Alþýðublaðið - 27.09.1947, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 27.09.1947, Qupperneq 6
.@ijy m.iimsm ALÞYÐUBLAÐfÐ .TMl Jq&z ,72 iiu'B.Kbuiígimj Laugardagur 27. sept. 1947. John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU SUMARNÓTT Á SAHARA. Sál mín er svipuð stígvélaskó, fluttum inn í leyfisléysi og þó . . . og ef til vill verður sendur aftur af stað. Einmítt það . . . Ég er eins og rauðspretta í sjó sem átti að sendast flugleiðis með forstjórum só, •— en lét mér nægja boðið og ligg á mínum stað. Einmitt það. . . . Sál mín og ég, það er ég & Co. Það er allt. Það er nóg. AÐ HUGSA SÉR að þeir þarna fyrir austnorð- an skuli láta sér koma til hug- ar, að þeim og gervöllu landinu stafi einhver regin hætta af Seltjarnarnesinu og íbúum þess. Maður getur haldið, að Þorberg ur hafi nýskeð verið á ferð um Héraðið, því hann hefur stund- um verið níðangurslegur í garð Seltirninga, og var það þó ekki við Seltjörn, sem lífsslys hans skeði og ekki Seltirningur, •— ekki einu sinni selur, sem olli því. Er þessi Þórbergska Aust- nyrðinga óskiljanleg, því Sel- tirningar hafa jafnan verið dug- andi sjómenn og sómakarlar, fengið sér staup á stórhátíðum, en enginn lent í kjallaranum svo orðfrægt sé. Hins vegar væri eðlilegra, að Austnyrðingar, sem einnig virðast geðkaldir í garð Reykvíkinga, sýndu Seltirning- um samúð, því borgarbúar hafa lagt undir sig nokkuð af lönd- um þeirra, og rækta þar nú steinsteypu, sem heiðvirðir nes- búar ræktuðu áður kúagresi og kartöflur. Annars vantar Austnyrðinga ekki heldur öf- und til Reykvíkinga, og virðast þeir einkum öfunda okkur af stórhýsum, embættismönnum og stjórnmálaflokkum. Það var þá. Ég þori að fullyrða, að við hérna myndum, að eftirsjárlausu láta þeim eftir nokkur stórhýsi, einkum ef við vissum, að þeir gætu holað þeim niður á ein- hvern óhentugan stað, helzt milli húsa, því þá mundi þeim ekki leiðast vegna viðbrigða. Og nokkra embættismenn mundum við ef til vill líka getað látið þeim eftir, sennilega án þess, að nokkur maður hér syðra yrði fjarveru þeirra var, — og ekki jer loku fyrir það skotið, að við igætum lánað þeim einhvern ,smástjórnmálaflokk að minnsta kosti í bili. „Sendið einhvern eftir hvalnúm, sem getur haldið á honum eins og hann leggur sig“, sagði karlinn. AUSTNYRÐINGAR eru mjög óánægðir vegna bý- nefnis þess, sem kvað vera að festast við hinn uppvaxandi krossgötukaupstað Héraðsbúa, þykir þeim Gálgaás ljótt nafn. Vita sennilega ekki hvað það þýðir, en Gálgaás er sama og Óðinn, því hann einn Ása hékk á tré, og hafa jafnvel Stórdanir talið sér sæmandi, að kenna borgir sínar við hann, og eru þó smekkmenn. Kaupangur er Ijótara nafn, en getur auðvitað verið sannnefni, ef höndlararn- ir á staðnum eru þeir okrarar^ að angurefni sé að kaupum við þá. Þá telja Austnyrðingar og, að einhver skipulagsnefnd úr Reykjavík, hafi valið kirkju og öðrum húsum miður smekklega staði. Vér þorum að fullyrða, að skipulagsnefnd, sem þannig hag- 'ar sér, getur alls ekki verið úr Reykjavík. Það getur ekki átt sér stað! Nýtt HREFNUKJÖT- FISKBÚÐIN * Hverfisg.. 123. Sími 1456. Hafliði Baldvinsson. Þennan sjúkling missti ég. Þá fór áhuginn fyrir mál- inu að þverra, sérstaklega utan við Ealing. Þetta var vegna blaðanna. Smátt og smátt urðu frétt- irnar af Ealing morðinu minni og minni. Og einn dag- inn hafði eitt blaðið enga athugasemd vðvíkjandi því. Og dálitlu síðar höfðu mörg önnur hætt að rita nokkuð um það. Og brátt komst ég að raun um, að ég gat líka hugsað um ýmislegt annað. Einn morguninn, þegar ég var að fara af spítalanum, rakst ég á Green. Hann hafði komið þangað vegna um- ferðaslyss, sagði hann mér. „Gerist nokkuð í Panson- by Paget málinu?“ sagði ég og var orðinn svo rólegur, að ég gat talað svona opinskátt um málið. , „Ekkert frásagnar vert,“ sagði hann. „Þér vitið auð- vitað, að Scotland Yard tók það að sér.“ Þegar ég.sá, að hann var fús til að tala um málið, þá áleit ég, að hann hefði nú jafnað sig yfir því óréttlæti að vera ýtt til hliðar þegar Scotland Yard tók við. „Blöðin eru hætt að nefna það,“ sagði ég. „Nema Record.“ „Og þið hafið sleppt því líka, allir,“ sagði ég. Hann horfði glettnislega á mig. „Ég mundi nú ekki full- yrða það, læknir. Lögreglan sléppir aldre'i máli, skuluð þér vita.“ Hann varp öndinni. „Þetta var skrítið mál; fannst yður ekki? Það var ekki eins og við hefðum ekkert að fara eftir. í her- berginu voru alls staðar verksummerki, — meira að segja fyrsta flokks fingraför. Ég hef varla séð mái, þar sem fleiri sönnunargögn hafa verið fyrir hendi, — hvorki meira né minna en sjö.“ ' „Átta,“ léiðréttí ég. Green hristi höfuðið. „Skakkt, læknir. Ég man töluna vel, því að ég man, að ég sagði við sjálfan mig, að það væri eitt fyrir hvern dag vikunnar.“ „Átta,“ staðhæfði ég. „Nei. Hlustaðu á: Yfir- frakki með skinnkraga, skór, brotin whisky glös; flaska blað með fingraförum, um- slagið með svarta hárlokkun um og spegilbrotið. Sjö held ég.“ „Já, sjö,“ viðurkenridi ég, „en —“. „En hvað, læknir?“ Green snéri sér undrandi við. Mér yarð hálf órótt. Ég vildi heldur, að hann hefði gleymt öllu öðru en stafnum. ^Þér gleymduð stafnum“, fleipr- aði ég út úr mér. Green, sem starði á mig ‘undrandi dálítla stund, hló hjartanlega. „Dettur yður í hug, að ég hafi gleymt stafnum — ég, sem fann hann“, sagði hann. Og ég fór líka að hlæja- Það var léttir að vita að hægt .var að gleyma stafnum. Green áleit hann augsýni- lega ekki mikilvægan. ,En hvað var ég að segja?“ hélt hann hugsandi áfram. „Ójá, ég var að segja að ég hefði aldrei viitað um mál þar sem var svona fnikið af ýms- um ummerkjum, sem lofuðu góðu, og þó“ — hann yppti öxlum, og það sýndi glögg- lega hve ráðþrota hann á- leit þá vera- —- „Það voru svo margir, sem komu til greina í sambandi við þessi spor. Þér heyrðuð vitnisburð þjónsins, er það ekki? Um hina fjölmörgu nætur gesti P. Pagets, já það verður tímakorn, sem Snagrove verður að komast að hver verður að því að komast að, hver allur sá hópur var, sem kom þar á laun“. „Snargrove heldur þá á- fram með málið?“ „Já auðvitað. Og ég öf- unda hann ekki að reyna að finna alla þessa gesti, sem alls ekki kæra sig um að láta finna sig af ástæðum, sem ekkert eiga skylt við mál ið!“ Við vorum nú komnir að húsi mínu, en Green hafði opnað augu mín fyrir ýmsu nýju, svo að ég hikaði lítið eitt við hliðið. ' „Bronn sagði, að gestir hans hefðu flestir verið kon- ur.“ „Já læknir, konur — allt frá stofuþernu frúarinnar til frúarinnar sjálfrar. En þær komu allar í sömu erinda- igjörðunum til að segja hon- um hneykslismál fyrir blað hans-“ „Ég skil. Snargrove er að léita að þeim öllum þá?“ „Hann verður. Og þær koma ekki á móti honum hálfa leið, ef svo mætti að orði komast.“ Green kinkaði kolli og veifaði í kveðjuskyni. # Það var vegna þeirrar ör- yggistilfinningar, sem ég hafði öðlazt við að tala við ! Green, að ég lét tilleiðast að svara auglýsingu Selwyn & Sm'ith. En af því að ég vissi, að yfirvöldin voru önnum kafin við að hafa upp á þessu kvenfólki, fór ég til þeirra. En þetta er auglýsingin, sem ég fann í blaði af til- viljun i húsi nokkru: „Alexander David Kinlock mun heyra nokkuð sér í hag, ef hann setur sig í samband við Selwyn og Smith, DeVon Chambers, Chancery Lane.“ Það var eitt smáatriði, sem vakti athygli mína. Það var mjög einkennilegt, að þeir skyldu ekki vita, að hann var blindur; en það FORINGINN: Þær hafa ekki mik- ið að gera þessa dagana. FLUGFORINGINN: Eigra þetta fram og aftur með ströndinni. ekki til stórræðanna, karl minn. FORINGINN: Og þær eru heldur ÖRN: Ekki til stórræðanna? Þessi flugvélategund er------ FLUGFORINGINN: Flugvélar? Hver var að tala um þær? Við vorum- að tala um dóttur yfir- foringjans!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.