átti að herða, hef ég ávallt fund- ið, að bönd þau, sem tengdu mig við safnaðarmenn mína, voru sterkari en svo, að ég vildi slíta þau, meðan söfn- uðurinn vildi njóta þjónustu minnar. — Hefur sóknaskiptingin hér í bænum haft nokkur á- hrif á aðstöðu Fríkirkju- safnaðarins? Nei. Starfssvið safnaðarins nær eft-ir sem áður yfir allt umdæmi bæjarins, og sókna- skiptingin breytir þar engu. — Er ekki erfitt að vera prestur nú á dögum? Jú; líklega erfiðara en nokkru sinni áður. Vanda- málin eru mörg og örðug, og vonbrigði koma oft fyrir. En prestsstarfið veitir einnig margar yndisstundir, sem bæta upp erfiðleikana. — Hvað virðist yður um afstöðu unga fólksins -til kirkju og kirkjusóknar? ^ Mér virðist hugur unga fólksins í garð kristindóms og kirkju ekki hafa breytzt stórum, þegar vel er að gætt. Það er sannfæring mín, að æskan sé engu síður trú- hneigð nú en fyrrum. En hitt er víst, að þær eru fleiri nú en áður, raddirnar, sem kaíla æskuna á þær leiðir, er frá kristindóminum liggja. Samt get ég sagt fyrir mig, að margar mínar glöðustu og beztu stundir hef ég átt í sambandi við kristilegt ung- lingastarf, að visu allt of smávaxið, sem ég hef haft síðustu 6—7 árin. — En í því sambandi vil ég gjarnan segja það, að við fullorðna fólkið gætum efalaust með orðum og eftirdæmi laðað börnin og unga fólkið yfir- leitt að kirkjunni, betur en við gerum, ef við sjálf vær- um trúræknari. — Virðast ekki hj ónaskiln- aðir hafa farið vaxandi und- anfarin ár, og hverjar eru or- sakir þess? Ég vil fyrst taka það fram, að ég hef ekki í mínum verka hring orðið var við mikla aukning hjónaskilnaða á síð ustu árum- Alltaf hefur ver- ið of mikið af slíku. En erf- itt er að telja orsakir þeirra heimilisvandræða, sem hjóna skilnaðir valda, því að þær eru sjálfsagt margar. En lang almennasta og augljósasta orsök hjónaskilnaða og upp- laúsnar heimila hefur mér tvímæialaust virzt vera drykkjuskapurinn og öll sú ómennska, dáðleysi, sviksemi og spilling, sem af honum leiðir og eitrar heimilislífið. Á það verður aldrei of rík áherzla lögð að eitt af því dýrmætasta, sem ofdrykkj- an grandar og glatar, er frið ur heimilanna og farsæld for eldra og barna, ekki sízt barn anna, sem ef til vill alla æv- ina gjalda glapspora foreldra sinna“. — Munduð þér vilja ger- ast prestur nú, ef.þér væruð aftur orðinn ungur kandídat og ættuð að kjósa yður ævi- starf? ,,Það finnst mér, að ég mundi hiklaust vilja. Eftir öll kynni mín af prestsstarf- Þvottamiðstöðin Borgartúni 3. Sírni 7263. Tökum blautþvott.____ Minningarspjöld Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg.- 61 og í verzl. Valdimars Long. Hafnarfirði. Kaupum tuskur Baldursgötn 30. Munið Tivoli. Tækifæriskaup Nýleg borðstofuhúsgögn úr ljósri eik til sölu. Verð kr. 3500,00. — Upplýsingar Barmahlíð 13, sími 6640. E. s. „Lagarfoss" fer frá Reykjavík fimmtudag inn 4. sepember til vestur og nor ð urlandsins. Viðkomustaðir: Patreksfjörður Þingeyri Isafjörður Siglufjörður Akureyri. H.F. Eimskipafélag íslands. inu, bæði í „heiðri og van- heiðri, í lasti og lofi“, finnst mér það eftirsóknarverðara en flest störf önnur. Mér virðist því, að það ætti að heilla hugi ungra manna, sem vilja af hjartans alhug vinna að heill og sæmd þjóð- ar sinnar- Þessir tímar virð- ast hafa leitt í Ijós mörg fög- ur og skínandi dæmi þess, að kristin trú er máttugt sigur- afl í lífi mannanna er mest á reynir. Að lokum vildi ég svo á þessum tímamótum biðja Al- þýðublaðið að flytja kærar þakkir og kveðjur mínar fjöl mörgum ágætum vinum, sem með vináttu sinni og skiln- ingi hafa stuðlað að því, að mér er svo ljúft að líta yfir þessi 25 ár, sem ég hef starf- að héir í bænum.“ Reykjavíkur Kabareftinn h.f. í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. Fjöfbreytt skendmtiatriði. Danssýning, söngur eftirhermur, gaman þættir og leikþáttur Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir S j álf stæðishúsinu frá kl. 2 í dag í Síðasfa sýning í Gamla bíó. Hafnfirðingar! Reykvíkingar! að Hótel Þresti í kvöld (sunnudag 31. ágúst) kl. 10—2. Greis kvartettinn leikur. Aðgöngumiða- sala hefst kl. 9 í anddyri hússins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.