Alþýðublaðið - 31.08.1947, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 31.08.1947, Qupperneq 3
Sunnudagur 31. ágúst 1947 ALÞÝÐUBLAÐIP Heyrt og lesið ______ ______________________j NÝLEGA er komið út í Bret- landi rit, sem nefnist Writers of Today og flytur greinar um ýmsa heimsfræga rithöfunda eft ir kunna brezka bókmennta- fræðinga og ganrýnendur. Rit- stjóri bókarinnar er Denys Val Baker, en greinarnar fjalla um Huxley, Graham Greene, Gide, Joyce, Edith Sitwell, Priestley, Koestler, Lorca, Dorothy Sayers, Steinbeck, T. S. Eliot og E. M. Forster. Gert er ráð fyxir fleiri bindum af riti þessu áður en langt um líður. * HIN NÝJA LJÓÐABÓK Kjartans J. Gíslasonar frá Mos- felli nefnist Fegurð dagsins og kemur út hjá Norðra innan skamms. Þetta verður fjórða Ijóðabók Kjartans, en fyrri bæk ur hans eru Næturlogar (1928), Skrjáfar í laufi (1936) og Vor sólskinsár (1941). * LJÓÐASAFNIÐ íslands þús- und ár kemur út hjá Helgafelli í haust. Það skiptist í þrjú stór bindi og á að vera sýnishorn hins merkasta í ljóðagerð ís-, lendinga frá landnámstíð til lýðveldisstofnunarinnar. Fimm menn hafa valið ljóðin, hver frá ákveðnu tímabili, þeir Ein- ar Ól. Sveinsson, Páll Eggert Ólason, Snorri Hjartarson, Arn- ór Sigurjónsson og Tómas Guð- mundsson. * SKÁLDSAGAN The Bridge of San Luis Rey eftir ameríska rithöfundinn Thornton Wilder er fyrir nokkrum dögum komin út í íslenzkri þýðingu Krist- manns skálds Guðmundssonar. Sagan nefnist í þýðingunni Ör- lagabrúin og er önnur bókin í bókaflokki Heimilisútgáfunnar * DANSKI RITHÖFUNDUR- INN Jacob Paludan varð fimmt- ugur í fyrra. í tilefni af því hef- ur bókaútgáfa Steen Hassel- balchs í Kaupmannahöfn gefið út myndarlegt rit, sem flytur ýt arlega grein um ævi og ritstörf Paludans, svo og afmæliskveðj ur til hans í bundnu máli og ó- bundnu frá ýmsum rithöfund- um, skáldum og menningarfröm uðum. Merkasta rit Paludans er skáldsagan Jörgen Stein, sem kom út 1932—1933. Paludan er ritstjóri að Hasselbalchs Kultur- Bibliotek og skrifar að staðaldri um bókmenntir og menningar- mál í Nationaltidende og Poli- tikén. * FINNSKI RITHÖFUNDUR- INN Toivo Pekkanen hefur sent frá sér nýja skáldsögu, sem nefnist Litli bróðir og gerist í sveit. Pekkanen gaf út í fyrra tvær fyrri sltáldsögur sínar, Strönd ættjarðarinnar og Liðnu , óxin, sem eina skáldsögu, tengdi þær saman með þremur nýjum þáttum og valdi þeim hið sam- eiginlega heiti Mylla drottins. Pekkanen er í allra fremstu röð finnskra rithöfunda og þykir mjög jafnvígur sem skáldsagna höfundur og smásagnahöfundur. Hann fæddist 1902 og vár um hríð hafnarverkamaður og smið ur'. Hann gaf út fyrstu bók sína 1927. Flestar skáldsögur hans lýsa lífi og starfi verksmiðju- fólks og hafnarverkamanna. BÆKUR OG HÖFUNDAR Krókalda - önnur skáldsaga VSV ÞAÐ ER EKKI algengt, að frumsmíð íslenzks rithöfund ar hafi fengið jafngóða dóma og selzt eins y.el og fyrsta skáldsaga Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar, Brimar við Bölklett, sem kom út í des- embermánuði árið 1945. Þetta var ekki óeðlilegt. Sagan var vel gerð, persónur hennar skýrar og lifandi, efnismeð- ferð látlaus og viðhorf höfund arins gagnvart efni og per- sónurn heilbrigð og laus við þá öreigarómantík og þá slag orðafroðu og sýndarmennsku, er einkennt. hsfur marga höf unda, sem skrifað hafa um verkalýðinn og baráttu hans. Ástæðán var tvímælalaust sú, að Vilhjálmur ólst upp á alþýðuheimili við kjör al- þýðufólks. Hann hreifst barn að aldri af félagsmálaupp- rsisn verkalýðsins og hefur ávallt starfað meðal verka- fólks og fyrir það, á fundum iþess og við blöð þess. Hann lýsti fólkinu eins og það var, án afkáraskapar, gerði enga tilraun til þess að afskræma andlit þess til þess að gera svipbreytingarnar skarpari. Hann þurfti þess ekki með- Hann þekkti sögufólk sitt. Kunningjar Vilhjálms hafa vitað, að hann væri að skrifa aðra sögu. Við hana lauk hann nú fyrir skömmu. Ég tel víst, að lesendum Alþýðu- blaðsins leiki forvitni á að vita eitthvað um þessa nýju sögu hans og sneri mér því til Vilhjálms fyrir nokkrum dögum til þess að inna hann eftir henni. „Jú, það er rétt, ný sa.ga er nú komin í prentun. Það hef ur orðið nokkuð löng bið eft ir henni, lengri en ég ætlað- ist til. Ástæðan er sú, að haustið 1945 byrjaði ég að skrifa sögu, sem gerist hér í Reykjavík, Ég vann að henni fram á vor 1946 og var þá langt kominn með hana. en hætti þá skyndilega- Eftir það hefur hún legið í skrif- borðinu óhreyfð — og þar verður hún að bíða . . .“ — Hvers vegna? ,,Ja, vegna þess að annað efni sótti svo fast á mig. Upp haflega ætlaði ég mér ekki að hafa framhald af fyrstu sögu minni. Mér þótti ég hafa gert efninu full skil með ör- lögum brautryðjandans, Guðna í Skuld, en þegar tím ar liðu fram fann ég, að ég gat ekki skilið þar við efnið. Nýja sagan mín, sem nú er komin í prentun, gerist í 'sama umhverfi og Brimar við Bölklett. Það, sem var draum úr Guðna í Skuld, er að koma fram, ekki þó alvég eins og bann dreymdi — og um það 'fjallar sagan- Nokkrar sömu persónurnar og voru í þeirri fyrstu eru í þessari, en að- 'allega fjallar hún um atvinnu tækin og verzlunina, hvað hið innra.snertir, en hið ytra tek Vilhjáhnur S. Vilhjálmsson ur hún til meðf erðar örlög Sig urðar Þórarinssonar, sem hatrið knýr til forustu — og Geirs Jónssonar, verkamanns ins, sem ekki þekkir stéttar- tilfinningu, en vinnur örugg- ur og skyldurækinn fyrir hvern, sem kaupir þrek hans. Að auki eru svo margar aðrar persónur, gamlar og nýjar.“ — Ságan er þá framhald af Brimar við Bölklett? „Já, það má kannski segja það — og þó er þetta sjálf- stæð saga að mín,u viti.“ ■— Ætlarðu að halda áfram með þetta efni? „Já, ef allt fer eftir áætlun þá skrifa ég þr.iðju bókina um þetta efni, frumbýlings- ár verkalýðshreyfingarinn- ar, breytingarnar í atvinnu- háttum og verzlun — og síð- ast en ekki sízt það fyrir- b.irgði, sem við þekkjum öll, ef við gefum okkur tíma til þess að skyggnast undir jdir- borðið, hvernig hugsjónir stirðna, hvernig félög, sem stofnuð eru til þess að leysa fólk af klafa, -vinna að vísu sitt hlutverk um skeið, en stirðna svo upp — verðá að kontórum eða, ef þú vilt held ur lýsa því þannig, verða að sjóðum, steinsteyptum stór- hýsum, atvinnufyrirtækjum —- og auglýsingum. Og svo stendur alþýðan enn umkomu lítil og horfir með ótta upp á tignina. Nýja sagan mín heit- ir Krókalda. — Krókalda? „Já“. — Hvað merkir það? „Þú veizt, að krókaldan gat reynzt hættuleg fyrir austan á miðunum. Skyndilega reis í hún gegn réttri átt og réttu falli — og þá var ekki að sök um að spyrja. Við verðum oft fyrir króköldunum, barátta alþýðunnar líka, yfirleitt allt, sem stefnir fram, út úr þræl dómshúsinu og inn til hins fyrirheitna lands. En krókald an er aðeins fyrirbrigði á leið inni. Hugsjónin um frelsi og bræðralag sigrar að lokum. Og ég er sannfærður um, að verkalýðshreyfíngin vinnur þann sigur.“ — Og um það á þriðja scg- an að fjalla. „Það má vel vera.“ •— Hvers vegna skrifar þú eingöngu um verkalýðinn og viðhorf hans? I „Af því að ég vil ekki skrifa um annað. Ýmsir reyna að punta sig með að skrifa um ! allt annað en þeir geta skrif- * að um- Ég hef enga löngun til þess. Það er held ég alltaf rétt að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Þeir, sem reyna að punta sig, án þess að kunna að bera punt- ið, verða afkáralegir. Allir, I sem gera sig afkáralega. af 'ásettu ráði, verða fyrirlitlpg- , ir. Nú -— og auk þess hef ég ialltaf verið að bíða eftir því, , að einhver ' skrifaði um ís- í lenzka alþýðu og baráttu 1 hennar í ljósi þeirra byltinga, , sem orðið hafa í íslenzku þjóðlífi síðan um aldamót. Enginn gerir það. Að minnsta kosti finnst mér, að enginn hafi gert það. Ég þykist vera að því. Svo er það ykkar að dæma um, hvernig mér tckst það.“ Það kom glögglega í Ijós með Brimar við Bölklett, að Vilhjálmur S. Vilhjálmsson hefur valið sér merkilega sér stöðu sem rithöfundur. Hann skrifar um alþýðufólkið, um Frh. á 7. síðu. Sýning á höggmyndum og málverkum eft- ir 10 listamenn. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 31. ágúst kl. 2 e. h. fyrir hoðsgesti Kl. 4 eftir hádegi fyrir almenning. Kl. 8,30 sama dag verður leikin 5. synfónía Bethovens (plöt- ur). Tímarifið Siígandi TÍMARITIÐ STÍGANDI hóf göngu sína norður á Akureyri árið 1943. Ritstjóri þess hefur verið frá upphafi Bragi Sigur- jónssop, og samastaður ritsins hefur verið á Akureyri frá ctofnun þess. Það er vitað mál, að á Ak- ureyri og í grennd hennar er margt ritfærra manna, sem sum ir hverjir eru í fremstu röð á sviði skáldskapar og ritstarfa með Islendingum. Norðlingum ætti því ekki að verða skota- skuld úr því að halda úti tíma- riti, sem flytti læsilegt og fróð- legt efni. Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri er og í fremstu röð meðal prent- smiðja hér á íandi, svo að ekki þyrfti neitt á ytra útlit og frá gang ritsins að skorta. Ég hcf ekki lesið öll heftin. af Stígauda, en mörg þeirra. Og mór hefur yfirleitt geðjast vel áf. ritinu. Stígandi þolir fulknmlega samanburð við flest ,;ða óil tímaritin, sem gefin eru úv hér syðra. Forráðamenn rits- í-ns hafa ekki valið það ráð að raiða. efni þess. við lægstu hvat- :r lesenda, heldur lagt alla á- herzlu á það, að Stígandi væri menningarrit. Tímaritið hefur flutt margar ágætar greinar eft ir innlenda höfunda, sem flest- ir hafa verið búsettir á Norð- urlandi eða af norðlenzku bergi brotnir. Það hefur og birt all- mikið af ljóðum óg frumsömd- um og þýddum smásögum. Mun meira hefur verið af frum sömdu efni en þýddu í ritinu. Efni sumra heftanna af Stíg- anda hefur verið nokkuð tyrf- ið, en fjölbreytni hefur gætt við val þess. Tímaritinu hefur vaxið ásmegin með aldrinum, og var til dæmis síðasta hefti þess af árganginum frá í fyrra með ágætum, svo að tvísýnt er, að önnur íslenzk tímarit hafi gert betur. Nú fyrir skömmu er komið út nýtt hefti af Stíganda, og hefst með því fimmti árgang- ur tímaritsins. Frumsaminna greina gætir mest í heftinu. Upphafið af greinaflokki Ei- ríks Sturlu Sigurðssonar, þar cem hann segir frá ferðum sín- um um Sprengisand, spáir góðu. Þessi fyrsti þáttur er vel Gaminn og fjallar uffi efni, sem margir munu meta mikils. t Grein Þorsteins Konráðssonar um Margréti Eiríksdóttur á Lækjamóti bregður upp skýrri mynd af merkri og mikilhæfri konu og lýsir vel listhneigð ís- lenzkrar alþýðu. Hinni fróð- iegu og ágætlega skrifuðu grein Steindórs menntaskóla- kennara Steindórssonar, Frá Heklueldi 1947, hafa lesendur Alþýðublaðsins átt kost á að kynnast, þar eð hún var endur- prentuð hér í blaðinu eigi alls fyrir löngu. Frumsamdar smásögur eru tvær í heftinu, og eru höfundar beirra Friðjón Stefánsson og Hreggviður Arnsteinsson. Saga Friðjóns, Handan við angan vorsins, er það skásta, sem ég hef lesið eftir þann höfund, og gefur hún vonir um, að ein- hvers megi af honum vænta í framtíðinni. Saga Hreggviðs, Sælir eru hjartahreinir, er hvorki veigamikil né listræn,, Frh. á 7. siðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.