Alþýðublaðið - 30.11.1947, Side 4

Alþýðublaðið - 30.11.1947, Side 4
f 4 ALÞÝÐUBLAÐSB Sunmidagur 30. nóv. 1947. Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Fingfréttir: Helgi Saemundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h-f. áukakosningarnar á Bretiandi. AUKAKOSNIN GARN AR A BRETLANDI hafa vakið mikla athygli, en frá þvi að Alþýðuflokkurinn komst þar til valda eftir hinn glæsilega kosningasigur sinn árið 1945 hefur hann engu kjördæmi sínu tapað við tuttugu og e'ina auícakosningu. Slíkt er algert einsdæmi í brezkri stjómmálasögu og þykir tið- indum sæta víðs vegar um heim. Aukakosningarnar, sem fram fóru í Gravesend í Kent nú fyrir nokkrum dögum, hafa vakið mikla eftirtekt og umræður, ekki einungis á Bretlandi, heldur og í öðr- um löndum, meira að segja hér uppi á íslandi. Alþýðu- flokkurinn hafði unnið þetta kjördæmi glæsilega við kosningarnar 1945 og hélt því við aukakosningarnar, en meirihluti hans fram yfir Íhaldsflokkinn hafði minnk- að úr nær 7000 atkvæðum i um 1700 atkvæði. Aðstaða Alþýðuflokksins var mjög svo óhæg við auka- kosningamar í GraveSend. Fyrrverandi þingmaðm- kjör- dæmisins, Garry Allighan, hafði verið sviptur þingsæti sinu vegna trúnaðarbrots. Frjálslyndi flokkurinn bauð ekki fram við auka- ingabandalag við íhalds- flokkinn. Stjórnarandstað- an lagði geysilega áherzlu á að vinna þessar aukákosn- ingar og sparaði ekkert í sam- bandi við kosningabaráttuna. Eigi að síður héit Alþýðu- flokkurinn velli, og úrslit aukakosninganna urðu and- stæðingum hans mikil von- brigði, þar eð þeir þóttust þess fullvissir, að sigurinn kæmi í þeirra hlut. Þetta var tuttugasta aukakosningin á kjörtímabilinu, þar sem Al- þýðuflokkurinn hélt fyrrver- andi kjördæmi sínu, og siðan hefur enn ein aukakosning bætzt á sigurlistann. Því er ekki að neita, að úr- slit bæjar- og sveitarstjómar kosninganna, sem fram fóru á Bretlandi fyrir nokkru, urðu áfall fyrir Alþýðuflokk- inn. Hann tapaði 640 sætum við þessar kosningar, og komu þau nær öll í hlut í- haldsmanna. En því fer alls fjarri, að þessar kosningar hafi leitt í ljós það pólitíska skriðufall á Bretlandi, sem andstæðingar jafnaðarstefn- unnar vilja vera láta. Þær sönnuðu þvert á móti, að fylgi Alþýðuflokksins er sterkara nú en nokkru sinni fyrr meðal alþýðustéttanna á Bretlandi. Alþýðuflokkur- inn bætti við sig um hálfri milljón atkvæða, en sú fylg- isaukning nægði hins vegar ekki til þess að tryggja hon- „Lúxusmenn“. — Rangnefni. — Erum við komn- ir af öpum? — Erindi dr. Love. — Of ströng benzínskömmtun. — Gömul kona um dvalar- heimili. HERMANN skrifar: „Lúx- us-menn eru þeir kallaðir, sem eiga bifreið, sem þeir nota til eigin þarfa. Reykja- víkurbær er orðin stór borg á okkar mælikvarða. Mörg- um þeim, sem bíl eiga er lífs- nauðsyn að hafa bíla þessa til þess að geta stunclað at- vinnu sína, þessir bílar eru álíka nauðsynlegir eigendum þeirra og hestarnir eru sveitabóndanum. — Hvað skyldi sveitabóndinn hafa sagt, ef ráðamenn þjóðfé- lagsins hefðu tekið upp á því að banna þeim að nota hestana?" „ER ÞAÐ EKKI LÚXUS að taka bifreið á leigu og bifreið- arstjóra upp á tímakaup, en verða að láta bifreið sína standa heima sökum þess að nokkrir menn hafa ákveðið það, að eig andinn skuli ekki fá meira ben- zín en þann smánarskammt, sem þeim hefur þóknazt að út- hluta í það og það skiptið. Ung- lingarnir á götunni eru líka með sína gervibíla benzínlausa, en þeir eru ekki ráðalausir með það, hvað þeir ætla sér að gera til þess að ráða bót á því. Þeir syngja: Elías, við sendum hann bara á sjó, sá fengi af volkinu nóg. Elli Ó!“ „DR LÖVE flutti á dögunum erindi í útvarpið, er hann nefndi „Frumbyggjar jarðar“. Hann virðist vera einn af þess- um kaldrifjuðu vísindamönn- um, sme ekki láta sig muna um að rétta okkur mannkindunum það upp í andlitið, að við séum komnir af öpum. Þessa kenn- ingu hafa sjálfsagt heyra fyrr all ir, sem eru komnir til vits og ára, en eitt var það, sem honum láðist að geta um, hvað tímabil- ið hét, þá er menn losnuðu við rófuna. Það virðist vera sá lík- amshluti, sem sumir hverjir mættu sízt án vera.“ HERMANN Á BÍL og er því reiður út í skömmtunaryfir- völdin. Menn eru bara reiðir út af benzínskömmtuninni. Engin mælir orð út af annarri skömmt un. — Það eykur líka á gremj- una, að sveitajepparnir hafa nú fengið benzínskammt sinn meira en tvöfaldaðan. Skammt- urinn var 145 lítrar, en viðbótin er hvorki meira né minna en 165 lítrar. MEÐ ÞESSU urðu skömmt- unaryfirvöldunum á mikil mis- tök. Mönnum finnst í fyrsta lagi, að neyðin sé ekki svo mik- il, eftir svona ráðstöfun, að það ; þurfi að takmarka benzínið eins • og gert er — og í öðru lagi finnst mönnum, að hér sé fram- ið ranglæti. ÉG ÞEKKI til dæmis mann, sem á heima í einu úthverfi bæjarins. Hann er nokkuð fatl- aður og á erfitt um gang. Hann þarf að fara fjórum sinnum á dag a. m. k. milli heimilis síns og vinnustaðar. Benzínið nægir til tveggja ferða. Hann bað um undanþágu og fékk neitun. Þetta er of langt gengið, fyrst á annað borð var farið í nokkru að víkja frá upphaflegum regl- um. ÞÚ ERT KOMINN af öpum, Hermann minn — og það erum við öll. Það er engin skörnm að því. Oft gerum við þessum for- feðrum okkar skömm til. Dr. Löve flutti ágætt erindi. EIN AF ÞEIM GÖMLU skrifar: „íslenzku sjómennirnir eru meðal þeirra, sem mestrar virðingar njóta í þjóðfélaginu, þeir eru við ýms tækifæri kall- aðir „íslands Hrafnistumenn“, „hetjur hafsins“ og fleiri þessi virðingarheiti eiga þeir víst með réttu.“ , Frajnh. af 5. síðu. um eins glæsilegan meiri- hluta og áður var, þar eð I- hi^Ldsflokkurinn, sem efna- stéttirnar og millistéttirnar slógu skjaldborg um í kosn- ingunum, bætti við sig nær milijón atkvæða. Brezka jafnaðarmannastjórn- in á við mikla og vaxandi örðugleika að stríða. Róttæk- ar en nauðsynlegar ráðstaf- anir hennar til lausnar á að- steðjandi vanda hafa kallað yfir hana óánægju efnastétt- anna og miðstéttanna. En brezk alþýða fylkir sér fast um Alþýðuflokkinn eins og 1945. Henni er ljóst, að jafn- aðarmannastjórnin hefur skipt byrðunum réttlátlega niður á þegnana og stjómað með hag og heill fjöldans fyrir augum en ekki hags- muni hinna fáu og ríku. Kosningasigur brezka Al- þýðuflokksins 1945 var and- stæðingum jafnaðarmanna hér á landi sem annars stað- ar mikill þyrnir í augum. Nú má sjá þess vottinn í sum- um blöðum hér, að þessir að- ila rhlakka yfir því, að brezka Alþýðuflokknum þyyngist róðurinn. En með tilliti til þess, að stjórnarandstöðunni á Bretlandi hefur ekki tekizt að vinna af Alþýðuflokknum eitt einasta þingsæti í tutt- ugu og einni aukakosningu og að hann á vaxandi fylgi með þjóðinni að fagna væri þeim hollt að stilla fögnuði sínum í hóf. Meirihluti Al- þýðuflokksins við þingkosn- ingarnar 1945 var svo glæsi- legur, að hin breyttu viðhorf í sambandi við bæjar- og sveitarsítjómiar-kosningarnar skipta ekki miklu máli, þar eð fylgisaukning andstæð- inganna varð engan veginn á kostnað hans. Guðsþjónusta fyrir stúdenta í dag: Samkoma í húsi K.F.U.M. í HafnarfirSi kl. 8,30 e. h. Á morgun: GuSsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykja.. vík af aflokinni ræðu á svölum Alþingishússins í sam- bandi við hátíðarhöld stútenda 1. desember. Samkoma í 'húsi K.F.U.M. í Reykjavík 1. desember kl. 8,30 e. h. Allir velkomnir. Kristilegt stúdentahlcið kemur út 1. desember. Kristlegt Stúdentafélag Símanúmer okkar 7000 Gísli Halldórsson h.f. Auglýsing um afhendingu nafnskírteina gap-VJÍ..r. . íjs íReykjavík. Með tilvísun til reglugerSar frá 27. október 1947 um útgáfu og afhendingu nafnskírteina vegna framkvæmd- ar á lögum um eignakönnun tiDcynnist hér með, að af- hending nefndra nafnskírteina til þeirra, sem heita skírn ar- eða ættarnöfnum, sem byrja á bókstafnum A eða Á, fer fram í Góðtemplarahúsinu við Templarasund, þriðju daginn 2. desember n. k. kl. 10—17. Erlendir ríkisborgarar vitji nafnskírteina í Útlend- ingaeftirlitinu, lögréglustöðinni, Póstíhússtræti 3. Síðar verður tilkynnt um afihendingu' nafnskírteina til fólks, er heitir öðrum nöfnum en að framan greinir. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 29. nóvember 1947. Sigurjón Sigurðsson. — settur — Alþýðublaðið vantar fullorðið fólk og unglinga til blaðburðar í þessi hverfi: Seltjarnarnes Þingholt TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA. Alþýðublaðið. Sími 4900. Auglýsið í Alþýðublaðinu f

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.