Alþýðublaðið - 06.09.1947, Side 6

Alþýðublaðið - 06.09.1947, Side 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Jjaqgardagur 6- sept. 1947. John Ferguson: MAÐURINN í MYRKRINU hann var að setja hann á sinn Ævar Andi stud real. ritstjóri. AÐ HUGSA SÉR------------- INNAN skamms eru væntan legir hingað heimfrægustu lista menn í heimi. herra og frú Plat plat. Frúin dansar eftir 10. sym- ifóníu Beethovens, og n?er hin frábæra, dularfulla, seiðræna og göfuga list hennar hámarki sínu, er hún hnýtir þrjá rembi- hnúta á sjálfa sig um leið og lokahljómar tónverksiris ber- ast um salinn. Maður hennar er gæddur þeim sérkennilegu hæfileikum að géta hermt eftir öllum mönn um og skepnum, og hefur hann með frábærri ástundun og list- rænu innsæi þroskað og þjálfað þessa hæfileika, og má nú fúll- yrða, að hann í list sinni hafi náð hátindi sannrar og sígildr- ar listar, er hann hermir eftir \ saltsíld, reyktri síld og krydd- síld, með þeim fágætu ágætum, að áheyrendur þekkja í sundur hinar mismunandi síldartegund ir í einum hvelli. Þarf ekki að efa, að allir sann þroskaðir listunnendur höfuð- staðarins fjölsæki sýningar þeirra. Þess skal getið, að hjónin koma með allan gjaldeyri með sér. KVIKMYNDAFRÉTTIR. Vafasamt er nú talið, að nokk uð verði úr þeim ráðagerðum Dana að kvikmynda Ragnars sögu loðbrókar. Stafar þetta af því, að bannað hefur verið að senda gjafaböggla héðan til Dan merkur, en Danir telja að von um ósæmilegt að láta Ragnar koma fram í götugri normalnær brók, eða brókarlausan á mynd 'inni. ÚR SKÝRSLU yf irlíkamsrannsóknara: — — — Eftir Ianga, ná- kvæma, erilsama og árangurs- iausa leit, fundum vér að lok- um einn tíeyring á milli stóru- táar og táar Nr. 2 á vinstri fæti rannsóknarefnisins. Heldur rannsóknarefnið því fram, að hún hafi jafnan notað þennan pening til þess að raspa og fægja táneglur sínar undir lakk og málningu, og geymt hann þarna þess á milli. Hins vegar finnst oss ástæða til uð ætla að um tilraun til gjaldmiðilssmygls sé að ræða----------- ABBESINISK SONNETTA sál mín er eins og nokkrir vesælir túkallar sem velta og velta á veltandi fleti milli eignakönnunar undandráttarfýsnar og samvizku manns, er vill telja sig þroskaðan þjóðfélagsþegn nokkrir íúkallar, sem velta og velta á veltandi fleti og endaveltast að endingu niður í nýborgarríkiskassa og hver fær sitt ég mitt og ríkið hitt og sjálfur velt ég og velt og allt veltur-------- STJÖRNUSPÁ VIKUNNAR MARZ fer í partí til Venus- ar í Meyjarmerki, en kemur þangað klukkustund of seint, vegna bilunar á strætisvagni, en það hefur þau áhrif, að kona austur í Rangárvallasýslu á 75 ára afmæli um helgina og verð- ur frá því sagt í hádegisútvarp- inu og þess getið um leið, að hún sé sæmdarkona. Merkúríus flytur í eitt af sænsku húsunum, en það boðar verkföll og verzlunarkreppu vefnaðarvörukaupmanna. Frú Dáríður Dulheims. „DALAKOFINN“ Málverk eftir Kára K. Árakára. viðurkenna, þegar ég gerði samanburðinn; en ég gat alls ekki munað eftir, að ég hafi gripið í borðið. „Við höfum ástæðu til að sýna yður þetta hr. Chanel. Starf yðar, sem krefst ná- kvæmrar eftirtektar gerir yð ur áreiðanlegri vott, en_við er um vanir að fá, en ekki — eins og þér hafið séð — ó- skeikulan. Gætið vel að, hverju þér svarið næstu spum ingu minni.“ Hann leit eftir, að ég kihk aði kolli til samþykkis. „James Brown, kjallara- meistarinn, segir, að lykillinn að þessari hurð sé alltaf í skránni að innanverðu. Þegar þér fóruð út úr herberginu til að sækja hjálp voru þá þessar dyr læstar eða ekki.“ Það var auðmýkjandi fyrir mig að muna það ekki, en ég rnundi það ómögulega og sagði það eftir litla þögn:. „Mjög leitt,“ samsinnti Freely, „en mjög eðlilegt þar, sem þér voruð aðeins að ♦ hugsa um það eitt að ná í hjálp. Jæja hér er annað auð veldara. Hann gekk yfir að borðinu tók af því stafinn, sem ég sá lögregluforingjann frá Ealing finna á gólfinu, og rétti hann fram. „Er þetta stafur, sem þér eigið?“ „Nei ég nota aldrei staf.“ „Horfið á hann. Hafið þér séð hann fyrr, hjá hr. Paget t. d.?“ Það var langur og gildur stafur úr eik af venjulegri teg und með mjög óbortnum hand fangi. „Aaldrei. Hann hefði verið of langur fyrir Ponsonby Paget“, sagði ég, „og ekki næri nógu glæsilegur.“ „Ágætt! Þetta staðfestir um mæli kjallarameistarans, sem spottaðist að þeirri hugmynd, að húsbóndi hans gæti átt því líkan grip. Hann hefur mjög sennilega verið skilinn eftir af 'glæpamanninum.“ Ánægja Freeys var mjög augljós, og Snargroue kinkaði kolli til samþykkis. Meðan stað var barið að dyrum,, af lögregluþjónn kom inn og hélt varlega á hvítum ferhymdmn bréfmiða í opnum lófa sín- um. Freey benti honum að setja blaðið á borðið. Af hinum fimm óhreinu blettum, sem ég gat séð ofan á því, réði ég það, að þetta væru fingraför hins látna. ,,Er ekki bezt að gera út um þetta strax, Snargrove?11 Án þess að svara spum- ingu starísbróður síns, reis hinn á fætur og nálgaðist borðið. McNab var kyrr á sínum stað með alnbogana á hnjám sér og hvíldi andlitið á hönd- um sér, hnyklaði brýrnar og var auðsjáanlega niðursokk- inn í hugsanir sínar. Ég var mjög áhugasamur um gang málsins og fékk mér stöðu við borðið gegnt báð- um sérfræðingunum frá Scot -land Yard. Þegar maður er blaðamað- ur, er maður orðinn því al- vanur að vera ýtt frá, en þeir virtust ekki taka neitt eftir því, hve vel ég fylgdist með þeim, Þá tók ég eftir á borðinu röð af ýmsum hlutum, sem reynsla mín frá réttarhöld- um gagði mér að mundu vera það, sem logreglan er vön að kalla „sýnisgripi' (gripi, sem lagðir eru fram í málum). Þstta var einkennilegt hvað næst honum voru skæri inni var yfirfrakki með skinnkraga og uppslögum; við hliðina á honum voru skr og þar við var hrúga af gler- brotum, slétt umslag, flaska full af einhverju, sem líktist whisky, fleygur úr hand- spegli, og síðast eikarstafur- inn, sem þegar hefur verið nefndur. Mennirnir ftrá Scotland Yard byrjuðu fyrst að rann- saka glerhrúguna. Freely lyfti hverju broti fyrir sig með töngum og setti brotin hvert á sinn saðinn, og þá sá ég, að úr því urðu leifar af tveim staupum. Snargrove, sem horfði á, tók lítnn kassa upp úr vasa sínum. En Freely færði, þeg- air hann hafði hugsað sig um, tvö brot frá öðru staupinu yfir í hitt. Síðan stráði hann yfir það allt gráu dufti úr kassa sínum. Þegar Freely hafði beðið eina mínútu eða svo, fóir hann að bursta duft- ið.mjög hægt af með mjúk- um bursta. Ég furðaði mig á árangrinum. Það var eins og að horfa á Ijósmyndaplötu fram kallaða, því að fingra- för komu á glerið eins og fyrir einhverja töfra. ,,Náði honum!“ tautaði Snargrove. „Náði honum! Þetta er glasið, sem hann notaði.“ Freely reis á fætur, og þegar hann hafði litið á blaðið, þar sem fingraför hns látna voru, svört að lit, kinkaði hann kolli til sam- þykkis. Ég gat séð, að .þessi för á glasinu voru öðru vísi meira að segja að stærð. Þeir létu hitt glasið, sem auðsjáanlega hafði verið glas Ponsonbys Pagets, eiga sig. En ég varð fyrir von- brigðum, þegar þeir snéru aftur í sæti sín, því að ég var forvitinn að vita um hina gripina líka, sérstaklega hvað vera myndi í umslaginu. „Við erum nú næstum þvd komnir svo langt, að við getum séð fyrir okkur hvarnig glæpurinn var fram- inn,“ sagði Snargrove og lét fara vel um sig. „Kallið á James Brown, yfirþjóninn. Ég hef enn eina eða tvær spurningar að leggja fyrir hann.“ Yfirþjónn^n virtist lítið eitt óstyrkur í höndunum, MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING heldur uppi staurafleka. Flek- inn fellur á þá Örn og Twitt. PÉTlTR: Nú er það ég, sem hef sgiurinn! Og ég skal hagnýta mér hann. EN TWITT tekst að losa um sig. ÖRN hafði fallið við höggið, sem Twitt greiddi honum, en' nm leið sker Pétur á reipið, sem

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.