Alþýðublaðið - 31.08.1947, Síða 8
Hljóðfæraverzlunin
VERZLUNIN
Sunnudagur 31. ágúst 1947
Laugavegi 1. Sími 4744.
10 lisfamenn opna í dag sýningu á
/ð höggmyndum og málverkum
Sýiiisigi'n yerinr @pin’ í 14 daga,
--------------------------
TÍU UNGIE LISTAMENN opna í dag Iistsýningu í
Listamannaskálamim cg nefna þeir sýniguna „September-
sýninguna 1947“ Á |ýningúnni verða 70 höggmydir og mál
verk. Sýningin mun standa yfir í 14 daga.
Danskur arkitekt, Einar
Borg, kennari við Akademið
í Kaupmannahöfn, hefur að-
stoðað listamennina við upp
setningu sýningarinnar.
Gefin hefur verið út stór
Fjársöfnun hafin ti!
endurreisnar Lauga-
vatnsskclans.
NOKKRIR Laugvetningar
og aðrir unnendur Lauga-
vatnsskólans hafa bundizt
samtökum um almenna fjár-
söfnun tii stúðnings endur-
reisn skólahússins að Lauga-
vatni og ennfremur er til-
^ gangur söfnunarinnar að
íoæta tjón stárfsstúlknanna
frá Laugavatni, sem misstu
aleigu sína í brunanum 17.
þessa mánaðar.
Er heitið á alla eldri og
yngri Laugvetninga og aðra
unnendur stofnunarinnar að
styðja fjársöfnunina með
fjárframlögum, en takmark-
ið er, að Laugavatnsskólinn
rísi sem fyrst að nýju, jafn
glæsilegur og áður. Þá er
ætlunin að st'yða að endur-
reisn skólans til dæmis með
kaupum á húsbúnaði og öðr-
um hlutum, er skólanum
geta orðið til gagns og prýð-
is.
Fræðslumálaskrifstofan í
Reykjavík mun veita gjöfum
til söfnunarinnar móttöku og
verður hún miðstöð fjársöfn
■unarinnar; ennfremur munu
afgreiðslur dagblaðanna
veita gjöfum móttöku.
sýningarskrá, 36 síður, og
eru í henni tvær greinar og
myndir eftir alla sýnend-
urna.
Listamennirnir, sem eiga
verk á sýningunni, eru þess-
ir: Tove ólafsson, Sigurjón
Ólafsson, Nína Tryggvadótt-
’r, Snorri Arinbjarnar, Jó-
hannes Jóhannesson, Valtýr
Pétursson, Kjartan Guðjóns-
son, Gunnlaugur Scheving,
Krisján Davíðsson og Þor-
valdur Skúlason.
Surnir þessara listamanna
hafa aldrei haldið hér sýn-
Lngu fyrr-
Sýningin verður opnuð kl.
2 í dag fyrir gesti og kl. 4
fyrir almenning.
Framhald af 1. síðu.
ég því að láta staðar numið.
Aðeins vil ég geta þess að á
fundum þessum ríkti hinn
mesti áhugi og samstarfsvilji,
og hinn bróðurlegasti andi.
.Næsti fundur var ákveðinn
í Oslo 1949-
Sams konar örðug-
leikar og viðfangs-
efni.
— Eru ekki aðrar sérstak-
ar fréttir að segja frá Sví-
þjóð eða Norðurlöndunum?
— Þess má geta, sem
flestir hafa heyrt, að á Norð
Urlöndum var hin dásamleg
asta veðrátta, sífellt sólskin
og blíða og hitar miklir. En
þurrkar hafa verið mjög skað
vænlegir og spillt stórlega
uppskeru, j afnvel svo að til
vandræða horfir.
Annars má segja það, að
Norðurlandaþjóðirnar eiga
allar við sams konar örðug-
leika að stríða, en það er bar
áttan gegn verðbólgu, skorti
á erlendum gjaldeyri, auk
þeirrar miklu óvissu, er á-
standið í alþjóðamálum skap
ar, bæði hvað snertir verzl-
un og viðskipti landa á milli,
auk hins sífelda ótta um að
hinn faidi eldur geti brotizt
út í ljósum loga. Mikil óvissa
er ríkjandi og nokkur ótti.
En segja má með sanni, að
öll hin Norðurlandaríkin, að
Finnlandi einu undanskildu,
séu þó mun betur á vegi
stödd, hvað verðbólgu snert-
ir beldur en ísland. í Noregi
og Svíþjóð er vísitalan um
Ragnars saga loðbrók
ar kvikmynduð?
DANSKA kvikmyndafé-
lagið „Dansk Kulturfilm“
hefur.nú í hyggju að kvik-
mynda Ragnars sögu loð-
brókar; en hún er sem kunn-
ugt er, í hinu íslenzka sagna
safni Fornaldarsögum Norð
urlanda. Handrit kvikmynd-
arinnar hafa þeir próf. Jo-
hannes Bröndsted og dr.
«**• phil. P. V. Glob samið. Ekki
er þó ákveðið, hvenær
myndatakan hefst, þar sem
íélagið hefur sem stendur
ekki nægilegt fé til umráða.
Ætluriin er, að kvikmyndj
þessi verði mjög tilkomu-
mikil og skrautleg, enda ger-
ir félagið sér vonir um, að
hægt verði að sýna hana
jlíðáum heim.
Uinniæli HaraSdar QuðmundssO'nar á
Jafnaðarmanna'ráðsiefnunni í Osié.
-------------------«--------
Einkaskeyti til Alþýðublaðsins,
KAUPMANNAHÖFN í gær.
ÍSLENDINGAR eru ekki að fjarlægjast Norðurlönd,
sagði Haraldur Guðmundsson, fulltrúi íslands, í ræðu
sinni, er þing norrænna jafnaðarmanna og verkalýðsleið-
toga var sett í Osló í fyrradag. Haraldur sagði, að það
væri ósk íslendinga, að Norðurlöndin og hinir norrænu
alþýðuflokkar hefðu sem nánasta samvinnu.
4 Bygging Alþýðuflokksins í
Osló var fagurlega skreytt,
þegar ráðstefnan hófst. Ger-
hardsen, forsætisráðherra
Norðmanna, setti ráðstefn-
una og minntist þess, hversu
ánægjulegt það hefði verið
að taka þátt í brautryðjenda
starfi verkalýðshreyfingar-
ínnar snemma á öldinni- En
nú sagði hann, að hlutverk-
ið væri að gera draumana að
veruleika. Gerhardsen sagði
ennfremur, að framtíð Norð-
urlandanna væri að miklu
ievti komin undir verkalýðs
hreyfingum þeirra.
Yilhelm Buhl talaði fyrir
hönd Danmerkur og Leskin-
en fyrir hönd Finnlands.
Leskinen sagði, að viðburð-
ir síðustu ára í Finnlandi
vektu ugg margra og væri
engin ástæða til að draga dul
á það, að uggur sá væri rétt-
lætanlegur. „Við eigum við
erfiðleika að stríða“, sagði
hann, „en við munum kom-
ast yfir þá“. Fyrir hönd Svía
talaði Axel Strand.
HJULER.
Meistarar báðu um
frest á verkfailinu.
3ár4m! mMr ræddii
feeíSniita í gsr.
VÍÐRÆÐFUNDUR var
milli deiIuaSita í járniðnaðin
um á föstudaginn, og bað
meistarafélag járniðnaðar-
maíina þar um að vinnustöðv
uninni, sem boðuð hafði ver
ið á mánudagsmorgun, yrði
frestað til 15. október.
í gærdag kl. 4 síðd. boð-
uðu járniðnaðarmenn til
fundar til að ræða beiðni
meistara um frestun á verk-
fallinu; en ekki var blaðinu
kunnugt um, þegar það fór í
pressu, hverja afstöðu fund-
urinn hefur tekið til mála-
leitunar meistaranna.
Hafi fundurinn fellt það
að fresta vinnustöðvuninni,
hefst verkfallið að sjálf-
160 stig en grunnkaup þar í
löndum, miðað við auka dýr-
tíð, hefur hækkað frá því fyr
ir stríð um 5—15%. Bæði
Svíar og Norðmenn eiga og
enn allmikið af erlendum
gjaldeyri. Er ástand þar því
hvergi nærri eins uggvænt
eins og hér á landi- En þó
þykir sjálfsagt að gera hina
fyrstu ráðstafanir, sem fólgn
ar eru í eftirliti með fjár-
festingu, innflutningshöml-
um, skömmtunum á nauð-
synjavörum, ströngu verðlags
eftirliti og ráðstöfunum
gegn því að verkakaup og
verðlag á landbúnaðarvör-
um hækki. Bæði í Noregi og
Svíþjóð — en í þessum lönd
um sitja Alþýðuflokksstjórn-
ir að völdum — hefur staðið
nokkurt stríð á milli stjórn-
arvaldanna og bænda út af
verðlagi á landbúnaðarvör-
um. Þeim viðskiptum lauk
þannig í báðum löndunum,
eftir nokkra hörku, að ríkis-
stjórnirnar höfðu sitt fram
og bændur urðu að sætta sig
við nokkuð lægra verð á vör
um sínum, en þeir höfðu gert
kröfu um.
>s
Ráðstafanir gegn
dýrtíð og verð-
hólgu.
Hvað kaupgjald verka-
manna snertir, hefur norska
stjórnin farið þá leið, í sam-
komulagi við stjórn Alþýðu
sambandsins að leggja fyrir
stórþingið frumvarp urn
bann gegn kauphækkunum
(forbud mot lönnsauke),. sem
GuSmundur Gissurarson,
Lindargötu 35, fyrrum fiski-
matsmaður, verður 80 ára í dag.
Guðmundur er einn af stofn-
endum Dagsbrúnar og hefur
gegnt þar ýmsum trúnaðarstörf
um. Hann hefur verið Alþýðu-
flokksmaður frá fyrstu tíð.
sögðu í fyrramálið, eins og
boðað hafði verið.
gilda á fyrst um sinn til loka
þessa árs. Hins vegar hefur
sænska stjórnin fengið sam-
komulag við stjórn Alþýðu-
sambándsins þar í landi um
að hún hvetji öll verklýðsfé-
lög til þess að gæta hins
mesta hófs í kaupkröfum.
Bendir allt til þess að í
þessum löndum verði, auk
margra annarra dýrtíðar-
ráðstafana, gerð gangskör
að því, að halda niðri kaup
gjaldi og verðlagi á land-
búnaðarvörum, og er þó
hvorugt mjög hátt, miðað
við íslenzkan mælikvarða,
og eins og áður segir, verð
lagsvísitalan um 160 stig í
þessum löndum en 312
stig hér á landi, eða allt
að helmingi hærri.
Er það almannamál að
norska og sænska ríkisstjórn
in sýni mikla varúð og fyrir
hyggju í ráðstöfunum sínum,
allt með það fyrir augum að
vinna öfluglega gegn auk-
inni verðbólgu, sem vissulega
að lokum kemur harðast nið
ur á alþýðu manna og leiðir
til atvinnuleysis og hruns.
Að lokum vil ég segja það,
að það er alltaf ánægjulegt
að koma til Norðurlanda. Það
eru án efa ein hin merkileg-
ustu menningaríki heimsins-
Þar ríkir fullkomið stjórn-
málalegt lýðræði — en engin
skrípamynd eða lýðræði með
fölsku vörumerki. Fjárhags-
legt lýðræði fer þar hröðum
skrefum vaxandi. Kjör al-
mennings eru yfirleitt góð og
félagslegt öryggi mikið og
vaxandi. Það eru vissulega
fyrirmyndarlönd.
Eldur í porti lýsisstöSv
arinnar við Sólvalla-
götu 80.
í FYRRINÓTT um klukk-
an fjöguir kom upp eldur x
portinu við lýsisstöð Bern-
harðs Petersen við Sólvalla-
götu 80. Sást eldbjarminn úr
húsi við Framnesveginn og
var slökkviliðinu strax gert
aðvart og kom það að vörmu
spori á staðinn.
■ Hafði eldurinn kviknað í
lýsisdúkum, sem lýsið er
pressað í, en þeir lágu í hrúgu
í portinu við lýsisstöðina.
Tókst slökkviliðinu brátt að
ráða niðurlögum eldsins og
urðu skemmdir litlar. Ilins
vegar var þarna mikið lýsi, -
bæði í stöðinni sjálfri og í
tunnum og geymum í port-
inu, en eldurinn komst ekki
í lýsið.
Talið er að um sjálfkveikju
hafi verið að ræða í lýsisdúk-
unum.