Alþýðublaðið - 30.10.1947, Síða 6

Alþýðublaðið - 30.10.1947, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. okt. 1947. John Ferguson: Filipus Bessason hreppstjóri: AÐSENT BRÉF Heiðraði ritstjóri.' Hingað kom um daginn ung- ur maður, ekki ósnoppufríður, og kurteis var hann stráktötrið, þakkaði fyrir góðgerðir og veitt- an beina, en bauð þó ekki borg- un. Þótt ekkert væri út á fram- komu hans eða útlit að setja, hékk auðnuleysið utan á honum (eins og álagahamur, og bagga fær hygg ég að hann hafi ekki verið, enda voru og hendur hans hvítar sem á hofróðu, og var maðurinn hvergi karlmann- legur. Hann hafði nokkrar bækur að bjóða, hverjar allar voru úrvals- rit og heimsfrægar, enda rán- dýrar. Glaptist ég til að kaupa tvær þeirra og lesa aðra. Og það verð ég að segja, að lélegar munu lélegri bókmenntir er- lendra þjóða, fyrst þetta eru úr- valsrit, — og ekki mikill vandi að ná heimsfrægð, ef maðurinn er skrifandi og nægilega heimsk ur og óskammfeilinn, eða þó helzt hvorttveggja. Ég hef að gamni mínu gert hagfræðilegar athuganir á bók þeirri annarri, er ég aldrei skyldi keypt hafa og þó enn síð- ur lesið. Hún er 120 blaðsíður í fremur litlu broti. Á þessum 120 blaðsíður segir frá þrem morðum, eða eitt morð að jafn- aði á hverjar 40 blaðsíður; 15 þjófnuðum og ránum eða einum slíkum glæp á hverjum 8 blað- síðum; 4 siðferðisbrotum, er við lög varða,. 6 skírlífisbrotum, 8 hjúskaparbrotum og 30 minni ó- siðlegheitum, eða einu slíku sið- leysi á hverjum^2 % blaðsíðu að jafnaði. í bókinni eru nafn- greindar 9 persónur og koma 3 þeirra rnest við sögu. Er ein þeirra, aðalsöguhetjan, innbrots þjófur, morðingi og kvennaflag- ari; önnur aðalpersónan, sem er ung stúlka og af tignu foreldri, er siðleysingi óg fábjáni, er sannazt bezt af því, að hún, sem hlýtur að hafa getað valið úr sæmilegum mönnum, þar sem hún var snoturleit og rík, lætur fyrrnefndan dándismann glepja sig til ásta. Þriðja aðalpersónan, bróðir stúlkunnar, er drykkju- svín, fjárhættuspilari og fífl, og getur sú aðalsætt varla hafa góð verið. Hinar fimm persónurnar eru ýmist þjófar, fantar eða lauslætisfólk. 9. persónan, sem minnst kemur við sögu, er eina skikkelsismanneskjan í bókinni,- enda mállaus og heyrnarlaus og drepin á 2. blaðsíðu. Bók þessi kostaði 30 kr. —- krónur þrjátíu — óinnbundin. Hef ég þá fengið 1 morð fyrir hverjar 10 krónur + 1 þjófnaði eða ráni fyrir hverjar 2 krónur + 1 meiri eða minni háttar sið- ferðisbroti fyrir hverja 60,42 aura, eða sem svarar 1 meiri eða minni háttar glæp fyrir hverja 42,4 aura, — en auk þess hef ég fengið að kynnast „óviðjafnanlegri snilld í frá- sögn“ og svo miklu „innsæi og skarpskyggni“ er „kryfur mann legar sálir miskunnarlaust- til mergjar“, lesið listaverk, „sem gnæfir hátt meðal fegurstu og beztu bókmennta allra alda“ og Staðið augliti til auglitis við „einn hinn mesta formsnilling og hugsuð vorra tíma“, — ef ,marka má það, sem á hinni marglitu bóltarkápu stendur. Þetta mun flestum þykja allt nokkuð fyrir ekki meiri pen- ing.. og kynlegt, að ég skuli telja þeim þrjátíu krónum illa varið. En væri fólk það, er sagan segir frá, á mínu embættissvæði, skyldi það fá að kynnast lögum og rétti og Filippusi hreppstjóra Bessasyni, — en höfundinn skyldi ég rassskella án dóms og laga með keitublautum sjóvett- lingum, — og útgefandann líka. Virðingarfyllst. Filippus Bessason hreppstjóri. FYRIRSPURN TIL KOMINTERN Hafa „rauðhundar“ hringaða rófu? Hundalogikus. í Útbreiðið Alþýðublaðið! MÁÐURINN I MYRKRINU spyrja mig um hvað okkur gengi. Ég hefði getað sagt nóg til að skerpa áhuga hans, en varir mínar voru lokaðar, úr því að þetta voru leyndarmál McNabs en ekki mín, en í þjónustu hans hafði Mathe- son sjálfur sett mig. Samt fann ég þegar komið var undir lokin í málinu, að það var eins og að vera millum steins og sleggju, að vera millum McNabs og Mathe- sons. Matheson hugsáði að- eins um að geta birt sem mest, en McNab var ekki op- inskár að eðlisfari. Svo að þeir hömruðu á mér til skiptis og þetta kvöld var það Matheson, sem sá um það, því að um leið og ég hafði lokið við fréttir mínar, lét hann mig hafa nóg að gera til miðnættis, áður en hann fór sjálfur, og allan þann tíma vissi ég að McNab var að hnýta síðasta möskvann í símann, að hann hefði séð þennan blinda mann sitja þarna og lesa í Enderby Gar- dens. Hann var ekki enn kom- ánn, þegar ég kom, en Mc- Nab sagð mér brátt allt, sem hann vissi. Hann var alveg nýkominn inn, þegar Howley hafði hringt til hans frá lög- reglustöðinni. Hann hafði sagt, að þar sem við hefðum spurt hann um þennan blinda mann, þá þætti okkur kann- ske fróðlegt að heyra, að fleiri hefðu kannske áhuga fyrir honum. í fyrstu hélt McNab að Snargrove hefði komizt á rétta leið á endan- um; en þegar Howley lét hann vita að það virtist vera kona, þá kom hinn undrandi sannleikur í ljós. Það hafði kornið fyrir atburður, mjög einkennilegur, rétt við þar sem blindi maðurinn Sat, og það hafði orðið til þess, að netið, sem hann ætlaði að I lögregluþjónninn hafði skor- hremma hinn stóra feng sinn ! izt í leikinn. ekkert samtal milli blinda mannsins og þeirra hafði átt sér stað. Kinloch gat náttúr- lega ekki séð, hvað var að ske. Þess vegna er enn meiri ástæða til að fá að vita, hvers vegna Howley setur yfirlið konunnar í samband við blinda manmnn. Svo er ann- að atriði. Klukkan 8.35 hringdi Jenkins — hann er eldspýtnasalinn — mig upp til að segja, að hann hefði veitt blinda manninum eftir- för til bústaðar hans í Hallis- stræti og sé nýkominn. Jen- kins var hálfsár út af því, því að ég hafði látið hann standa í þeirri trú, að verki hans yrði lokið um kl. fimm, en blindi maðurnn hafði aftur húkt þarna til hér um bil 4tta. Þess vegna þurfum við líka að sjá Howley, því að ef þetta er undantekning, að hann var svona lengi, þá er það enn merkilegra, þegar at- hugaður er atburðurinn fyrr um daginn.“ En um klukkan níu, fáum mínútum eftir að ég hafði sætt mig við að fara að vinna verk, sem yngsti viðvaning- urinn okkar hefði eins vel getað gert, þá var ég kallað- ur í símann. Það var McNab. Og um leið og ég heyrði rödd hans, þá var augljóst að eitt- hvað nýtt var í vændum. „Ert það þú, Chance? Komdu undir eins. Það hefur dálítið komið fyrir.“ ,,Hvað?“ sagði ég ósjálfrátt og gleymdi að hann vildi ekki segja mér það í símann. En mér til undrunár hvíslaði hann: ,,Hún hefur séð hann.“ Rétt sem snöggvast skildi ég ekki hvað hann átti við. „Áttu við Kin —?“ „Já. Komdu núna strax. Ég býst við Howley á hverri stundu.“ Ég rétti aðstoðarmannin- um í skyndi vinnu mína. Þeg- ar ég var á leiðinni tili Adel- phi mundi ég að Howley var hinn sniðugi lögregluþjónn, sem hafði sagt McNab það í Howley sagðist hafa verið að nálgast garðana að vestan um kl. 12.30, þegar hann heyrði óp, kvenmannsóp, og þegar hann kom inær sá hann konu halla sér upp að girð- ingunni og maður studdi hana, sem áugsýnilega hafði verið í fylgd með henni. Nokkrir höfðu safnazt sam- an kringum þau. Howley hjálpaði manninum að koma henni inn í bíl, sem kom þar að, og þau óku brott, konan hálf með vit undar laus. ‘ ‘ ,,En í hvaða sambandi er þetta við blinda manninn?“ spurði ég. „Ég gat ekki al- mennilega fylgzt með How- ley í þessu. Það var aaðallega þess vegna, sem ég bað hann að koma. En taktu eftir tím- ■anum, sem þetta kom fyrir — 12.30, um tveim tímum áður en við sjálfir sáum hann og tókum fingraför hans. Það er það einkennilega við það. Auðvitað er það mögulegt, að það hafi aðeins verið tilviljun, að það leið yfir frúna einmitt þarna. Og ég heyrði það á Howley, að Ævintýri bangsa Maggi mús var svo skref- stuttur og seinn á fæti, að hann og Bangsi misstu sjónir á skáta- fylkingunni eftir skamma stund. Engu að síður héldu þeir áfram ferðinni, og að síðustu sáu þeir skátana aftur, þar sem þeir höfðu numið staðar vi?P skógarjaðar og voru í óðaönn að safna saman sprekum til skýlis- byggingar. „Eigum við að hjálpa þeim?“ sagði Maggi mús. ,,Nei,“ sagði Bangsi. „Við skulum heldur fara inn í skóg- inn og byggja okkar eigi skýli.“ MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: __-i * ÖRN ELDING Reg. U. S. Pof. Off. . AP Newsfcalurn* k r ^ ^ I rt £«»'í m SPSr 1. FLUGMAÐUR: Þú mirinar, að við notum sama bragðið og við notuðum við Japani? 2. FLUGMAÐUR: Einmitt. Það ætti að héppnast vegna þess. að jþessi flugvél er með sjálfvirku radar-öryggisstýri. 1. FLUGMAÐUR: Hún heldur á- fram hringflugi sínu enn sem komið er,' en hver veit hve lengi.------- ÖRN: Aumingja stelpan er éin í flugvél nni og ég fell--------- hvenær skyldi fallhlífin opnast

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.