Alþýðublaðið - 06.09.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.09.1947, Blaðsíða 7
Laugardagur 6* sept. -1947. AÍ.ÞYÐUBLAÐIÐ Naeturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 1618. Næturakstur annast Litla bíl stöðin, sími 1380. Ljósatími ökutækja ,er frá kl. 19,50 til kl. 5 að nóttu. — Þar sem bifreiðar- stjóri sér skammt frá sér, í kröpþum beygjum, við gatna- mót, þar sem vegurinn er sleip- ur og þar sem mikil umferð er, skal gæta sérstakrar varúð- ar, og má þá aldrei aka hraðar en svo, að stöðva megi bifreið- ina þegar í stað. Dómkirkjan Messað kl. Jónsson. 11. Séra Bjarni Fríkirkjan Engin messa í Fríkirkjunni á morgun. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlof un sína ungfrú Sigrún Gísla- dóttir frá Eskifirði og Hallgrím ur Steinarsson, Vesturgötu 30, Reykjavík. Hallgrímssókn Messað í Austurbæjarskólan- um á morgun kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. SENATOR BRIDGES frá New Hamshire sagði í ræðu í Columbus í gær, að Rússar hefðu nú sölsað undir sig jafn mikið án stríðs og Hitler hlaut með hjálp herja sinna. Hann hvatti til þess, að ofbeldisstefna Rússa verði þegar stöðvuð. EITT HUNDRAÐ ÞÚS- UND smálestir kola hafa glatazt við verkfall kolanámu manna í Yorkshire. Shinwell eldsneytismálaráðherra vinn ur nú að lausn deilunnar. HANNES Á HORNINU. (Frh. af 4. síðu.) íslenzkra stjórnmálamanna. Vel má vera að einn og einn, eða nokkrir í hóp, rísi upp ösku- reiðir út úr þessu og hinu. Um það dugir þó ekki að fást. Það eitt kemur til álita, hvað ís- lenzka þjóðin getur leyft sér. Hannes á horninu. Heildarútgáfa af Hagalín (Frh. af 3. síðu.) horfum þeim, sem fram hafa komið í skrifum hans um bókmenntir o.g hlutverk þeirra — og þá einkum á síðustu ár- um, en hann hefur látið þessi efni æ meir til sín taka í skrif um sínum. Á árunum 1921—1923 skrif aði Guðmundur Hagalín ýms- ar greinar, sem bera þess ljóst vitni, að hann hefur furðu- fljótt markað sér þá stefnu á sviði bókmenntanna, að ís- lenzkum skáldum beri að fylgjast með því, se'm fram fer í umheiminum, en -hafa fyrst og fremst að grundvelli ís- lenzkar menningarerfðir. Rit- höfundarnir skulu gerast leið togar þjóðarinnar í menn- ingarmálum „nú á þess- um upplausnartímum, sem ó- hjákvæmilega fara í hönd, þegar langþráðu marki póli- tísks sjálfstæðis er náð og menn óvissir, hvert halda skuli“ — svo sem Hagalín seg ir í júlí 1923 í grein í Austan- fara, þá 24 ára gamall. Höfund arnir verða því að finna á- kveðna leið, „ekki -eins og and inn inngefur þeim og ekki eins og margar raddir hrópa hand- an yfir hafið. Þeir verða að finna leið, sem er í samræmi við þjóðarsálina11. Til þess ieiga þeir „að fara inn í hvert hús, inn á hvern bæ, inn í hvert hreysi, kenna þjóðinni með því að draga fram kosti henn ar og galla, en einkum með því að sýna fram á, alls stað- ar og í öllu, eitthvert gildi, ein hvern víst að gróandi þroska, beilbrigðu og náttúrlegu hugs analífs. Hér er nægilegt verk- svið. Og einmitt hjá alþýðunni getur að finna meiri, styrkari og hlýrri frumsindur en okk ur grunar . . , Að þessari mannrannsókn og mannrækt- un hafa skúldin unnið í öll- um löndum og á öllum tím- um og ættu þess vegna að geta það enn . . .” Þetta er í fyllsta samræmi við þau sjónarmið, sem Haga lín heldur fram í greinum sín- um enn í dag, og ennfremur er það auðsætt við athugun á ritum hans, að hann hefm’ ekki látið sitja við orðin ein. Guðmundur Hagalín lagði í fyrstu allmikla stund á ljóða ■gerð, og aðeins 19 ára gam- all ortí haim kvæði Svefn- eyjabóndinn, sem sýnir glögg lega, hvers hefði mátt af hon- um vænta sem ljóðaskáldi, ef hann -hefði haldið áfram að iðka Ijóðagerð. En hann vék sér rúmlega tvítugur svo að segja eingöngu að sagnskáld- skap. Hann hefur skrifað um það bil 50 smásögur, sem birzt hafa á prenti, og eru sumar þeiira með því fremsta, sem hann hefur samið. Hinir stærri skáldsögur hans eru átta, en af þeim hafa hlotið almenn- asta viðurkenningu og vin- sældir Kristrún í Hamravík, Sturla í Vogum og Blítt lætur veröldin. Þá eru og ævisögurn ar Virkir dagar og Saga Eid- eyjar-Hjalta mjög merkur hluti af ritverkum Hagalíns, og mun ekki leika neinn vafi á, að þessi nýja’gerð íslend- ingasagna hefur átt veigamik- inn þátt í því, hve margt minn inga og ævisagna hefur kom- ið út á síðustu árum. I skáldritmn og ævisögum eftir Guðmund Hagalín er mikinn fróðleik að finna xrm. líf og menningu þjóðarinnar á seinustu þremur aldarfjórðung um — og þá fyrst og fremst þeirra manna, er sjóinn sóttu. Eru margar lýsingar Hagalíns á sjósókn og sæförum hinar gleggstu og áhrifaríkustu. Hon um lætur og mætavel að láta koma fram í sögum sínum á- hrif náttúruaflanna og lífsbar áttunnar á mótun mannlegrar skapgerðar, í ritum hans er fjöldi af skýrum og lifandi persónum, og eru sumar þeirra þegar komnar i þann tiltölulega litla hóp söguper- sóna úr bókmenntum íslend- inda frá síðari tímum, sem um er talað eins og menn, er rairn verulega hafi lifað. Hagalín hefur líka í> bókum sínum náð svo langt í þeirri grein listar að sérkenna - mál persóna sinna, að til fárra verður þar jafnað. Þá er kímni hans fá- gætt fyrirbrigði í íslenzkum. bókmenntum, og bregður hún oft þannig skini yfir viðhorf manna við vandamálum lífs- ins, að því er gaumur gefinn Tvær frábærar skáldsögur Asf og búskapur Heillahdi róman frá Nor- egi í aðalatriðum sönn frásaga um fyrstu bú- skaparárin'. Verð aðeins kr. 12,50 > • Orlagabrúin Ógleymanleg og spenn- andi bók um stórbrotin og ævintýraleg örlög, einkennileg og fágæts fólks. Bók, sem enginn má missa af. Verð aðeins kr. 12,50. HELGAFELL Box 263, Garðastr, 17, Laugav, 100, Aðalstr. 18, Njálsg. 64, Laugav. 38. og það skilið, sem ella mundi verða lesandanum torrætt — eða fara fram hjá honum. Stíll Hagalíns er fjölbreyttur og þó - Skemmtanir dagsim - GAMLA BÍÓ: „Hjónabandsfrí“ Robert Donat, Deboran Kerr, Ann Todd, Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Kvikmyndir: NÝJÁ BIO: „Tónlist og tilhuga líf“, Maureen O'Hara, Dick Haymer. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ: „Virginia City“. Errol Flynn, Miriam Hopkins. Sýnd kl. 5 og 9. „Seldur á leigu“, sýnd kl. 3. TRIPOLI BÍÓ: „Þú ert unnust- an mín“. Alice Faye, George Murphy, Ken Murray, Char- les Winninger, William Garg an. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ: „Hún samdi bók ina“, Joan Davis, Mischa Auer, sýnd kl. 7 og 9. Söfn og sýningar: SEPTEMBERSÝNINGIN í Listamannaskálanuni: Opin frá kl. 11 árdegis til 11 síðd. Skemmfisfaðir: TIVOLI: Opnað kl. 7 síðdegis. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Al- mennur dansleikur kl. 10 s.d. HÓTEL BORG: Konserthljóm- leikar frá kl. 9—11,30 síðd. T J ARN ARC AFÉ: Dansleikur Mótor- og vélstjórafélags Reykjavíkur kl. 10 síðd. G.T. HÚSIÐ: Gömlu dansarnir kl. 10 síðd. IÐNÓ: Dansleikur kl. 10 síðd. Dansleikur kl. 10 síðd. Öfvarpið: 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Borðhald undir beru lofti“ eftir Neill i grant. (Leikstjóri Þor- steinn Ö. Stephensen). 21.15 Tónleikar: íslenzkir kór ar (plötur). 21.15 Ávarp um fjárhag og gjaldeyrismál (Emil Jónsson viðskiptamála- ráðherra). 21.40 Tónleikar íslenzkir kórar (plötur). 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. ávallt auðkennilegur og er fróðlegt að athuga þær breyt- ingar, sem á honum hafa orð- ið frá því, er höfundurinn skrifar fyrstu sögur sínar og greinar og til þessa dags — og öll þau tilbrigði, sem þar koma fram — ef'tir kröfum efnis ins. Vitað er, að flest rit- Guð<- mundar Hagalíns eru uppseld, — og hafa sum þeirra verið ófáanleg um nokkurt s'keið Hefur löngum verið lagt fast að bóksölum og fornsölum um öflun þeirra, og hefur oft bor ið á góma, að nauðsyn bæri til nýrrar útgáfu. Og nú hefur verið hafizt handa um þetta mál “ Norski Alþýðuflokurinn Framhald af 5. síðu. ríkisstiórnin, sem þá varð þjóðstjórn, varð að hverfa til London. En eftir að Noeg- ur Varð frjáls myndaði Einar Gerhardsen samsteypu stjórn. í kosningunum haust- ið 1945 vann Alþýðuflokkur- inn glæsilegan sigur. Var þá mynduð hrein Alþýðuflokks stjórn með Einar Gerhard- sen í fosæti, og þessi stjón hefur nú á aveim árum kom- ið á miklum umbótum í Noregi. Þörf er enn að vinna sigur á mögum öðugleikum. En Einar Gerhardsen er þeg- ar reyndur að því að vera af- burða foringi og samstarfs- menn hans í ráðuneytinu og stórþinginu eru dugnaðar- menn. Noregur var hryllilega leikinn í stríðinu, en tilfinn- anlegasta tjónið hefur verið bætt, og þótt við og við komi fram harðsnúin andstaða frá efnaðri stéttum þjóðarinnar, skilur þó mikill meiri hluti hennar, að alþýðustjórnin stýrir þjóðarskútunni vel. Og álþýðan safnast í traustar fylkingar um Alþýðuflokk- inn eins og kjarna og þunga- miðju viðreisnar- og ný- byg'gingarstarfsins. Fulla á- stæðu höfðu norrænir al- þýðuflokksmenn til þess að fagna á sextugsafmæli flokks síns. Magnús þræfir... Frh. af 4. síðu. Kjartanssyni, og lagði hann á þei mtíma sem dómsmála- ráðherra nafn sitt við fyrir réttmæti þess. Áréttaði hann skjalið og ýmislegt fleira, sem dregið var; fram Magn- úsi til hróss í einkabréfum til mestu áhrifamanna í Dan- mörku, sem höfðu tekið öfl- ugan þátt í dönsku "frelsis- hreyfingunni og áttu því mjög greiðan aðganig að her- stjórn Breta í Danmörku, enda var þá eigi vitað annað en að lallt væri það satt og rétt, sem sagt var um mann- kosti Magnúsar og hæfileika. En sjálfsagt mun Magnús Kjartansson eftir ,sem áður halda áfram að þræta fyrir það, að Finnur Jónsson hafi nokkuð fyrir hann gert; og sennilega hefur hann af ýmsum ástæðum litla á- nægju af birtingu þessa skjals nú. •---------+--------- RAMADIER hlaut aðeins 49 atkvæða meirihluta á síðasta fundi franska þingsins í gær, en 54 þingmenn sátu hjá. Þetta er minnsti meirihluti, sem Ramadier hefur fengið í þinginu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.