Alþýðublaðið - 06.09.1947, Page 4

Alþýðublaðið - 06.09.1947, Page 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 6- sept. 1947. Helsta umkvörtunarefni húsmæðra nu. — Nýtt og gamalt kjöt. — Nýr og gamall blóðmör — Skrauthýsi. — Gjaldeyrir. — Sjúkrahús. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefáii Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Bitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hámark heimskunnar ----o---- SKRIF ÞJÓÐVILJANS um viðskiptasamningana við útlönd eru táknrænt dæmi um ábyrgðarleysi. og hvatvísi kommúnista í baráttu þeirra gegn núverandi ríkisstjórn. Skriffinnar kommúnista end urtaka blekkingar sínar um þessi mál æ eftir æ, en forð- ast málefnalegar umræður eins og heitann eldinn og taka ekkert tillit til þess í dag, sem þeir sögðu í gær. Afstaða kommúnista varð- andi viðskiptasamningana hefur verið tvíþætt. Þeir hafa ekki átt nógu sterk og fögur orð til að lofa samn- iinginn við Rússa, en hins veg ar þulið hvern reiðilesturinn eftir annan yfir samningnum við Breta. Gekk þetta svo langt nú fyrir skömmu, að Þjóðviljinn fullyrti, að við- skiptasamningurinn við Rússa væri hagstæðasti verzl unarrsamningurinn, sem ís- 'lendingar hefðu nokkru sinni gert, en viðskiptasamningur- inn við Breta væri íslenzku ríkisstjórninni til ævarandi smánar og landi og þjóð til stórfellds tjóns- Þessi málflutningur er í meira lagi furðulegur, þar eð öllum hlýtur að liggja í aug- um uppi, að viðskiptasamn- ingurinn við Breta er mun hagstæðari fyriir íslendinga en viðskiptasamningurinn við Rússa. Sala á öllum af- urðum til Rússlands er sem sé bundin skilyrði um tilskil ið magn af síldarlýsi, en hins vegar er sala. á nokkrum hluta afurðanna til Bretlands bundin þessu skilyrði. Þetta eiga skriffinnar Þjóð viljans ómögulegt með að skilja, eða þeir fást ekki til lað viðurkenna staðreyndir, sem engan veginn geta farið milli mála. Þjónkunin við Rússa knýr kommúnista til þess að lofa viðskiptasamn- inginn við þá, en hatur þeirra á Bretum veldur því, að þeir verða miður sín í hvert skipti, sem þeir leiða hugann að viðskiptasamn- ingnum, sem við þá var gerð ur. Nú, þegar augljóst er, að síldarvertíðin í ár hefur brugðizt, ráðast kommúnist- ar með stóryrðum á ríkis- stjórnina fyrir að gera við- skiptasamninga á þeim grundvelh, að sala annarra afurða okkar sé bundin til- skildu magni af síldarlýsi. Þá skiptir það engu máli, þótt fyrir liggi upplýsingar frá HÚSMÆÐURNAR kvarta að til mín um þessar mundir. Þær halda því fram, að nýja kjöt- ið sé vont og trúa því ekki, að það sé alltaf nýtt. Tvær segja segja mér, að stundum sé selt gamalt kjöt uppþvegið og sagt að það sé nýtt. Þessu trúi ég alls ekki og ég sagði konu það, sem hringdi til mín í gær og bar sig upp undan þessu. Hún svaraði: „Þú hefur kannske ekkert vit á kjöti, en spurðu aðra og þú munt heyra fleiri raddir eins og mína“. — Víst hef ég svolítið vit á kjöti. Og ég hef ekki reynt þetta, enda eru þessar sögur meira en ótrúleg- ÞÁ KVARTA húsmæðurnar undan því að blóðmörinn, sem seldur er í kjötbúðunum sé heldur ekki alltaf nýr. Þær segja, að gamall blóðmör, sem hafi verið í frystingu, sé stund- um seldur sem nýr. Um þetta veit ég ekki. Mér dettur ekki í hug að kaupa okurblóðmörinn á 5—8 krónur keppinn, og það ætti fólk heldur ekki að gera. Lofið Sláturfélaginu að eiga sinn blóðmör, þar til það sér sóma sinn í því að leyfa fólki að kaupa slátur alveg eins og það hefur alltaf fengið undan- farin ár. Það hefur bakað sér óvinsældir fyrir hið nýja uppá- tæki, sem ekki mun þurrkast burt í bráðina. ÞAÐ ERU NOTAÐAR ýmsar aðferðir til þess að okra á fólki. Þær eru fundnar upp af því að fólk þolir að það sé okrað á því. Ef til vill getur minnk- andi peningaflóð kennt því að gæta sín betur fyrir okrinu. Fólk, sem ekki ver sig sjálft, á | ekki skilið annað en að það bíði tjón. ÞAÐ ER KVARTAÐ undan því að gjaldeyrishömlurnar stöðvi byggingar, sem taldar eru lífsnauðsynlegar. Einhver sagði að neitað hefði verið um gjaldeyri til hinnar nýju fæð- ingardeildar. Var þetta haft eft- ir kunnum embættismanni. Hann hefur ekki mótmælt þeim ummælum og þó eru margir dagar liðnir síðan þau komu fram. Hins vegar hefur gjald- eyrisnefnd orðið að rísa upp og andmæla og lýsir hún ummælin tilhæfulaus. En hvað, sem því líður, verður að krefjast þess, að sjúkrahús og aðrar slíkar byggingar gangi fyrir öllum öðr um. ÞAÐ NÆR til dæmis ekki nokkurri átt að veita gjaldeyri fyrir byggingu samkomuhúss fyrir fámennan einkafélags- skap, en sú bygging mun kosta milljónir króna, ef á sama tíma verður að spara erlenda gjald- eyrinn svo að sjúkrahús stöðv- ast. Þá tel ég og nauðsynlegra iað þjóðleikhúsið fái gjaldeyri 'fyrir þeim gögnum og tækjum, ,sem það vantar, én veittur sé gjaldeyrir fyrir byggingarefni lúxushúsa, hvort sem um er að ræða villubyggingar eða skraut hýsi fyrir ríka einkafélagsskapi. HIN STRÖNGU FYRIRMÆLI um gjaldeyrismálin mælast mjög illa fyrir hjá þjóðinni. Hún hefur aldrei, sem heild, verið andvíg sterkri stjórn, á- kveðnum framkvæmdum. Það hefur aðeins skort á hugrekki Frh. á 7. siðu flokksbræðrum þeirra í samn inganefndunum um, að óger legt hafi verið að ná samn- ingum á öðrum grundvelli en þessum. En sannarlega væri Þjóðviljianum nær að gera lesendum sínum sanna og rétta grein fyrir upplýs- ingum Ársæls Sigurðssonar varðandi viðskiptasamning- inn við Rússa en þylja mark- lausar blekkingar og heimskuleg stóryrði dag eftir dag. Þjóðviljinn forðast að minn ast á néin þau atriði, sem máli skipta- Honum er fyrir öllu að nota aflabrestinn á síldveiðunum á óbeinan hátt t'il árása á núverandi ríkis- stjórn. Nú fullyrðir hann, að forustumenn kommúnista hafi barizt á móti því að gerð ir væru viðskiptasamningar á þeim grundvelli, að sala ann arra afurða skyldi bundin sldlyrði um ákveðið magn af síldarlýsi.' En mjög fer því fjarri, að hér sé allur sann- leikur'inn sagður. Það er rétt, að Brynjólfur Bjarnason og Áki Jakobsson lögðust á móti því, að sala á nokkrum hluta afuirðanna til Breta væri bundin skilyrði um tilskilið roagn af síldarlýsi. En ástæð an fyrir þeirri afstöðu var sú, að kommúnistar voru á móti því að gerður væri við- skiptasamnfngur við Breta. Þeir vildu láta öll viðskipti okkar vera við Rússa og lepp þjóðir þeirra. En hver var svo afstaða kommúnista, þegar samið var við Rússa á þeim grund- velli, að sala allra afurða til þeirra skyldi bundin skilyrði um ákveðið magn af síldar- lýsi? Hún var sú, að þetta væri hagfelldasti viðskipta- samningur, sem íslendingar hefðu nokkru sinni gert. Við skiptasamningurinn við Rússa var að þeirra dómi hvorki meira né mirma en hið mesta hjálpræði, sem ís- lendingum hefði hlotnazt- Umræður Þjóðviljans um viðskiptasamningana við út- lönd erui áreiðanlega hámark heimsku kommúnista í fífls- legri baráttu þeirra gegn nú verandi ríkisstjórn. Þaðr sem Hagnús þræfir fyrir ÚT AF lítilmannlegri til- raun Magnúsar Kjartansson ar, núverandi ritstjóra Þjóð- viljans, til þess að þræta fvr- ir þá hjálp, sem Stefán Jóh- Stefánisson, núverandi forsæt isráðherra, og Finnur Jóns- son, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, veittu honum sum arið 1945, þá staddir í Stokk- hólmi, til þess að sleppa úr haldi í Danmörku, vill Al- þýðublaðið, til staðfestingar því, sem það hefur sagt um þetta mál, birta í dag skjal, sem útbúið var í sendiráði íslands í Stokkhólmi í sam- ráði við Finn Jónsson, meðan hann dvaldi þar, afhent þar dönskum1 ráðherrum, sem eínnig voru staddir þar, og jafnframt látið berast til danska utanríkisráðuneytis- ins, í því skyni að greiða fyr ir lausn Magnúsar úr haldi. Þetta skjal ér svohljóð- andi: „Magnús Kjartansson stud. mag-, sem er íslenzkur ríkis- borgari, fékk sumarið 1942 i leyfi til þess að fara út úr Danmörku til þriggja mán- aða dvalar við hásltólann í Uppsölum til framhaldsnáms í norrænni málfræði. Sendi- ráð íslands í Kaupmanna- höfn hafði stuðlað að því, að Magnús fengi fararleyfið, og einnig hafði háskólinn í Kaupmannahöfn, sem veitti honum styrk til dvalarinn- ar við háskólann í Uppsölum, mælt með því. Haustið 1943, en þá var Magnús Kjartansson enn í Svíþjóð, fékk hann tilboð frá Háskóla íslands um að takast á hendur undirbúning sögu- legrar og vísindalegratr ís- lenzkrar orðabókar með það fyrir augum, að hann tæki síðar að sér ritstjó'rn og út- gáfu hennar. Magnús tók þessu tilboði og byrjaði strax á undirbúningi verks- ins. Og sökum þess, hve miklu betri vinnuskilyrði voru í Sviþjóð, ákvað hann að halda verkinu áfram þar, enda hafði Háskóli íslands beinlínis óskað þess. Magnús Kjartansson varð, meðan hann dvaldi í Sví- þjóð, mikils metinn meðal íslendinga þar, sem og hjá öllum, sem hann haðfi sam- band við. Fræðimenn töldu hann mjög efnilegan vísinda mann, enda hefði Háskóli íslands ekki trúað honum fyrir svo þýðingarmiklu verki, ef ekki hefði verið tal- ið, að hann hefði til þess mikla hæfileika. Eftir að ákveðið hafði ver- ið, að íslenzka ríkisstjórnin sendi skip til Skandinavíu til að sækja þá íslendinga, er þar höfðu dvalið á ófriðar- árunum, og Háskóli íslands hafði farið fram á það við Magnús, að hann kæmi heim með því skipi til ráðagerða j við háskólann og samverka- menn á íslandi, taldi hann það nauðsynlegt, að ráðgast áður við málfræðinga í Kaupmannahöfn um ýmis málvísindaleg efni. í því sam bandi þarf varla á það að benda, að fornnorænar mál- fræðirannsóknir hafa öldum saman átt miðstöð í Kaup- mannahöfn og að kennara- stóll í norrænni og íslenzkri málfræði er við háskólann þar. Það var því ekki nema eðlilegt, að Magnús vildi leita ráða og leiðsagnar hjá hinum ágætu dönsku og ís- lenzku málfræðingum í Kaupmannahöfn. Magnús, sem í maí þ. á. hafði sótt um leyfi hjá dönskum vegabréfa yfirvöldum í Svíþjóð til að fara til Danmerkur ásamt konu sinni, fékk leyfið fyrir sjálfan sig í júní, en umsókn konu hans var ekki svarað. Hann fór þá tafarlaust til Danmerkur, en þaðan ætl- aði hann svo til Islands með ms. ,,Esju“ skipi því, sem áður var á minn^t, og ætlaði kona hans að fara heim með honum frá Gautaborg. 1 Magnús fékk einnig leyfi viðkomandi yfirvalda í Dan- mörku til þess að fara þaðan heim með nefndu skipi. En er það var að fara frá Kaup- mannahöfn, var hann, ásamt fjórum öðrum áslenzkum ríkisborgurum, kyrrsettur af yfirvöldum, sem til þess höfðu vald, og fluttur aftur á land í Danmrku. Eftir því, sem sendiráð íslands í Kaupmannahöfn hefur síðar fengið upplýst, hefur því verið yfir lýst að Magnús Kjartansson væri brezkur stríðsfangi og hann hefði verið afhentur brezku yfirvöldunum í Danmörku. Brezku yfirvöldin hafa stað- fest þetta við sendiráðið, sem og það, að Magnús sé í haldi og að rannsókn sé byrjuð i málinu. Enn fremur hafi hin brezku yfirvöld skýrt sendiráðinu frá því, er sendiráðið lét í ljós þá skoð- un, að ástæðan til þess, að Magnús var tekinn fastur, myndi vera vafasöm, að hann væri talinn riðinn við njósnamál, og að upplýsing- ar um það hefðu komið frá Svíþjóð. Sendifultrúi íslands í Kaupmannahöfn hefur far- ið þess mjög sterklega á'leit við hin brezku yfirvöld, að rannsókninni verði hraðað sem mest og í því sambandi bent á, að Magnús hafi áður verið berklaveikur og þoli því illa að vera hafður í haldi. Sendiráðið hefur einnig snúið sér til hins konung- lega danska utanríkismála- ráðuneytis, en það hefur að eins staðfest, að Magnús og hinir íslendingarnir séu brezkir stríðsfangar.“ Þannig hljóðar skjal það, er Finnur Jónsson, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði fram til varnar Magnúsi I Frh. á 7. síðu. Hjartans þakkir fyrir vinarhug og kærleik á 60 ára afmæli mínu 1. sept. s. 1. Þakka KFUK og M fyrir fagrar gjafir og ánægjulegar samveru stundir þami dag. Jóhanna Eiriksdóttir Brekkugötu 6, Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.