Alþýðublaðið - 09.11.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.11.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. nóv. 1947. 7 •------------------------♦ Bœrinn í dag. i----------------------—♦ Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki, sími 1§18. Ljósatími ökutækja er frá klukkan 16.50—7.30 að morgni. — Enginn má stýra bif 'reið nema hann hafi ökuskír- teini, er heimili honum að stýra bifreið. Meðan ekið er, má bif- reiðarstjóri ekki sleppa hendi af stýri bifreiðar sinnar, og varast skal hann að tala við farþega. Minningarpjöld sjúkrasjóðs frú Sigríðar og Jóns Blöndals héraðslæknis fást hjá frú Vigdísi Blöndal, Laugarneskólanum og í verzl- uninni Baldursbrá, Skólavörðu stíg 4. Jón Blöndaí (Frh. af 3. síðu.) snjollu greinar hans um þjóðfélagsmál órækan vott. Jafnan þegar mjög þurfti til verks að vanda, var leitað til Jóns Blöndal, enda hlóð- ust á hann trúnaðarstörf hvert af öðru. Honum var falið að annast ritstjórn hins stórmerka rits: Félagsmál á íslandi, sem ríkisstjórnin gaf út. Er þar frábærlega glöggt og greinargott yfirlit yfir þróun félagsmála hér á landi fram til síðustu styrjaldar. Þá samdi hann og á vegum ríkisstjórnarinnar frumdrög að tillögum um ráðstafanir gegn atvinnuleysi og skörti, og vann þrásinnis að endur- skoðun og breytingum á skattalöggjöfinni, ýmist fyrir flokk sinn eða á vegum rík- isstjórnar. Kvennadeild Slysavarna- félagsins í Reykjavík heldur fund á mánudaginn 10. nóv. kl. 8.30 e. h. í Tjarnarcafé. TIL SKEMMTUNAR er einsöngur, Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Upplestur. — Dans. Fjöhnennið stundvíslega. Stjórnin. NDU Kvennadeild Slysavarnafélagsins | í Hafnarfirðl heldur fyrsta fund vetrarins n.k. þriðjudag 11. nóvember kl. 8.30 sd. í Sjálf'stæðishúsmu.: TIL SKEMMTUNAR: Kaffidrykkja. Hr. Jón Oddgeir Jónsson 'sýnir kvikmynd í eðlilegum litum. — Dans. — Konur fjöknennið. STJÓRNIN. Ufsvör — DráSíarvexlir ; Áríðandi iilkynning; Síðasti gjalddagi útsvara 1947 til bæjarsjóðs Reykja- víkur var 1. nóvember. Dráttarvexti, 1% á mánuði, verður lögum sam- kvæmt að innheimta af vangoldnum útsvörum. Reglur um gjalddaga útsvara fastra starfsmanna, sem greiða og hafa greitt útsvör sín reglulega af kaupi, hald- ast óbreyttar. Lögtök eru þegar jhafin til tryggingar vangoldnum útsvörum 1947, og verða framkvæmd án fleiri aðvai-ana. Atvinnurekendur og aðrir kaupgr'eiðendur eru enin á ný — og að marggefnu tilefni — minntir á, að útsvars- , giæiðslur sem þeir halda eftir af kaupi starfsmanna, eru geymslufé, eign bæjarsjóðs, sem þeim ber að skila til bæjargjaldkera þegar í stað og e'kki síðar en viku eftir að útsvax'sgreiðslunni var ’haMið eftir. Oll önnur meðferð er óheimil og refsiverð, og verða þeir látmir sæta ábyrgð, lögum samkvæmt, sem vanrækja að skila útsvarsgreiðs'Ium fyrir starfsmienm sína. Skrfísiofa borgarsSjéra ALÞYÐUBLAÐIÐ Mesta afrek Jóns Blöndals tel ég þó undirbúning lag- anna um almannatryggingar. Ritið Almannatryggingar á íslandi, sem út kom árið 1945 og er sú undiTstaða, sem almannatryggingamar eru reistar á, sýnir svo að ekki verður um villzt, hversu frá bær atgjörfismaður hann var. Þar fer saman staðgóð þekking, raunsæi, brennandi áhugi og hugkvæmni, ásamt einstæðum vinnuafrekum. Enginn vafi er á því, að með þessu starfi átti Jón Blöndal drýgstan þáttinn í því, að lögin um almannatryggingar voru samþykkt. Þegar þess er gætt, að samtímis þessu starfi skrífaði Jón Blöndal fjölda greina í blöð og tímarit og sinnti jafnframt margháttuðum öðrum störf- um, og gekk þó aldrei heill til skógar, hlýtur hver maður að - undrast,' hverju feikna starfi hann fékk lokið á svo skömmum tíma. — Hverju mundi hann hafa á- orkað ef hans hefði notið við að fullu langa ævi? En Jón Blöndal var ekki að eins hagfræðingur og stjórn- málamaður í venjulegri merk ingu. Hann var fyrst og fremst hugsjónamaður. Hann vildi skapa nýjan heim, betra þjóðfélag, betra fólk, fegurra líf. Hann unni fögr- um listum og bókmenntum, eins og ættmenn hans fleiri, og vildi gera hvort tveggja almenningseign. Einkum var honum tónlistin kær. En honum var ekki nóg að taka við verkum annarra og njóta þeirra. Sjálfur varð hann og að skapa eitthvað nýtt, einn- ig á því sviði. Þrátt fyrir sjúlkleik- Blöndal hafi verið gæfusam- ann, hygg ég að Jón ur maður. Hann átti fjölda aðdáenda og kunningja og nokkra góða vini. Þeim sem þekktu hann bezt, þótti mest til hans koma, þeir einir kunnu rétt að meta dreng- skap hans, tryggð og skap- festu. Karlmennska hans og starfsþrek var þeim sífellt undrunarefni, það var næst- um því eins og hann hefði hugboð um, að honum væri ekki langt líf ætlað. Þess vegna varð hann að nota hverja stund til að- vinna að áhugamálum sínum. Og hann var svo lánsamur að fá að starfa að þeim allt sitt líf. En mesta gæfa hans mun þó hafa verið eiginkonan. Enginn veit, nema þau tvö, hversu ríkan þátt hún átti í lífi hans og starfi. Hún er ekki ein um að syrgja Jón Blöndal. Fregn- in um lát hans er mörgum harmsaga, vinir hans, félagar og samstarfsmenn minnást hans með trega. Og þúsund- ir karla og kvenna, sem eng- in persónúleg kynni höfðu af honum haft og aðeins þekktu hann vegna afskipta hans af þjóðfélagsmálum, — telja sig hafá mikils í misst við frá- fall hans. Hann átti svo mikið ógert. Haraldur Guðmundsson. Móðir okkar Björg Sigurðardóttir verður jarðsett frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. nóv. kl. IV2 e. h. Katrín Þórðardóttir. Friðrik Þórðarson. Hafnarfjörður Alþýðufiokksféiag Hafnarfjarðar heMur fund mánudag 10. þ. m. í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 e. h. FUNDAREFNI: Dýrtíðin og ráðstafanir gegn henni. Framsögumaður: Erlendur Þorstekisson, fram'kvæmdastjóri Al’þýðuflokksinis. Félagar, fjölmenndð og mætið stundvíslega. Sijórn Alþýðuflokkslns í Hafnarfirði Reykvíkingafélagið heldur aðalfund sinn næstkomandi þriðjudag 11. þ. m. kl. 8.30 stundvíslega í Sjálfstæðishúsinu við ThorvaM- sensstræti. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarsörf samkv. lögum félagsins. 2. Að loknum aðalfundarstörfum fara fram eftirfar- laindi skemmtiatriiði: Karlakórssöngur, kvikmynda- sýning, æskuminin'mgar Reykvíkings, minmzt Matt- híasar Jochumssonar skáMs o. fl. — Dans. Meðlimum er beimilt að taka mieð sér maka sína. Borð ekki tefcm frá. STJÓRNIN. „PE TIE R” Af sérstö'kum ástæðum getum vér afgreitt tvær báta- vélar nú þegar. Stærðir 255 og 340 hestöfl. Væntan'legir kaupendur geta skoðað sams konar vél, sem er hér í Reykjavík (verður sett í varðskipið Óðin). Véiar & Skip h.f. Hafn'arhvoli. — Sími 2059. HANNES Á HORNINU. Frh. af 4. síðu- kring fyrir skaplegt verð. Ef þjóðin býður tjón á lieilsu sinni vegna þess, að eklci er hægt að fá vörur, sem hverri þjóð er lífsnauðsyn, þá ber það bara vott um menningarleysi, og sú þjóð eða ráðamenn liennar, munu þá hafa yfir litlu að bæði fyrir þjóðina í heild og státa. Aftur á móti mun það marg borga sig, að þjóðin lifi við sem hollastan og beztan kost, því heilsuleysið er dýrt ! ríkið.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.