Alþýðublaðið - 27.09.1947, Page 3

Alþýðublaðið - 27.09.1947, Page 3
Laugardagur 27. sept. 1947. _ALÞÝÐUBLAÐIÐ_____ 3 FÖSTUDAGINN 22 ÁG- s. 1. ritaði ég greinarkorn í Al- þýðublaðið og nefndi Drep- um, drepum. Grein þessi var ádeila á þá ákvörðun sauð- fjársjúkdómanefndar að fyr- irskipa algeran niðurskurð í haust á fjárstofni Reykdæla í S. Þing. Einnig var um leið flett ofan af þeim skollaleik, sem Karl Krisfjánsson, odd- viti í Húsavík, hafði leikið í máli þessu í eiginhagsmuna- skynd og bent á, að valda- draumar mannsins og þing- mennskuvonir hefðu blind- að honum rétta sýn. Staðreyndirnar, sem ég benti á voru þessar: 1. Reykdælahreppur er sér stakit mæðivsikigirðingarhólf. 2- Reykdælir vörðu ósýkt fé í þessu hólfi um 4 ára skeið, þótt imæðiveiki væri í öllum nágrannasveitum. 3. Girðingarhólf Reykdæla er skipt í tvennit af Laxá í S.-Þing, sem rennur í gegn- um það og er fjárheld vörn. 4. Mæðiveiki hefur á ný komið upp í fé Reykdæla, en aðeins austan Laxár, og er álitið, að veikin hafi leynzt í fénu, er það var keypt. f greininni benti ég síðan á, að mjög sterkar líkur væru fyrir því að komast mætti fyrir rætur veikinnar með því að hafa aðsins fjárskipti á bæjunum austan Laxár, slíkit mundi kosta mjög lítið. Hins vegar girðing um allt svæðið, reyndist þessi aðgerð ekki nægjanleg til útrýming- ar sýkinni. Með þessari til- raun væri ef til vill spöruð 14 millj. kr. fjárhæð fyrir ríkissjóð, og taldi ég rangt að reyna þetta ekki fyrst. í Tímanum 29. ág. sl. ger- isit Karl Kristjánsson oddviti til andsvara fyrrnefndri grein minni. Virðist hún hafa kom jð óþægilega við kaun hins sléttmála og annars svo pennaprúða fréttabréfaritara og jarðarfararæðumanns norður í Þingeyjarþingi, því að all mjög förlast honum að halda ritfáki sínum á hinu venjulega skeiðlulli sínu og missir hann oft upp á kýr- stökk rökleysingjans- Vil ég leyfa mér að taka ritsmíð oddvitans hér lítilega til athugunar. Það, sem okkur Karli Krist jánssyni ber raunverulega á milli í þessu máli, er að ég held því fram að skynsam- legra hafi verið og hagvísara að reyna að skera fyrir rót mæðiveikinnar í Reykjadal með fjárskiptum austan Lax-. ár aðeins. Karl vildi láta drepa allt fé í Revkjadal, taldi bað öruggara Þingeysk- um fjárstofni, eða lét svo í orði. Máli sínu til sönnunar telur honn upp: 1. Laxá er ekki fjárheld xrörn. 2. Hrútar hafa'verið keypt ir austan fyrir Laxá. 3- Mæðiveikigirðing Revk- dæla er ekki örugg. Við fyrstu staðhæfingu Karls er rétt að taka fram, að Jökulsá Bragi Sigurjónsson.- endurlausnaravímu á Fjöllum er almennt talin fjárheld, þó vita manni til þess, að fé hefur komizt yfir hana. Samt er hún talin full gild sem mæðiveikigirðing. Karl getur heldur ekki kom- ið nema með eitt dæmi þess, að kind hafi farið yfir Laxá í Laxárdal í éinni tíð, og fór hún austur yfir. Ég sé því ekki, hvaða sýkingahætta hef ur stafað af henni. Skemmtilegri eru þó rök nr. 2 hiá Karli um hrútana. í fyrri grein minni sagði ég eitthvað á þá leið, að niður- skurðurinn hefði verið sóttur af mönnum, sem pögðu alla kosti á þeirri afgreiðslu máls ins, en leyndu ókostum- Sú leið að reyna að uppræta mæðiveikina í Reykjadal án verulegs blóðbaðs hafi hins vegar verið sótit af mönnum, sem sögðu kost og löst á þeirri málsmeðferð. Karl gerir sér nú hsegt um , hönd og prentar upp skýrslu I brot þessara manna, þar sem annmarkar voru taldir, en stingur öllu undir stól eftir föngum, sem vegur upp á móti annmörkunum. Þetta heitir á hans máli heiðarleg málsmeðferð. Hann þegir. um það, að menn þykjast hafa komizt að því, að mæði veikin berist tæpast milli kinda nema í húsum 'inni og því er orðin algild regla á bæjum að hýsa ekki afbæj- arfé með heimafé. Er að því nokkurt öryggi. Þá þegir hann um það, að fé var víða ef ekki alls staðar skoðað um Reykdælahrepp í vor og fannst hvergi mæðiveiki vestan Laxár. Var þó ám, sem þóttu laslegar, slátrað og lungu þe.'rra rannsökuð. Hver, sem les skýrslubrot það, er Karl hyggst nota sem vopn gegn máli mínu, finn- ur, ef hann veit það, sem ég hefi nú bent á, að hverfandi j litlir möguleikar eru á, að hrútakaup Reykdæla austan fyrir Laxá geti nokkurri sýkingu hafa valdið, allra sízt þegar af skýrslunni sést raunar glögglega, hver var- úð hefur verið höfð á- Loks eru svo rök Karls um haldleysi girðinga gegn mæði vdikisútbreiðslfu. Ég veit satt að segja ekki betur en girðingar hafi þó alltaf verið þrautaráðið gegn útbreiðslu veikinnar. T. d. liggur .nú mæðivpikigirðing þvert um Eyjafjörð fram og er að- keypt og væntanlega ósjúkt fé norðan hennar, en sunn- an hennar hinn gamli fjár- stofn Eyfirðinga, sem menn vona en vita ekki, hvort ó- sýktur er. Engum dettur samt í hug að heimta, að Saurbæjarhreppsmenn skeri niður fé sitt í haust itil að ör- uggt sé, að Staðarbyggðar- menn eða Hrafnagilshrepp- ungar geti í friði búið að! sínu aðkeypta fé. Menn treysta girðingunni. Allt tal Karls um öryggis- leysið af hliðafjöldanum á mæðiveikigirðingu Reykdæla er þvættingur- Við tvö þeirra eru sérstakir varðmenn, þrjú eru svo að segja í bæjarhlaði og því auðgætt, önnur eru að staðaldri undir loku og lás. Athyglisvert er, að þau dæm in, sem Karl tekur um það, að fé hafi kamizt í eða úr girðingarhólfi þessu, eru frá þessu eða síðastliðna ári. Virð ist sem viðhaldi girðingarinn ar sé ábóitavant, og væri það athugunarefni manni, sem „málefni héraðsins hafa hvílt á.“ Oddvitinn telur, að Reyk- dælum hafi ekki verið ógnað til að samþykkja niðurskurð hjá sér, og allra sízt, að hans fróma sál7 hafi þar nokkuð nærri komið. Hann ber nú samt svo brennandi áhuga’ fyrir þessu velferðarmáli hreppsins, að hann taldi ekki eftir sér að koma -—■ auðvitað án þéss að vera boðaður — á fund hreppsbúa um mál þessi, og þar studdi hann við bak Sæmundi Friðrikssyni drengilega, er hann boðaði Reykdælúm, að þeir þyrftu ekki að vænta opinberrar að- stoðar til fjárskipta, ef þeir gerðu það ekki þegar í haust. Ég get til samkomulags við Karl kallað þetta að setja mönnum stólinn fyrir dyrn- ar, ef það særir fínleik hans, að þetta sé nefnd ógnun. Loks kemur svo rúsínan í pylsuenda Karls. Ég opin- beraði í fyrri gréin minni nið urskurðarástæður Karls: Hann var að tína upp á talna bandið sitt atkvæði til næstu þingkosriinga- ÍJg rökstuddi þetita sæmilega skynsamlega á þessa leið: Að Reykdæla- hreppi liggja fjölmennir hreppar. Þar eru mun fleiri „háttvirtir kjósendur“ en í Reykjadal. Þeir vilja láta skera niður í Reykjadal, þeim finnst það tryggara fyrir sig og það kostar þá ekkert. Karl gengur á mála hjá þessum mönnum og hyggst hljóta at- kvæði þeirra að launum. Nú hyggst Karl, sem ann- ars er við venjulega heilsu skýrleikSmaður, snúa þessum rökum á mig: Ég á að vera á móti n'iðurskurði til að afla mér kjörfylgis, Ég á að berj- ast fyrir málstað lítils hrepps félags gegn ofurefli í því skyni að afla mér fjölmargra atkvæða við næstu þingkosn- ingar! Ég gæti bezt trúað, að hér hafi Karl sett met í því, sem kallað hefur verið „hundalogik“. Karli Kristjánssyni verður tíðrætt um það í grein sinni, hve lítið ég hljóti að vita um þingeysk málefni, þar sem ég sé nú búsettur á Ák- ureyri. Samkvæmt svona „rökvísi" ætti þá þingmaður sýslunnar, sem búsettur hef ur verið í tugi ára utan henn- ar, mjög lítið að viita um mál efni þar- , Karli finnst ég hinn mesti ómerkingur á vetitvang’i þing eyskra vandamála, og finnst þeim sæmst að þegja, sem Frh. á 7. síðu. Orðsending Sökum yfirstandandi gjaldeyrisörðugleika verða ekki send bióm gegnum blómasam- bönd erlendis fram- yfir nýjár fyrst um sinn. BLÓM OG ÁVEXTIR FLÓRA Röskur sendisveinn óskasi hálfan eða allan daginn. Upplýsingar kl. 10—12. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Rafmagnseftirlit ríkisins, Laugavegi 118, efstu hæð. derkjasála Menningar- o minningarsjóðs kvenna -----------«---- ÞESSA DAGANA fer fram merkjasala og fjársöfnun í Reykjavík og víðar um land til ágóða fyrir menningar- og minningarsjóð kvenna. En hvað er þá þessi sjóður og er nokkur þörf fyrir hann? Um tilgang sjóðsins er bezt að láta skipulagsskrána tala sínu máli: Tilgangur sjóðsins er að vinna að menningarmálum kvenna: a. með því að styðja konur til framhaldsmenntunar við æðri menntastofnanir, hér lendar og erlendar, með náms- og ferðastyrkjum- Ef ástæður þykja til, svo sem sérstakir hæfileikar og efnaskortur, má einnig styðja stúlkur til byrjunar náms, t. d. í menntaskóla; b. með því að styðja konur til framhaldsrannsókna, að loknu námi, og til náms og ferðalaga til undirbún- ings þjóðfélagslegum störf um, svo og til sérnáms í ýmsum greinum og ann- arra æðri mehnta; c. mieð því að veita konum styrk til ritstarfa eða verð- launa ritgerðir, einkum um þjóðfélagsmál, er varða áhugamál kvenna. Þá skulu námsstyrkir sitja í fyrirrúmi, meðan sjóður- inn er að vaxa. Komi þeir tímar, að kon ur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu og sömu aðstæður til menntunar, efnalega, lagalega og sam- kvæmt almenningsálti, þá skulu bæði kynin hafa jafn an rótt.til styrkveitinga úr þessum sjóði. Hvað er þá að segja um þörf fyrir slíkan sjóð, er það ekki hálfgert hégómamál að stofna sérstakan sjóð , menntuna kvenna? I Hvað er auður íslands? Fyrst og fremst við fólkið í ^landinu. Engri þjóð getur :riðið meira á því en nokkur, að hvert landsins barn kom- ist til þess þroska, sem áskap aðir hæfil, framast leyfa. Og þekkingin — menntunin —=- verður þar alltaf eitt und irstöðuatriði. Ekki þarf að ræða um að- stöðu mun karls og konu til skólagöngu og menntunar, því þrátt fyrir allt, sem gert hefur verið í skólamálum, er þó nám og sérþekking enn þá fjárhagsatriði. Milli fá- tæklingsins og menntunarinn ar liggur veggur, ekki vegur. Það veit sá glöggt. sem reyn ir. Hitt munu allir skilja að það sem fátækum pilti reyn- ist erfitt, getur fátækri stúlku reynst ókleyft, því veldur fyrst og fremst hinn mikli munur á vinnlaunum karls og konu. Þann mun vill sjóð urinn bætá, og jafnframt verða konum hxTatning til þess að láta að sér kveða í menningar- og þjóðfélagsmál um. Þó að sjóðurinn sé aðeins röskra tveggja ára, hefur þeg ar verið varið úr honum 20 þús. krónur til náms- og ferðastyrkja- En af 19 umsóknum, sem bárust í sumar, var aðeins hægt að sinna 6, því að meira fé var ekki fyrir hendi. Dagurinn í dag 27. sept. er fæðingardagur brautryðj- andans, frú Bríetar Bjarn- héðinsdóttur, og þessum fáu‘ orðum vildi ég lúka með því að taka hér upp það sem dótt ir hennar, okkar ógleyman- lega Laufy Valdimarsdóttir, sagði um sjóðinn, síðasta haustið, sem hún var hjá okk ur. Mér finnst þessi orð Lauf- eyjar segja allt, sem segja þar, en þau eru: „Hugur minn hVarflar til móður rninnar, þegar hún var að tala um að stofna sjóð inn. Ég sé. hana svo greini- lega fyrir mér og heyri hljóminn í málróm hennar, þegar hún nefnir menntun. , Framh. á 7. síðu. til

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.