Alþýðublaðið - 27.09.1947, Side 7
Laugardagur 27. sept. 1947. ALÞÝÐUBLAÐIP
ttéf ví'a- TS tírQftf-.-rR^rrs.T
«------------1
Bærinn í dag.
1----------------------—♦
Næturlæknir er í Læknavarð
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfsapó
teki, sími 1330.
Næturakstur annast Hreyf-
ill, sími 6633.
Ljósatími ökutækja
er frá kl. 18,35 til kl. 6 ár-
degis. Ef bifreið mætir vögnum
eða vegfarendum á stað, þ’ar
sem hvorugir komast fram hjá
öðrum, skal bifreiðin aka til
baka og nema staðar þar sem
hinir komast framhjá henni.
Dómkirkjan
Messað á morgun kl. 11 f. h.
Séra Jón Auðuns.
Hallgrímsprestakall
Messað á morgun í Austur-
bæjarskólanum kl. 1,1 f. h. Séra
Sigurjón Árnason.
Laugarnesprentakall
Messað á morgun kl. 2 e. h.
Séra Garðar Svavarsson.
Nesprestakall
Messað í Mýrarhúsaskóla á
morgun kl.'2,30. Séra Jón Thor
arensen.
Fríkirkjan
Messað á morgun kl. 2 e. h.
Séra Árni Sigurðsson.
Merki
Menningar og minningarsjóðs
kvenna verða afhent í dag í
barnaskólunum og í Þingholts-
stræti 18.
Kvæðamannafélagið Iðunn
heldur fund í Baðstofu iðn-
aðarmanna kl. 8 í kvöld.
Menntaskólinn
verður settur í dag kl. 2.
Gagnfræðaskóli Reykvíkinga
verður ■ settur í dag kl. 1,15
í Sjálfstæðishúsinu.
70 ára
varð í gær Sigurður Jónsson,
Selvogsgötu 14, Hafnarfirði.
Sigurður bjó lengi í Ertu í Sel-
vogi og er kenndur við þann
stað. Hann er kvæntur Guðrúnu
Þórðardóttur úr Selvogi. Sig-
urður er myndar- og merkis-
maður.
ÚM
Alþýðublaðið
Oddviti
í endurlausnaravímu
(Frh. af 3. síðu.)
ekki hafa svitnað og erfiðað
undir þéim Satt er það, að ég
hefi ekki svitnað við að troða
mér í margar ábyrgðarstöður
jí Þingeyjarsýslu, sýnzt satt
bezt að segja ýmsum hafi
iekkert léiðst að sitja að því
sjálfir. Aldrei hefur mér
heldur dottið í hug að vinna
að því, að flokkur sá, er ég
tel mig til, gangi tvískiptur
til kosninga og hjálpa þeim
tframbjóðanda, sem þegar er
pólitískt dauður, til að ganga
aftur á kostnað sér vaskari
manns, svo að ég gæti síðar
komið fram sem hinn' frels-
ándi endurlausnari Þingey-
'inga. Samt hefi ég haldið, að
ég mætti segja, hvað mér
tfyndist satt og rétt í málum
norður í Þingeyjarsýslu eins
og t. d. um mæðiveikina í
sauðkindinni. Hver veit nema
ég dirfist líka einhvern itíma
Iseinna að gera að umræðu-
efni þá andlegu mæðiveiki,
sem nú yirðist há ýmsum
Þingeyingum, er sjálfir
hyggja sig fædda til forustu
heima í héraði? Mæðiveiki,
sem gerir þá brjóstþunga og
augnadapra í framfaramálum
héraðsins. En viðhorf mitt
yrði áreiðanlega það sama og
i þessu máli, sem við Karl
höfum deilt um: Ég yrði á
móti niðurskurði svo lengi
sem ég teldi önnur ráð hafa
eins miklar líkur til gagn-
semdar. Ég mundi telja að
tfyrst bæri að einangra smit-
berana og varna því að þeim
'takist að leggja dauða hönd
sína á rísandi þrótt og fram-
farahug æskunnar, þá bæri
að setja í sérstakt girðingar-
hólf, þar sem engin veruleg-
hætta stafaði af þeim, og
auðvitað ætti ekki að koma
til mála að senda neinn af
'beim á hina virðulegu sam-
'kundu, alþingi, sem sýnis-
horn þingeysks forustuliðs.
Þingeyingar hafa nógan
kinnroða orðið að bera í
seinni tíð samt á þeim vett-
vangi, þótt þeir gerðu ek-ki
leik að því að verða að roðna
enn þá meira.
Bragi Sigurjónsson.
*f§M03LM J.gEI í ft
Merkjasala
Menningar og minn-
ingarsjóðs kvenna
(Frh. af 3. síðu.)
Hvernig ættum við — jafn-
vel nú — að skilja til fulls
hinn sára þorsta fyrri kyn-
slóðar eftir menntun — bók-
vitinu, sem ekki var látið í
askana — með djúpri og
hreinni löngun til þess að
vita og skilja. Þó er það þessi
tilfinning, sem hefur bjargað
lífi þjóðarinnar á liðnum ár-
um-
í rauninni skilja þetta all-
ir, því þessi löngun- hefur
verið sameiginlegt leyndar-
mál svo marga, sem töluðu
þó sjaldan um það. Því vænt
um við mikils skilnings hjá
íslendingum í þessu máli, og
sjóðurinn okkar á að hjálpa
okkur til þess að eignast hæf
ar konur á sem flestum svið-
um. Hvers óskum við frekar
en að unga kynslóðin verði
fremri okkur, sem eldri er-
um, að hún verði djarfari og
jmarkvissari?
Kona.
Athugasemd við at-
hugasemd fyrrver-
andi viðskiptaráðs
% -...........
Stjórn Skókaupmanna-
félagsins hefur sent Al-
þýðublaðinu eftirfarandi
athugasemd:
í ALÞÝÐUBLAÐINU í
DAG birtist ,,svar“ fyrrver-
andi viðskiptaráðs við at-
hugasemd stjórnar Skókaup-
mannafélagsins, er birzt hef-
ur í blöðum undanfarna
daga, vegna ádeilna á félagið
og meðlimi þess.
í áminnztu ,,svari“ við-
skiptaráðs, gerir það veiga-
litla tilraun til að hrekja
eftirfarandi ummæli úr at-
hugasemd stjórnar Skókaup-
mannafélagsins, er hljóða
svo:
,,Svör viðskiptaráðs voru
mjög á einn veg, að ekki væri
hægt vegna dollaraskorts að
veita leyfi fyrir skófatnaði
frá Ameríkji; en tækist skó-
kaöpmönnum hins vegar að
| - Skemmtanir dagsim - |
Kvikmyndir:
GAMLA BÍÓ: „Harvey-stúlk-
urnar“. Judy Garland, John
Iiodiak, Angela Lansbury.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ: í„ leit að lífsham-
ingju“. Tyrone Power, Gene
Tiereny. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ: „Frá furðu-
ströndum". Rex Harrison,
Constance Cummings og Kay
Hammonds. Sýnd kl. 7 og 9.
„Sonur Hróa Hattar“. Sýnd
kl. 3 og 5.
TRIPOLIBÍÓ: „Leynilögreglu-
maður heimsækir Budapest".
Wandy Barry, Kent Taylor,
Mischa Auer, Dorothea Kent.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ: „Brim“. Ingrid
Bergman og Sten Lindgren.
Sýnd kl. 7 og 9.
Samkomuhúsin:
BREIÐFIRÐINGABÚÐ. Dans
leikur glímudeildar KR. kl.
10.
G.T. HÚSIÐ: Gömlu dansarnir
kl. 10 síðd.
HÓTEL BORG: Konserthljóm-
leikur kl. 10 siðd.
IÐNÓ: Dansleilcur kl. 10 síðd.
MJÓLKURSTÖÐIN: Dansleik-
ur kl. 10.
RÖÐULL: Dansleikur kl. 10.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Dans-
leikur kl. 10.
TJARNARCAFÉ: Dansleikur
Stúdentaráðs Reykjavíkur.
ÞÓRSCAFÉ: Gömlu dansarnir
kl. 10.
Söfn og sýningar:
LJÓSMYNDA- OG FERÐA-
SÝNING Ferðafélags fslands
í Listamannaskálanum. Op-
in kl. 11—11.
Skemmtistaðir:
TIVOLI opið eftir kl. 2. síðd.
fltvarpið:
19.30 Tónleikar: Samsöngur
(plötur).
20.30 Útvarpstríóið: Einleikur
og tríó.
20.45 60 ára minning Jónasar
Guðlaugssonar skálds: a)
Erindi: Guðm. Gíslason
Hagalín. b) Upplestur.
c) Tónleikar.
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
Guðrún GuÖmundsdóttir,
andaðist í Landsspítalanum í gær.
Agúst Markússon og börn.
Hjartans beztu þakkir til vina og vandamanna
nær og fjær, sem sýndu okkur margvíslega hjálp og
samúð við hið sviplega fráfall og jarðarför okkar
elskulega sonar og bróður,
Péturs Eggertssonar.
Sérstaklega viljum við þakka Skátafélögunum í
Reykjavík og Lúðrasveit Reykjavíkur fyrir honum
auðsýnda virðingu. Guð blessi ykkur ölí.
« Halldóra Jónsdóttir,
börn og tengdabörn.
útvega skó frá þeim löndum,
sem tækju greiðslu í ster-
lingspundum þá mundi ráð-
ið verða þeim þakklátt og
veita leyfin um leið og varan
kæmi til landsins.“
Eins og svar ráðsins ber
með sér, sat nefnd frá Skó-
kaupmannafélaginu fund
með því í september 1946. Á
þessum fundi voru allir með-
limir róðsins mættir, sema
hr. Friðfinnur Ólafsson. Sæt-
ir því furð'u undirskbift hans
undir nefnt ,,svar“ ráðsins.
Fór nefndin fram á leyfis-
vditingar fyrir skófatnaði
frá Ameríku. Hafði þá for-
maður ráðsins, hr. Oddur
Guðjónsson, orð fyrir því og
sagði m. a. það, sem fram
kemur í athugasemd félags-
stjórnarinnar og greint er í
eftirfárandi yfirlýsingu:
„Við undirritaðr, sem
kosnir vorum í nefnd til að
ræða við viðskiptaráð um
innflutning á skófatnaði á
s. 1. ári, og ræddum við ráð-
ið í heild, að undanteknum
Friðfinni Ólafssyni, lýsum
því hér með yfir. að ráðið
tjáði sig þakklátt, ef skó-
kaupmenn gætu útvegað skó-
fatnað frá þeim löndum, sem
tækju greiðslu í sterlings-
pundum, og mundi veita inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfi
fyrir þeim skófatnaði, sem
þaðan næðist, um leið og
varan bærist fil landsins.
Reykjavík, 19. sept. 1947.
Óli J. Ólason, Jón Bergsson.
Gunnar Thorarensen.“
Þá leyfum við okkur einnig
til frekari staðfestingar um-
mæla okkar að birta eftir-
farandi yfirlýsingu nokkurra
skókaupmanna, sem hver
fyrir sig átti tal við við-
skiptaráð um þessi mál eða
einstaka meðlimi þess.
„Yið undirritaðir lýsum
því”hér með yfir, að er við
sóttum um leyfi á s. 1. ári til
að flytja inn skófatnað frá
Bretlandi og öðrum löndum,
sem tóku greiðslu í sterlings-
þundum, þá var svar við-
skiptaráðs éða einstakra með
lima þess, að ráðið væri
þakklátt, ef vjö gætum út-
vegað skófatnað frá nefnd-
um löndum og mupdi veita
gjaldeyris- og innflutnings-
leyfi fyrir þeim skófatnaði,
sem þaðan næst, um leið og
varan bærist til landsins.
Reykjavík. 19. sept. 1947i
Óli J. Ólason, Lárus G. Jóns-
son, B. Stefánsson. Torfi Jó-
hannesson, Jón Guðmunds-
son, Gunnar Pétursson.“
Fyrrgreind ummæli standa
því að öllu óhögguð, og sjá-
um við ekki ástæðu tíl að-
svara þessu frekar. nema
nýtt tilefni gefist til.
Stjórn Skókaupmannafél:
Aukakosningarnar
á Bretlandi
Framhald af 1. síðu
hennar, þrátt fyrir þá erfiðu
tíma, sem hún á við að stríða.
En bersýnilega væru brezkir
kjósendur þroskaðri en svo,
að þeir kenndu stjórninni um
alla erfiðleika.
SKIPAUTG6RÐ
RIKISINS
M.s „Sfraumey"
til ísafjarðar, Siglufjarðar, (
Ólafsfjarðar, Akureyrar,
Húsavíkur, Kópaskers og
Raufarhafnar um helgina.
Vörumóttaka árdegis í dag.
BÚSÁHÖLD
m
á rafmagnsvéíar-
Pönnur.
Skaftpottar.
ÞORSBUÐ
Þórsgötu 14.
FÉLAGSLÍF
FRAMARAR
Áríðandi fundur
fyrir II. og III.
fl. verður í Fram
skálanum á morg
un kl. 11 f. h.
Fjölmennið stundvíslega.
Stjórnin.
1