Alþýðublaðið - 30.10.1947, Qupperneq 7
Fimmtudagur 30. okt. 1947.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er ílngólfsapó-
teki, sími 1330.
' Ljósatími
ökutækja er frá kl. 18,35—6
morgni. — Enginn má stýr bif-
reið nema hann hafi ökuskír-
teini, er heimili honum að stýra
bifreið. Meðan ekið er, má bif-
reiðarstjóri ekki sleppa hendi af
stýri bifreiðar sinnar, og varast
skal hann að tala við farþega.
Martin Larsen, sendikennari
flytur annan fyrirlestur sinn
um Ævintýri H. C. Anersen í II.
kennslustofu Háskólans í kvöld
kl. 6.15. Öllum er heimill að-
gangur.
Aðalfundur ,Kyndils“,
fræðslu- og málafundafélags
bifreiðastjóra, var haldinn
þriðjudaginn 21. okt. s.l. að
Hverfisgötu 21. Félagið starfar
í tveimur deildum, málfunda-
•deild og tafldeild. Formaður fé-
lagsins frá stofnun þess hefur
verið Tryggvi Kristjánsson, en
sökum annríkis baðst hann ein-
dregið undan endurkosningu. í
stjórn félagsins voru kosnir:
Formaður: Þorvaldur Jóhannes-
son, ritari: Valdimar Lárusson,
gjaldkeri: Guðlaugur Guð-
mundsson. í varastjórn: Vara-
formaður: Ingvar Þórðarson,
varáritari: Magnús Gunnlaugs-
son, varagjaldkeri: Magnús Ein-
arsson.
Jóns Baldvinssonar for-
seta fást á eftirtöldum stöð
um: Skrifstofu Alþýðu-
flokksins. Skrifstofu Sjó-
mannafélags Reykjavíkur.
Skrifstofu V.K.F. Fram-
sókn, Alþýðubrauðgerð,
Laugav. 61 ,í Verzlun Valdi
mars Long, Hafnarf. og hjá
Sveinbirni Oddssyni, Akra
nesi.
Minningarspjöld Barna-
spííaiasjóðs Hringsins
eru afgreidd í
Verzíun
Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12 og í
Bókabúð Austurbæjars
Laugavegi 34.
Kaupum tuskur
Baldursgötu 30.
rsi
AlþýSul u m
Utvarpsræða Emils
Jónssonar
Framh. af 5 síðu-
ekki af að innflytjendum sé
fyrst og fremst haldið að
nauðsynjavörukaupum. og
að því að gera þau á sem
hagkvæmastan. háitt fyrir
þjóðarheildina, og þeir verð
launaðir með auknum leyf-
um, sem það gera, en ekki
hinir, tsem dýrast kaupa.
Þegar veiting innflutnings
leyfa verður miðuð við verð
lag, hlýtur það að verða hvöt
hjá hverjum innkaupanda til
að gera eins hagkvæm kaup
og möguleikar standa frek-
ast t'il, enda virðist það svo
sjálfsagt. að ekki er umtals-
vert-
Allt í allt get ég ekki séð
annað en kosti við þetta fyr-
ir komulag, og að sjálfsagt
sé að sjá nú til, hvernig það
reynist. — Ég, vil þó ekki
fyrir mifet leyti standa á móti
því að málið fái venjulega
þinglega afgreiðslu og verði
vísað til nefndar og mun ég
því greiða atkvæði með því
að málinu verði vísað til 2.
umræðu og nefndar.
---------------------
HANNES Á HORNINU.
Frh. af 4. síðu-
eggastir eru í baráttunni gegn
Bakkusi, mæta oft aðkasti og
háði. Er nú von að vel fari?“
„GÆTU EKKI SKÓLARNIR
komið hér til hjálpar? Ég vil
stinga upp á að fræðslumála-
stjóra væri fyrirskipað að sjá
um, að í öllum barna- og ung-
mennaskólum landsins væru við
og við fluttir fyrirlestrar af
kennurum og áhugamönnum
um bindindi, og nemendum inn
rætt skaðsemi áfengisneyzlunn-
ar. Mætti t. d. í hinum stærri
bæjum sýna kvikmyndir áf
ýmsum þáttum skaðsemi áfeng-
isins.“ ;r
„SÖMULEIÐIS ÆTTI að
komast að samkomulagi við
kvikmyndahúsin að sýna í by-rj-
un sýninga 2—5' mínútna kvik-
myndaþátt úr daglegu lífi
þeirra manna, er drykkjuskáþ-
urinn hefur náð tökunvá. Fæ ég
ekki bptur séð en að við nauð-
synlega verðum að taka uþp
harða baráttu á móti áfengis-
bölinu, hvort sem við erum
templarar eða ekki. Við getum
eigi og megum ekki lengur láta
svona til ganga. Vettlingatökin
á ýmsum vandamálum okkar
litla þjóðfélags eru alltof mörg.“
„EKKI ’ ÆTTI AÐ VERA
vandfengið efni í áður umtalaða
kvikmyndaþætti, þar er víða
niður að bera og það verður að
gera. Það má búast við að merin
færu að ájá að sér, ef þeir ættu
von á að almenningur sæi þá á
hvítu lérefti kvikmyndahúsanna
svona við og við.“
„VÍNIÐ HEFUR SETT stimþ-
il sinn á ýmsa góða menn. Of-
drykkjumennirnir margir hafa
verið efni í afbragðsmenn. En
þess ber vel að greina á milli,
óidrykkjumannsins og hírís,
sem tekur vín sem kallað er í
hófi. Ofdrykkjumaðurinn er
sjúklingur, sem þarf lækningar
við. En hinir, sem segjast
drekka í hófi, verða sér iðulega
til minnkunar, eyða fjármunum
sínum dg spilla heimilisfri&i. Og
aldrei er gott að greina áfang-
ann, sem liggur frá hófdrykkj-
unni til ofdrykkjunnar. Stund-
1
AÐALFUNÐUR F.U.J. í
Hafnarfirði var haldinn mið-
vikudaginn 22. okt.
Fyrst var gengið til stjórn-
arkosninga, og er stjórn fé-
lagsins þannig skipuð:
Formaður: Kristján Símon
arson. Varaformaður: Krist-
ján Hannesson. Gjaldkeri:
Árni Friðfinnsson. Ritari:
Árni Gunnlaugsson.. Vara-
menn eru: Jóhann G. Ólafs-
son og Sigurður Arnórsson.
Endurskoðendur: Rafn Hafn
fjörð og Skúli Ingvarsson.
Rætt var um vetrarstarfið,
og kom fram ríkur áhugi hjá
félagsmönnum um að hefja
öflugt starf innan F.U.J. í
Hafnarfirði, þar eð félagið
hefði nú mjög góð húsakynni
fyrir starfsemi sína. Guðm.
Gissurason fiutti ræðu á fund
inum, um stjórnmálaviðhorf-
in og hlutverk ungra jafnað-
armanna.
Að lokum var sýnd kvik-
mynd frá Hafnarfirði. Fund-
urinn var vel sóttur og margir
nýir félagar bættust í hóp-
inn.
Alþýðuflokkurinn á
ísafirði hefur tekið
við útgáfu Skutuls
ALÞÝÐUFLOKKURINN
Á ÍSAFIRÐI hefur tekið við
útgáfu á blaðinu „Skutli“, og
er fyrsta blaðið, sem flokkur-
inn annast útgáfu á komið
út.
Á trúnaðarráðsfundi þeim,
/sem afgreiddi þetta mál, var
kosin þriggja manna blað-
stjórn og skipa hana þeir: Jón
as Tómasson, Björgvin Sig-
hvatsson og Helgi Hannes-
son, en varamenn í blaðstjórn
inni eru Stefán Stefánsson og
Jón H. Guðmundsson.
Skutull byrjaði að koma út
árið 1923 og var séra Guð-
mundur Guðmundsson frá
Gufudal fyrsti ritstjóri blaðs
ins.
Hannibal Valdimarsson al
þingismaður, sem verið hef-
ur rifstjóri blaðsins að und-
anförnu og gefið það út, læt
ur nú af ritstjórninni, hins
vegar mun hann skrifa í það
áfram og sömuleiðis hafa
hinir þingmenn Alþýðuflokks
ins á Vestfjörðum, Finnur
Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson
báðir heitið blaðinu stuðningi
sínum.
Að öðru leyti hefur enn
ekki verið endanlega gengið
frá skipulagi og tilhögun varð
andi útgáfu blaðsins, en þar
til öðru vísi verður ákveðið,
verður formaður fulltrúaráðs
flokksins, Helgi Hannesson, á
byrgðarmaður blaðsins.
Jarðarför systur minnar,
Unu Vagnsdóttur,
fer fram frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
31. október n. k.
Athöfnin hefst með húskveðju að heimili henn-
ar, Austurgötu 47, ikl. 13,30 e. h.
Blóm og kransar afbeðnir; en þeim, sem vildu
heiðra minningu hennar, er bent á Samband íslenzkra
berklasjúklinga eða . Náttúrlækningafélag íslands
(samkv. ákveðinni ósk hinnar látnu).
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Sigurleifur Vagnsson.
Minninigarathöfn um eiginmann minn,
Guntilaug Eiríksson,
fer fram að heimili hans, Kambsveg 7, föstudaginn
31. október kl. 4 e. h.
Jarðað verður að Melstað mánudaginn 3. nóvem-
ber kl. 2 e. h. , ,
Fyrir hönd aðstandenda.
Filippia Jónsdóttir.
Þakka innilega gjafir, heillaóskaskeyti og aðra
vinsemd mér sýnda á 50 árá afmæli mínu.
Hafnarfirði, 30. október
Marsveinn Jónsson.
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök latin fram fara án frek
ari fyrirvara,, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs,
að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsing-
ar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Tekjuskatti, tekjuskatts-
viðauka, eignarskatti, stríðsgróSaskatti, fasteigna-
skatti, slysatryggingaiðgjaldi og námsbókagjaldi, sem
féllu í gjalddaga á manntalsþingi 31. júlí 1947, almennu
tryiggingasjóðsgjaldi er féll í gjalddaga að hálfu í jan-
úar 1947 og að öðru leyti á manntalsþingi sama ár,
gjöldum til kirkju og háskóla, sem féllu í gjalddaga 31.
marz 1947, kirkjugarðsgjaldi, sem féll í gjalddaga 1.
júní 1947, svo og á áföllnum ógreiddum veitingaskatti,
skemmtanaskatti, gjaldi af innlendum tollvörum og
skipulagsgjaldi.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 29. október 1947.
Kr. Kristjánsson.
. I
um getur hófdrykkjumaðurinn
allt í einu verið orðinn að of-
drykkjumanni áður en hann
veit af. En ráðið til að forðast
þetta er að neyta aldrei áfengis.
Það er langöruggasta og bezta
ráðið.“
sem af einhverjum ástæðum getur ekki unn-
ið erfiðisvinnu, getur fengið atvinnu við út-
burð og innheimtu. Laun allt að 1000 krónum
á mánuði. Upplýsingar í síma 4900.