Alþýðublaðið - 31.08.1947, Page 5
Sunnudaguí 31. ágúst 1947
ALIbÝÐUBl-afilB
' ‘i
í TVÖ ÁR hafa hernámsyfir-
'völdin í Þýzkalandi reynt að
finna leið til að ala upp á nýjan
leik hina fyrri þegna Hitlers. Sál-
fræðingar, kennarar og aðrir sér-
fræðingar hafa skýrt hugarfar
Þjóðv-erja eftir stríðið. Búið er að
hr-einsa þýzka skóla að öllum naz-
istakennurum. Bannað er ungling
um milli tíu og nítján ára að
ganga fylktu liði, skylmast eða
gera aðrar heræfingar. I útvarpi,
-blöðum og opinberum fyrirlestr-
um er rekin ákyeðin frteðslustarf-
semi til þess að láta fullorðria Þjóð
verja komast að raun um hve al-
rangar kennin-gar Hitlers voru.
En flest þessara úræða hafa
lítil áhrif haft á þessa soltnu og
sinnulausu þjóð. Vænlegast til
árangurs af því, sem hingað til
h-efur komið til framkvæmda, er
að þakka hugkvæmni bandarísks
hermanns.
I hinni eyðilögðú borg, Bremen,
þar sem glæpafaraldur rneðal ung-
linga var í örum vexti og nazist-
isk leynistarfsemi breiddist ógn-
-andi út, starfaði viðfeldinn lið-
þjálfi frá Minesóta. Hann heitir
Patrich Moriarty og er fæddur í
Irlandi. Dag nokkurn kallaði
-hann níu vini sína úr bandaríska
setuliðinu saman og sagði við þá,
að ef þeir vildu losna við að senda
syni sína til Evrópu til að berjast
í nýju stríði, yrðu þeir að gera eitt-
hvað svo um munaði fyrir þýzku
börnin. Væru þau látii>sjá um sig
sjálf, mundu þau áreiðanlega kom
-gst til fullorðinsára með hugan
fullan af draumðm um nýtt .hefnd
arstríð.
Moriarty og vinir -hans ákváðu
að stofna félagsskap fyrir drengi
á aklrinum tíu til sautján ára.
Fengu þeir til umráða sæmilega
þægilegt húsnæði, skröpuðu sam-
an húsgögn og settu auglýsingu
í blaðið á staðnum. Þeir urðu al-
veg forviða, þegar þeir fengu
sjö þúsund umsóknir. Völdu Mor
arty og félagar hans þá 100 úr,
sem þeim fannst hafa fyllt út um-
sóknareyðublöðin af mestri ein-
lægni og skilningi. Drengir þessir
voru úr öllum stéttum. Hepnað-
ist drengjafélagið Bremen afar
vel frá upphafi.
Moriarty setti ákveðnar og ófrá-
víkjanlegar reglur. Engar póli-
tiskar umræður voru leyfðar.
Spurningar um sök Þjóðverja á
stríðinu kynþáttakenningu naz-
ismans og fangabúðirnar voru
bannaðar. Æskulýður Þýzkalands
skvldi læra að hugsa og tala um
framtíðina en ekki fortíðina.
Þegar Moriarty fer hina dag-
legu gönguför sína í Bremen, er
hann næstum alltaf umkringdur
af félögum, sem hlusta með eftir
væntingu 'þegar hann -talar um allt
-milli himins og jarðar, frá lög-
gjafastarfi í Bandaríkjunum til
hnefaleika og íþróttamálefna.
Áróður hans er einfaldur, en ein-
lægni hans gerir viðleitni hans
árangursríka.
Einkennandi kennsluaðferðir
Moriartys er að leyfa drengjunum
að búa til auglýsingjaskjöl, sem
láta miður æskilega fyrirbæri fyrir
Þjóðverja eftir stríð verða hlægi-
leg, til dæmis þann, sem beygir
:sig í auðmýkt fyrir yfirboðara
sínum, en setur sig aldrei úr færi,
Frú Molotov er í gönguferð með börnin sín (smáríki Austur -Evrópu). Þau ganga fram hjá „Pylsusölunni Ameríku“ og
börnin finna hinn girnilega ilm af réttunum, en frúin fyrir skipar: „Horfið til vinstri!“ Börnin mega ekki sjá þessa búð
né Marshall, ofgr eiðslumanninn í henni..
DAViÐ LOW:
BÖRNIN OG FRIJ MOLOTOV
að þjarma við þeim, sem undir
hann eru gefnir, eða letingjann
sem betlar og tínir upp vindlinga
stúfa á götunni og stelur. Leit í
sorptunnum, sem er orðinn ar-
gasti ósiður í Þýzkalandi í dag,
varð skyndilega illa þokkað at-
hæfi hjá drengjum Moriartys.
Drengirnir í félaginu urðu
mjög móttækilegir fyrir heilbrigð
um pólitiskum hugsjónum. Varð
mikils áhuga vart, þegár þeir voru
-b-eðnir að kjósá eigni stjórn við
1-eynilegar kosningar. Og þeir
urðu enn þá hrifnari, þegar þeim
var sagt, að þeir gætu steypt henni
af stóli ef þeir vildu ekki hafa-
hana lengur. Þ-etta var jþeím al-
gerlega nýlunda, og hafði mikil
áhrif á þá.
Moriarty og félagar hans hafa
látið féla-ginu ýmislegt í té, er þeir
fengu frá Am-eríku, og útveguðu
íþróttatæki og þjálfar.a. Þegar fél-
agið var komið vel á v.eg, vildi
Moriarty , að drengírnir sjálfir
tækju að sér forustuna. Þeir fá
ráð og aðstoð hjá honúm, en ein-
ungis, þegar þeir fara þess á 1-eit
Hann vill, að þeir verði færir um
aS halda áfram störfum félags-
ins eftir brottför bandarísku her-
mannanna af þýzkri grund, þar
eð þá verður hlutverk þess enn
mikilvægara en það er nú.
i
Þegar varð Ijóst, að félag Mori-
artys hafði góð áhrif á æskulýð-
inn í Bremen, og liðþjálfanum
var boðið til fundar með fulltrú-
um h-erstjórnarinnar og heðinn
.að gefa skýrslu um hvernig hann
HÉR biríist útdráttur
úr grein eftir Frederic
Sondern um félags- og
uppeldisstarfsemi Bandá-
ríkjamanna á hernáms-
svæði þeirra í Þýzkalandi.
Glæpastarfsemi ungíinga
hafði verið geigvæníeg, en
þótti fara minnkandi, er
félags- og uppeldissíarf-
seminnar fór að gæta. —
Greinin er þýdd úr norska
tímaritinu ,,Det Beste“.
hefði hagað hjálparstarfsemi sinni
meðal æskulýðsins.
Skýring hans var einföld: Ef
maður aðeins viinnur að hylíi
drengjanna með aðstoð einhvers,
sem þeir hafa áhuga á, er auðvelt
að kenna þeim. Hin sama varð
reynslan víðar á hernámssvæðinu.
Um sfðir barst fregnin um
dr.engjafélagið í Bremen til að-
alstöðvanna. Vorið 1946 varð her-
foringjaráði Joseph T. Mc-Narney
hershöfðingja í Frankfurt ljóst, að
eitthvað varð að gera fyrir þýzka
æskulýðinn. Gagnnjósnad. hersins
var mjög áhyggjufull yfir því
hversu ört hinir illræmdu Edel-
weissbófum ög -hin leyndu naz-
istasamtökum jókst fylgi með
Hitlersæskuna að fyrirmynd und-
ir stjórn ofstækisfullra meðlima
hinnar fyrverandi Hitlersæsku-
lýðshreyfingar, varð það íþrótt
þessara unglinga, sem ekki áttu
neins staðar höfði sínu að að halla
að ris-sa slagorð á húsveggi, stela
vopnum úr birgðum hersins og
ráðast á 'bandarísku hermennina
í skuggal-egum hliðargötum.
Kjarni nýs nazistaflokks var í
þann veginn að myndast, um það
varð ekki villzt. Við og við sást
bóla á prússneska andanum inn-
an æskulýðssamtaka er lutu stjórn
herstjórnarinnar, — heræfingar
járnharður agi og æpandi og
ruddaleg fyrirskipanaform. Með
þéssa ömurlegu rnynd fyrir aug-
um, fastréð MacMarney hershöfð-
ingi, að sameina bandarísku her-
mennina í skipulagðri tilraun til
-þess að hafa áhrif á og breyta hug-
arfari þýzka æskulýðsins. Mori-
arty liðþjálfi og félagar -hans
höfðu varðað veginn. „Amerískir
hermenn hafa. meðfædda hæfi-
1-eika til þess að umgangast börn
og starfa með þeim“, sagði einn
foringinn í herráðinu. Fáist
aðeins nægilega margir til þess
að hafa áhuga á málinu, mun
eitthvað verða aðhafzt.
Þannig fékk bandaríski herinn
starfskrá fyrir fræðslustarf með-
al þýzkra unglinga. (The Army’s
German Youth Activity eða G.
Y. A.) .
Herinn i heild var allt annað
en hrifinn. Undir umsjá sérstaks
eftirlitsforingja skyldu hermenn-
irnir skipuleggja æskulýðinn hver
á sínu umráðasvæði; kenna þeim
slagbolta og knattspyrnu halda
íþróttamót, fara m-eð þá í ferðalög
og stofna fræðsluhringi. „Nú vilja
þeir gera mig að skátaforin-gja
líka“, sagði óánægður foringi við
mig.
Hermennirnir óttuðust að
missa eitth-vað af hinum góða frí-
tíma sínum, en þrátt fyrir alla
andstöðu fékk hreyfingin mikið
fý^i-
Ég ákvað að afla mér yfirlits
yfir árangurinn af þfessu starfi.
Hinn hái, ungi riddaraliðsmaður
úr bandarísku herlögreglunni
brosti þegar hann horfði
yfir íþróttavöllinn, sem var troð-
fullur af þýzkum drengjum og
-bandarískum hermönnum.
„Hvað finnst yður um þetta æsku-
lýðsfélag?“, spurði hann mig.
„Hér eru um það bil 8000 ung-
lingur, og þeim fjölgar jafnt og
þétt. Og það lítur út fyrir að
þeir þrífist vel, er það ekki?“
Eg gat varla trúað að ég væri
í Þýzkalandi. í einu horni þessa
mikla vallar, sem Þjóðverjar
höfðu notað fyrir hersýningar,
voru tvö drengjaféiög í spenn-
andi slagboltakeppni. í öðru horni
fór fram f.egurðarsamkeppni með
drengjum og stúlkum. Er það
mjög óþýzkt tiltæki. Átti að finna
þann, sem rauðhærðastur var og
mest frekknóttur. Nokkrir dreng-
ir léku sér í hringekjum og að
■brúðuleikhúsum. En þeim þótti
mest gaman að aka í jeppa. Her-
mennirnir fylltu oft jeppana af
hlæjandi og hrópandi unglingum
og óku á fullri ferð. Aðrir her-
menn skiptu mjólk, bollum og
öðru góðgæti milli krakkanna.
Eftir fimm tíma var börnun-
um ekið til borgarinnar aftur í
vörubílum. Barnahátíð hersins
hafði heppnazt mætavel. „Eg hef
ekki heyrt börn hér úr héraðinu
hlæja jafn hjartanlega, lengi“,
Frsmhald á 7. síðu.