Alþýðublaðið - 09.11.1947, Page 4
ALPfBUBLABm
Skiluðu skátarnir aftur gjaldeyri? — Gærurnar
og frankarnir. —• Matvælaástandið bágborið. —
Heilsan er dýrmætasta eignin.
LOFXUR SKRIFAR: „Viltu
4
Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
ÍÞingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Hrunsöngur -
eða hvað!
KOMMÚNISTAR hafa að
undanförnu kallað það „'hrun
söng“, þegar sagður hefur
verið sannleikurinn um á-
standið í atvinnumálunum
af völdum dýxtíðarinnar og
verðbólgunnar. Þeir hafa til
þessa talið allar aðgerðir til
lausnar á þessum mikla
vanda með öllu ástæðulausar
og meira að segj a fullyrt, að
dýrtíðin og verðbólgan væri
hin mesta blessun, því að hin
háa vísitala framleiðslukostn
aðar og hinn geysilegi fram-
leiðslukostnaður gerði okkur
auðið að selja afurðir okkar
á heimsmarkaðinum við mun
hærra verði en ella!
En nú virðast kommúnist-
ar helzt vera að sannfærast
um. að þessi afstaða þeirra sé
óskynsamleg og óraunhæf,
og í Þjóðviljanum í gær, birt-
ist forustugrein, sem komm-
únistar hefðu áreiðanlega
talið „hrunsöng“, ef hún
hefði birzt í einhverju mál-
gagni stjórnarflokkanna fyr-
ir nokkrum dögum. Þar er
sem sé fullyrt, „að atvinnu-
ieysi sé að byrja og almennt
hrun framundan, ef ekki sé
ítekjð í taumana. Nú megi
ekki lengur bíða með raun-
hæfar aðgerðir í vandamál-
um atvinnuveganna og dýr-
tíðarinnar, ef ekki eigi allt
að lenda hér í kalda koli og
hruni.“
Batnandi manni er bezt að
lifa. en því miður virðist enn
sem komið er ekki vera um
neina alvarlega hugarfars-
breytingu að ræða í þessu
efni hjá kommúnistum. Þeg-
ar athugaðar eru tillögur hins
nýlokna flokksþings þeirra,
kemur sem sé á daginn, að
það, sem fyrst og fremst
vakir fyrir kommúnistum, er,
að ríkið haldi áfram að á-
byrgjast bátaútveginum á-
byrgðarverð á fiskinn á sama
hátt og í ár, og að hraðfrysti-
húsunum verði veitt sams
konar ábyrgð. Tillaga komm-
únista er með öðrum orð-
um sú, að haldið verði enn
áfram á þeirri óheillabraut,
sem fetuð hefur verið að
undanförnu. Lækkun fram-
leiðslukostnaðarins og niður-
færslu dýrtíðarinnar láta
þeir lönd og leið, en telja allt
vera í lagi, ef rikissjóði verði
bundinn ábyrgðarbaggirm
einu sinni enn!
:jc
Finnur Jónsson alþingis-
maður benti réttilega á það
við úvarpsumræðumar á al-
þingi á dögunum, að það
væri meira en lítið furðuleg
afstaða af flokki stjórnarand-
stöðunnar að leggjast á móti
aðgerðum og ráðstöfunum,
er miða að lausn þess vanda,
sem dýxtíðin og verðþólgan
grennslast fyrir mig eftir því á
réttum stöðum, hvort eftirfar-
andi hefur við rök að styðjast:
Fyrir nokkru síðan heyrði ég
frá því sagt, að skátarnir sem
fóru til Frakklands í sumar hafi
skilað aftur gjaldeyri, sem þeir
ekki þurftu á að halda. Mér ;
finnst vel þess vert að þessa
verði getið í blöðum, ef satt
reynist. Reynist þetta ekki satt,
eins og svo margt sem sagt er
nú í sambandi við gjaldeyris-
vandamál okkar, bið ég afsök-
unar á að hafa hreyft þessu.
Mig langar aðeins til þess að
vita hið sanna í þessu máli.“
SKÁTARNIR skiluðu aftur
60—70 þúsund frönkum, sem
þeir þurftu ekki á að halda, þeg
ar til kom. Ástæðan var sú, að
þeir gátu selt ýmislegt smáveg
is á Jamboree sér til framfæris.
— En nú virðist svo sem þeir
þurfi að fá eitthvað dálítið aft-
ur af þessari upphæð. Þeir
höfðu selt íslenzk gær.uskinn og
ætluðu að senda þau út, en nú
er bannaður slíkur útflutning-
ur á þeim,
HISFREYJA skrifar eftir-
farandi bréf: „Það er alveg ó-
þolandi ástandið, sem nú ríkir
í matvælamálum þjóðarinnar
mjólkin er svo naum, að hún
getur varla minni verið, rjómi
og skyr má að mestu kalla ófá-
anlegt; það eru aðeíns þeir,
sem koma fyrst á morgnana,
sem það fá, og þarf þá minnst
að koma }/z tíma áður en opnað
l er. Fyrir þá, sem eru veikir
fyrir, fyrir eldra fólk og fyrir
konur með börn (sem flestar
eru einar, vegna þess að það er
enga hjálp að fá), er þetta óþol
andi. Þar ofan á bætist svo, að
kartöflur eru næstum ófáanleg
ar, grænmeti er svo að segja
ekki til, enda er það svo dýrt
að það er ókaupandi fyrir all-
an fjöldan, ávextir fást svo að
segja aldrei.
ÞAi) ER HÖRMULEGT til
þess að vita, að íslenzka þjóð-
hafa fært okkur að höndum.
Þjóðviljinn tók ræðu Finns
þunglega, en eigi að síður
virðast kommúnistar þó hafa
séð nauðsyn þess, að tileinka
sér ábendingar Finns, að
minnsta kosti i orði. En þeim
verður það áreiðanlega til
lítils að viðurkenna í orði,
að atvinnuleysi og hrun sé
framundan, ef þeir forðast
að gera tillögur, sem horfa til
úrbóta, og vinna á borði gegn
hverri ráðstöfun til lausnar á
vandanum.
Eigi að síður eru játning-
ar Þjóðviljans nú spor í rétta
átt. Hin tímabæru ummæli
forustugreinar Þjóðviljans í
gær ættu að sannfæra fylgj-
endur Kommúnistaflokksins
um það. að varnaðarorð mál-
svara stjómarflokkanna eru
enginn „hrunsöngur“ til þess
in geti ekki einu sinni haft holl
an og góðan mat eftir öll þau
uppgangsár, sem yfir landið
hafa gengið. Ef heilbrigðis á-
stand þjóðarinnar væri rannsak
að, þá gæti ég trúað að sú út-
koma yrði hvorki til ánægju
eða sóma, enda tala hinar
mörgu læknjngastofur hér í bæn
um sínu máli, því þar er svo
yfirfullt, að fólk þarf að bíða
1—3 tíma til að komast að, það
veitti þó sannarlega ekki af að
fólk á íslandi hefði nægilegt af
ávöxtum og grænmeti og ekki
sízt eftir annað eins sumar og
hér hefur verið, að minnsta
kosti á Suðurlandi, þar sem
svo að segja aldrei sást til sól-
ar.
ÁÐUR FYRR, meðan þekk-
ingarleysið var ríkjandi, var i
það álitið nóg bara ef maður
fékk sig saddan, en nú er öld-
in önnur og þékkingin miklu
meiri, og nú veit fólk að til að
lifa heilbrigðu lífi þá þarf það
að hafa hollan mat, sem hefur
að innihaldi öll þau næringar-
efni, sem líkamin þarf með.“
ÞAÐ ER ÁREIÐANLEGT, að
það er lífsnauðsyn fyrir þjóð,
sem býr svo norðanlega, eins og
við, og hefur svo stutt og sólar-
lítið sumar, sú þjóð þarf að hafa
ávexti og grænmeti roeð í hinu
daglegu fæðu allan ársins
hring. Mér er spurn, er ekki
alveg eins hægt að fó keypta
ávexti handa þjóðinni eins og
bíla?“
ÞAÐ ER SAGT, að bæði
sambandið og einstaklingar
iflytji inn bíla í stórum stíl frá
Bandaríkjunum og úr því að
það. er enginn hörgull á dollur
rUm til bílakaupa, þá ætti einn-
ig að verða hægt að fá keypta
ávexti.
ÉG VONA, að þeir menn,
sem í dag sitja á alþingi sjái
sóma sinn í því, að sjá um að
þjóðin hafi nægilegt af ávöxt-
um og grænmeti allt árið um
Franih. á 7. síðu.
að blekkja fólk, eins og Þjóð-
viljinn hefur til þessa haldið
fram í heimsku sinni, heldur
orð í tíma töluð. Ráðstafanir
til lausna á dýrtíðinni og verð
bólgunni eru hið eina, sem
bjargar þjóð okkar út úr hin-
um miklu aðsteðjandi erfið-
leikum, og aðild kommúnista
að þeim er sömuleiðis hið
eina, sem getur bjargað þeim
frá pólitísku skipbroti. Og i
því sambandi verða þeir að
temja sér mun meiri skyn-
semi og ábyrgðartilfinningu
en gætir í fari þeirra enn þá.
Pólitísku ástandi kommún-
ista í dag verður sem sé bezt
lýst með orðum Páls postula,
þegar hann mælti á þá lund,
að hið góða, sem hann vildi,
það gerði hann ekki, en hið
illa, sem hann vildi ekki, það
gerði hann.
Sunnudagur 9. nóv. 1947.
Síðasfi dagur
Má I verkasýn ingar
Öriygs Sigurðssonar
í Lástamannjaskálanum er í dag.
Opin frá kl. 11—11.
tól Þýzkaiands og Austurríkis.
Jón Hjartarson & Co
Sagnaþættir Þjóðólfs. Fögur og sm ckkleg útgáfa af þess-
um gömlu og vinsælu þáttum, no'kkuð aukin. Enginin' sá,
sem ann sögu landsins og þjóðlegum fræðum, má fara á
mis við það að eignast þessa fallegu bók. Vegleg tæki-
færisgjöf.*—- Veirð ób. kr. 40,00, í rexinbandi 55,00 og
fögru skinnbandi kr. 70,00.
Vísindamemi allra alda. Bók þessi hefur að geyma ævi-
sögur rúmlega tuttugu heimsfrægra vísindamanna,
skemmtilega skrifaðax og fróðlegar. Þessi bók hientar
fólki á öllum aldri, en er sérstaklega vel valin igjpf handa
ungum mönnum. Útgáfa bókarinnar og allur frágangur
er svo fagur og vandaður, að sérstaka athygli vekur. —
Kostar í fögru bandi kr.- 35,00.
Hershöfðinginn hennar. Skemmtilegur og speiimandi róm-
an eftir Daphne du Maurier, höfund „Rebekku". Mjög
[tærkomin gjöf handa konum á öllum aldri. — Bókin er
nálega 500 bls. í stóru brotis, en kostar þó aðeíns kr. 32,00
heft og 45,00 í góðu bandi'.
Á skákborði örlaganna. Hin fræga metsölubók Hollend- •
ingsins Hans Martin. Áhnifaimiikill og spennandi róman,
sem heldur athygli lesandans’ fan'ginni frá fyrstu línu til
hiinnar síðustu. — Verð ób. kr. 20,00 og ib. 32,00.
Bækur handa börnum og unglingum
Systkinin í Gláumbæ. Þessa frábæru bamma- og unglinga-
bók lesa umgir sem gamlir sér til óblamdinnjar ánægju,
enda er þetta ein af himum fáu „klassisku." umglimgabók-
um. Er einfcmn ætluð telpum 12—16 áxa. — Verð ib. kr.
20,00.
Leyndardómar fjallanna. Þessi skemmtilega dréngjasaga
Jóns Bjömssonar kom fyxst út á dönsku og hlaut mikið
lof leiðamdi m'amna í uppeldis- og skólamálum, auk þess
sem allir strákar voru1 sólgnir. í hiama vegma þeæ hve
skemmtileg húm er. — Vexð ib. ‘kr. 18,00.
Framantaldar bækur fást hjá bóksölum um land allt og
beint frá útgefanda.
Draupnisútgáfan — Iðunnarútgáfan